Morgunblaðið - 24.03.2011, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 24.03.2011, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2011 Stjórnvöld í Japan skýrðu frá því í gær að kranavatn í Tókýó innihéldi geislavirkt joð, sem væri yfir þeim mörkum sem teldust örugg fyrir ungbörn, vegna geislunar frá kjarn- orkuveri í Fukushima eftir jarð- skjálftann mikla 11. mars. Foreldrum í Tókýó hefur verið ráðlagt að gefa börnum sínum ekki vatn úr krana á meðan þetta varir og verður 240.000 vatnsflöskum dreift til fjölskyldna í höfuðborg- inni. Kranavatnið í Tókýó inniheldur 210 bekerel af geislavirkum efnum, en ekki er ráðlagt að ungbörn fái vatn sem er meira en 100 bekerel. Bekerel er mælieining fyrir geislavirkni. Eitt bekerel er sú geislavirkni sem samsvarar einni kjarnabreytingu á hverri sekúndu. Aukin geislavirkni hefur einnig greinst í kranavatni í borginni Hitachi-ota, milli Tókýó og kjarn- orkuversins í Fukushima. Banna innflutning Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa skýrt frá því að þau hafi bannað innflutning á mjólkurafurðum og öðrum landbúnaðarvörum frá svæð- um í grennd við kjarnorkuverið. Yfirvöld í Hong Kong hafa sett sams konar innflutningsbann. bogi@mbl.is Vara við krana- vatninu  Geislavirknin talin hættuleg ungbörnum Reuters Geislavirkni mæld Starfsmaður heilsugæslu nálægt kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan kannar hvort barn hafi orðið fyrir geislavirkum efnum. Greg Bagwell, yfirmaður breskra herflugmanna, sem framfylgja flug- banni öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna yfir Líbíu, sagði í gær að engin hætta stafaði lengur af flugher Líbíu. Bagwell sagði að líbíska flug- hernum hefði verið tortímt nær al- gerlega. Loftvarnakerfi Líbíuhers væri einnig orðið svo laskað eftir loftárásirnar að engin hætta væri lengur á árásum á herþotur sem framfylgja flugbanninu. Bagwell sagði að herþoturnar gerðu einnig árásir á líbíska her- menn ef hætta væri talin á að þeir réðust á óbreytta borgara í Líbíu. „Líbísku hersveitirnar eru undir stöðugu eftirliti okkar og við ráð- umst á þær hvenær sem þær ógna óbreyttum borgurum eða ráðast á byggðir.“ Vestrænar herþotur hafa farið í meira en 300 ferðir yfir Líbíu á síð- ustu dögum og meira en 162 stýri- flaugum hefur verið skotið. Flughernum nær algerlega tortímt  Vestrænum herþotum stafar ekki lengur hætta af loftvörnum Líbíuhers „Við munum sigra“ » Gaddafi flutti ávarp í Trípolí í fyrrakvöld þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti frá því að loftárásirnar hófust. „Við munum sigra,“ sagði hann og óskaði eftir stuðningi „allra íslamskra herja“. » Bandaríski herinn sagði í gær að engar vísbendingar væru um að óbreyttir borgarar hefðu fallið í loftárásunum. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Mótmælabylgjan, sem gengið hefur yfir Túnis, Egyptaland, Líbíu, Jem- en og fleiri arabalönd, hefur nú skoll- ið á Sýrlandi þar sem Baath-flokkur- inn hefur verið einráður og stjórnað með harðri hendi frá því að hann rændi völdunum árið 1963. Mótmælin í Sýrlandi hófust í vik- unni sem leið þegar fólk safnaðist saman í Daraa, um 75.000 manna bæ við landamærin að Jórdaníu. Fólkið krafðist þess að yfirvöld slepptu fimmtán skólabörnum sem höfðu verið handtekin fyrir að skrifa vin- sælt byltingarvígorð á vegg: „Fólkið vill að ríkisstjórnin falli.“ Handtökurnar kyntu undir óánægju almennings með kúgunina og mótmælin hafa undið upp á sig. Minnst fimmtán manns biðu bana í árásum öryggissveita á mótmælend- ur í gær, þeirra á meðal níu sem lágu í valnum eftir árás nálægt mosku í bænum. Alræðið verði afnumið „Stjórninni skjátlast ef hún heldur að hún geti leyst þessi vandamál með kúgun,“ hefur fréttastofan AFP eftir Burhan Ghalyoun, prófessor í arab- ískum fræðum við Sorbonne-háskóla í París. „Beiti öryggissveitirnar gömlu aðferðunum verður það eins og að hella olíu á eldinn.