Morgunblaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2011 FRÉTTASKÝRING Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Afar hörð gagnrýni kom fram í at- hugasemdum hagsmunaaðila við frumvarp til laga um fjölmiðla, sem Alþingi hefur nú til meðferðar. Annarri umræðu um frumvarpið lauk í vikubyrjun. Við athugasemd- um sem menntamálanefnd bárust var brugðist með umfangsmikilli breytingartillögu meirihluta nefnd- arinnar sem samþykkt var við lok umræðunnar, en efnisleg áhrif breytinganna eru takmörkuð.Yfir- lýst markmið laganna er „að stuðla að tjáningarfrelsi, rétti til upplýs- inga, fjölmiðlalæsi, fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlun sem og að efla vernd neytenda á þeim vettvangi“. Stjórnsýslukaflinn umdeildur Blaðamannafélag Íslands segir í umsögn sinni, dagsettri 30. nóvem- ber 2010, að ítarleg yfirferð leiði það í ljós að ólíklegt sé að þessi markmið náist og að litið sé framhjá öðrum atriðum sem „miklu skipta fyrir þróun fjölmiðlunar hér á landi“. Þrátt fyrir fögur fyrirheit sé aukinheldur ekkert í frumvarp- inu að finna sem rennt gæti sterk- ari stoðum undir tjáningarfrelsi. Af því sem í frumvarpinu er að finna er „stjórnsýslukaflinn“ að lík- indum sá hluti þess sem mestri gagnrýni hefur sætt. Þar er kveðið á um stofnun fjölmiðlanefndar, sem ætlað er að annast eftirlit með framkvæmd laganna og daglega stjórnsýslu á gildissviði þeirra. Samkvæmt fyrri gerð frum- varpsins átti að setja á laggirnar „fjölmiðlastofu“ sem sjálfstæða stjórnsýslueiningu en frá þeim áformum var horfið og nefndin varð ofan á. Gagnrýnendur segja hins vegar að aðeins sé um nafnbreyt- ingu að ræða og að valdsvið nefnd- arinnar sé áfram of vítt og illa skil- greint. Samkvæmt frumvarpinu er ekki hægt að skjóta ákvörðunum fjölmiðlanefndar til annarra stjórn- valda. Auk þess að taka fyrir þau mál sem til hennar er skotið getur nefndin tekið upp mál að eigin frumkvæði og hefur hún sérstaka rannsóknarheimild, í krafti hverrar hún getur krafið fjölmiðla um gögn vegna ætlaðra brota gegn fjöl- miðlalögunum. Verði fjölmiðillinn ekki við beiðni fjölmiðlanefndar getur hún lagt á dagsektir, allt að 200 þúsund krónur á dag. Tilgangurinn óskiljanlegur Í ljósi valdsviðs nefndarinnar gera Samtök atvinnulífsins athuga- semd við „fjölda matskenndra ákvæða frumvarpsins sem ágrein- ingur kann að verða um“. Óásætt- anlegt sé að ákvarðanir nefndar- innar verði ekki bornar undir æðra stjórnsýslustig og kostnaður við málarekstur fyrir dómstólum geti verið aðilum á fjölmiðlamarkaði mjög íþyngjandi. Undir þetta er tekið í umsögn Félags fjölmiðla- kvenna, og raunar fleiri hagsmuna- aðila. Þar segir jafnframt að til- gangur nefndarinnar sé „óskiljanlegur“ og valdsviðið „óhugnanlegt“. Engu sé líkara en að henni sé ætlað „nokkurs konar alræðisvald“. Hvað matskennd at- riði varðar tiltekur Blaðamanna- félagið sérstaklega lagagrein um „lýðræðislegar grundvallarreglur,“ en þar er kveðið á um skyldu fjöl- miðla til þess að „virða“ friðhelgi einkalífs. „[Greinin] er fráleit og hlýtur að varða við ákvæði stjórn- arskrárinnar um frelsi til tjáning- ar,“ segir í umsögninni. Orðalagi hennar hefur nú verið breytt frá þeirri sem Blaðamannafélagið brást við. Nú segir í frumvarpinu að fjölmiðlar eigi að „hafa í huga“ friðhelgi einkalífs. Morgunblaðið/Árni Sæberg Óánægja Hagsmunaaðilum hrýs hugur við ýmsum þáttum fjölmiðlafrumvarps sem Alþingi hefur nú til meðferðar. Tveimur umræðum er þegar lokið. Umdeild fjölmiðlanefnd  Hagsmunaaðilar eru óánægðir með fjölmarga þætti nýs fjölmiðlafrumvarps  Gagnrýna „alræðisvald“ fjölmiðlanefndar og fjölda matskenndra ákvæða „Það er fjölmargt í þessu frumvarpi sem er mjög mið- ur og ég hef kom- ið gagnrýni Ár- vakurs á framfæri við mennta- málanefnd Al- þingis í tvígang,“ segir Óskar Magnússon, út- gefandi Morg- unblaðsins. Hann segir nokkurrar ríkisafskiptaáráttu gæta í frumvarp- inu og tilhneigingar til ritskoðunar. Útgáfufélag Morgunblaðsins, Ár- vakur, er ekki á meðal þeirra sem standa að undirskriftasöfnun gegn fjölmiðlalögunum, sem fjallað er um annars staðar á síðunni. Rík- isútvarpið er það heldur ekki, né heldur Blaðamannafélag Íslands. Óskar segir