Morgunblaðið - 24.03.2011, Qupperneq 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2011
Vinsælir listviðburðir Tónlistarhúsið Harpa við höfnina í Reykjavík er að taka á sig endanlega mynd og aðeins sex vikur eru þar til húsið verður opnað. Um 20.000 manns hafa þegar tryggt sér
miða á listviðburði í Hörpu og miðar á suma viðburði seldust upp á tæpri klukkustund. T.a.m. er uppselt á þrenna opnunartónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar undir stjórn Vladimirs Ashkenazys.
RAX
Félagi minn af Dagblaðinu sál-
uga Bolli Héðinsson ritar grein í
Fréttablaðið föstudaginn 18. mars
þar sem hann lýsir stuðningi við
Icesave-III-samning íslenskra
stjórnvalda við Breta og Hollend-
inga. Á Bolla er að skilja að flest
hjól stöðvist ef þjóðin þurfi að
bíða málaferla Breta og Hollend-
inga fyrir íslenskum dómstólum.
„[H]versu lengi viljum við vera í
óvissu um hvort þeir muni gera
það eða ekki?“ spyr minn gamli
félagi.
Þessar bollaleggingar Bolla eru satt best að
segja alveg dæmalausar. Helst er á honum að
skilja að þjóðin mæni í ofvæni á hurðarhún Hér-
aðsdóms líkt og Ingvi Hrafni vinur minn starði
á hurðarhúninn í Höfða forðum daga þegar Gor-
batsjov og Reagan hittust og veröldin stóð á
öndinni. Svona málflutningur er auðvitað ekki
boðlegur. En bollaleggingar Bolla verða að bol-
lafleipri þegar hann setur upp söguleg gleraugu
og skrifar:
„… allir íslenskir ráðherrar og embætt-
ismenn sem að málinu hafa komið, allt frá hausti
2008, hafa lofað Bretum og Hollendingum að
um málið yrði samið.“
Þessi staðhæfing stenst enga skoðun. Íslensk
stjórnvöld stóðu í lappirnar hina örlagaríku
daga þegar íslensku bankarnir hrundu og neyð-
arlögin voru sett. Þetta má sjá glöggt af samtali
Árna Mathiesen fjármálaráðherra við Alistair
Darling, fjármálaráðherra Bretlands.
Alistair Darling: Skil ég það rétt að þið trygg-
ið innistæður íslenskra sparifjáreigenda?
Árni Mathiesen: Já, við tryggjum innistæður
í bönkum og útibúum banka hér á Íslandi.
AD: En ekki í útibúum utan Íslands?
ÁM: Nei, ekki utan við það sem nú þegar hef-
ur verið tekið fram í bréfinu sem við sendum.
AD: En er það ekki í andstöðu við samning-
inn um evrópska efnahagssvæðið?
ÁM: Nei, það teljum við ekki og reyndar tel
ég það vera í samræmi við það sem aðrar þjóðir
hafa verið að gera undanfarna daga.
Málið er ljóst. Í fyrsta lagi; íslensk stjórnvöld
lýstu því skorinort yfir að þau tryggðu ekki inni-
stæður í Bretlandi og Hollandi. Í öðru lagi; ís-
lensk stjórnvöld kváðu enga lagaskyldu standa
til að ábyrgjast innistæður í Bretlandi og Hol-
landi.
Gættu hagsmuna almennings á
Íslandi, í Bretlandi og Hollandi
Íslensk stjórnvöld stóðu vörð um almenning á
Íslandi. Þau vörðu innistæður Íslendinga. Og
ekki bara það. Íslensk stjórnvöld stóðu vörð um
almenning í Bretlandi og Hollandi með neyð-
arlögunum. Gerspilltir útlendir bankar voru
látnir sitja í súpunni – lánardrottnar sem höfðu
lánað óábyrgt til íslenskra banka.
Það er mikilvægt að fólk skilji
þetta. Darling var illa upplýstur,
skildi ekki málið og beitti lúa-
brögðum til þess að fella vinaþjóð.
Mikil reiði reis í garð Íslendinga
enda voru útlendir bankar að tapa
þúsundum milljarða og hið al-
þjóðlega fjármálakerfi á brauðfót-
um. Evrópuþjóðirnar – með
stuðningi Norðurlanda – beittu
Ísland gífurlegum þrýstingi og
þvinguðu til þess að skrifa undir
Brussel-viðmiðin. Það var hreint
og klárt ofbeldi, en Evrópuþjóðunum til máls-
bóta verður að benda á að vestrænt fjár-
málakerfi riðaði til falls og menn voru örvænt-
ingarfullir. Síðan hefur hættan af hruni hins
alþjóðlega fjármálakerfis dvínað og menn eru
rólegri.
