Morgunblaðið - 24.03.2011, Page 12
Morgunblaðið/hag
Á rauðum lista Landmannalaugar og Friðlandið að Fjallabaki er meðal viðkvæmra og vinsælla ferðamannastaða. Slíkum perlum í náttúru Ís-
lands gæti hnignað með auknum fjölda ferðafólks ef ekkert verður að gert á næstu árum.
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Svarið er einfalt, við erum einfaldlega mjög illa í
stakk búin til að taka á móti auknum fjölda
ferðamanna á þau svæði sem eru á rauðum lista
hjá okkur, hvað þá ef verið er að tala um milljón
ferðamenn hingað til lands á ári,“ segir Ólafur A.
Jónsson, deildarstjóri náttúruverndar hjá Um-
hverfisstofnun. Á síðasta ári kom um hálf milljón
ferðamanna hingað til lands, en í umræðunni
undanfarið hefur komið fram að fjöldinn gæti
farið í eina milljón árið 2020.
„Miðað við það bolmagn sem við höfum í dag
getum við ekki tekið á móti þessum fjölda og
munum sjá fram á hnignun viðkvæmustu svæð-
anna,“ segir Ólafur „Það er eðlilegt að fólk sæki
á þessa staði, en það er okkar verkefni að gera
svæðin tilbúin til að taka á móti þessum fjölda
með byggingu innviða og dreifingu ferða-
manna.“
Ólafur nefnir að síðastliðið haust tók Um-
hverfisstofnun saman árlega skýrslu til ráðherra
um ástand og framkvæmdir á friðlýstum svæð-
um og verndarsvæðum, auk Geysissvæðisins.
Þar kemur fram að brýnast er að grípa til að-
gerða til að sporna gegn átroðningi við Gullfoss,
Geysi, Teigarhorn og í Friðlandi að Fjallabaki.
Þarf strax að bregðast við.
Önnur svæði sem lenda á rauðum lista, þar
sem tafarlausar aðgerðir eru taldar nauðsyn-
legar, eru Dyrhólaey, Grábrókargígar, Helgu-
staðanáma fyrir utan Eskifjörð, Hveravellir,
Reykjanesfólkvangur, Surtarbrandsgil við
Brjánslæk og Teigarhorn við Berufjörð. Á app-
elsínugulum lista eru svæði undir töluverðu álagi
sem Umhverfisstofnun telur að þurfi að fylgjast
vel með og bregðast við aðstæðum á ýmsan hátt.
Á þeim lista eru Dynjandi, Eldborg í Bláfjöllum,
Fossvogsbakkar, Geitland, Hraunfossar, Kring-
ilsárrani, Laugarás og Mývatn/Laxá.
Takmörkuð fjárráð takmarka aðgerðir
Aðspurður um aðgerðir segir Ólafur að að-
gerðir hafi verið skipulagðar á sumum þessara
svæða eins og hvað varðar friðland að Fjallabaki,
en þar sé unnið að verndaráætlun. „Hins vegar
er það þannig að Umhverfisstofnun hefur tak-
mörkuð fjárráð. Stofnunin hefur þurft að skera
niður landvörslu á nánast öllum sínum svæðum
og ekki getað aukið hana eins og við höfðum von-
ast til.
Viðvörunarbjöllunum var hringt þegar þessi
skýrsla var kynnt síðastliðið haust og þá hefði
verið brýnt að geta hafist handa. Það hefur þó
ekki orðið og enn er beðið eftir að frumvarp um
gjald á erlenda ferðamenn verði samþykkt. Það
gæti skilað um 40 milljónum króna síðar á þessu
ári, sem vonandi skila sér til umbóta á þessum
verndarsvæðum,“ segir Ólafur.
Náttúruperlur á rauðum lista er eitt margra
erinda sem flutt verða á ársfundi Umhverf-
isstofnunar á föstudag. Á fundinum tala m.a.
Rannveig Rist og Björgólfur Thorsteinsson um
miðlun umhverfisupplýsinga út frá sjónarhóli at-
vinnulífs og almennings.
Búið að hringja viðvörunarbjöllum
Ekki í stakk búin til að taka við milljón ferðamönnum á ári Mörg viðkvæm svæði á rauðum lista
og ótti við hnignun þeirra Gjald á ferðamenn gæti skilað 40 milljónum Landvarsla skorin niður
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2011
Á aðalfundi Umhverfisstofnunar verða flutt
mörg stutt erindi um málaflokka sem tengj-
ast starfseminni. Í einu þeirra verður fjallað
um þörf aðgerða í fráveitu- og skólpmálum.
Gísli Jónsson, sérfræðingur hjá Umhverf-
isstofnun, segir að staðan í skólpmálum hér á
landi sé í raun bæði góð og slæm.
