Póstmannablaðið - 01.05.1994, Qupperneq 24

Póstmannablaðið - 01.05.1994, Qupperneq 24
Krafan um aukin réttindi til handa atvinnulausum setti svip á 1. maí í ár. Atvinnulausir félagsmenn PFÍ: Njóta fullra félagsréttinda W s Anýafstöðnum aðalfundi PFI voru gerðar mikilvægar breytingar á lögum félagsins sem hafa í för með sér full félagsréttindi fyrir atvinnu- lausa félagsmenn. Fjölmenni var á fundinum, um 100 manns og var Ragnheiður Björnsdóttir fundarstjóri. Lea Þórarinsdóttir, fyrrverandi for- maður félagsins flutti skýrslu stjórnar og Guðný Aradóttir, fyrrverandi gjald- keri, gerði grein fyrir reikningunum. Að loknum hefðbundnum dagskrár- liðum lagði Jón Ingi Cæsarsson fram breytingatillögur laganefndar við lög PFI og voru þær allar samþykktar: 1. Ný málsgrein bætist við 3. gr. lag- anna.: Félagsmenn, sem verða at- vinnulausir skulu halda félagsað- ild og þeim réttindum sem er á færi félagsins að veita, á meðan þeir eru atvinnulausir. Atvinnu- lausir greiði félagsgjald, en stjórn félagsins er heimilt að fella það niður að hluta eða öllu leyti. 2. Fyrsta málsgrein 8. gr. verði svohljóðandi: Félaginu stjórnar trúnaðarráð, skipað formanni fé- lagsins, framkvæmdastjórn og kjörnum trúnaðarmönnum vinnu- staða. Trúnaðarmenn vinnustaða ásamt einum varamanni eru kosnir samkvæmt eftirfarandi svæða- skiptingu. Ráðið er kosið til þriggja ára. Flytjist trúnaðarmaður á milli svæða á tímabilinu, tekur varamaður við. 3. I fyrstu málsgrein, 15. gr.. breytist „til tveggja ára í „til þriggja ára . Nýr liður, f) liður, bætist við 15. Jón Ingi Cæsarsson, formaður PFÍ sæmdi Leu gullmerkinu. gr. svohljóðandi: Rauðabergsnefnd. í henni skulu vera fimm menn og þrír til vara. 4. Við 17. gr. e) lið bætist „til tveggja ára . 5. í l'yrstu málsgrein 23. gr. breytist „til tveggja ára í „til þriggja ára . Þriðja málsgrein 23. gr., sem hefst á orðunum: „Láti trúnaðarmaður af störfum o.s.frv. fellur niður. Lea sæmd gullmerki Lea Þórarinsdóttir, fráfarandi for- maður PFÍ, var heiðruð sérstaklega á aðalfundinum með gullmerki félags- ins. Jón Ingi Cæsarsson, varaformað- ur, þakkaði Leu störf hennar í þágu félagsins og óskaði henni farsældar. Lea þakkaði Jóni Inga og óskaði Póstmannafélagi Islands gæfu og gengis. Þuríður Einarsdóttir tók síð- an við formennsku við lófaklapp fundarmanna. Að vanda bauð félagið upp á kaffi og rjómatertu og gerðu fundarmenn veitingum góð skil.

x

Póstmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.