Ný saga - 01.01.1996, Blaðsíða 13
Fangarnir á Mön
aðar 1940, þegar 25 Þjóðverjar voru hand-
teknir og fluttir með herskipum til Bret-
lands.5" Þýskar konur - þeirra á meðal íslensk-
ar konur sem giftar voru þýskum mönnum -
voru þó látnar í friði, „af mannúðarástæð-
um.“5' Við handtökurnar létu Bretar í veðri
vaka, að hér væri aðeins um yfirheyrslur að
ræða og yrði mönnunum líkast til sleppt sam-
dægurs.52 Pað reyndist markleysa því þegar yfir-
heyrslunum lauk voru þeir settir í gæslu á
gamla stúdentagarðinum og voru þar fram
yfir miðjan júlí. Carl Billich píanóleikari, einn
þessara manna, sagði svo frá:
Bretarnir fóru ákaflega vel með okkur.
Þeir voru aðeins að framfylgja nýjum lög-
um þess efnis, að allir þýskumælandi menn
í herteknum löndum skyldu handteknir og
hafðir í gæslu í öryggisskyni meðan á styrj-
öldinni stæði. Eftir á er þetta skiljanlegt, en
ákaflega erfitt að sætta sig við það meðan á
því stóð.53
Þau nýju lög sem Carl Billich talaði um, voru
aðeins nýleg viðbótarákvæði, frá 25. júní
1940, við grein 12 (5a) í Aliens Orcler-lögun-
um frá 1920.5J Hin nýju ákvæði voru á þá leið,
að allir óvinveittir útlendingar (enemy aliens,
þ.e. Þjóðverjar, Austurríkismenn, Sovét-
menn, Ungverjar og ítalir) skyldu handtekn-
ir. Undanskilja ætti þó börn, gamalmenni yfir
sjötugu, sjúklinga, útlendinga sem leystir
höfðu verið úr haldi frá 15. maí 1940 og þá
sem gegndu mikilvægum og gagnlegum störf-
um. En þar sem gæslubúðir voru af skornum
skammti gaf breska ríkisstjórnin út þá fyrir-
skipun, að forgangsraða skyldi handtökunum.
í fyrstu yrðu þeir útlendingar handteknir sem
Mynd 6.
Óhappaskipið
Arandora Star.
Mynd 7.
Aðbúnaðurinn í
Arandora Star var
fyrsta flokks.
11