Póstmannablaðið - 01.05.1994, Qupperneq 19

Póstmannablaðið - 01.05.1994, Qupperneq 19
Fyrsta ritnefnd Póstmannablaðsins. Frá vinstri: Kjartan Sigurðsson, Sveinn G. Björnssori og Tryggvi Magnússon. finna og full þörf á að varðveita með varanlegum hætti. Brautryðjendurnir 11, sent komu saman til fundar í Pósthúsinu í Reykjavík vorið 1919, svo og fjölmargir sporgöngumenn þeirra á vettvangi félagsins, eiga sannarlega skilið að þeirra minning sé heiðruð með slíkunt hætti. Er þessari hugmynd hér með komið á framfæri. Við skulum enda þessa samantekt á orðum Matthíasar Guðmundssonar fyrrum póstmeistara í Reykjavík er hann lét falla í afmælisgrein um PFI er félagið varð 50 ára. Þau eiga vel við, enn þann dag í dag: „Þegar litið er yfir 50 ára starfs- tímabil Póstmannafélags Islands má sjá að margt hefur áunnist fyrir stétt- ina. Félagið hefur knúið fast á i rétt- indabaráttunni og á stundum hefur það unnið brautryðjendastaif qf hálfu opinherra staifsmanna. / raiin- inni hafa orðið miklar breytingar á starfsskilyrðum póstmanna í höfuð- borginni og víða út á landi. En lengi má bœta um í þeim efnum. Ný verk- efni blasa hvarvetna við, svo sem vera ber í stofnun, sem háð er þróun tímans og kröfum framsœkinnar þjóðar. Er póstþjónustunni því mik- ilsvert, að vel sé húið að henni og því starfsliði sem hana skipar. Formenn PF11919-1994 1919-1923 Þorleifur Jónsson 1960-1961 Ari Jóhannesson 1923-1929 Guðmundur Bergsson 1961-1962 Dýrmundur Olafsson 1929-1931 Egill Sandholt 1962-1964 Arni Þ. Jónsson 1931-1935 Jón H. Leós 1964-1965 Asgeir Kröyer 1935-1936 Sveinn G. Björnsson 1965-1966 Haraldur Sigurðsson 1936-1938 Tryggvi Magnússon 1966-1967 Tryggvi Haraldsson 1938-1939 Sæmundur Helgason 1967-1968 Björn Björnsson 1939-1941 Sveinn G. Björnsson 1968-1971 Asgeir Höskuldsson 1941-1945 Hannes Björnsson 1971-1976 Reynir Armannsson 1945-1950 Matthías Guðmundsson 1976-1984 Björn Björnsson 1950-1952 Karl Hjálmarsson 1984-1986 Þorgeir Ingvason 1952-1953 Sigurður Ingason 1986-1988 Kristín J. Jakobsdóttir 1953-1956 Matthías Guðmundsson 1988-1994 Lea Þórarinsdóttir 1956- 1957 1957- 1960 Skarphéðinn Pétursson Tryggvi Haraldsson 1994- Þuríður Einarsdóttir Mataruppskrift mánaðarins Berta Guðmundsdóttir á ísafirði tók áskorun Guðlaugar Pétursdótt- ur í Grundarfirði og birtir hér upp- skrift að fiskrétti: Fiskkvintett 200 gr. skötuselur 200 gr. lúða 200 gr. hörpudiskur 200 gr. rækjur 300 gr. kræklingur (I dós) / stk laukur, saxaður 50 gr. smjörlíki 1 dós sýrður rjómi 100 gr. majones Sqfi úr hálfri sítrónu 2 tsk. karrý 2 tsk. salt I bolli hvítvín Skerið skötuselinn og lúðuna í litla bita. Bræðið smjörlíkið á pönnu og kraumið laukinn smá- stund. Bætið svo hvítvíninu, sítrónusafanum og safanum af kræklingunum út í. Þá er lúðubit- unum og skötuselnum bætt út í á- samt hörpudiskinum. Suðan látin koma upp og fiskinum velt aðeins í soðinu. Takið fiskinn upp úr og setjið í sigti svo ekkcrt af soðinu fari til spillis. Sjóðið soðið niður þar til það fer að þykkna. Kælið aðeins. Blandið saman sýrða rjómanum og majonesinu og kryddið með karrý og salti. Blandið síðan fisk- soðinu saman við. Smyrjið eldfasta skál, setjið fisk- inn í ásamt rækjunum og kræk- lingnum. Dreifið sósunni yfir. Sett í 200 gráðu heitan ofn og bakað í 25-30 mínútur. Borið fram með soðnum hrísgrjónum og góðu brauði. Bcrki GuÖniuiulscióttir skorar á Þórunni Sncubjarnarclóttur í Rcykjahlíó ac5 scncla PóstmannablaÖinn nccstu nppskrift í þcss- um clálki. 19

x

Póstmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.