„Í fyrsta lagi þá er um 70% af skólpi frá
íbúum hreinsað, en hins vegar eru of mörg
þéttbýlissvæði ekki með neina hreinsun á
skólpi,“ segir Gísli. „Þar er aðgerða þörf og
samkvæmt reglugerð frá 1999 átti að vera
búið að setja hreinsun á allt skólp fyrir lok
árs 2005, en það hefur ekki gengið eftir.
Stóru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu
standa sig að mestu leyti vel.“
Varðandi minni sveitarfélög segir Gísli að
aðstæður séu mjög mismunandi eftir íbúa-
fjölda og staðsetningu. Oft vanti upp á
hreinsun skólps, auk þess sé algengt að skólp-
lagnir fari ekki nógu langt út í sjó. Það gæti
aftur orsakað að gerlamengun færi yfir við-
miðunarmörk í fjörum, en nákvæmar upplýs-
ingar liggi ekki fyrir um það hjá Ust.
Mest af skólpi
er hreinsað
500.000
Í fyrra kom um hálf milljón erlendra
ferðamanna til Íslands.
1.000.000
Fram hefur komið í umræðunni að
fjöldi ferðamanna gæti orðið um ein
milljón eftir tíu ár.
‹ AUKINN FJÖLDI ›
»
Umhverfisstofnun opnar nýja heimasíðu á
ársfundi stofnunarinnar á föstudag þar sem
verða fjölmargar nýjungar. Má þar meðal
annars nefna betri upplýsingar um friðlýst
svæði og nýjar myndir, þar á meðal 360°
myndir. Upplýsingarnar um svæðin, sem eru
rúmlega 100, verða aðgengilegar í gegnum
Íslandskort. Með sama hætti mun hver sem
er geta kynnt sér eftirlit Umhverfisstofnunar
með mengandi starfsemi.
Einnig má nefna nýjar síður fyrir almenn-
ing um heilsu og neytendamál, t.d. um
hættuleg efni í vörum, s.s. hormónaraskandi
og krabbameinsvaldandi efni í leikföngum og
snyrtivörum, upplýsingar um hvað þarf að
hafa í huga varðandi bílinn með heilsuna og
umhverfið að leiðarljósi og grænt kynlíf svo
eitthvað sé nefnt.
Í texta á síðunni um grænt kynlíf segir
meðal annars: Umhveis-
fræðunum er ekkert
óviðkomandi. Þú
hefur e.t.v. staðið
þig eins og hetja í að
flokka sorpið, ganga
og hjóla í stað þess að
bruna um á einkabílnum, kaupa minna og þá
bara umhverfismerkt! En umhverfismálin
einskorðast ekki bara við þessar daglegu at-
hafnir því það þarf líka að huga að ýmsu í
svefnherberginu.
Grænn og heilsusamlegur lífsstíll hjálpar
til við að viðhalda lönguninni í amstri nú-
tímans. Athöfnin sjálf er líka góð líkamsrækt!
Auk þess hafa rannsóknir sýnt að kynlíf sé
samofið vellíðan og hamingjuríku lífi. Veldu
náttúrulega gúmmísmokka fram yfir þá sem
ekki brotna niður í náttúrunni, ef slíkt býðst.
Árlega eru notaðir í heiminum um 10 millj-
arðar smokka sem enda í heimilissorpinu.
Leikföngin eru misjöfn að gæðum og gerð-
um. Því miður er meirihluti þeirra gerður úr
PVC-plasti sem inniheldur þalöt sem eru
hormónaraskandi og vinyl klóríð sem er
krabbameinsvaldandi. Við framleiðslu og
brennslu á PVC losnar eitt af
skaðlegustu efnum sem
til eru, díoxín. Ýmis
leikföng eru fram-
leidd úr gleri sem er
mun umhverfisvænni
kostur.
GRÆNT KYNLÍF Á NÝRRI HEIMASÍÐU UMHVERFISSTOFNUNAR
Að ýmsu að huga í svefnherberginu
Morgunblaðinu hefur borist athugasemd frá
tveimur bæjarfulltrúum í Kópavogi vegna
fréttar í blaðinu sl. þriðjudag:
Nokkrar rangfærslur voru í frétt Morgun-
blaðsins í gær [á þriðjudag] um þá ákvörðun
bæjarráðs Kópavogs að Kópavogsbær greiði
málskostnað þriggja bæjarfulltrúa sem sýkn-
aðir voru í meiðyrðamáli sem forsvarsmenn
Frjálsrar miðlunar ehf. höfðuðu gegn þeim í
kjölfar blaðaskrifa um viðskipti bæjarins við
félagið.
Í fyrstu ber að nefna að málið var afgreitt á
fundi bæjarráðs Kópavogs í síðustu viku
ágreiningslaust.
