Morgunblaðið - 26.03.2011, Side 11

Morgunblaðið - 26.03.2011, Side 11
blása ætti hárið með rúllub- ursta til þess að fá lyftingu í rótina og við fyrstu sýn virt- ist þetta leikur einn. Þegar kom að mér að prófa var raunin önnur. Mér tókst að flækja burstann í hárinu og hárreyta greyið Tinnu, sem er sem betur fer ekki hársár. Ef svo er hefur henni í það minnsta tekist að fela skelf- inguna afar vel. Erfiðast var að athafna sig með fullar hendur af græjum og tólum. Ég blés hárinu á Tinnu í allar áttir, jafnvel mínu eig- in hári, og mér tókst meira að segja að flækja eigið hár í viftunni á hár- blásaranum. Eftir herlegheitin var ég komin með verk í framhandlegg- inn vegna þyngsla blásarans og orð- in stíf í öxlum eftir ankannalega lík- amsstöðu. Mér tókst í fyrsta sinn á minni lífsfæddri ævi að gera fasta fléttu, en sökum fagurfræðilegra sjónarmiða ákváðum við að losa um fléttuna og krulla hárið þess í stað með sléttujárni. Útkoman varð hreint út sagt glæsileg og Tinna gekk út með bros á vör og vor í hjarta. Að lokum fékk ég að setjast í stólinn og skarta nú æðisgengnum krullum á la Andrea. í fegrun DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2011 Aragrúa af kennslumynd- böndum í hárgreiðslu er að finna á YouTube. Hér á eftir fylgja nokkur stikkorð sem gagnast gætu við leit að slíkum myndböndum.  Blow dry (Blástur) Round brush Straight Volume  Curls (Krullur) Flat Iron No Heat  Braids (Fléttur) French Fishtail Scarf Heart Shaped Updo Blástur, krullur, fléttur SJÁLFSKENNSLA til þess að sjá myndskeiðið þar sem Rebekka Líf fer á kostum í hárgreiðslu- störfum. Skannaðu kóðann Ég blés hárinu á Tinnu í allar áttir, jafnvel mínu eigin hári, og mér tókst meira að segja að flækja eigið hár í viftunni á hárblás- aranum. Nú er lag að líta inn á sýninguna Heilsa & hamingja sem verður í Smáralind um helgina. Á sýningunni munu sérfræðingar um líkamlega og andlega heilsu gefa almenningi góð ráð. Þar verða meðal annarra sál- fræðingar, ráðgjafar á sviði sjón- og heyrnlækninga, skódoktor, ráðgjafar um reykleysi, næringu, hreyfingu og slökun, ýmis félagasamtök, einka- þjálfarar, framleiðendur íslenskra líf- rænna matvara, hugvitsmenn og selj- endur ýmiss konar heilsuvarnings. Eymundur Magnússon frá fyrirtæk- inu Móður jörð ætlar m.a. að kynna til leiks nýja korntegund á sýningunni, lífrænt ræktað heilhveiti. Eymundur var einn af þeim fyrstu sem hófu líf- ræna ræktun á Íslandi og hann er brautryðjandi í kornrækt. Endilega … … kíkið á Heilsu og hamingju Ljósmynd/Páll Stefánsson Hollusta Hér reiðir Eymundur fram girnilegar kræsingar á góðum degi. blástur í íslenska fossa, meðal annars þá sem urðu á vegi hans meðfram Skógá í klakaböndum þegar hann gekk upp á Fimm- vörðuháls í vetur til að skoða gos- stöðvarnar í Eyjafjallajökli. Siggi Anton er mikill útivistarmaður og lætur ekki hjá líða að nefna foss þann sem margir kalla konung ís- lenskra fossa, Dynjanda við Arnar- fjörð, en fossinn sá var honum of- arlega í huga þegar hann hannaði nýja spegilinn Fall. „Vestfirðir eru á topp tíu listan- um í ár hjá Lonely Planet og Gull- foss einn af tíu flottustu foss- unum samkvæmt erlendum fjölmiðlum. Fall kemur því á hár- réttum tíma,“ segir Siggi Anton en á vefsíðunni hans segir að einfald- leiki línu og forms einkenni hönn- un hans. Hann segir hönnun mjög mikil- væga í tilfinningalegri tilvist hvers einstaklings, og eigi að þjóna þeim tilgangi að lyfta huga fólks.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.