Morgunblaðið - 24.03.2011, Page 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2011
✝ Magnús ÞórHelgason fædd-
ist í Reykjavík 15.
ágúst 1918. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Suð-
urnesja 17. mars
2011.
Móðir hans var
Sólborg Jensdóttir,
fædd í Arnardal
við Ísafjarðardjúp.
Sex mánaða gam-
all var hann gefinn hjónunum
Helga Kristjánssyni járnsmið, f.
10. júlí 1890, d. 1. ágúst 1972,
ættuðum af Snæfellsnesi, og
Jórunni Einarsdóttur, f. 3. jan-
úar 1891, d. 12. nóvember
1966, hún var Árnesingur að
ætt. Bræður Magnúsar voru
Einar, f. 1920, d. 1935, og
Kristján, f. 1927, d. 1947.
Magnús fluttist þrettán ára
gamall með foreldrum sínum
til Suðurnesja og bjó á Hrúð-
urnesi í Leiru til 18 ára aldurs
en þá fluttist hann til Keflavík-
ur þar sem hann bjó alla tíð
síðan.
Magnús giftist Kristínu Stef-
þeirra eru Borgþór, kvæntur
Björk Baldvinsdóttur, þau eiga
tvær dætur. Inga Rún og Grét-
ar Atli. 3) Óskírður Magnússon,
f. 25. desember 1948, d. 26.
desember 1948. 4) Guðríður,
tanntæknir og ökukennari, f.
17. apríl 1950, gift Magnúsi
Pétri Karlssyni, f. 29. nóv-
ember 1947. Þau búa í Kefla-
vík. Synir þeirra eru Karl
Daníel og Magnús Þór. Áður
átti Guðríður Kristínu Stefaníu.
Stjúpsonur Guðríðar er Ágúst
Bjarki, sambýliskona hans er
Sigurveig Stefánsdóttir, þau
saman eiga fjögur börn.
Magnús byrjaði ungur að
vinna, í fyrstu var hann til sjós
en árið 1942 fór hann að vinna
við vörubílaakstur, í fyrstu fyr-
ir aðra en síðar sjálfstætt. Árið
1962 réð hann sig sem verk-
stjóra hjá Keflavíkurbæ og
starfaði þar til 1978, þá hóf
Magnús störf hjá Varnarliðinu
og starfaði jafnframt sem öku-
kennari til ársins 1987, eftir
það starfaði hann eingöngu
sem ökukennari þangað til
hann hætti störfum árið 1992.
Magnús var mikil félagsvera og
tók þátt í starfi eldri borgara
fram á síðasta dag.
Útför Magnúsar Þórs fer
fram frá Keflavíkurkirkju í
dag, 24. mars 2011, og hefst at-
höfnin kl. 16.
aníu Magnúsdóttur
2. október 1943.
Foreldrar hennar
voru Margrét
Níelsdóttir, f. 24.
febrúar 1885, d.
27. júní 1968, og
Magnús Friðjón
Björnsson, f. 23.
ágúst 1885, d. 21.
júlí 1953. Börn
Magnúsar og
Kristínar eru: 1)
Einar tannlæknir, f. 9. maí
1943, kvæntur Ingibjörgu
Bjarnadóttur, f. 8. nóvember
1941. Þau búa í Keflavík. Synir
þeirra eru Magnús Þór, kvænt-
ur Önnu Guðnýju Kristjáns-
dóttur, þau eiga tvo syni, og
Einar Ingi. Stjúpsynir Einars
eru Bjarni Kristjánsson, kvænt-
ur Sigríði Jónsdóttur, þau sam-
an eiga fjögur börn. Hafliði
Kristjánsson kvæntur Steinunni
Sigurðardóttur, þau saman
eiga sex börn. 2) Grétar raf-
verktaki, f. 7. október 1945,
kvæntur Margréti Borgþórs-
dóttur, f. 15. nóvember 1953.
