Póstmannablaðið - 01.05.1994, Síða 17

Póstmannablaðið - 01.05.1994, Síða 17
að festa sig í sessi innanlands. Loks má nefna að fyrir Alþingi lá frum- varp til svokallaðra launalaga og töldu margir opinberir starfsmenn nauðsynlegt að láta í sér heyra vegna þess. í lok janúarmánaðar 1919 fengu 20 menn svohljóðandi fundarboð. undir- ritað af Matthíasi Þórðarsyni, Jóni Jacobssyni og Jóni Þorkelssyni: „Hérmeð eruð þér beðinn að koma til fundar við nokkra aðra menn á lestrarsal Landsbókasafnsins, snnnu- daginn 2. febr. kl. 3 til þess að rœða nm undirbúning launamáls lands- starfsmanna til nœsta alþingis. Þessi texti sýnir að fyrst og fremst voru það launamálin sem knúðu menn til að fylkja sér saman enda hafa þau verið eitt meginverkefni PFÍ allt frá stofnun. Að hlýða kalli samstöðunnar A fundinum 2. febrúar komu menn saman og samkvæmt heimildum er erfitt að ráða hvort þar var um nokkra póstmenn að ræða. Hins veg- ar var kosin nefnd til að undirbúa stofnfund póstmannafélags og var hann haldinn í Pósthúsinu 26. mars. Var ákveðið að hið nýja félag skyldi einfaldlega heita Póstmannafélagið. 1 stjórn voru kosnir: Ole P. Blöndal, Páll Steingrímsson og Þorleifur Jóns- son. Var þeim l'alið að semja tillögur að lögum fyrir félagið. Lögin voru svo afgreidd á fundi 5. apríl þetta sama ár þar sem voru mættir allir póstmenn í Reykjavík auk Guð- mundar Bergssonar sem þá var póst- afgreiðslumaður á Isafirði. A stjórn- arfundi 12. maí 1919 skipti svo hin nýja stjórn með sér verkum og var Þorleifur Jónsson kjörinn fyrsti for- maður hins nýja félags. Gegndi hann því starfi til ársins 1923. Þetta sumar, árið 1919, lá eins og áður sagði fyrir Alþingi frumvarp til launalaga. Póstmannafélagið hafði þá þegar gerst aðili að SSR, Sambandi starfsmanna ríkisins, undanfara BSRB, en þau samtök höfðu mikil á- hrif á setningu launalaganna. A full- trúaráðsfundi SSR 12. júlí var ákveð- ið að fylgja eftir kröfum sambandsins með því að leita til sambandsfélaga Póstur greindur, frá vinstri: Bjarni Þóroddsson og Haraldur Sigurðsson. að þeir segðu starfi sínu lausu ef frumvarpið gengi óbreytt í gegnurn þingið. Póstmenn svöruðu auðvitað þessu kalli samstöðunnar og sýnir þetta að menn voru tilbúnir að láta hart mæta hörðu í kjarabaráttunni. Svo virðist sem Póstmannafélagið hal'i haft einhvcr áhrif á lagasmíðina því tillaga þess um hækkun lægstu launa náði fram að ganga. Launalög þessi þóttu hins vegar illræmd og voru í gildi næsta aldarfjórðunginn við litla hrifningu verkalýðsins. Engin laun fyrir aukavinnu! Á aðalfundi 1920 eru félagar í Póst- mannafélaginu orðnir 42 talsins, þar af 31 utan Reykjavíkur. Á þessum aðalfundi voru kjaramálin auðvitað helsta umræðuefnið og margar tillög- ur samþykktar þar að lútandi. Þegar hér er komið sögu höfðu póst- menn mátt þola það að vinna án nokkurra aukagreiðslna, langan vinnudag og alla helgidaga. Var haldinn sérstakur fundur í félaginu um þetta efni 28. október 1922. í fundargerð, sem enn er til, er skráður útdráttur úr ræðu framsögumanns, Egils Sandholts, síðar formanns Póst- mannafélagsins. Þar segir: ...og talaði um hve ranglátt það vœri og óeðlilegt, að íslenskir póst- menn hefðu hingað til unnið að póst- störfum ótakmarkað, bœði á helgum dögum og eins á nóttum, þegar þess vœri álitin þörf, án þess að fá sér- staka borgun fyrir. Slíkt viðgengst ekki í öðrum stéttmn þjóðfélagsins. Og í öðrum löndum, t.d. í Danmörku, væri póstmönnum borguð slík vinna sérstaklega. Það, að fá greitt fyrir vinnu umfram venjulegan dagvinnutíma, telst til mannréttinda og er auðvitað talið sjálfsagt mál í dag. Því var hins vegar ekki til að dreifa í árdaga Póstmanna- Bréfberar í Reykjavík 1925, en þá höfðu þeir ekki fengið einkennisbúning eins og síðar varð. Frá vinstri: Magnús Guðbjörnsson, Bjarni Þóroddsson, Haraldur Sigurðsson, Sigurjón Símonarson og Þóroddur Bjarnason. 17

x

Póstmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.