Morgunblaðið - 24.03.2011, Page 24

Morgunblaðið - 24.03.2011, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2011 ✝ Sigríður Klem-enzdóttir var fædd á Húsavík 21. október 1912. Hún lést í Reykjavík 13. mars 2011. Foreldrar henn- ar voru Klemenz Klemenzson, versl- unarmaður á Húsavík, fæddur á Geirbjarnastöðum í Ljósavatnshr., S- Þing. 26. mars 1875, d. 13. des- ember 1953 og Jakobína Sigríð- ur Sigtryggsdóttir, fædd á Seyðisfirði 28. febrúar 1879, d. 17. febrúar 1948. Sigríður átti einn bróður, Sigtrygg Klem- enzson, ráðuneytisstjóra og síð- ar seðlabankastjóra. Hann var fæddur 20. ágúst 1911, d. 18. febrúar 1971. Kona hans var apríl 1984. Foreldrar hans voru Páll Hannesson bóndi og Guð- rún Björnsdóttir. Sigríður ólst upp hjá foreldrum sínum á Húsavík. Gekk þar í barnaskóla og síðar settist hún í gagn- fræðadeild Menntaskólans á Akureyri. Hún flutti til Reykja- víkur og vann um tíma hjá Brunabótafélagi Íslands. Þegar hún giftist Halldóri keyptu þau efri hæðina við Leifsgötu 18 og bjuggu þar alla tíð í sambýli við Sigtrygg og hans fjölskyldu. Halldór ferðaðist mikið starfs síns vegna, bæði innanlands og utan og fylgdi Sigríður honum jafnan. Eignuðust þau fjöldann allan af vinum og kunningjum, sem þau héldu miklum tengslum við með gagn- kvæmum heimsóknum, bréfa- skriftum og símleiðis. Bjó Sig- ríður á Leifsgötu til ársins 2007 eða í rúm sextíu ár, er hún flutti á Hjúkrunarheimilið Sól- tún. Úför Sigríðar fer fram frá Neskirkju í dag, 24. mars 2011, og hefst athöfnin kl. 15. Unnur Pálsdóttir, f. 23. maí 1913, d. 1. janúar 2011. Eignuðust þau sex dætur. Sigríður giftist fyrri eiginmanni sínum, Ólafi K. Þorvarðarsyni, forstjóra Sundhall- ar Reykjavíkur, 25. maí 1935. Hann var fæddur í Reykjavík 15. janúar 1911, d. 10. desember 1942. Foreldrar hans voru Þorvarður Þorvarð- arson prentsmiðjustjóri og Gróa Bjarnadóttir. Seinni eig- inmanni sínum, Halldóri Páls- syni búnaðarmálastjóra, giftist hún 20. júlí 1946. Halldór var fæddur á Guðlaugsstöðum í Blöndudal 26. apríl 1911, d. 12. Föðursystir mín Sigríður Klemenzdóttir er látin í hárri elli. Ekki endilega södd lífdaga því henni fannst gaman að lifa en lík- aminn gafst upp. Hún var eina systkini pabba og eignaðist engin eigin börn. Við bróðurdætur hennar vorum börnin hennar, enda bjuggum við í sama húsi á Leifsgötu 18 alla tíð. Sigga frænka var líka frænka okkar skyldmenna þó að hún væri þeim ekkert skyld. Tók þátt í fjöl- skylduboðum og bauð til sín. Hún ólst upp í Árholti á Húsa- vík, sem stendur lítið breytt við ána, stífluna og skrúðgarð Hús- víkinga. Sögurnar frá æsku þeirra pabba gerðust oft við eða í ánni en fjölluðu stundum um heimiliskött- inn. Sigga var fríð, frekar lágvaxin með fallegt bros og þykkt fallegt hár. Hún hafði afburðagott minni, sem entist henni vel alla ævi, var víðlesin og rifjaði oft upp ferðalög og staði sem hún hafði heimsótt. Hún var félagsvera og það kom sér vel þegar hún giftist Halldóri Pálssyni búnaðarmálastjóra því hann