Morgunblaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2011
Forysta VG hringsnerist og hentifrá sér veigamestu stefnuatrið-
um og kosningaloforðum að kröfu
Samfylkingar. Það gilti um ESB,
AGS, Icesave, Magma og skjaldborg-
ina, svo fátt eitt sé
nefnt. Þá var enginn
viðleitni til að standa
í lappirnar og sýna
staðfestu og styrk.
En þegar þarf aðsýna þing-
mönnum í eigin
flokki í tvo heimana
þá er styrkurinn
nægur og ekki beðið
boðanna.
Þingmenn semekki segja sig úr flokknum, held-
ur kjósa að víkja úr þingflokknum
vegna samvisku sinnar og trúnaðar
við stefnu og kosningaloforð, er sam-
stundis hent út úr nefndum þingsins.
Og það er ekki látið nægja. AtliGíslason hefur upplýst að for-
ysta flokksins hafi ýtt á stjórnir ein-
stakra félaga í kjördæmi hans sem
þingmanns svo þær ályktuðu gegn
honum og reyndu að flæma hann úr
því þingsæti sem kjósendur tryggðu
honum.
Því miður hafa hinar talhlýðnustjórnir látið sig hafa að gera
ályktanir sem ekki fá staðist, eins og
að flokkar eigi þingsæti en ekki þeir
sem hljóta kosningu í þau.
Stjórnarskráin gerir ráð fyrir aðþingmenn fari eftir samvisku
sinni. Stjórnmálaflokkar eru ekki
með skilgreinda samvisku eftir því
sem best er vitað svo stjórnarskráin
getur ekki átt við þá. VG hefur þess
utan undirstrikað að flokkurinn sé
örugglega og algjörlega sam-
viskulaus eins og meðferð hans á heil-
ögum stefnumálum og kosningalof-
orðum hefur sýnt.
Atli Gíslason
Hreinsanir
í gömlum stíl
STAKSTEINAR
Steingrímur J.
Veður víða um heim 23.3., kl. 18.00
Reykjavík 2 alskýjað
Bolungarvík -5 skýjað
Akureyri 0 skýjað
Egilsstaðir 0 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 2 alskýjað
Nuuk -10 heiðskírt
Þórshöfn 7 þoka
Ósló 11 heiðskírt
Kaupmannahöfn 10 heiðskírt
Stokkhólmur 7 heiðskírt
Helsinki 2 heiðskírt
Lúxemborg 16 heiðskírt
Brussel 16 heiðskírt
Dublin 12 léttskýjað
Glasgow 15 léttskýjað
London 15 heiðskírt
París 17 heiðskírt
Amsterdam 12 heiðskírt
Hamborg 10 heiðskírt
Berlín 12 heiðskírt
Vín 15 skýjað
Moskva 0 snjókoma
Algarve 20 léttskýjað
Madríd 10 skúrir
Barcelona 15 léttskýjað
Mallorca 13 léttskýjað
Róm 13 léttskýjað
Aþena 11 léttskýjað
Winnipeg -8 heiðskírt
Montreal -3 léttskýjað
New York 2 slydda
Chicago 5 alskýjað
Orlando 22 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
24. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:15 19:54
ÍSAFJÖRÐUR 7:18 20:01
SIGLUFJÖRÐUR 7:01 19:44
DJÚPIVOGUR 6:44 19:24
Einn af frambjóðendunum við hinar
ógiltu stjórnlagaþingskosningar hef-
ur formlega krafist þess að kosningin
verði endurtekin. Áskilur hann sér
rétt til að krefjast skaðabóta úr rík-
issjóði ef ekki verður fallist á kröfu
um uppkosningu.
„Það er mín bjargfasta trú að upp-
kosning er eina lögmæta leiðin eftir
að framkvæmd kosninganna var úr-
skurðuð ógild,“ segir Sigurður Aðal-
steinsson á Vaðbrekku á Jökuldal um
kröfu sína til innanríkisráðuneytis-
ins.
Sigurður bendir á að í lögunum um
stjórnlagaþing er vísað til almennra
kosningalaga um þau atriði sem ekki
er tekið á þar. Þar sé skýrt að kjósa
skuli aftur, ef
kosningar eru úr-
skurðaðar ógild-
ar, og á það hafi
margsinnis reynt
í sveitarstjórnar-
kosningum.