Þau búa í Garðabæ. Börn
Aðfaranótt 17. mars lagði
faðir minn í sína hinstu för. Ég
er viss um að ef hann hefði
fengið að ráða hefði hann keyrt
sjálfur á fund skapara síns í
fína bílnum sínum, nýju Hond-
unni sem hann eignaðist fyrir
tæpu ári. En menn fá ekki öllu
ráðið, samt fór hann nokkurn
veginn eins og hann vildi sjálf-
ur. Geta séð um sig sjálfur til
æviloka ekki upp á neinn kom-
inn, verið virkur, njóta þess að
lifa, geta keyrt bílinn sinn, og
sofnað svo í stólnum sínum á
síðasta degi, þannig var það að
mestu leyti.
Hann var hress og sprækur
fram á síðasta dag, teinréttur
og kvikur. Hann hafði misst
konuna sína, móður mína fyrir
tæpum sex árum, bjó einn í fal-
legu íbúðinni sinni í Horn-
bjargi, Kirkjuvegi 1 í Keflavík.
Þangað höfðu foreldrar mínir
flutt fyrir um 15 árum og þar
leið þeim vel. Hann var í nánu
sambandi við börnin sín. Ég
sem þetta rita og systir mín
höfum unnið saman á tann-
læknastofu í Keflavík, þangað
hefur pabbi komið síðastliðin 20
ár nánast daglega, eftir að hann
hætti almennri vinnu. Verið
nokkurskonar húsvörður og séð
um ýmis viðvik fyrir okkur og
annað starfsfólk stofunnar af
mikilli alhúð og samviskusemi,
hans verður sárt saknað þar.
Faðir minn var reyndar ekk-
ert unglamb fæddur 1918 og
var því tæplega 93 ára þegar
hann lést. Hann var fæddur í
Reykjavík af einstæðri móður
Sólborgu Jensdóttur sem
treysti sér ekki til að ala hann
upp sjálf, gaf hann frá sér 6
mánaða gamlan til heiðurs-
hjónanna Helga Kristjánssonar
og Jórunnar Einarsdóttur sem
þá voru barnlaus, þau bjuggu
þá í Reykjavík. Þegar faðir
minn er 13 ára flytja þau til
Leiru á Suðurnesjum og fara að
búa á bænum Hrúðurnesi. Þá
höfðu þau Helgi og Jórunn eign-
ast drengina Einar og Kristján,
Einar deyr í Leiru af slysförum
15 ára gamall 1935. Árið 1947
deyr síðan Kristján vegna veik-
inda, eftir stendur pabbi einn
með kjörforeldrum sínum. Hann
naut ekki langrar skólagöngu
var í skóla frá 10-13 ára aldurs,
þá fer hann að vinna, fyrst í
fiskvinnslu og síðan til sjós.
1938 fer hann að vinna við bif-
reiðaakstur sem verður meira og
minna hans starfsvettvangur og
áhugamennska það sem eftir er
ævinnar. Hann verður vörubíl-
stjóri árum saman á eigin bíl,
verkstjóri hjá Keflavíkurbæ í
nokkur ár síðan ökukennari til
loka starfsævi sinnar. Hann
kynnist móður minni og giftst
1943. Pabbi byggði fallegt hús á
Sólvallagötu 9 í Keflavík, hann
var smekkmaður og lagði í þetta
hús mikinn metnað. Þetta hús
varð framtíðarheimili þeirra og
æskuheimili mitt. Okkur leið öll-
um vel á Sólvallagötu 9 og minn-
ingar mínar þaðan eru bjartar
og góðar, okkur skorti aldrei
neitt hvorki fé né ást og um-
hyggju og þannig var það alla
tíð allt til æviloka, alltaf gat
hann gert það sem hann langaði
til að gera. Hann var góður
traustur umhyggjusamur faðir
sem mér fannst alltaf sterkastur
allra. Við vorum alltaf nánir,
okkur varð sjaldan sundurorða.
Að leiðarlokum hugsa ég af mik-
illi hlýju til hans og sakna hans
sárt.