var skrafhreifinn maður og hafði yndi af að kryfja menn og málefni til mergjar. Þá gekk hann um gólf, með hendur á baki, íklæddur sínum daglega klæðn- aði: jakkafötum og vesti með bindi. Ég man ekki eftir Siggu í síðbuxum fyrr en hún var orðin háöldruð og hún tiplaði alltaf um á hælaskóm þó að hællinn þætti ekki hár í dag. Þannig man ég þau. Iðulega komu þau niður til okkar eftir kvöldmat í molasopa. Halldór stikaði um stofugólfin og skegg- ræddi og Sigga fékk sér sígarettu með kaffinu. Hún fylgdi Halldóri sem ferð- aðist mikið í tengslum við starf sitt, innanlands og utan og 1961 dvöldu þau árlangt í Nýja-Sjá- landi. Halldór kom heim í hádegismat flesta daga og oft hafði hann með sér gesti en þó að Sigga vissi ekki af því fyrirfram, bjargaði hún því. Eftir fyrsta hjartaáfall Hall- dórs lagði Sigga sig alla fram við að hlúa að honum og gæta hans. Ekki alltaf með hans samþykki, eins og þegar hún blandaði und- anrennu við nýmjólkina, því „glærri mjólk“ fussaði hann við. Þau voru ákaflega mannblendin og eftir lát Halldórs var Sigga áfram dugleg að halda sambandi við fólk, heimsækja, tala í síma og skrifast á við vini í útlöndum. Sigga var heilsuhraust alla ævi þar til í lokin. Hún lagðist ekki á spítala fyrr en á níræðisaldri og þá átti hún bágt með að lýsa sjúk- dómseinkennum; sagðist ekki kunna það. Að lokum var jafnvægið orðið lélegt og hún farin að detta. Við það þvarr kjarkurinn og líkam- inn hrörnaði fljótt af hreyfingar- leysi og að lokum flutti hún á hjúkr- unarheimilið Sóltún. Hún var þakklát fyrir það og sátt við að yf- irgefa heimili sitt til 60 ára. Þegar Sigga var lítil hnáta á Húsavík fékk hún afmæliskort frá Ara Jochumssyni með ljóði eftir hann og söng það stundum fyrir okkur þegar við vorum litlar: Áfram indælt líði æsku þinnar vor sumarblærinn blíði blómgi öll þín spor lifðu vel og lengi litla blómið frítt heilsu, gæfu og gengi gefi þér árið nýtt. Segja má að óskir Ara hafi ræst. Við fjölskyldan kveðjum Siggu frænku með þakklæti fyrir sam- fylgdina. Blessuð sé minning henn- ar og Halldórs. Jóhanna Sigtryggsdóttir. Sigríður frænka mín Klemenz- dóttir hefur trúlega orðið hvíldinni fegin þegar hún kvaddi þennan heim í síðustu viku á 99. aldursári, og það urðu örugglega fagnaðar- fundir með þeim Halldóri eftir nær 27 ára aðskilnað; ég sé hann fyrir mér heilsa henni með kossi og segja „Sæl elskan“. Kynni mín af Halldóri og Siggu áttu sér fleiri rætur. Þær voru ná- skyldar móðir mín og Sigga og ræktuðu vináttu sína alla tíð. Afi minn varð bústjóri á Hesti, þegar Halldór stofnaði þar fjárræktarbú, og loks gerðist ég lærisveinn og samstarfsmaður Halldórs nokkur síðustu starfsár hans. Þau hjón voru ætíð aufúsugestir á heimili okkar á Húsavík, og ég minnist þess að hlakka alltaf til þegar þeirra var von. Þá var aldrei skortur á umræðuefni, margar sögur sagðar, menn og málefni krufin, ættir raktar og mikið hleg- ið. Seinna kynntist ég þeim nánar, var ásamt konu minni og dætrum tíður gestur á