Morgunblaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2011 Í dag, fimmtu- dag, kl. 12-13, stendur Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála fyrir hádegis- fyrirlestri undir yfirskriftinni „Í kjölfar hrunsins: Hvernig höldum við yfirsýn í miðri atburðarásinni?“ Fyrirlesturinn fer fram Háskóla Ís- lands í stofu 105 á Háskólatorgi. Aðalfyrirlesari verður Mark Blyth, prófessor í pólitískri hag- fræði við Brown University. Í fyr- irlestrinum verður staða Íslands skoðuð í samhengi við fjár- málahöggið sem landið varð fyrir og efnahagsbatann auk þess sem reynt verður að greina hver fram- tíðarþróun efnahagsmála verður. Hádegisfyrirlestur um efnahagsbatann Þórey S. Þórð- ardóttir hæsta- réttarlögmaður hefur verið ráðin framkvæmda- stjóri Lands- samtaka lífeyr- issjóða í stað Hrafns Magn- ússonar, sem læt- ur af störfum síð- ar á árinu, en Þórey tekur formlega við starfinu 1. ágúst. Alls sóttu 47 um starf framkvæmdastjóra. Hagvangur að- stoðaði stjórn Landssamtaka lífeyr- issjóða við ráðningarferlið og hún samþykkti ráðningu Þóreyjar á fundi sínum í gær. Þórey fæddist í Reykjavík 17. september 1967. Hún lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1995 og meist- araprófi frá University of Wash- ington í Bandaríkjunum árið 1997. Hún tók próf í verðbréfaviðskiptum árið 2007. Þórey öðlaðist héraðs- dómslögmannsréttindi árið 1997 og varð hæstaréttarlögmaður árið 2008. Þórey starfaði um árabil sem for- stöðumaður réttindamála hjá Líf- eyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) og Lífeyrissjóði hjúkr- unarfræðinga (LH). Hún er nú sjálf- stætt starfandi lögmaður og rekur lögmannsstofuna Lögsetrið sf. Þór- ey er gift Ómari Þór Eyjólfssyni lögfræðingi og eiga þau þrjú börn. Þórey S. Þórðardóttir ráðin framkvæmda- stjóri Landssamtaka lífeyrissjóða Þórey S. Þórðardóttir Nýjar vörur frá www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið: mán.-fös. kl. 11-18 | lau. 10-16 Str. 38-56 Malou Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Glæsileg undirföt Laugavegi 53, s. 552 1555 TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 11-16 20% afsláttur af bolum og buxum Kjólar og dragtir Laugavegi 84 • sími 551 0756 Laugavegi 63 • S: 551 4422 VORFRAKKARNIR KOMNIR Heilsársfrakkar með lausu fóðri skoðið sýnishorn álaxdal.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.