Morgunblaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2011 ✝ Þórdís Þor-bergsdóttir (kölluð Didda) fæddist í Garð- húsum Ytri- Njarðvík 23. ágúst 1925. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 1. apríl 2011. Foreldrar hennar voru Þor- bergur Magnússon frá Hólmfastskoti, Innri-Njarðvík, f. 7. júlí 1898, d. 25. júní 1948, og Ingibjörg Hall- dórsdóttir frá Sauðholti í Holt- um, f. 28. apríl 1903, d. 17. jan- úar 1999. Bróðir Þórdísar er Aðalsteinn Jón Þorbergsson, f. 1935, kvæntur Stellu Stef- ánsdóttur, f. 1936, synir þeirra eru: Þorbergur, Aðalsteinn og Stefán. Þórdís giftist 22. september 1948 eftirlifandi eiginmanni sín- um Gunnari Páli Guðjónssyni málarameistara frá Keflavík, f. dóttir, f. 1981, c.) Friðrik Þór, f. 1996. 3) Þórdís, f. 1961, maki Ágúst Karl Guðmundsson, f. 1953, d. 1997, dóttir þeirra er Kristín, f. 1989, fyrir átti Þórdís Jenný Lovísu, f. 1979, sonur hennar er Gunnar Þór, f. 2003. Ágúst Karl átti fyrir dótturina Báru. Sambýlismaður Þórdísar er Ómar Ásgeirsson, f. 1958, dætur hans eru: Sigríður, Berta Dröfn, Selma Rut, Marín Ösp og Bríet Irma. Þórdís flutti tveggja mánaða með foreldrum sínum til Reykjavíkur og bjó hún lengst af í miðbæ Reykjavíkur. Þórdís var nemandi í Miðbæjarskól- anum í Reykjavík og veturinn 1943-1944 stundaði hún nám í Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Þórdís vann ýmis versl- unarstörf þar til hún fluttist til Keflavíkur 1949 með eig- inmanni sínum, Gunnari Páli. Fyrstu búskaparárin í Keflavík bjuggu þau á Túngötu 9, síðan í Hátúni en lengst af bjuggu þau á Mávabraut 12d. Síðastliðin þrjú ár hafa þau búið í Grinda- vík. Útför Þórdísar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 14. apríl 2011, og hefst athöfnin kl. 14. 3. október 1924. Foreldrar Gunnars voru: Guðjón Magnús Guð- mundsson, f. í Keflavík 12. júlí 1899, d. 4. apríl 1984, og Guðrún Pálsdóttir, f. á Stokkseyri 15. október 1904, d. 11. janúar 1994. Systur Gunnars Páls eru Hrafnhildur, f. 1927, og Inga Áróra, f. 1937. Dætur Þórdísar og Gunnars eru: 1) Ingibjörg, f. 1950, maki Geir Gunnarsson, f. 1945, synir þeirra eru: a) Gunn- ar, f. 1977, b) Arnar, f. 1985, c) Stefán, f. 1991, d) Þorbergur, f. 1991. 2) Guðrún, f. 1956, maki Ólafur E. Ólafsson, f. 1953, syn- ir þeirra eru: a) Gunnar Páll, f. 1977, dóttir hans er Guðrún Katrín, f. 2004, b) Ólafur Egg- ertz, f. 1980, sambýliskona hans er Sigrún Þuríður Runólfs- Þegar ég minnist móður minnar kemur fyrst upp í huga minn þakklæti fyrir allt sem hún hefur gefið mér, kennt mér og að hafa alltaf verið til staðar fyrir mig. Hún var húsmóðir fram í fingurgóma og þegar við stelpurnar komum heim úr skól- anum þá tók hún alltaf á móti okkur með einhverju góðgæti tilbúnu á borðum. Hún var alltaf glöð, kát og brosmild og það hafði góð áhrif á okkur og hefur sennilega mót- að skaplyndi okkar meira en við gerðum okkur grein fyrir þá. Hún var skemmtileg, víðsýn og umburðarlynd móðir sem hugsaði um fjölskyldu sína með kærleiksríku og umhyggjusömu hugarfari. Minning hennar lifir í huga okkar. Úr okkar sárasta sviða, sorta okkar lengstu nátta, tómleik við dauðans dyr, mun ást okkar endurvaxa, ylhýrri en fyr, eins og úr ösku svarðar, í eldsins spor, fagurgrænasta grasið grær um vor. (Ebba