Ný saga - 01.01.1996, Page 35

Ný saga - 01.01.1996, Page 35
Guðs lög í verkum Snorra Sturlusonar þykkt mjög mikilvæg nýmæli þegar „frænd- semi er færð í lögum“ til samræmis við sam- þykkt sem gerð var aðeins tveimur árum fyrr á kirkjuþinginu í Lateran 1215. Þetta þýddi að fjórmenningar og þaðan af óskyldari máttu eigast en áður höfðu mörkin verið við sjötta lið. Töluverður skyldleiki var milli helstu höfðingjaætta því giftingar voru aðferð þeirra til að mynda bandalög og koma á friði milli ætta sem áður höfðu tekist á. Því var þetta mikilvæg breyting enda er hennar getið í ann- álum og í Grágás þar sem hún er kennd við Magnús biskup Gissurarson." Hugsanlega hefur Magnúsi verið falið að koma þessum breytingum á þegar hann sigldi heim eftir vígsluför sfna 1216.'2 Sem dæmi um gildi hennar fyrir fslenska höfðingja, þá hefði brúðkaup Sturlu Sighvatssonar og Sólveigar Sæmundardóttur 1223 ekki getað orðið nema með sérstöku biskupsleyfi fyrr en eftir 1217 og þá aðeins gegn greiðslu tíundar hinnar meiri, þ.e. tíundarhluta allra eigna viðkom- andi. Ástæðan er sú að þau voru sexmenning- ar að frændsemi. Sama má segja um þann ráða- hag sem Snorri ætlaði Jóni murta syni sínum en það var Helga systir Sólveigar. Raunar er líka vafasamt hvort Snorri hefði mátt gera helmingafélag sitt við Hallveigu Ormsdóttur þar sem þau voru skyld í fimmta og sjötta lið.'3 Það var hlutverk Snorra sem lögsögu- manns að lýsa þessum nýmælum á þingi og því hlaut hann að hafa einhverja vitneskju um kirkjurétt, ef til vill meiri en oft hefur verið talið. Nú verður greint frá nokkrum athugun- um á mögulegum áhrifum kanónísks réttar á 13. öld á tvö verk sem hafa verið eignuð Snorra, með mismikilli vissu þó. Það eru Ólafs saga helga í Heimskringlu og Egils saga Skal/a-Grímssonar.'4 Guðs lög í Heimskringlu Fyrsta dæmið er frásögn Ólafs sögu af vígi Sel-Þóris en Ásbjörn nokkur heggur af hon- um höfuðið þar sem hann situr við fótskör konungs. Höfuðið fellur á borðið en búkurinn á fætur konungi. Ásbjörn er handtekinn og konungur hyggst láta taka hann af lífi, en meðal þess sem liann finnur að hátterni hans er að hann rýfur páskafriðinn.15 Vert er að gefa gaum að hugtakinu páskafriður í tengsl- um við guðs lög því Snorri tekur sérstaklega fram að þessi atburður gerist á fimmta degi páska. Samkvæmt Grágás varir páskahelgin til fjórða dags páska en þar er hvergi minnst á páskafrið.16 Aftur á móti er hugtak þetta vel þekkt í kanónískum rétti þegar Ólafs saga er samin. Um alllangt skeið hafði kirkjan lagt sig fram um að stuðla að friði, m.a. með því að banna mönnum að berjast ákveðna daga árs- ins og var það kallað „treuga dei“ eða „Guðs friður“. Alla 12. öldina eru ákvæði samþykkt á kirkjuþingum sem segja til um frið frá mið- vikudagskvöldi til mánudagsmorguns, alla jólaföstuna til áttunda dags eftir þrettándann og frá síðasta sunnudegi fyrir föstuinngang til áttunda dags páska. Innocentíus III ítrekar þetta á þriðja kirkjuþinginu í Lateran 1179 og er sú samþykkt tekin upp í Liber extra, sem gekk í gildi 1234.17 Ekkert þessu líkt kemur fyrir í norrænum lögum fyrr en í Landslögum Magnúsar laga- bætis sem ekki voru sett fyrr en hálfri öld eft- Snorri Sturluson í túlkun Christian Krohgs. Þetta er reyndar sjálfsmynd listamannsins. 33
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.