heimili þeirra, og nutum við þar ávallt góðvildar og gestrisni. Sigga var glæsileg kona og hélt reisn sinni fram undir það síðasta. Hún var skarpgreind, ekki lang- skólagengin á nútímavísu en há- menntuð af bóklestri, ferðalögum og fjölþættu grúski. Hún var ein- staklega fróð um fólk og ættfræði og víðlesin í bókmenntum, jafnt er- lendum sem íslenskum. Hélt ótrú- legu minni fram á síðustu ár. Hún var trú uppruna sínum, hafði sterk- ar taugar til Húsavíkur og hafði ánægju af að rifja upp sögur af fólki fyrir norðan, sem hún mundi frá uppvexti sínum. Sigga vann lítið eða ekki utan heimilis eftir að hún giftist Hall- dóri, heldur má segja að hún hafi helgað honum krafta sína. Halldór fékk alvarlegt hjartaáfall liðlega fimmtugur og bjó við skerta heilsu eftir það. Hann var sjálfur ekki alltaf hirðusamur um heilsu sína, en Sigga passaði upp á hann af ein- stakri natni og stundum jafnvel með harðfylgi. Ýkjulaust má segja að hún hafi lengt líf hans um all- mörg ár með umhyggju sinni. Þau voru ólík að eðlisfari en áttu vel saman og mátu hvort annað mikils. Siggu var það mikill missir þegar Halldór féll frá. Þau hjónin ferðuðust alla tíð mikið, bæði innanlands og utan. Þau dvöldust m.a. eitt ár á Nýja- Sjálandi og þaðan átti Sigga marg- ar góðar minningar. Það segir sig sjálft að jafn vel gefin kona og fróð- leiksfús lærði margt á þessum ferð- um auk þess að kynnast fólki og eignast vini sem hún hélt sambandi við marga síðan. Hún var vinföst en jafnframt vönd að vinum. Siggu og Halldóri varð ekki barna auðið, en þau bjuggu allan sinn búskap á Leifsgötu í nábýli við Sigtrygg bróður Siggu, Unni konu hans og dætur þeirra, sem segja má að hafi einnig verið þeim Siggu og Halldóri sem dætur. Þannig hugsuðu þær um Siggu síðari árin og allt til hinstu stundar að einstakt hlýtur að teljast. Þær mega örugg- lega þakka sér það sem hún sagði við Unni frænku sína fáum dögum fyrir andlátið, þá orðin máttfarin og sýnt hvert stefndi: Ég hef enn ánægju af lífinu. Við Malla og fjölskylda okkar þökkum Siggu fyrir vináttu, tryggð og margar gleðistundir og sendum bróðurdætrum hennar og fjöl- skyldum þeirra samúðarkveðjur. Sigurgeir Þorgeirsson. „Komstu ekki fyrst í heimsókn til okkar Halldórs kvöldið sem gas- sprengingin var í Ísaga á Rauðar- árstíg?“ „Jú, sumarið 1963, skömmu eftir andlát nágranna ykkar, Ásgeirs frænda frá Gott- orp,“ svara ég. „Manstu hvað við fengum góðan mat í Sempach í Sviss?“ „Mig minnir að það hafi verið fyrir 1980.“ „Þú ert minnis- góð,“ svara ég og bæti við: „Það var í fyrstu ferð minni með ykkur á ráðstefnu hjá Búfjárræktarsam- bandi Evrópu (EAAP) í Zürich 1976.“ „Halldór vildi kynna EAAP fyrir mér, það var mikið lán,“ segi Sigríður Klemenzdóttir ✝ Magnús Guð-mundsson fæddist 14. nóv- ember 1977. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 15. mars 2011. Foreldrar Magn- úsar eru Guð- mundur Hafliða- son, f. 31.3. 1950, og Guðrún Magn- úsdóttir, f. 27.4. 1954. Systkini hans: Margrét Helgadóttir, f. 5.4. 