Ég og fjölskyldan mín kveðj-
um þig, kæri pabbi, hafðu þökk
fyrir allt og allt.
Einar Magnússon.
Elsku pabbi minn, þú endaðir
þitt líf eins og þú varst búinn að
óska þér, að fara snöggt og vera
engum háður. Þú gast búið í
þinni fallegu íbúð, keyrt bíl og
dansað fram á síðasta dag.
Pabbi minn, þú varst auðvelt
gamalmenni, ef þú varðst ein-
hvern tímann gamall. Glaður og
þakklátur fyrir allt sem var
gert fyrir þig.
Ég vil þig, pabbi, kveðja, þótt
brostin sé þín brá
og bleikt og fölt sé ennið, er
kossi’ þrýsti ég á.
Ég veit ógerla enn þá, hve mikið
ég hef misst,
en mér er ljóst, að fölt er ennið,
sem ég hefi kysst.
Þótt lát þitt góði faðir, nú leggist
þungt á mig
þá lengst af finn ég huggun við
minninguna’ um þig.
Hún stendur mér svo skýr, og
hún er svo helg og heit
og hreinni’ bæði og ástríkari’ en
nokkur maður veit.
Ég vil hér ekki ljóða neitt lof eða
hól um þig,
en lengst af þessi hugsun mun
fróa og gleðja mig.
Og lengi mun þín röddin lifa’ í
minni sál
til leiðbeiningar för minni’ um
veraldarál.
Og tár af mínum hrjóta hvörm-
um
og heit þau falla niður kinn,
því vafinn dauðans er nú örmum
hann elsku – hjartans pabbi
minn.
(Kristján Albertsson.)
Elsku pabbi, þakka þér fyrir
allar samverustundirnar okkar
sem aldrei bar skugga á.
Hvíl í friði.
Þín dóttir,
Guðríður.
Afi minn, Magnús Þór
Helgason, er lagður af stað í
sinn lengsta bíltúr, alla leið til
ömmu í himnaríki.
Ef það var eitthvað sem hann
hafði gaman af þá voru það
bílar og ferðalög. Bíltúrar jafnt
heima sem erlendis voru hans
uppáhald. Við afi vorum mjög
líkir að mörgu leyti, bílar og
bíltúrar hafa alltaf verið okkar
hjartansmál og skipti ekki alltaf
máli þó að ekki væri annar
ferðalangur en bara bíllinn með
í för. Við höfum báðir svo gam-
an af akstri. Afi var fyrirmynd
mín í sambandi við það hvernig
maður gengur um sinn bíl og
kemur fram við hann af virð-
ingu. Hann var algjör prinsipp-
maður varðandi að hafa bílinn
alltaf 100%, og ég efa að nokk-
ur maður hafi nokkurn tímann
séð bíl með númerið Ö-50 og
seinna M ÞÓR skítugan á göt-
um Keflavíkur. Afi var nú samt
ekki þessi týpa sem hafði gam-
an af því að liggja skítugur
undir bílum en hafði þeim mun
meiri ánægju af að redda öllum
hlutum, hann hafði nefnilega
þetta reddaragen í sér. Erum
við líkir að þessu leyti.
Afi var vel þekktur í bænum.
Hann starfaði lengi sem öku-
kennari og kenndi nánast heilu
árgöngunum á bíl. Síðan var
hann líka frægur fyrir tryggð
sína við Saab-bíla og átti senni-
lega Íslandsmet í því hversu oft
menn kaupa sömu tegund af bíl.
Hann keypti 16 nýja Saaba í
röð. Þeir gerast nú ekki miklu
harðari en þetta þegar kemur
að tegundahollustu þannig að
það var mér mikið „áfall“ þegar
hann ákvað að svikja lit og fara
í aðra tegund fyrir nokkrum ár-
um. Hann prófaði Subaru en
stoppaði stutt á honum og færði
sig yfir á Hondu. Hann átti
þrjár eða fjórar Hondur síðustu
árin og var alltaf að skipta um
bíl kominn á tíræðisaldurinn.