Lindqvist.) Ingibjörg Gunnarsdóttir. Tengdamóðir mín Þórdís Þor- bergsdóttir verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í dag, 14. apríl. Þegar ég hugsa til hennar kemur upp í hugann glaðleg, já- kvæð og hlýleg kona sem hélt vel utan um sína og kunni að njóta samverustundanna. Í henni átti ég hauk í horni, ekki mátti hún heyra orði hallað á tengdasoninn, strax var hún búin að taka upp hanskann fyrir mig og bæta úr. Ég kveð Þórdísi (Diddu) með söknuði en minning hennar lifir. Ólafur E. Ólafsson. Í dag kveðjum við ömmu Diddu, amma var eins og „ömm- ur“ eiga að vera, hlýleg, bros- mild og góð. Hún tók okkur fagnandi eins og hver og einn væri alveg sérstakur. Þegar við bræður hugsum til ömmu Diddu sjáum við hana fyrir okkur sitj- andi við sauma eða eitthvað að sýsla í eldhúsinu, að sjálfsögðu að útbúa eitthvert góðgæti fyrir okkur. Við erum ríkir af minn- ingum, margs er að minnast og margs er að sakna. Þínir dóttursynir, Gunnar Páll, Ólafur Eggertz og Friðrik Þór. Elsku amma. Þegar ég hugsa til þín rifjast upp svo margar góðar minningar um þig og afa og hvað alltaf var gott að koma í heimsókn á Mávabrautina. Ég var svo heppin að fá að njóta þess að búa hjá ykkur tíma- bundið, sjö ára gömul fluttum við mamma til Grindavíkur. En við komum oft í heimsókn og alltaf tókst þú jafnfagnandi á móti okkur, skelltir í pönnsur eða útbjóst eitthvert annað góð- gæti. Ofarlega er mér í minni ferð sem við fórum í saman til Mallorca og svo allar heimsókn- irnar til mömmu þinnar, þ.e. „langömmu Ingibjargar“, og sögurnar af þér þegar þú varst ung stúlka í Reykjavík, og af þér og Sigrúnu frænku, sem var þér sem systir. Þegar Gunnar minn fæddist þá eign- uðust þið ykkar fyrsta lang- ömmu- og langafabarn. Þakklát er ég fyrir samverustundirnar sem ég átti með þér síðasta sumar í sveitinni fyrir austan hjá mömmu og Ómari en þang- að fannst þér gaman að koma. Við urðum öll fyrir miklu áfalli sumarið 2007 þegar þú hrasaðir um mottu heima á Mávabrautinni, lærbrotnaðir og veiktist mikið í kjölfarið, við tók löng sjúkrahúsvist. Þið fluttuð svo í litla sæta raðhúsið í Víði- gerði í Grindavík sem afi var búinn að festa kaup á. Þú fórst í dagvistun í Víðihlíð og afi var óendanlega þakklátur að fá þig aftur heim, hann sinnti þér af alúð, en þú þurftir hjálp með nánast allt. Síðustu sex mán- uðina dvaldir þú á sjúkradeild- inni í Víðihlíð. Afa reyndist erf- itt að sleppa af þér hendinni en starfsfólkið í Víðihlíð hugsaði svo vel um þig. Afi heimsótti þig daglega og dætur þínar sáu um að gera herbergi þitt heim- ilislegt og hlýlegt, og voru dug- legar að taka þig heim til afa um helgar. Síðustu vikunar hrakaði þér, þetta var þrautaganga fyrir okkur öll, maður er aldrei tilbú- inn að kveðja en ég reyni að vera sterk fyrir afa. Þú varst umvafin ást og umhyggju til endaloka, uppskarst eins og þú sáðir. Elsku amma, nú ert þú komin á góðan stað, hvíldu í friði Sólin brennir nóttina, og nóttin slökkvir dag; þú ert athvarf mitt fyrir og eftir sólarlag. Þú ert yndi mitt áður og eftir að dagur rís, svölun í sumarsins eldi og sólbráð á vetrarins ís. Svali á sumardögum og sólskin um vetrarnótt, þögn í seiðandi solli og söngur, ef allt er hljótt. Söngur í þöglum skógum og þögn í borganna dyn, þú