1973; Petrína Þórunn Jóns- dóttir, f. 23. 5. 1974, Hafliði Breiðfjörð Guðmundsson, f. 28.11. 1976, Berglind Dís Guð- mundsdóttir, f. 5.12. 1989 og Ingibjörg Hulda Guðmunds- dóttir, f. 20.2. 1995. Unnusta Magnúsar er G. Ingi- björg Ragnarsdóttir, f. 17.2. 1983, og eru for- eldrar hennar Ragnar Guð- leifsson, f. 21.3. 1959, og Hjördís Harðardóttir, f. 22.2. 1955. Magnús ólst upp og bjó allt sitt líf í Hafnarfirði en hann var dyggur stuðningsmaður FH. Hann starfaði lengst af á Hjólbarðaþjónustu Hjalta Þórarinssonar en varð síðar verslunarstjóri hjá N1 og starfaði þar þegar hann greind- ist með bráðahvítblæði í júní 2010. Baráttan við hvítblæðið reyndist Magnúsi erfið og lést hann af völdum þess. Útför Magnúsar fer fram í Víðistaðakirkju í dag, 24. mars 2011, og hefst athöfnin kl. 15. Ég elska þig ekki aðeins vegna þess hvernig þú ert heldur einnig vegna þess hvernig ég er þegar ég er með þér. Elsku hjartað mitt, hvernig á ég að fara að því að kveðja þig. Við sem ætluðum okkur svo margt. Ég er svo glöð og þakklát fyrir að hafa fundið þig. Tíminn sem við áttum saman var yndislegur og betri mann hef ég aldrei hitt. Það er bara einn hr. Aðal og það ert þú, Maggi minn. Þú kenndir mér svo margt og ég mun búa að því þar til við hittumst næst. Þú varst kletturinn minn í gegnum erfiða tíma svo það er erfitt að ímynda sér hvernig ég á að komast í gegn- um þetta án þín. En ég veit að þú ert hjá mér og passar upp á mig eins og alltaf því sama hversu veikur þú varst þá passaðir þú alltaf Imbuna þína og hughreystir mig á erfiðum tímum. Hvíldu þig nú, ástin mín, þú átt það svo skilið eftir hetjulega baráttu sem þú þó fórst í gegnum skælbrosandi. Við sjáumst síðar, ég elska þig. Þín Ingibjörg (Imba). Elsku strákurinn okkar, við kveðjum þig með söknuði. Ef ég væri fugl og gæti flogið myndi ég fljúga til þín og taka þig með mér til tunglsins. Missirinn er sár. Ef ég ætti eina ósk, myndi ég óska mér þig aftur til mín, svo þú gætir lifað lífinu eins og þú hefðir kosið. Ef þú finnur þig knúna að koma aftur til mín. Birtistu mér í draumi og segðu mér að þér líði vel. (Vjofn.) Ekki datt mér í hug að það yrði ég sem keyrði þig síðustu ferðina inn á spítala, og ekki gast þú nú sleppt hrekkjunum þá, því þegar ég kom æðandi inn og það var að líða yfir þig, þá var stóllinn svo þungur, og ég spurði hvort hann væri í bremsu, og þú sagðir: „Nei, þetta er bara eitthvert bilað drasl“ og lést mig djöflast með stólinn og ég veit ekki hvor okkar var verr á sig kominn þegar við komum upp á deild því puðið var svo mikið. Hjúkrunarfólkið vissi ekkert hvor okkar væri meiri sjúklingur. Þeg- ar við vorum búin að koma þér úr stólnum kom náttúrlega í ljós að þú varst með stólinn í bremsu. Takk fyrir puðið. Kveðja til þín. Við vonum að þér líði vel núna, við skulum alltaf hugsa vel um Imbu þína sem þér þótti svo vænt um, eins og alla aðra sem stóðu þér nærri. Tár í augum okkar, líf okkar er ótrúlegt sem við ráðum ekki við. Mamma og