Þá var í fréttinni vitnað í álit Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga og því ranglega haldið
fram að lögfræðingur sambandsins teldi að
með greiðsluþátttöku bæjarins væri verið að
skapa mikilvægt fordæmi. Hið rétta er að í
álitinu segir að fordæmisgildi yrði fremur
takmarkað með hliðsjón af málsatvikum. Má í
því sambandi vísa í afdráttarlausan sýknudóm
Héraðsdóms Reykjaness þar sem segir m.a.
að ummæli bæjarfulltrúanna hefðu varðað
stjórnsýsluhætti hjá Kópavogsbæ og að með
þeim hefðu þeir verið að sinna eftirlitshlut-
verki sínu.
Ekki er heldur rétt að úrskurðarnefnd í vá-
tryggingamálum hafi verið andvíg þeirri hug-
mynd að bærinn greiddi umræddan máls-
kostnað. Úrskurðarnefndin tók aldrei afstöðu
til þess.
Að lokum ber að geta þess að ekki er um lán
að ræða heldur greiðslu.
Mikilvægt er að kjörnir fulltrúar geti sinnt
eftirlitshlutverki sínu og lýðræðislegri skyldu
á opinberum vettvangi án þess að þurfa að ótt-
ast að hægt sé að draga þá fyrir dóm með til-
heyrandi málskostnaði. Á þeim forsendum var
ákveðið að bærinn greiddi málskostnaðinn.
Guðríður Arnardóttir,
formaður bæjarráðs Kópavogs.
Hafsteinn Karlsson,
forseti bæjarstjórnar Kópavogs.
Svar Kristjáns Jónssonar blaðamanns:
Í frétt Morgunblaðsins er fyrst og fremst
sagt frá því að bæjarráð Kópavogs hyggist
greiða lögmannskostnað þriggja bæjarfull-
trúa vegna meiðyrðamála, gagnrýni hóps bæj-
arbúa á þá ákvörðun og loks skýrt frá áliti
þriggja aðila sem Kópavogsbær leitaði til.
Sagt er frá áliti lagastofnunar Háskóla Ís-
lands sem sagði það almennt ekki vera skyldu
bæjarfélaga að greiða kostnað vegna meið-
yrðamála sem höfðuð eru gegn þeim persónu-
lega.
Stofnunin bendir einnig á erfið álitamál
vegna jafnræðisreglna og fordæmis verði
þessar greiðslur inntar af hendi, eins og sagt
er frá í fréttinni. Hlýtur það að teljast eðlilegt
fréttamat að leggja áherslu á niðurstöðu
Lagastofnunar sem er ítarleg og vandlega
rökstudd.
En rétt er sem fram kemur í athugasemd
bæjarfulltrúanna að úrskurðarnefnd í vá-
tryggingamálum svaraði ekki þeirri spurn-
ingu hvort bærinn ætti að veita umrædda
fjárhagsaðstoð vegna meiðyrðamálsins.
Nefndin segir aðeins að Hafsteinn Karlsson
eigi ekki rétt á bótum úr málskostnaðartrygg-
ingu heimatryggingar sinnar, enda hafi hann
skrifað greinina sem meiðyrðamálið snýst um
sem bæjarráðsmaður.
Einnig er það ranghermi í fréttinni að
sviðsstjóri lögfræðisviðs Sambands íslenskra
sveitarfélaga segi í áliti sínu að hann hafi bent
á að með greiðslunum væri skapað mikilvægt
fordæmi. Hann segir meðal annars: „Að áliti
undirritaðs yrði fordæmisgildi samþykktar
um greiðsluþátttöku af hálfu bæjarins vegna
þessa tiltekna máls fremur takmarkað með
hliðsjón af málsatvikum.“
Sagt er í athugasemd bæjarfulltrúanna að
ekki sé um lán að ræða. Þar sem þremenning-
arnir undirrita samkomulag um að þeir muni
endurgreiða féð ef þeir verði dæmdir sekir í
Hæstarétti er varla frágangssök að nota orðið
lán í þessu sambandi.
Athugasemd vegna fréttar
Sjávarútvegsráðherra
Skota segist hafa verið
fullvissaður um að Evr-
ópusambandið sé í þann
mund að tilkynna að-
gerðir gagnvart Íslandi
og Færeyjum vegna
makríldeilunnar.
Breska ríkisútvarpið
BBC hafði í gær eftir
Richard Lochhead,
sjávarútvegsráðherra
Skota, að hann hefði rætt við Mariu Damanaki,
sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins, og hún hefði sagt
sér að tilkynningar væri að vænta á næstu dög-
um.
Damanaki tilkynnti á fundi í sameiginlegu
EES-nefndinni í janúar að Evrópusambandið
ætlaði að setja bann á löndun makríls frá Ís-
landi í höfnum ESB-ríkja.
Skoski Evrópuþingmaðurinn Struan Stev-
enson hvetur til þess að neytendur og fyrirtæki
innan Evrópusambandsins sniðgangi íslenskar
og færeyskar vörur þar til löndin tvö láti sér
segjast í makríldeilunni.
Aðgerðir vegna
makríldeilu
væntanlegar