gafst mér jörðina og grasið og guð á himnum að vin. Þú gafst mér skýin og fjöllin og guð til að styrkja mig. Eg fann ei, hvað lífið var fag- urt, fyrr en eg elskaði þig. Eg fæddist til ljóssins og lífs- ins, er lærði eg að unna þér, og ást mín fær ekki fölnað fyrr en með sjálfum mér. Ást mín fær aldrei fölnað, því eilíft líf mér hún gaf. Aldirnar hrynja sem öldur um endalaust tímans haf. Aldir og andartök hrynja með undursamlegum nið; það er ekkert í heiminum öll- um nema eilífðin, guð – og við. (Sigurður Nordal) Þín Jenný Lovísa Árnadóttir. Elsku amma. Það var alltaf jafn mikil til- hlökkun hjá mér þegar við mamma fórum til Keflavíkur því ég vissi að við myndum fara í heimsókn á Mávabrautina. Þú varst alltaf svo glöð að sjá mig, andlitið á þér ljómaði og gleðin og væntumþykjan leyndi sér ekki. Þú fórst strax að baka pönnukökur eða búa til heitt kakó og spjallaðir við mig á meðan ég fylgdist með þér. Oft- ar en ekki spurðir þú mig hvernig mér liði svo sagðir þú mér sögur, oft voru það ferða- sögur, en þú og afi ferðuðust nánast um allan heiminn eða það fannst mér. Sögur þínar glæddust lífi og mér fannst ég nánast vera þátttakandi í þeim, við fórum nú líka nokkrum sinnum saman til útlanda og þú hafðir gaman af að kíkja í versl- anir eins og ég og gast þá gengið endalaust en skartgripa- verslanir voru í sérstöku uppá- haldi hjá þér. Þegar ég var í Fjölbrautaskóla Suðurnesja kom ég stundum í heimsókn í hádeginu eða í frímínútum því stutt var að fara til þín úr skól- anum. Stundum kom ég með vinkonur mínar með mér og veit ég að þeim þótti rosalega gaman að koma til þín. Eftir að þú veiktist alvarlega fyrir nokkrum árum og við vor- um næstum búin að missa þig fann ég hversu mikið mér þótti vænt um þig. Ég kom oft og heimsótti þig á spítalann. Ég sat tímunum saman og talaði við þig eða leyfði þér að hlusta á tónlistina í Ipodinum mínum. Ég held að þú hafir heyrt í mér því ekki löngu seinna vaknaðir þú þegar ég var hjá þér. Vegna súrefnisskorts sem þú varðst fyrir eftir að hjartað hafði stöðvast í smástund var ég hræddust um að þú myndir gleyma, og þá sérstaklega okk- ur barnabörnunum en það voru óþarfa áhyggjur þú hafðir sko ekki gleymt neinu okkar. Ánægð var ég þegar þið fluttuð til Grindavíkur því þá gat ég heimsótt þig oftar, og fannst öruggara að þið væruð nálægt ef eitthvað skyldi koma upp á. Svo var ég svo heppin að fá að búa hjá ykkur í Víðigerði part af sumrinu 2008 þegar mamma og Ómar voru í sveit- inni, það var sko ekki leiðin- legt. Ég fékk að sjá alla flottu skartgripina þína sem þú vildir ólm gefa mér. Þú varst ekki hrifin af því að ég væri að fara í skóla til Bandaríkjanna því þá gætir þú ekki séð mig í marga mánuði, en ég skynjaði að þú varst samt voða stolt af mér. Þegar ég kom heim til Íslands í jóla- eða sumarfrí kíkti ég alltaf til þín í Víðigerði eða Víðihlíð og þú varst alltaf jafn ánægð og geislandi þegar þú sást mig. Ég var vön að taka utan um þig og knúsa þig, þú varst svo mjúk og yndisleg, og okkur þótti svo gott að halda utan um hvor aðra. Ég dúllaði við þig, tók þig í hand- og fótanudd, snyrti augabrúnirnar og nagla- lakkaði þig, þú vildir alltaf vera svo fín, glæsilega amma mín. Nú ertu farin frá okkur og loksins búin að hitta mömmu þína „Ingibjörgu, langömmu mína“ sem þú talaðir svo oft um að þú saknaðir. Elsku amma Didda, þú lifðir ham- ingjuríku og góðu lífi, varst rík af börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Ég vona að þér líði vel þarna uppi, þú mátt skila kveðju til pabba og ömmu Ninnýjar frá mér. Ég sakna ykkar allra. Þitt barnabarn, Kristín Karlsdóttir. Mér er það ljúft að minnast hennar Diddu eins og hún Þór- dís var alltaf kölluð. Hún var mamma hennar Ingibjargar vinkonu minnar, henni kynntist ég þegar ég var unglingur og átti margar ánægjustundir á heimili þeirra hjóna. Í gegnum mig og vinkonu mína tengdust foreldrar okkar vináttuböndum sem aldrei bar skugga á. Þau ferðuðust mikið saman, innanlands sem utan, og áttu sínar föstu samveru- stundir við eldhúsborðið á Mávabrautinni á laugardags- morgnum ásamt henni Árnínu vinkonu sinni þar sem mál voru krufin til mergjar. Hinn 19. mars síðastliðinn höfðu Árnína og pabbi ákveðið ferð til Grindavíkur, þar sem Didda og Gunnar höfðu búið síðan 2008, sú ferð var aldrei farin þar sem pabbi féll skyndilega frá tveim- ur dögum áður og Didda lést síðan 1. apríl eftir erfið veik- indi. Nú hafa Gunnar og Árnína misst mikið á aðeins hálfum mánuði, lífið getur verið fljótt að breytast. Ég veit að pabbi hefði skrifað um hana vinkonu sína eins og hann var vanur að gera þegar vinir hans féllu frá en í staðinn tekur hann á móti henni ásamt mömmu, það verða örugglega fagnaðarfundir. Og þó það reynist sárt að skilja við þig hér, ég þakka vil þér. Ljúflingslundina, gleðistundirnar. (Ásgeir Aðalsteinsson) Ég sendi ástvinum einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning góðrar konu. Guðríður Magnúsdóttir. Þórdís Þorbergsdóttir Sól slær silfri á voga sjáðu jökulinn loga. Allt er bjart fyrir okkur tveim, því ég er komin heim. (Jón Sigurðsson) Þessar ljóðlínur komu upp í hugann þegr ég hugsa um vin- konu mína hana Ragnhildi Jónsdóttur frá Gautlöndum. Á mildum haustdegi árið 1975 fór ég norður til að setjast á skólabekk í Menntaskólanum á Akureyri. Örlögin réðu því að ég leigði herbergi hjá Ragn- hildi og Jóni á Spítalavegi 13. Ég man fyrsta daginn, vel var tekið á móti mér og ég spurð hverra manna ég væri. Það var flett upp í Ættum Þingeyinga og Hraunkotsætt og ég tengd við þekkingartréð, tréð sem ég æ síðan undraðist hve margar greinar og lauf það gat borið. Þekkingartréð hennar Ragn- hildar var alveg einstakt, hún hafði yfirsýn yfir menn og mál- efni, rökréttar tengingar á milli, virtist muna allt og var með mjög skarpa hugsun. Á næstu vikum þróaðist á milli mín og heimilisfólksins sönn vinátta sem aldrei hefur borðið skugga á. Því að ég var komin heim, hafði eignast annað heim- ili. Ragnhildur tók mig undir sinn verndarvæng og þar átti ég skjól alla tíð. Hún hafði þá góðu eiginleika að hlusta af at- hygli og áhuga, spyrja þannig að hlutirnir urðu skýrari, að hrósa og hvetja til dáða og samgleðjast innilega. Um- hyggja hennar og ræktarsemi við ættingja og vini var einstök og þeir eru ófáir sem hún hjálpaði við ráða fram úr erf- iðum málum og veitti stuðning og styrk. Á Spítalavegi 13 var mikill gestagangur, sumir stoppuðu stutt, rétt að fá kaffisopa og meðlæti, aðrir þáðu mat og gistingu í lengri eða skemmri tíma. Góð verkstjórn og