„Það er fá-
dæma ósvífni og
valdníðsla, ef al-
gerlega á að
hunsa úrskurð
Hæstaréttar,“ segir Sigurður um til-
lögu þingmanna um að skipa 25 full-
trúa stjórnlagaráð á grundvelli hinna
ógiltu kosninga. „Það er svo sem ekki
við öðru að búast af þessari ríkis-
stjórn,“ bætir hann við. helgi@mbl.is
Formlega krafist
nýrra kosninga
Áskilur sér rétt til skaðabóta
Sigurður
Aðalsteinsson
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Lítil og meðalstór fyrirtæki skortir
oft sérþekkingu og tíma til að nýta
sér leiðir Beinu brautarinnar svo-
nefndu sem kynnt var í desember og
átti að leysa skuldavandann. Hefur
starfið gengið hægar en áætlað var,
að sögn Viðskiptaráðs. Gert var sam-
komulag milli stjórnvalda, samtaka
fyrirtækja og atvinnurekenda um
þessa leið í fyrra. Upprunalega mark-
miðið var að mál lítilla og meðalstórra
fyrirtækja yrðu almennt í höfn í júní.
Árni Páll Árnason viðskiptaráðherra
segir ljóst að það væri bjartsýni að
reikna með að það gangi eftir.
„Hugmyndin er góð en það er auð-
vitað flókið að afgreiða mörg mál á
stuttum tíma,“ segir Árni Páll. „En
bankarnir hafa líka þurft að tileinka
sér nýtt verklag. Þeir þurfa að vera
tilbúnir að afskrifa kröfur.
Ég bað sérstaklega um samantekt
á atriðum sem kynnu að hafa truflað
þetta ferli og hvort við gætum gert
eitthvað til að greiða fyrir málum. Ég
hef lagt áherslu á að fyrirtækin hafi
hvata til að semja, að þau glati ekki
betri rétti þó svo að þau fari inn á
þessa leið og semji. Ef t.d. gengislán
þeirra verði dæmd ólögmæt njóti þau
þess á síðari stigum. Í einhverjum til-
vikum hafa þau hikað.
Sama á við um bankana, þeir verða
að flýta sér. Það er mjög mikilvægt
að þeir hafi snör handtök við skulda-
meðferðina af því að hún er sam-
félagslega mjög mikilvæg.
Fyrirtækin verða að geta farið að
fjölga atvinnutækifærum en skulda-
meðferðin er líka mikilvæg fyrir
bankana sem eru auðvitað lasburða
fyrirtæki meðan þeir eru með allt
upp undir 40% af útlánum í vanskil-
um.“
Ráðherra er spurður hvort bank-
arnir séu ekki milli tveggja elda, þeir
vilji vöxt í atvinnulífinu en jafnframt
geta sýnt góða útlánastöðu út á við í
ársreikningi.
„Þetta er hinn klassíski vandi
banka í kreppu,“ svarar Árni Páll.
„Þeir vilja hanga á skuldunum og af-
skrifa sem minnst og vona að þeir fái
allt. En ef þeir gera of mikið af þessu
eru líkur á að þeir fái ekkert af því að
viðsnúningurinn í efnahagslífinu
verður svo hægur.“
Kannað hvað valdi truflunum
Viðskiptaráðherra hvetur bankana til að hraða sér á Beinu brautinni
Endurskipulagning hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum klárast varla í júní
Morgunblaðið/Kristján
Störf Víða þrengir að fyrirtækjum.
Nokkur skilyrði
» Sett voru skilyrði fyrir því að
fyrirtæki fengju fjárhagslega
endurskipulagningu.
» Þau verða að vera lífvænleg,
skulda innan við milljarð.
» Hagsmunir kröfuhafa séu
best tryggðir með því að fyr-
irtækið sé áfram í rekstri.
» Í byrjun mars munu 363 fyr-
irtæki hafa verið búin að fá til-
boð um endurskipulagningu.
Eftir verðlaunahönnuðinn
Hörð Lárusson.
Komin í verslanir.
1.999kr.
Þjóðfáni Íslands
- notkun, virðing
og umgengni
HönnunarMars
DesignMarch
24.–27.03.2011