Afi var alveg ótrúlega heilsu-
hraustur maður, sem náði því
að verða hátt í 93 ára gamall og
nánast aldrei veikur. Það var
mér því mikið áfall þegar hann
var tekinn svona skyndilega frá
okkur. Eftir sitja minningar um
eitt af mínum átrúnargoðum og
þegar ég hugsa til baka þykir
mér sérstaklega vænt um að
hafa upplifað með honum þegar
við keyrðum hvor á sínum bíln-
um hringinn í kringum landið
síðasta sumar. Hann keyrði síð-
asta daginn frá Neskaupstað til
Keflavíkur í einni lotu, þá 92
ára gamall. Ég ætla að vona að
ég verði jafnflottur ökuþór og
þú afi.
Ég bið að heilsa ömmu og ég
veit að þú ert kominn aftur á
Saab, það þýðir ekkert að bjóða
ömmu á rúntinn á einhverri
Hondu.
Þitt barnabarn,
Einar Ingi Einarsson.
Elsku afi minn, nú er komið
að kveðjustund. Ég sit hér
heima og rifja upp allar góðu
stundirnar okkar saman. Það
fyrsta sem kemur upp í hugann
er hvað mér fannst það mikið
sport á yngri árum að fá að
taka rútuna til Kefló og eyða
deginum hjá ykkur ömmu. Það
var æðislegt að sitja við eldhús-
borðið og spjalla við ykkur á
meðan amma bakaði pönnsur af
sinni alkunnu snilld.
Það var ekkert smá gaman
að eiga þig sem afa, þú varst
sko algjör töffari, alltaf flottast-
ur í tauinu og fórst helst ekki í
neitt nema Hugo Boss. Bílarnir
þínir voru að sama skapi alltaf
vel til hafðir og nýbónaðir, enda
varstu algjör bíladellukall. En
Magnús Þór
Helgason
HINSTA KVEÐJA
Þú léttfættur á jörðu varst,
vinahót og gleði barst
í okkar allra hjörtu.
Nú skilið við oss hefur þú
en þökk sé þér við eigum trú
og minningarnar björtu.
Minningar um mætan mann
Sem mikla ást oss allra vann
og virðingu alla daga.
Þú studdir ávallt börnin þín
og þegar ég varð dóttir þín
þá hófst mín gleðisaga.
Gleði yfir návist þinni,
þú vaktir yfir velferð minni
og allra minna niðja.
Elsku tengdafaðir minn,
með þökk í huga og tár á
kinn,
þér velferðar vil biðja.
Á slóðum sem nú bíða þín,
þar brosmild bíður frúin þín
og faðmlag ljúft þér veitir.
Fingurkoss ég sendi þér
og þakka allt sem liðið er,
þín minning huggun veitir.
(Í. Dungal)
Margrét Borgþórsdóttir.
✝
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við
andlát okkar ástkæru systur og frænku,
ÖNNU ÞÓRKÖTLU PÁLSDÓTTUR,
Sauðárkróki.
Fyrir hönd systkina, frændsystkina og
annarra aðstandenda,
Sigurlaug Pálsdóttir.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vináttu vegna andláts og útfarar ástkærs
föður okkar, tengdaföður og afa,
HÁKONAR BJÖRNSSONAR
rafvirkjameistara,
Höfða,
Akranesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Höfða og Lionsklúbbs Akraness.
Sigursteinn Hákonarson, Sesselja Hákonardóttir,
Guðbjörg Hákonardóttir, Ásgeir H. Magnússon
og afabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug og
samúð við andlát og útför eiginmanns míns,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
JÓHANNS BJÖRNSSONAR MALMQUIST,
Skógarhlíð 29,
Akureyri.
Liesel Malmquist,
Björg J. Malmquist, Gylfi Ægisson,
Hilmar J. Malmquist, Helga Bogadóttir,
Karen J. Malmquist, Gunnar Viðar Eiríksson,
Finnur J. Malmquist, Kristjana Vigdís Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegustu þakkir færum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
JÓNS SIGURÐSSONAR
hornleikara.
