Morgunblaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2011 Ef þú notar MasterCard kort frá Kreditkorti gætirðu tryggt barninu þínu ógleymanlega upplifun. Nafn eins barns á aldrinum 7–9 ára verður dregið út og fer ásamt fylgdarmanni á UEFA Champions League úrslitaleikinn á Wembley 2011 og fær að leiða leikmenn inn á völlinn í boði MasterCard, aðalstyrktaraðila UEFA Champions League. Til að taka þátt þarf að nota MasterCard kortið a.m.k. 10 sinnum frá 14. apríl–15. maí 2011. UPPLIFUN SEM ALDREI GLEYMIST Barnið þitt gæti fengið að leiða leikmann inn á völlinn í UEFA Champions League úrslitaleiknum á Wembley 28. maí 2011 í London Dregið vikulega um skemmtilega aukavinninga Skráðu þig til leiks á www.kreditkort.is Í tilefni af því að í haust eru 50 ár frá því að Öldutúnsskóli var stofn- aður verður opið hús í skólanum í dag, fimmtudag, frá klukkan 9:00 til 13:00. Nemendur verða með dagskrá á sal; söng og leiklist. Sýningar verða í kennslustofum og gamlar myndir úr skólastarfinu settar fram til að skoða. Verða gestir m.a. beðnir um að bera kennsl á þá sem eru á myndunum. Sett verður upp sýning á gömlum munum, verkefnum nemenda sem eru löngu útskrifaðir, gömlum kennslubókum og kennslutækjum. Nemendur verða t.d. við störf í list- greinastofunum frá klukkan 8:30 til 10:00 og geta þá gestir og gangandi séð hvernig kennslustundir fara fram þar. Skólasafnið verður opið og nemendur einnig að störfum þar. Dagskrá má finna á heimasíðu skólans www.oldutunsskoli.is. Öldutúns- skóli í fimmtíu ár  Opið hús í skól- anum í dag frá kl. 9-13 Morgunblaðið/Sverrir Öldutún Stemning á skólalóðinni. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Félagið Faxatorg ehf. hefur lagt inn umsókn hjá byggingar- og skipu- lagsnefnd sveitarfélagsins Skaga- fjarðar um lóð fyrir 60 herbergja heilsárshótel á Sauðárkróki. Var um- sóknin tekin fyrir í nefndinni í gær og samþykkt að setja í gang deili- skipulagsvinnu á svæðinu með hug- myndir Faxatorgs að leiðarljósi. Svæðið sem um ræðir er á milli Sundlaugar Sauðárkróks og Safna- húss Skagfirðinga, þar sem nú er tjaldstæði á vegum sveitarfélagsins. Að félaginu standa heimamenn í samstarfi við Fosshótel, en sú keðja starfrækti lengi vel sumarhótel í heimavist Fjölbrautaskólans, eða til ársins 2008. Auk þess að hafa látið hanna hótelbyggingu hefur félagið einnig skoðað þann möguleika að tengja bygginguna síðar við starf- semi eins og menningarhús. Á hót- elinu yrði einnig líkamsræktarstöð. Binda aðstandendur Faxatorgs von- ir við að geta hafið jarðvinnu í haust, byggingarframkvæmdir vorið 2012 og hótelið verði opnað sumarið 2013. Málið á frumstigi Stjórnarformaður Faxatorgs er Sigurpáll Þ. Aðalsteinsson, sem stundar veitingahúsarekstur á Sauð- árkróki. Hann segir málið vera á frumstigi og unnið sé að því að fá fleiri áhugasama fjárfesta að verk- efninu. Brýn þörf sé á auknu gisti- rými á svæðinu allt árið um kring, ekki bara í Skagafirði heldur á Norð- urlandi vestra. Davíð Torfi Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Fosshótela, segir hótelkeðjuna koma að málinu sem rekstraraðili hótelsins en jafnframt þátttakandi í hlutafélagi um bygg- ingu þess. Áætlaður kostnaður við byggingu 60 herbergja hótels er um 600-700 milljónir króna, að sögn Davíðs, en endanlegur kostnaður við verkefnið í heild liggur ekki fyrir. Áforma nýtt hótel á Króknum Ljósmynd/Óli Arnar Sauðárkrókur Hótelið kæmi undir Nafirnar, norðan sundlaugar.  Samþykkt að setja umsókn um lóð fyrir 60 herbergja hótel í deiliskipulagsvinnu Skeifudagur Grana verður haldinn á Mið- fossum í Borg- arfirði næstkom- andi laugardag og hefst dag- skráin klukkan 13. Morgunblaðs- skeifan verður af- hent þeim nem- anda Landbún- aðarháskóla Íslands á Hvanneyri sem stendur sig best í reiðmennsku- og frum- tamninganámi vetrarins. Grani er hestamannafélag nem- enda við Landbúnaðarháskóla Ís- lands og sýna nemendur afrakstur vetrarins í reiðmennsku og frum- tamningum. Keppt verður um Gunn- arsbikarinn og Reynisbikarinn, auk Morgunblaðsskeifunnar, og ýmis fleiri atriði verða að venju á dag- skránni. Skeifudagur haldinn á Hvanneyri Skeifuhafi Franz- iska Kopf vann keppnina í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.