pabbi. Elsku Maggi minn. Takk fyrir allar góðu minningarnar. Þótt ég hafi verið hrædd við þig þegar ég var lítil varst þú alltaf uppáhaldið mitt. Það var alltaf gaman hjá þér að gista á besta sófa í heimi, og borða góða matinn þinn. Að fara með pakkana á jólunum með þér var skemmtilegast þótt við þyrftum bara að fara á nokkra staði þá vorum við alltaf nokkra klukkutíma að því. Og þegar þú fékkst nýja útvarpið í bílinn þinn var svo skemmtilegt að horfa á jólamyndir á milli staða. Á sumrin var svo gaman að fara með þér og Halla og Berglindi á alla FH-leikina þar sem þú söngst alltaf hæst. Þín systir Ingibjörg Hulda. Elsku Maggi minn. Hetjan mín. Alltaf til í að gera allt fyrir litlu systur. Seldir mér Micruna mína sem mér þótti svo vænt um því að Maggi bróðir seldi mér hana. Ég hringdi fyrst í þig þegar ég náði bílprófinu og þú varst svo stoltur. Þú varst alltaf til í að gera allt fyrir alla, skutlaðir mér hvert sem ég vildi komast, og ég náði svo að launa þér þann greiða bæði þegar þú varst að fara eitthvað sjálfur og síðan þegar þurfti að skutla þér á spítalann. Þú kynntir okkur Adda, og þú átt mikið í honum Ísak Loga, því ef það væri ekki fyrir þig væri þessi gullmoli ekki til. Ég mun tryggja það að hann muni alltaf eftir Magga frænda sem var skemmtilegasti maður í heimi. Eldaðir besta pasta í heimi, það var alltaf gaman að koma í mat til þín, þú varst svo laginn við að elda. Sælkeri, við fengum sko ekki afmælisgjöf frá þér nema við myndum bjóða þér upp á köku. Minning sem ég mun alltaf varðveita er, þegar þú hringdir í mig um miðja nótt til að spjalla, við töluðum saman í svolitla stund, síðan endaðir þú símtalið á því að segja mér hvað þér þætti vænt um mig. Og mér þykir svo vænt um þig og ég sakna þín svo mikið. Ég passa upp á Imbuna þína. Þín systir, Berglind Dís. Elsku litli bróðir minn, nú ertu farinn. Baráttan hefur verið mikil síðustu mánuði og það er mikil sorg í því að sjá þig fara frá okkur. Upp í hugann koma margar skemmtilegar minningar frá því að við vorum yngri og öll prakk- arastrikin ykkar Hafliða. Eitt það minnisstæðasta er lagið Hauja- lauja-sauja sem var frumsamið af ykkur bræðrunum og spilað á Mackintosh dollur við mikinn fögnuð. Einnig myndbandið sem þið bræður senduð mér til Sví- þjóðar þar sem ýmsir leik- og fréttaþættir sem og kveðjur voru teknar upp. Ekki var langt í gleði og leik þegar við vorum að alast upp hjá ykkur prökkurunum og vinahópurinn stór þar sem allir tóku alltaf þátt. Við eigum eftir að sakna þín sárt, elsku Maggi okk- ar. Þegar ég loka augunum sé ég þitt einstaka prakkaralega bros og mun ég taka þá fallegu mynd með mér hvert sem ég fer. Með ei- lífri ást, Þín stóra systir, Margrét. Elsku Maggi okkar. Það er erf- itt að þurfa að kveðja þig svona fljótt en allar skemmtilegur og yndislegu minningarnar um þig lifa og þeim verður aldrei gleymt. Það eru forréttindi að eiga þig sem frænda, þú varst alltaf svo glaður og góður við okkur tvær. Þegar við komum í heimsókn og