Ný saga - 01.01.1996, Side 79

Ný saga - 01.01.1996, Side 79
Landsbyggðin og sagnfræðin eða visað á aðra í byggðarlaginu sem gætu veitt dýrmætar upplýsingar. Sveitarstjórnirn- ar brugðust afar vel við þessari málaleitan og unnu þessir ráðgjafar eða tengslamenn gott starf þó vissulega reyndi mismikið á þá. Þegar heimildasöfnun var komin vel á veg varð ljóst að iðnaðarstarfsemi á Austurlandi hafði verið ótrúlega tjölbreytt og rniklu um- fangsmeiri en menn höfðu gert sér grein fyrir. Þættir eins og efnaiðnaður, skinnaiðnaður og ljósmyndun reyndust t.d. einkar forvitnilegir auk þess sem erlend áhrif settu spor sín á iðn- aðarstarfsemi eystra í ríkari mæli en í öðrum landshlutum á síðari hluta síðustu aldar og á fyrstu áralugum þessarar. Þegar upp var staðið var horfst í augu við þá staðreynd að iðnsaga Austurlands myndi aldrei rúmast í einni bók, heldur yrðu þær a.m.k. að vera tvær. Árið 1989 kom út fyrri hluti iðnsögu Austurlands og ber sú bók heit- ið Frá eldsmíði til eleksírs. Síðari hlutinn, Frá skipasmíði til skógerðar, kom síðan fyrir augu lesenda árið 1995. Og þrátt fyrir að þessar tvær bækur sem samtals eru yfir 800 blaðsíð- ur hafi séð dagsins ljós fer því fjarri að öllum þáttum austfirsks iðnaðar hafi verið gerð skil. Má í því sambandi nefna að enn eru óunnir kaflar um viðamiklar iðngreinar í fjórðungn- um eins og rafiðnir, netagerð, tréiðnir og fata- gerð svo nokkrar séu nefndar. Það er því nægilegt efni í þriðja bindi austfirskrar iðn- sögu þó engin ákvörðun hafi verið tekin um að gefa það út. Vinnan við iðnsögu Austurlands sýnir tvennt svart á hvítu sem svo sannarlega er vert að hafa í huga: Brýnt er að rita iðnsögu allra landshluta. Með þvi fengjust fyllri og nákvæmari upp- lýsingar um iðnþróun á landinu öllu. Iðn- saga landshlulanna myndi varpa ljósi á staðbundin einkenni rétt eins og iðnsaga Austurlands greindi frá ýmsum sér-aust- firskum einkcnnum iðnþróunar þar. Afar mikilvœgt er að söguritari sé búsettur á því svæði sem rit hans á að fjalla um. Vart hefði verið hugsanlegt fyrir mann búsettan á höfuðborgarsvæðinu að rita iðnsögu Austurlands með þeim hætti sem gert var. Söguritara var nauðsynlegt að þekkja vel til í fjórðungnum og eiga grciða leið að heimildarmönnum án mikils tilkostnaðar. Við efnisöflun beggja binda iðnsögu Aust- urlands var m.a. byggt á upplýsingum frá 264 heimildamönnum úr öllum Austfirð- ingafjórðungi. Það dæmi sem hér hefur verið rakið varpar vonandi ljósi á að í mörgum tilvikum skiptir búseta fræðimanna máli og þá ekki síst þeirra sem sinna sagnfræðirannsóknum og öðrum rannsóknum á eðli og þróun samfélagsins. Mikilvægur þáttur til að tryggja að sagnfræði- rannsóknum á landsbyggðinni sé sinnt og landsbyggðinni gerð viðhlítandi skil í sagn- fræðilegum yfirlitsritum er án efa sá að stuðla að dreifðri búsetu sagnfræðinga og sambæri- legra fræðimanna. Þetta á einkum við um rannsóknir á sögu þessarar aldar og þeirrar síðustu. Því miður er það staðreynd að margt há- Mynd 2. Á Austurlandi var efnaiðnaður ótrúlega fjölbreyttur um og uppúr síðustu aidamótum. Á myndinni er fiaska af Kinatífseieksír en það kynjalyf var einmitt framleitt á Seyðisfirði á árunum 1907-15 77
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.