Morgunblaðið - 24.03.2011, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2011
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Snjó hefur kyngt niður í höfuðborginni síðustu
daga, sumum til gleði en öðrum armæðu. Færðin
getur gert mörgum erfitt fyrir, ekki síst þeim
sem fótfúnir eru og eins illa búnum bílum. Flug-
vélarnar þurfa víst líka að komast leiðar sinnar
og á Reykjavíkurflugvelli var snjórinn ekki fyrr
svifinn til jarðar en honum var þeytt hátt í loft
upp að nýju, enda er allt kapp lagt á að halda
flugbrautunum auðum.
Snjónum þeytt í allar áttir
Morgunblaðið/RAX
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Hús Íslensku óperunnar við Ingólfs-
stræti er auglýst til langtímaleigu í
Morgunblaðinu í dag. Að sögn Stef-
áns Baldurssonar óperustjóra tók
stjórn hennar ákvörðun um að
leigja húsið út til nokkurra ára þar
sem Íslenska óperan færir sig yfir í
tónlistarhúsið Hörpu nú í vor.
Eignamiðlun og Fasteignamark-
aðurinn annast útleigu hússins.
Hentar húsið vel til tónleikahalds
og leiksýninga að sögn Stefáns en
það er í friðunarferli. „Það þýðir að
það hlýtur eiginlega að þurfa að
nýtast sem samkomuhús. Það er
vissulega hægt að gera á því
ákveðnar breytingar en það verður
allt að gerast í samráði við húsa-
friðunarnefnd.“
Glæsilegasta samkomuhúsið
Húsið var byggt sem kvikmynda-
hús og opnað árið 1927. Þá þótti
það glæsilegasta kvikmynda- og
samkomuhús bæjarins. Voru þar
sýndar kvikmyndir í yfir hálfa öld
auk þess sem fjölmargir tónleikar
voru haldnir þar.
Íslenska óperan festi kaup á hús-
inu fyrir þrjátíu árum og var það
dánargjöf frá Sigurliða Kristjáns-
syni, öðrum helmingi Silla og
Valda, og eiginkonu hans Helgu
Jónsdóttur sem gerði henni kleift
að eignast húsnæðið.
Stefán segir að það hljóti að
verða söknuður að skilja við húsið.
„Þetta er afskaplega sjarmerandi
hús og fallegt. Það er margt í því
upprunalegt, til dæmis er salurinn í
aðalatriðum eins og hann var upp-
haflega. Sömuleiðis eru forsalur og
ytra anddyri meira og minna upp-
runaleg.“
Hús Íslensku óperunnar
auglýst til langtímaleigu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gamla bíó Hús Íslensku óperunnar
við Ingólfsstræti verður leigt út.
Verður líklegast leigt undir leik- eða tónlistarstarfsemi
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Þingflokkur VG vildi halda þeim Atla
Gíslasyni og Lilju Mósesdóttur fyrir
utan allar þingnefndir og setja aðra
VG-þingmenn í stað þeirra þegar
kosið var í nefndasætin sem þau
höfðu skipað í gær.
Það tókst VG ekki því Ásmundur
Einar Daðason ákvað að gefa eftir
sitt sæti í sjávarútvegs- og landbún-
aðarnefnd fyrir Atla Gíslason. Atli
hefur verið formaður þeirrar nefnd-
ar það sem af er þingi. Ásmundur
Einar mun telja að Atli hafi staðið
sig mjög vel í sjávarútvegs- og land-
búnaðarnefnd og hann búi yfir yfir-
gripsmikilli reynslu og þekkingu
sem dýrmætt sé fyrir störf nefnd-
arinnar.
Það var Margrét Tryggvadóttir,
þingmaður Hreyfingarinnar, sem
hvatti til þess að Lilja yrði kosin í
efnahags- og skattanefnd og því var
Lilja kjörin á nýjan leik í þá nefnd og
það varð niðurstaðan.
