Ný saga - 01.01.1996, Page 81

Ný saga - 01.01.1996, Page 81
Helgi M. Sigurðsson Minjar og ferðamennska Þjóðararfur á sölutorgi? Myndavélar skutu á skrítinn heim: skyr í krukku, ryð og gamla hurð. Holum tóttum horfðu á móti þeim hauskúpur af þjóð sem ei var spurð. Þórarinn Eldjárn 1 tr MSAR LEIÐIR ERU FÆRAR til að komast í snertingu við söguna. Lengst af hafa menn nálgast hana með bóklestri. Síðan hafa myndmiðlar af ýmsu tagi bæst við. En einnig hafa aukist möguleikar á milliliða- lausum tengslum, þ.e. á söl'num og minja- stöðum. Fram á miðja þessa öld var aðeins eitl minjasafn lil á íslandi og við það starfaði einn safnvörður. Nú eru þau nálægt 60 talsins með tilheyrandi ljölgun starfsmanna og dreifð um allt land. A síðustu áratugum hefur ný undirstöðuat- vinnugrein vaxið hratt úr grasi hérlendis, ferðamannaþjónustan. Fyrir hálfri öld hafði hún lítið vægi sem efnahagsleg stærð. Árið 1995 komu hins vegar um 190.000 útlending- artil landsins og voru gjaldeyristekjur af þeim 18,7 milljarðar króna. Ferðalög fslendinga sjálfra um Iandið eru einnig mun tíðari en áður.2 Óspillt náttúra íslands og sérstæð náttúru- undur hafa haft mest aðdráttarafl í ferðaþjón- ustunni og mun svo sjálfsagt verða um langa framtíð. En þeir ferðamenn eru fáir sem ekki hafa einnig áhuga á fólkinu í landinu, þar á meðal sögu þess. Og flest bendir til að vakn- ing hafi orðið í þeim efnum bæði hérlendis og erlendis. Má merkja það meðal annars á um- talsverðri fjölgun gesta á minjasöfnum á þess- um áratug. Þetta hefur ferðamálayfirvöldum orðið ljóst og vilja þau hagnýta sér það. Hvað minjavörsluna varðar er þetta ánægjuleg þró- un. Henni ætti aðeins að vera styrkur að auk- inni kynningu á sögulegum verðmætum. Ágangur á minjastöðum er ekki eins mikið áhyggjuefni og títt er um náttúruperlur, a.m.k. ekki að svo stöddu. Hins vegar ættu auknar tekjur af ferðamönnum að vera vel þegnar, þótt gæta verði þess eins og endranær að óvönduð sölumennska ráði ekki ferðinni. Grein þessi er yfirlit um tengsl minja og ferðamennsku. Fyrst verður fjallað um stöðu minjavörslunnar á íslandi almennt, Þjóð- minjasafns, smærri safna, minja- og sögu- staða. Að því búnu verður vikið að þeim þátt- um í starfi minjasafnanna sem snúa beint að ferðamönnum og öðrum gestum, þ.e. sýn- ingahaldi, viðburðum, almennri þjónustu og markaðssetningu. Að lokum eru rifjuð upp ýmis nýmæli í sýningahaldi sem fram hafa komið á síðustu árum. Gróskan er mikil og víðast eru áhugaverðir hlutir að gerast. í greininni hefði mátt fjalla sérstaklega um ýmsar spurningar, eins og til að mynda ein- kenni minjasafna sem miðla og um áreiðan- leika þeirra, hvort þau gefa sanna mynd af fortíðinni. En það bíður betri tíma. íslensk minjasöfn og sögustaðir „Menn vilja vita hvaðan þeir komu og taka til sín andlega næringu frá forfeðrum sínum og hrökkva við er slíta á þau bönd.“3 Svo komst Bragi Ásgeirsson myndlistarmaður eitt sinn að orði í umsögn um minjasýningu. Margir munu vera honum sammála því að til að mynda hafa aldrei verið jafn margir áhuga- menn um minjavörslu á íslandi eins og nú, Hins vegar ættu auknar tekjur af ferða- mönnum að vera vel þegnar, þótt gæta verði þess eins og endranær að óvönduð sölu- mennska ráði ekki ferðinni 79
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.