Ný saga - 01.01.1996, Side 26

Ný saga - 01.01.1996, Side 26
Snorri G. Bergsson Svo vildi til, að Bjarni var bæði utanríkis- og dómsmáiaráð- herra og hafði því tögi og hagldir í málum Þjóðverjanna Stefna Bjarna var sú, að Þjóðverjar þessir yrðu að afla sér heimkomuleyfa til Þýskalands, enda vildi hann tæplega koma af stað deilum við Bandaríkja- menn bert Obenhaupt kaupmaður orðaði það.134 Hann bætti við: Eins og hið háa Stjórnarráð getur skilið óska jeg sem fyrst að mega fara hjeðan, enda ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu sérstaklega þar eð jeg hvorki er kyrrsettur nje herskyldaður heldur privat-maður og auk þess íslenskur borgari nú um mörg ár [borgarabréf hans var útgefið 1908]. En með því að stríðinu er lokið ætti að vera ástæðulaust að hefta ferðir mínar eða verzlun mína sem að orsakalausu var heft 1916.135 Ríkisstjórn íslands féllst á röksemdir Oben- haupts og bauð Birni Sigurðssyni, verslunar- fulltrúa í London, að leita eftir stefnu Breta í slíkum málum. Breska utanríkisráðuneytið féllst síðan fúslega á að leyfa brottför Oben- haupts og annarra Þjóðverja frá Islandi.136 En nú hafði dæmið snúist við. Þjóðverjar vildu komast frá Þýskalandi til íslands en fengu ekki tilskilin leyfi, fyrst frá íslendingum og síðan Bretum. Á sama tíma og hernámsyfirvöld í Þýska- landi neituðu föngunum fyrrverandi um brottfararleyfi, var þeim flestum veitt dvalar- leyfi á íslandi. Hinn 4. febrúar 1947 lét „ný- sköpunarstjórnin" af störfum og „Stefanía“, samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks, tók við. Þótt hið nýja ráðuneyti væri undir stjórn Stefáns Jó- hanns Stefánssonar, sem verið hafði á svip- aðri skoðun og Finnur í þessu máli, voru eink- um ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson og Jóhann Þ. Jósefsson, á önd- verðum meiði við Alþýðuflokksmenn. Svo vildi til, að Bjarni var bæði utanríkis- og dómsmálaráðherra og hafði því tögl og hagld- ir í málum Þjóðverjanna. Tók hann fljótlega þá ákvörðun að veita flestum þeirra landvist- arleyfi á íslandi, þó með þeim skilyrðum, að dómsmálaráðuneytið eða sendiráð íslands er- lendis, samþykktu leyfin í hverju einstöku til- felli.137 Stefna Bjarna var sú, að Þjóðverjar þessir yrðu að afla sér heimkomuleyfa til Þýskalands, enda vildi hann tæplega koma af stað deilum við Bandaríkjamenn. í stuttu máli voru skilaboð Bjarna þessi: Þið fremjið lögbrot með því að sigla ólöglega til íslands, en ef hernámsyfirvöld í Þýskalandi gera enga athugasemd við flótta ykkar, geri ég það ekki heldur.'3# En nú hafði málið tafist umfram það sem eðlilegt mátti teljast. Hernámsstjórnin í Þýskalandi hafði enn ekki veitt tilskilin leyfi fyrir Þjóðverja, sem dvalarleyfi höfðu fengið á íslandi. Virðast umræddir menn hafa verið að missa þolinmæðina og 31. maí skrifaði Árni Siemsen, ræðismaður íslands í Lubeck og fulltrúi Rauða kross íslands í Þýskalandi, sendiráðinu í Kaupmannahöfn og tilkynnti að Walter Kratsch hefði strokið til fslands með þýsku fiskiskipi.139 Mál Kratsch var ekki hið eina sinnar tegundar og virðast umræddir Þjóðverjar hafa myndað með sér ólöglega „ferðaskrifstofu", sem við nefnum hér „svörtu klíkuna“.140 „Svarta klíkan“ í júní 1947 skrifaði Árni Siemsen aftur frá Lubeck um mál Þjóðverja þeirra sem hér um ræðir, og kom þar fram að fólk það, er óskar að fara heim og hefur nú þegar fengið eða fær dvalarleyfi, er ein „klíka“. Tekst nú hinum eða þessurn að komast hjá því að þurfa að leggja fram brottfarar- og endurkomuleyfið, þá fréttist þetta um hæl hingað, og þá reyna að minnsta kosti þeir, er leyfið af einum eða öðrum ástæðum ekki hafa fengið, að komast „svart“ - eins og það er hér kallað - heim og það mundi í flestum tilfellum verða með togurum og um ferðir þeirra fréttist sem fyrst, er þeir eru komnir til íslands. Þeir skrifa svo hingað og segja hinum að allt hafi gengið vel og gefa hinum ráð, hvernig að þeir eigi að fara að. Þeir leggja svo sömu leið af stað og alt eftirlit með þeim tapast. Ég býst við, að fæstir þeirra, er dvalarleyfi hafa fengið, fái brottfarar- og endurkomu- leyfi og þannig er eigi erfitt að sjá, hvert stefnir.141 Þrátt fyrir að Árni Siemsen hafi einfaldað málið fyrir umrædda menn, var hér um mikið átak að ræða. Mennirnir voru oft handteknir um borð í togurunum og þeir sem náðu heim til íslands komu hingað slyppir og snauðir.142 í árslok 1947 hafði um helmingur Þjóðverj- anna komist til landsins - flestir ólöglega. Á 24
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.