Það var ekki fyrr en Steingrímur J. Sigfússon
fékk lyklavöld í fjármálaráðuneytinu sem Bret-
ar og Hollendingar fengu öllum sínum kröfum
framgengt með vöxtum, vaxtabótum og vaxta-
vöxtum með hinum alræmda Svavars-samningi.
Ríkisstjórn Geirs Haarde neitaði að ábyrgj-
ast skuldir óreiðumanna dagana fyrir hrun.
Hún lofaði að vísu viðræðum þegar eldar loguðu
í kjöllurum gerspilltra vestrænna banka gegn
því að tekið yrði tillit til efnahagslegrar getu
þjóðarinnar. Þessi atburðarás er að birtast.
Þegar Geir forðaði þjóðargjaldþroti
En það er fleira sem vert er að nefna í þessu
samhengi. Nú er upplýst að Geir Haarde neitaði
að skrifa undir yfirlýsingu um að íslensk stjórn-
völd ábyrgðust skuldir íslenskra banka við út-
lenda banka. Geir Haarde neitaði að breyta
bankakreppu í skuldakreppu þjóðar. Slíkt plagg
mun hafa verið lagt fyrir ráðherrann. Það er
kaldhæðni örlaganna að maðurinn sem skrifaði
undir þjóðhættulegan Icesave-samning skuli
standa að landráðaákæru á hendur manninum
sem forðaði þjóð sinni frá þjóðargjaldþroti.
Á dögunum sat fréttamaður RÚV á læri
elsku Darling í einu aumasta viðtali íslenskrar
sjónvarpssögu. Þar voru engar gagnrýnar
spurningar heldur réð heimsmynd elsku Dar-
ling sem talaði niður til Íslendinga sem ekki
höfðu „sýnt samstarfsvilja“. Hvers krafðist
Darling? Krafðist hann írsku leiðarinnar sem
hefði leitt til þjóðargjaldþrots Íslendinga?
Sannleikurinn í þessu máli verður að koma fram
í dagsljósið. Það verður að fara fram ítarleg
rannsókn á öllu þessu óláns Icesave-máli.
Eftir Hall Hallsson
» Bollaleggingar Bolla verða
að bollafleipri þegar hann
setur upp söguleg gleraugu.
Hallur Hallsson
Höfundur er blaðamaður og rithöfundur.
Af bollaleggingum
Bolla og bollafleipri
Margt er keimlíkt með Icesave-
þjóðaratkvæðagreiðslunni á Íslandi
2011 og þjóðaratkvæðagreiðslunni í
Svíþjóð um upptöku evru 2003. Þá
voru allir stjórnmálaflokkar Sví-
þjóðar að undanskildum Vinstri
flokknum með á því að innleiða evru
sem gjaldmiðil í Svíþjóð. Verkalýðs-
hreyfingin tók undir sem og samtök
atvinnurekenda. Allt leit út fyrir að
Svíar myndu samþykkja að segja
skilið við sænsku krónuna og taka
upp evru í hennar stað.
Áróður evrusinna var gegndarlaus, atvinnu-
rekendasamtökin notuðu um 500 millj. sænskra
króna til kynningarstarfsemi og evruáróðurs.
Svíum var sagt að ef þeir segðu ekki já við evr-
unni myndi Svíþjóð einangrast á hjara norðurs-
ins og enginn vildi eiga viðskipti við landið. „Við
erum bara 2% af íbúum Evrópu, enginn vill tala
við okkur ef við segjum nei. Ef við segjum nei
mun krónan hríðfalla og verða ónýt, vextir
hækka og enginn vill lána okkur peninga. Sví-
þjóð verður fátækt land fyrir utan alþjóða-
samfélagið. Allar innfluttar vörur hækka í
verði, atvinnuleysi aukast og launalækkun
verða óhjákvæmileg.“ Þannig voru rök já-sinna
gagnvart þeim, sem vildu viðhalda sænsku
krónunni.
Í vikunni fyrir kjördag var Anna Lind, utan-
ríkisráðherra Svíþjóðar, myrt um hábjartan
dag í búð í Stokkhólmi. Hún var einn ötulasti
talsmaður evrunnar og margir töldu gefið að nú
myndi þjóðin segja já við evrunni til að heiðra
minningu hennar. Eftir morðið var kosninga-
baráttan lögð niður fram að kosningadegi.
Á kjördag mættu 83% Svía og greiddu atv-
kæði um evruna. 42% sögðu já, 56% sögðu nei.