“ Mótmæli hafa verið bönnuð sam- kvæmt neyðarlögum sem sett voru eftir valdarán Baath-flokksins árið 1963 og eru enn í gildi. Mótmælunum hefur þegar verið lýst sem mesta innanríkisvanda sem Bashar al-Assad forseti hafi staðið frammi fyrir frá því að hann tók við völdunum árið 2000 þegar faðir hans lést. Faðir Assads beitti hernum til að bæla niður uppreisn sem hófst að undirlagi Bræðralags múslíma og náði hámarki í bænum Hama í norðanverðu landinu árið 1982. Þúsundir manna lágu í valnum eftir að herinn lagði bæinn í rúst. Sýrlenskir andófs- menn hafa m.a. krafist þess að al- ræði Baath- flokksins og neyðarlögin verði afnumin. Spilling meðal embættis- manna, mis- skipting og mikið atvinnu- leysi meðal ungs fólks hafa kynt undir óánægj- unni. Mótmælabylgjan skellur á Sýrlandi  Öryggissveitir gera mannskæðar árásir á mótmælendur 4 1 3 2 1 2 3 4 90 95 100 105 110 115 120 1300 1325 1350 1375 1400 1425 1450 1,000 km ÁTÖK OG MÓTMÆLI Í ARABALÖNDUM Heimild: Reuters Lönd þar sem átök eða mót- mæli hafa verið síðan í janúar Lönd þar sem komið hefur til átaka síðustu daga ÓMAN DJÍBÚTÍ JEMEN ALSÍR TÚNIS LÍBANON LÍBÍA NÍGER TSJAD SÚDAN SÁDI- ARABÍA EGYPTA- LAND ÍRAK JÓRDANÍA SÝRLAND MAROKKÓ ÍRAN KÚVEIT BAREIN SÍÐUSTU ATBURÐIR Í gær Loftárásum haldið áfram og ekkert lát á átökum milli öryggissveita Gaddafis og uppreisnarmanna Líbía Í gær Mannfall varð þegar öryggis- sveitir skutu á mótmælendur nálægt mosku í Daraa Sýrland Þriðjudag Skýrt frá því að tveir mót- mælendur hefðu beðið bana í árás öryggissveita.Alls liggja 15 í valnum Þriðjudag Þúsundir manna tóku þátt í mótmælum í Sanaa og kröfðust þess að forseti landsins segði af sér tafarlaust BareinJemen * Í gærmorgun HEIMSMARKAÐSVERÐ Á OLÍU Brent-hráolía úr Norðursjó Gullverð JANÚARDESEMBER FEBRÚAR MARS 14. jan. Forseti Túnis, Ben Ali, segir af sér 18. des. Mótmæli í Túnis 11. febr. Mubarak lætur af embætti forseta í Egyptalandi 14. febrúar. Mótmæli í Barein og Íran 15. febrúar. Mótmæli í Líbíu 19. mars. Loftárásir gerðar á Líbíu 25. janúar. Mótmæli í Egyptalandi Verð í Bandaríkjadölum á fatið Í Bandaríkjadölum á únsuna (28,35 g.) 1.428,8 116,40 23. mars* 7. mars - 1.444,4 24. febr. - 119,79 Olíuframleiðslan í Líbíu minnkar um rúman fjórðung Valdaklíka Bashars al-Assads, forseta í Sýrlandi, er úr röðum minnihlutahópsins alavíta sem eru ein grein íslams. Alavítar eru um það bil 10% lands- manna og almennt fyrirlitnir meðal annarra múslíma, eink- um súnníta sem telja þá vera nánast villutrúarmenn. Bærinn Daraa og nálægir bæir þar sem mótmæli hafa blossað upp síðustu daga eru aðallega byggðir súnnítum. Ættbálkaleið- togar hafa verið áhrifa- miklir í bæjunum og snú- ist þeir gegn einræðis- stjórninni gætu mótmælin breiðst út og jafnvel orðið henni að falli. Takist stjórninni hins vegar að tryggja sér stuðn- ing ættbálkaleiðtoganna þykir líklegt að hún haldi velli. Geta ráðið úrslitum ÁHRIF ÆTTBÁLKA MIKIL Bashar al-Assad Yfirvöld í Japan sögðu í gær að alls hefðu 9.487 lík fundist eftir jarð- skjálftann og flóðbylgjuna 11. mars. Þar að auki hafa 15.617 nöfn verið skráð á opinberan lista yfir þá sem er saknað eftir hamfar- irnar. Alls eru því 25.104 á listunum yfir þá sem fórust eða er saknað. Óttast er þó að tala látinna sé miklu hærri þar sem á opinberu listunum eru aðeins nöfn, sem til- kynnt hafa verið til yfirvalda, og ekki er vitað um afrif þúsunda manna til viðbótar, að sögn jap- anskra fjölmiðla. Óttast að tala látinna hækki MINNST 25.000 MANNS FÓRUST EÐA ERU TALIN AF Skannaðu kóðann til að lesa það nýj- asta um átökin. Að minnsta kosti einn farþegi strætisvagns beið bana og yfir 30 til viðbótar særðust þegar sprengja sprakk við strætisvagnabiðstöð í Jerúsalem í gær. Nokkrum klukkustundum áður höfðu palestínsku samtökin Íslamskt jíhad hótað árásum í Ísrael til að hefna tveggja árása Ísraelshers í fyrradag á Gaza-svæðið. Átta íbúar Gaza, þeirra á meðal tveir undir 18 ára aldri, biðu bana í árásunum. Tveimur flugskeytum var einnig skotið á borgina Beersheva í Ísrael í gær. Vopnuð hreyfing í samtökunum Íslamskt jíhad lýsti árásinni á hend- ur sér. Sprengjan sem sprakk í Jerúsal- em hafði verið falin í poka við strætisvagnastöðina. Hún sprakk þegar strætisvagn nam staðar við stöðina. Að minnsta kosti þrír far- þeganna særðust lífshættulega, að sögn yfirvalda í Ísrael. Blóðsúthellingar í Jerúsalem og á Gaza Skannaðu kóðann til að lesa það nýjasta um Japan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.