Sérstakar þakkir fá vinir, sem gerðu útför
hans svo eftirminnilega með tónlist sinni.
Guðrún Ó Jónsdóttir, Gunnar Tómasson,
Sigrún I. Jónsdóttir,
Ragnheiður Gunnarsdóttir,
Sverrir G. Tómasson, Christine Tómasson,
Guðrún G.T. Rubin, Josh Rubin,
Rannveig Thoroddsen,
Solveig Thoroddsen,
Jón Thoroddsen, Fjóla Dísa Skúladóttir,
Guðmundur Thoroddsen, Arna Óttarsdóttir,
Stefán, Koby, Lóa, Jack, Zoe, Cassie,
Solveig, Dagur, Sigrún, Emil, Kári.
Unglingsárin eru mikill mót-
unartími. Maður yfirgefur
hreiðrið og heldur út í heiminn
vongóður um að allt gangi stór-
slysalaust. Við gerum stórar
áætlanir, en ráðum oft litlu um
hvað verður.
Við vorum nokkrir félagarnir
sem eyddum fríkvöldunum sam-
an í Þingholtinu. Þar höfðum við
samastað í íbúð sem pabbi Dóra
átti og synir hans höfðu til afnota
og þar kynntumst við Dóri. Hann
skar sig úr hvað framkomu varð-
aði. Það var eitthvað fornt við
hann, bæði orðfærið og hláturinn.
Dóri var satt að segja mikið fyrir
glannalegan húmor og hláturinn
hár og hömlulaus hreif mann með
sér. Sjónarhornin og viðhorfin
voru oft stórkostlega skemmtileg
og umræðan aldrei leiðinleg, en
best var þó að halda sig utan
skerja og ekki segja neitt ljótt um
Framsóknarflokkinn, því þá lok-
aðist þverrifan á Dóra. Hann var
Halldór Björnsson
✝ HalldórBjörnsson
fæddist á Ytri-
Löngumýri í
Blöndudal í Aust-
ur-Húnavatnssýslu
9. apríl 1953. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 7. mars
2011.
Útför Halldórs
fór fram frá Foss-
vogskapellu 18. mars 2011.
eðlisfróður maður og
velviljaður en alger-
lega lokaður hvað
eigið sálarlíf varðaði.
Ég veit ekkert um
uppvöxt Dóra, hann
trakteraði mann
aldrei á neinum sög-
um um þann kafla,
en á unglingsárum
brotnaði hann illa á
fæti og það háði hon-
um alla tíð síðan.
Honum seinkaði í skóla vegna
þess og leiddi það til þess að við
vorum saman í fjórða bekk í MR
og sátum þar saman aftast við
þriðja mann. Ýmislegt var skraf-
að en um miðjan vetur urðu
breytingar á Dóra og hann gerð-
ist hljóður og óræður á svip og
svo hvolfdist yfir hann erfiður
geðsjúkdómur, sem aldrei síðar
sleppti krumlu sinni af honum.
Hann var þó mismikið þjakaður
af veikindunum og átti góða kafla
inni á milli.
Við héldum síðan hvor sína leið
og sambandið varð slitrótt. Hann
hringdi þó iðulega í mig og vildi
vara mig við ýmsum hættum,
fæstum þó raunverulegum, en
samtölin voru stutt því að hann
var að tala úr tíkallasíma. Hann
bað þó alltaf fyrir kæra kveðju til
konunnar minnar og barnanna,
sem hann taldi upp.
Hver er svo vinur manns? Vin-
ur er sá, sem gott er að tala við og
hlusta á og sýnir manni kvaða-
lausan hlýhug, þannig var Dóri.
Garðar Guðmundsson.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgun-
blaðsins. Smellt á reitinn
Senda inn efni á forsíðu mbl.is
og viðeigandi efnisliður valinn.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Minningargreinar