Ný saga - 01.01.1996, Síða 68

Ný saga - 01.01.1996, Síða 68
Mynd 1. Sigurður Eiriksson Davíð Logi Sigurðsson Umbinn í borginni Verkefni sem aðfluttur Reykvíkingur þurfti að sinna í borginni i. austið 1948 kom til Reykjavíkur í fyrsta skipti ungur Austfirðingur, Sigurður Eiríksson (1930-93), til að stunda nám við Samvinnuskólann sem þá var staðsettur í höfuðborginni og stjórnað af hin- um aðsópsmikla Jónasi Jónssyni frá Hriflu.' Eftirstríðsárin voru umbrotatímar eins og raunar stríðsárin sjálf og mönnum mátti vera ljóst að íslenskt samfélag var að ganga í gegn- um umfangsmikið breytingaskeið. Reykjavík stækkaði ört enda streymdu hópar fólks til borgarinnar úr dreifbýlinu þar sem lítið var um atvinnu og framtíðin ekki björt. Sigurður Eiríksson var síður en svo undantekning frá reglunni því um götur Reykjavíkur skunduðu nú óteljandi ungmenni sem ákveðið höfðu að flytjast á brott frá æskustöðvunum. Fullyrða má að flest þeirra áttu eftir að ílengjast í höf- uðstaðnum. Styijaldarárin höfðu fært íslendingum vel- megun og á með- an stjórnvöld fjárfestu í ný- sköpunartogur- um keypti al- menningur sér ýmiss konar iðn- aðarvöru eins og bfla og heimilis- tæki, eða sjald- gæfar matvörur; á tveggja ára tímabili, 1944^46 tvöfaldaðist til að mynda inn- flutningur á ávöxtum. íslendingar lifðu hins vegar um efni fram og vorið 1947 varð ljóst að gengið hafði verið of nærri gjaldeyrisforðan- um sem safnast hafði fyrir á stríðsárunum og gjaldeyriskreppa blasti við. Voru þá settar hömlur á allan innflutning og jafnframt tekin aftur upp sú vöruskömmtun sem einkennt hafði stríðsárin. í þetta skipti var skömmtunin bæði víðtækari og naumari. Allur „munaðar- varningur“ var háður innflutningsleyfum og gjöldum og fyrirskipuð var skömmtun á vör- um eins og kaffi, skófatnaði, bensíni, korn- vörum, hreinlætisvörum, fatnaði, búsáhöld- um og ýmsu fleiru.2 Þetta voru slæm tíðindi fyrir húsmæður í Reykjavík sem sárvantaði allar vörur til heimilisins og þurftu þær oft að hafa allar klær úti til að halda heimilisrekstrinum gang- andi. Stundum barst orðrómur um borgina þess efnis að von væri á sendingu af ákveðn- um vörum, til dæmis leirtaui eða skófatnaði, og mynduðust þá langar biðraðir við þá búð sem hafði vöruna á boðstólum.3 Vöruúrvalið var heldur bágborið og sjaldnast til nóg handa öllum. Það var þessi veruleiki sem blasti við hin- um unga Sigurði þegar hann kom til Reykja- víkur haustið 1948. Með sanni má segja að það sé erfitt fyrir hvern þann sem alist hefur upp í neyslusamfélagi nútímans að setja sig í spor Sigurðar og kynslóðar hans sem þurfti að sætta sig við að jafnvel þótt til væru pen- ingar fyrir vörunni þá var eins víst að varan sjálf væri ófáanleg. Hitt er svo annað mál að fyrir Sigurð var þetta engin ný lífsreynsla. Hann hafði fram að þessu búið á landsbyggð- inni þar sem ástandið var líklega sýnu verra. 66
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.