Atli og
Lilja í
nefndir
Ásmundur Einar
Daðason
Ásmundur Einar gaf
eftir sæti fyrir Atla
Margrét
Tryggvadóttir
Ríflega 10.000 manns höfðu skrifað
undir áskorun á borgarstjórn
Reykjavíkur um að falla frá fyrir-
huguðum sameiningaráformum í
skólum borgarinnar þegar Morgun-
blaðið fór í prentun í gærkvöldi.
Alls voru undirskriftir á síðunni
born.is orðnar 10.264 talsins. Söfn-
unin hefur staðið síðan á sunnudag
en henni lýkur í dag og verður list-
inn afhentur í Ráðhúsinu kl. 16.30.
Á 11. þúsund
skrifað undir
Handhægar
umbúðir
með tappa
Barnsins stoð og stytta
Nánari upplýsingar um
Stoðmjólk á www.ms.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Fjárhagsleg hagræðing sem hlýst af
fyrirhugaðri sameiningu leikskóla í
Reykjavík er áætluð 105 milljónir
króna á ári, eða sem samsvarar 4%
af heildarútgjöldum leikskólanna
sem sameina á. Alls hefur sameining
fjórtán leikskóla verið lögð til, í
tveimur tilvikum sameining þriggja
leikskóla. Hver sameining skilar
samkvæmt þessu að meðaltali tæp-
um 7,5 milljónum í sparnað á ári.
Þetta er á meðal þess sem fram
kemur í svari menntaráðs Reykja-
víkur við fyrirspurn SAMFOK og
Barnanna okkar, samtaka foreldra
verði hagkvæmari sem aftur leiðir til
lækkaðrar „innri“ húsaleigu. Endur-
skipulagning í Hvassaleitisskóla
gæti til að mynda sparað samtals 26
milljónir á þessu ári og því næsta.
Á frístundaheimilum borgarinnar
er ráðgert að þrjár rekstrarstjóra-
stöður verði lagðar niður, sem skilaði
17,5 milljónum króna í sparnaði á ári.
Þá verður leitast við að leggja niður
16% stöðugildi aðstoðarverkefnis-
stjóra á 15 frístundaheimilum, sem
áætlað er að skili 11 milljóna króna
sparnaði. Þetta verður því aðeins
framkvæmanlegt geti viðkomandi
skóli fellt þau verkefni sem út af
standa inn í starf sitt án þess að gjald
komi fyrir.
leikskólabarna í Reykjavík. Hvað
grunnskóla varðar eru þrjár samein-
ingar fyrirhugaðar. Í hverju tilviki
næst fram sparnaður sem svarar til
launakostnaðar stjórnenda, þó með
þeim fyrirvara að viðkomandi geta
átt rétt á biðlaunum í 6 til 12 mánuði.
Sparnaðarupphæð óljós
Af þessu má ráða að endanleg
sparnaðartala verður ekki þekkt
fyrr en fyrir liggur hverjir verða
ráðnir og hversu margir fara á bið-
laun. Gert er ráð fyrir fimm mánaða
biðlaunakostnaði að meðaltali á
þessu ári. Auk launakostnaðar
stjórnenda er ráðgert að sameining-
ar leiði til þess að bekkjarstærðir
Sparnaður að meðaltali 4%
Fyrirhugaðar sameiningar leikskóla í Reykjavík skila að meðaltali 7,5 milljóna
króna sparnaði á ári Biðlaunaréttindi vega upp á móti sparnaði á launakostnaði
Sameiningar
» Verði af áformum Reykjavík-
urborgar um sameiningu leik-
skóla verða þrjátíu leikskólar
sameinaðir í fjórtán einingar.
» Hagræðing hvers og eins,
sem hlutfall af útgjöldum, er
áætluð á bilinu 2,3 til 6,4%.
» Gert er ráð fyrir að tilfærsla
bekkjardeilda milli skóla leiði
til tæplega 30 milljóna króna
sparnaðar á ári.