Útkoma kosninganna varð reiðarslag fyrir evr-
usinna, sem höfðu einokað fjölmiðla og vett-
vang umræðunnar með já-hugmyndum sínum.
Hvernig stóð á því að Svíar höfnuðu leiðinni,
sem nær allir stjórnmálaflokkar höfðu á stefnu-
skrá sinni ásamt samtökum atvinnulífsins og
verkalýðshreyfingarinnar?
Svíar eru í eðli sínu friðsamir og sam-
vinnuþýðir. En í þetta skipti reis þjóðin upp og
hafnaði stefnu yfirvalda og er stundum minnst
á bændauppreisnina gegn Gústaf konungi Vasa
á 16. öld til samanburðar. Svíar trúðu einfald-
lega ekki á hræðsluáróðurinn og þjóðin vernd-
aði krónuna sína.
Í dag, átta árum seinna, er athyglisvert að
bera saman ástandið við fullyrðingar evrusinna,
að Svíþjóð myndi einangrast á alþjóðavettvangi
ef evran yrði felld.
Í dag hefur evran lækkað í verði og á eftir að
falla enn meira við efnahagsógöngur Portúgals,
Spánar og Ítalíu til viðbótar Grikklandi og Ír-
landi. Þegar prentvélar eru settar í gang eins
og nýverið hjá Írum, sem prentuðu 50 miljarða
evru með vitund og samþykki
Seðlabanka ESB og Seðlabanki
ESB kaupir handónýt ríkisbréf
gjaldfallinna meðlimaríkja ESB
fara verðbólguhjólin í gang og
áhætta á nýu falli fjár-
málamarkaða stóreykst.
Í dag er Svíþjóð eins og vin í
eyðimörkinni. Hagvöxtur þriðja
ársfjórðungs 2010 jókst um
6,9% samanborið við sama árs-
fjórðung 2009. Fyrir evrulöndin
varð aukningin aðeins 0,4% á
sama tíma. Hagvöxtur Svíþjóð-
ar árið 2010 var 5,5%, sem er
það mesta sem gerist í Evrópu í dag. Sænska
krónan hefur sjaldan verið sterkari, dollar,
pund og evra hafa fallið um 10-35% gagnvart
sænsku krónunni. Svíþjóð er nú í öðru sæti í
heiminum á sviði samkeppni skv. World Econo-
mic Forum og í fyrsta sæti í Evrópu.
Svíar prísa sig sæla að hafa haldið krónunni.
Margir af hörðustu stuðningsmönnum evru
hafa alveg snúið við blaðinu þegar þeir hafa séð
hvað sjálfstæð sænsk króna hefur þýtt fyrir
landið.
Ólíkt öðrum þjóðum hafa Svíar mætt fjár-
hagskreppu umheimsins með lækkun launa-
skatta og annarra skatta, lægri vöxtum og sjálf-
stæðri krónu. Þessir þrír hlutir í sameiningu
hafa gert það að verkum að fólk hefur haft
meira fé milli handanna og keypt eins og fyrr.
Þrátt fyrir að mörg fyrirtæki fóru um koll og
atvinnuleysi jókst í október 2008 hafa Svíar náð
sér á strik aftur og núna er byggingariðnaður-
inn á fullu með mörg stór verkefni, t.d. bygg-
ingu tveggja stórra íþróttaleikvanga í Stokk-
hólmi.
Reynsla Svía sýnir að fólki er alveg óhætt að
fylgja hjartanu í stað hræðsluáróðurs elítunnar.
Nei Svía við evru hefur ráðið úrslitum um að
Svíþjóð stendur mun betur að vígi í dag en ella.
Íslendingar ættu að læra af þessarri reynslu
Svía og ekki vera feimnir við að ganga gegn
þeim hræðsluáróðri sem elítan á Íslandi heldur
uppi gagnvart neii við Icesave. Það er eitthvað
sem vantar þegar menn þurfa að hræða aðra til
fylgdar málstaðnum. Fellum Icesave, tíminn
mun leiða í ljós á Íslandi eins og í Svíþjóð að
hótanirnar eru hjómið eitt.
Eftir Gústaf Adolf Skúlason
»Margir af hörðustu stuðn-
ingsmönnum evru hafa al-
veg snúið við blaðinu þegar
þeir hafa séð hvað sjálfstæð
sænsk króna hefur þýtt fyrir
landið.
Gústaf Adolf Skúlason
Höfundur er fyrrverandi ritari Smáfyr-
irtækjabandalags Evrópu.
Lærum af
reynslu Svía