Morgunblaðið - 24.03.2011, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2011
Vörumessa Ungra frumkvöðla
verður opnuð í Smáralind kl. 16 á
morgun, föstudag, og stendur hún
fram á laugardag. Þar koma sam-
an 25 fyrirtæki sem stofnuð voru
í verkefni sem heitir Fyrirtækja-
smiðjan og er fyrir framhalds-
skólanemendur. Á vörumessunni
kynna fyrirtækin vörur sínar og
þjónustu og verkefnið í heild
sinni.
Verkefnið spannar 13 vikur og
á þeim tíma stofna þátttakendur
fyrirtæki, vinna viðskiptaáætlun
og markaðskannanir, selja
hlutafé, framleiða og selja vörur
og þjónustu og loka síðan fyr-
irtækinu að 13 vikum loknum með
ígildi ársreiknings. Verkefnið í
heild sinni er einnig keppni um
besta fyrirtækið og sem mun fyrir
Íslands hönd fara í Evrópukeppni
Ungra frumkvöðla í Noregi í sum-
ar ásamt keppendum frá um 37
löndum í Evrópu.
Morgunblaðið/Ernir
Ungir frumkvöðlar
halda Vörumessu
Samtök hernaðarandstæðinga hafa
sent frá sér ályktun þar sem varað
er við að íslensk stjórnvöld lýsi yfir
stuðningi við athæfi þeirra herskáu
ríkja sem hafa misnotað samþykkt
öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna
um flugbann og notað sem átyllu til
allsherjar loftárása á Líbíu. Reynsl-
an af þess konar hernaði sýni að
hann bitni óvenju harkalega á al-
mennum borgurum þar sem mark-
miðið sé að verja eigin hermenn
frekar en almenning á jörðu niðri.
Íslendingar eigi alls ekki að styðja
aðgerðir sem leiða til aukinna þján-
inga fyrir almenning í Mið-
Austurlöndum.
Á móti loftárásum
Á morgun, föstu-
dag, kl. 12-14 er
boðað til mál-
þings á Torginu í
Neskirkju til að
ræða stöðu og
framtíð þjóð-
kirkjunnar, í ljósi
þess að traust til
þjóðkirkjunnar
mælist nú í sögulegu lágmarki sam-
kvæmt þjóðarpúlsi Gallup. Allir eru
velkomnir.
Frummælendur eru Hulda Guð-
mundsdóttir, fv. kirkjuþings-
fulltrúi, Guðmundur Andri Thors-
son rithöfundur, Ilmur
Kristjánsdóttir leikkona, Ævar
Kjartansson útvarpsmaður, og Jó-
hann Páll Valdimarsson. Fund-
arstjóri er séra Sigurður Árni
Þórðarson.
Málþing um stöðu
þjóðkirkjunnar
STUTT
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Opið hús verður í Menntaskólanum
á Akureyri í dag kl. 16-17.30 fyrir
nemendur í 10. bekk grunnskóla,
foreldra og aðra áhugasama til að
„kynna sér líf og nám í MA“ eins og
segir í tilkynningu.
Forsalan er hafin á söngleikinn
Hárið sem frumsýndur verður í Hofi
15. apríl. Miðinn er þúsundkalli
ódýrari í forsölu á netinu en síðar.
Einvalalið söngvara er í sýning-
unni; Eyþór Ingi Gunnlaugsson,
Matthías Matthíasson, Magni Ás-
geirsson, Jana María Guðmunds-
dóttir, Erna Hrönn Ólafsdóttir, Ólöf
Jara Skagfjörð, Pétur Örn Guð-
mundsson og Ívar Helgason. Leik-
stjóri er Jón Gunnar Þórðarson.
Full ástæða er til að vekja athygli
á sýningu á ljósmyndum Vigfúsar
Sigurgeirssonar, Þjóðin, landið og
lýðveldið, sem opnuð verður í Minja-
safninu á laugardaginn. Þar er
marga gullmola að finna.
Hollvinir Húna II boða til opins
umræðufundar um borð í bátnum í
kvöld kl. 20. Rætt verður um strand-
menningu og stofnun strandmenn-
ingarfélags á Akureyri.
Hætt er við því að fjör verði á
Græna hattinum um helgina. Í kvöld
kemur fram Ragnheiður Gröndal og
með í för eru Guðmundur Pétursson,
Róbert Þórhallsson og Birgir Bald-
ursson á trommur. Á morgun verður
sú magnaða hljómsveit Ensími á
sviðinu og á laugardag nýtt band;
Hákarlarnir. Það skipa Bogomil
Font, Pétur Ben og Óttar Sæmunds-
son. Sérstakur gestur kvöldsins
verður Kristjana Stefánsdóttir auk
þess sem nokkrir leynigestir koma
og taka lagið með hljómsveitinni.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Hárið Það var glatt á hjalla hjá þessum föngulega hópi leikara/söngvara á
æfingu í Hofi í gær. Leikstjórinn, Jón Gunnar Þórðarson, er lengst til hægri.
Hárið vex í Hofi