fengum að hoppa í rúminu þínu, þegar við gistum í besta sóf- anum þínum og þegar þú eldaðir fyrir okkur besta pasta sem við höfðum smakkað. Oft þegar þú hringdir þá kynntirðu þig ekki sem Magga heldur Aðal eða Uppáhalds og það er einmitt það sem þú ert fyrir okkur aðal- og uppáhaldsfrændi okkar. Þú verð- ur alltaf efst í huga okkar og eig- um við eftir að sakna þín, elsku frændi. Heyr mína bæn mildasti blær, berðu kveðju mína’ yfir höf, syngdu honum saknaðarljóð. Vanga hans blítt vermir þú sól mjúkum vörum kysstu hans brá, ástarorð hvísla mér frá. Syngið þið fuglar, ykkar fegursta ljóð og lag, flytjið honum, í indælum óði, ástarljóð mitt. Heyr mína bæn bára við strönd, blítt þú vaggar honum við barm, þar til svefninn sígur á brá. Draumheimi í, dveljum við þá, daga langa, saman tvö ein, heyr mínar bænir og þrá (Ólafur Gaukur.) Þínar frænkur, Hjördís og Rakel. Í dag kveðjum við lífsglaðan, duglegan og skemmtilegan dreng sem ekki aðeins var góður vinnu- félagi heldur góður vinur sem féll frá allt of snemma, aðeins 33 ára að aldri. Hans verður sárt saknað. Ég man vel þegar Maggi kom til mín í atvinnuviðtal fyrir tæpum fimm árum. Mér leist vel á strák- inn því hann var áhugasamur og fullur eldmóðs. Hann var ráðinn í kjölfarið á varahlutaborð aðal- verslunar Bílanausts á Bílds- höfða. Maggi var snöggur að ná tökum á starfinu. Hann var mjög vel liðinn af samstarfsfélögum sín- um, alltaf að og duglegur að finna sér verkefni. Það reyndist síðan rauði þráðurinn í hans starfi allan þann tíma sem hann vann hjá Bíl- anausti og síðar N1. Maggi var gríðarlega fljótur að læra, meðal annars að aðlagast nýjum tölvukerfum sem við tók- um upp og varð vel að sér í þeim á mettíma. Slíkur var áhuginn að hann vann mikið að eigin frum- kvæði og ekki endilega í skil- greindum vinnutíma sínum. Hjálpsemi Magga kom líka snemma í ljós í starfi og var hann duglegur við að leiðbeina sam- starfsfólki sínu á þeim sviðum sem hann var sterkur á. Enn í dag njótum við góðs af leiðbeiningum og hjálparforritum sem hann útbjó og auðvelda okkur vinnuna. Eftir rúm tvö ár í starfi tók hann við sem einn af verslunar- stjórum aðalverslunar N1 á Bílds- höfða og ekki minnkaði áhugi hans við það. Þar stóð Maggi und- ir væntingum og gott betur. Hann vildi alltaf gera betur ef honum fannst eitthvað ekki virka nógu vel, jafnvel þótt það sneri ekki að honum sjálfum. Hann hringdi oft í mig eða heimsótti á skrifstofuna og þá byrjaði samtalið iðulega á sama veg: „Ég veit að þetta kem- ur mér ekki við en ég ætla samt að segja hvað mér finnst.“ Í stað þess að benda bara á vandamálið og láta þar við sitja kom hann iðulega með tillögu að lausn því hann leit alltaf á vandamál sem verkefni til að leysa. Maggi var vinsæll meðal við- skiptavina og vinnufélaga og eign- aðist marga góða vini hjá Bíl- anausti og N1. Helsta ástæða þess var sennilega sú að hann var mik- ill félagi, alltaf hress og skemmti- Magnús Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.