skipu- lagshæfileikar Ragnhildar nýtt- ust vel við að halda öllu gang- andi, að geta deilt út verkum og sjá hvar væri hagstætt að nota ferðina. Margir minnast þess með mikilli hlýju að hafa fengið að taka þátt. Ragnhildur var hugsjóna- kona og tók virkan þátt í starfi Kvenfélagsins Hlífar og í menningarlífi bæjarins, sótti listsýningar og tónleika. Að ferðast með Ragnhildi var ævintýri, stutt bílferð um Eyjafjörð eða til Reykjavíkur, Ragnhildur Jónsdóttir ✝ RagnhildurJónsdóttir fæddist á Gautlönd- um í Mývatnssveit 24. ágúst 1926. Hún lést 1. apríl sl. Útför Ragnhild- ar fór fram frá Ak- ureyrarkirkju mánudaginn 11. apríl 2011. alltaf jafngaman. Hún hreifst af feg- urð landsins og lit- brigðum þess og var fróð um ör- nefni og bæjarheit og fólkið sem tengdist þeim, allar leiðir styttust þeg- ar Ragnhildur var með í för. Komið er að ferðalokum kæra vinkona, sól slær silfri á voga og við sáum jökulinn loga. Bar- áttan við Parkinson síðustu ár- in hefur verið nokkuð ströng og einkenndist af miklum lífsvilja og áhuga á að fylgjast með öll- um afkomendunum vaxa og dafna. Geirfinnur, Sólveig Anna og Herdís Anna, um leið og ég votta ykkur og fjölskyldu ykkar samúð mína þá þakka ég fyrir að hafa fengið að vera ein af „stórfjölskyldunni“, ein af mörgum heimagöngum á Spít- alavegi 13. Anna Elín Bjarkadóttir. Hringdi dyrabjöllunni á Spít- alavegi 13. Ragnhildur kom til dyra og rétti mér bakka. „Settu þetta á bekkinn niðri í kjall- ara.“ Frábært, þvílíkar mót- tökur. Mér, strákhvolpi að sunnan, tekið eins og gömlum vin og á fyrsta augnabliki munstraður í heimilislífið. Var þá fylgifé með Önnu Elínu Bjarkadóttur, sem var heima- gangur hjá Ragnhildi og Jóni, en varð fljótt húsvanur bekks- eti í eldhúsinu hjá Ragnhildi ásamt Önnu Elínu, Sollu, Dísu, Geirfinni og Jóni. Þar fengum við kakó og kleinur, soðið brauð með saltreið og annað góðgæti. En það allra besta voru spenn- andi umræður, virðing og sam- vera. Til Ragnhildar var stöðugur straumur af frændum og frænkum, vinum og kunningj- um. Ragnhildur var gegnheil manneskja og leiðtogi sem lað- aði það besta fram í hverjum og einum. Hún hafði áhuga á fólki og lífinu og það var líf í kringum hana. Það var gefandi að fá að vera heimagangur á þessu mannbætandi menning- arheimili. Þótt hún Ragnhildur hafi kvatt í hinsta sinn þá lifir hún í börnum sínum og þeirra börn- um. Þar sem hún var og þar sem þau koma er alltaf svolítið bjartara. Ég votta þeim Geir- finni, Sólveigu Önnu og Herdísi Önnu og barnabörnum Ragn- hildar samúð mína. En hún Ragnhildur skildi fleira eftir en ljósið í afkomendum sínum. Hún skildi eftir ljós handa okk- ur hinum. Hún gaf okkur dæmi til eftirbreytni um innihaldsríkt mannlíf. Hún lét okkur eftir til- gang lífsins. Hún sáði fræjum hamingjunnar í sálir mann- anna. Þorbergur Hjalti Jónsson. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÁSKELS V. BJARNASONAR, Ránargötu 18, Akureyri. Sérstakar þakkir til heimahlynningar á Akureyri fyrir einstaka hlýju og umönnun. Þórhildur Margrét Ingólfsdóttir, Jakobína Elín Áskelsdóttir, Rúnar Davíðsson, Bjarni Áskelsson, Anna Rósa Magnúsdóttir, Ingólfur Áskelsson, Helga Signý Hannesdóttir, Sæmundur Guðmundsson og afabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.