Morgunblaðið fylgjast grannt með þróun undirskriftasöfn- unarinnar en ætlunin sé ekki að blanda sér í málið að svo stöddu. Það sé hins vegar ekki útilokað að svo verði á síðari stigum málsins. Ekki tekið á eignarhaldi Óskar, fyrir hönd Morgunblaðsins, svaraði beiðni nefndasviðs Alþingis um umsögn um frumvarpið í nóv- ember á síðasta ári. Það gerði hann raunar einnig í nóvember árið 2009, þegar frumvarpið var fyrst lagt fram á þingi. Í fyrri umsögninni, sem vísað er til í þeirri seinni, segir að líklegra sé að markmið laganna um tjáning- arfrelsi, frelsi til upplýsinga, fjöl- miðlalæsi, fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlun og neytendavernd náist séu reglur settar um eignarhald. Ekki sé nógu langt gengið í frum- varpinu. Þá er sá dráttur, sem orðið hefur á málinu, harmaður. „Að mati Morgunblaðsins er hann ámæl- isverður þegar tekið er tillit til álita fyrri fjölmiðlanefnda mennta- málaráðherra um ástand á fjölmiðla- markaði og varnaðarorða al- þjóðastofnana um íslenskan fjölmiðlamarkað. Af umfjöllun þess- ara aðila er ljóst að knýjandi þörf er á að móta reglur um eignarhald á fjölmiðlum,“ segir í umsögninni. Þrátt fyrir að ýmsir þættir séu gagnrýndir í umsögninni er því samt sem áður fagnað að unnið sé að því að samræma þær reglur sem gilda eigi um starfsemi fjölmiðla á Íslandi í ein- um lagabálki, án tillits til gerðar fjöl- miðilsins. Það sé til bóta. einarorn@mbl.is Margt mið- ur í frum- varpinu  Morgunblaðið stendur ekki að söfnun Óskar Magnússon Undirskriftasöfnun gegn nýjum fjölmiðlalögum hófst á þriðjudaginn á vefsíðunni fjolmidlalog.is. Með því að skrá sig á listann skrifar fólk undir áskorun til Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Guðmundur Franklín Jóns- son heldur utan um undirskriftasöfnunina en að henni standa Útvarp Saga, Sjónvarpsstöðin ÍNN, 365 miðlar, Vefpressan, Vefmiðlun ehf., Sjónvarpsstöðin Omega og Sjónvarpsstöðin Stöð 1. Frumvarpið aðför að sjálfstæði fjölmiðla Guðmundur segir söfnunina hafa farið vel af stað. Hann segir að við lestur laganna verði fólki, sem hefur yf- ir höfuð skoðun á málunum og fyrirkomulagi þeirra til framtíðar, það fljótt ljóst að þau eigi heima á ruslahaugi sögunnar. Áskorunin er harðorð í garð frumvarpsins og það sagt vera aðför að sjálfstæði fjölmiðla, grafa undan skoðana- og tjáningarfrelsi og lögfesta ritskoðun. Aðspurður segir Guðmundur að markmiðið sé að safna áþekkum fjölda undirskrifta og náðist þegar forsetinn synjaði fjölmiðlalögum staðfestingar árið 2004. Í áskor- uninni segir að einboðið sé að forsetinn vísi málinu til þjóðarinnar og vísað í rökstuðning hans við synjun stað- festingar Icesave-frumvarpsins á dögunum. Rétt sé að þjóðin fari áfram með hluta löggjafarvaldsins í fjölmiðla- málum, líkt og árið 2004. einarorn@mbl.is Skora á forsetann að beita málskotsrétti á ný  Undirskriftasöfnun hafin  Sömu rök og í Icesave-málinu Áskorun Undirskriftasöfnun fer fram á fjolmidlalog.is. „Okkar umsögn stendur enn. Þær breytingar sem hafa verið gerðar ganga ekki nógu langt að okkar viti,“ segir Hjálmar Jóns- son, formaður Blaðamanna- félags Íslands, en umsögn fé- lagsins var send menntamálanefnd Alþingis í lok nóvember. Hann segir félagið enn telja að verulega ágalla sé að finna á löggjöfinni, sem eigi að vera heildarlöggjöf um fjölmiðla. „Við teljum ófært annað en að heild- arlöggjöf um fjölmiðla taki á öllum þeim þáttum sem skipta fjöl- miðla, fjölmiðlamenn og starfs- menn fjölmiðla máli.“ Verulegir ágallar á löggjöfinni BLAÐAMANNAFÉLAG ÍSLANDS Hjálmar Jónsson Skannaðu kóðann til að skoða frum- varpið í símanum. Fyrir 25 árum leit dagsins ljós nýr skyndibiti á Íslandi þegar hjónin Hlöðver Sigurðsson og Kolfinna Guðmundsdóttir opnuðu Hlöllabáta á Steindórsplaninu, þar sem nú er Ingólfstorg. Hjónin standa nú vaktina í Hlölla- bátum við Bíldshöfða ásamt dætr- um sínum þremur en einnig keyrir Hlöðver Hlöllavagninn niður í bæ um hverja helgi. Fjölskyldan, með Hlölla sjálfan í fararbroddi, heldur upp á árin 25 með því að bjóða alla báta á 500 kr. og fylgir með frítt gos, prins póló og popp á Bílds- höfðanum. Hlöllabátar í 25 ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.