Morgunblaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2011 ✝ ArinbjörnHjálmarsson frá Vagnbrekku í Mývatnssveit fædd- ist 20. september 1919 á Sveinsstönd í Mývatnssveit. Hann lést á sjúkrahúsinu á Húsavík 4. apríl 2011. Foreldrar hans voru Hjálmar Jónas Stefánsson, f. 5.2. 1869, d. 24.12. 1943, og Kristín Hólmfríður Jóns- dóttir, f. 25.5. 1878, d. 14.4. 1970. Alsystir Arinbjarnar var Helga húsfreyja í Vagnbrekku, f. 5.10. 1915, d. 22.1. 2003. Hennar mað- ur var Freysteinn Jónsson frá Geirastöðum í Mývatnssveit, f. 17.5. 1903, d. 24. júní 2007. Systk- ini Arinbjarnar samfeðra voru: Arinbjörn, f. 1.1. 1896, d. 7.7. 1916. Egill, prestur í Íslend- ingabyggðum í Norður-Dakóta, f. 24.7. 1898, d. 13.10. 1953. Bjarn- ey, hárgreiðslukona í Norður- Dakóta, f. 3.9. 1902, d. 1973. Þau tóku sér ættarnafnið Fáfnis er þau fluttu vestur um haf um 1920. Systkini Arinbjarnar sammæðra Halldóru eru 15 og barna- barnabörnin 16. Þegar Arinbjörn var þriggja ára, 1922, fluttu foreldrar hans með þau systkinin frá Sveins- strönd í Vagnbrekku, bú sem þau reistu á lítilli landræmu úr landi Geirastaða. Þar átti hann heima mestan part lífs síns, fyrst með foreldum og systur og síðar með sinni fjöl- skyldu í sambýli við fjöskyldu systur sinnar Helgu og hennar manns Freysteins Jónssonar, allt til ársins 1981. Þar áttu þau sam- an félagsbú. Arinbjörn var verk- hagur og smiður góður. Hann stundaði ýmis störf utan heimilis, einkum byggingarvinnu. Tónlist var honum í blóð bor- in. Harmonikka og orgel voru hans hljóðfæri þótt faðir hans, Hjálmar Stefánsson, hafi einkum verið þekktur fyrir fiðluleik. Þetta ár 1981 urðu kaflaskil. Ar- inbjörn hætti búskap og hóf störf hjá Kísiliðjunni í Mývatnssveit og fjölskyldan fluttist upp í Reykja- hlíð. Þar starfaði Arinbjörn í sjö ár, en flutti þá til Akureyrar þar sem hann stundaði ýmis verka- mannastörf meðan kraftar ent- ust. Hann bjó ásamt eftirlifandi eiginkonu sinni á Akureyri til dauðadags. Útför Arinbjarnar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, fimmtudaginn 14. apríl 2011, og hefst athöfnin kl. 13.30. voru: Friðrika Krist- jánsdóttir, húsfreyja á Efri-Dálksstöðum á Svalbarðsströnd, f. 9.6. 1902, d. 12.12. 1989. Sæþór Krist- jánsson, bóndi í Aust- urhaga og Fagranes- koti í Aðaldal, f. 6.6. 1905, d. 2.1. 1993. Ólöf Jakobína Krist- jánsdóttir, húsfreyja á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd, f. 29.4. 1911, er dvelur nú á Kjarnalundi, heimili aldraðra. Eftirlifandi eiginkona Ar- inbjarnar er Halldóra Sigríður Þórarinsdóttir frá Borg í Mý- vatnssveit, f. í Ytri-Neslöndum 2.11. 1928. Börn þeirra eru: 1) Kristín, f. 20.5. 1950, gift Sigurði R. Ragnarssyni, f. 2.12. 1949. 2) Þórarinn, f. 24.10. 1952, giftur Ingibjörgu Antonsdóttur, f. 20.3. 1951. 3) Halldór, f. 18.2. 1965, gift- ur Eddu G. Aradóttur, f. 5.12. 1965. 4) Hjálmar, f. 12.10. 1968, hans kona Gizelle Balo, f. 9.1. 1973. 5) Ásdís Hólmfríður, f. 4.3. 1971, gift Þórði Pálssyni, f. 11.2. 1973. Barnabörn Arinbjarnar og Okkur langar til að kveðja Arinbjörn, móðurbróður okkar, með örfáum orðum, en hann lést 4. apríl sl. 91 árs að aldri. Hann og Halldóra Þórarins- dóttir, kona hans, bjuggu í fé- lagi við foreldra okkar Frey- stein Jónsson og Helgu Hjálmarsdóttur í Vagnbrekku frá 1948-1981, mestöll okkar uppvaxtarár. Á heimilinu var einnig amma okkar, Kristín Jónsdóttir. Húsnæðið var ekki stórt og því mjög þröngt búið, svo náið sambýli hefði aldrei blessast nema allir væru samtaka. Okk- ur finnst að þetta hafi alltaf gengið vel og sú samvinna og samheldni sem við ólumst upp við verið okkur gott veganesti út í lífið. Helga móðir okkar og Ari voru tengd sterkum böndum. Á uppvaxtarárum þeirra í Vagn- brekku hefur margt orðið til þess og ekki síst sameiginlegur áhugi þeirra á tónlist. Ari spil- aði bæði á orgel og harmonikku sjálfum sér og öðrum til gleði. Hann var ljúfur í allri um- gengni, laghentur og góður verkmaður sem gaman var að vinna með. Við þökkum Ara samfylgdina og hans hlut í þeim góðu minningum sem við eigum frá æskuárunum. Kæra Dóra, við vitum að fyr- ir þig er breytingin mikil. Ykk- ar sambúð var búin að vara í meira en 60 ár. Um leið og við vottum þér samúð okkar óskum við þess að þú eigir góð ár framundan með þinni stóru fjölskyldu og getir yljað þér við minningarnar. Við kveðjum Ar- inbjörn frænda okkar með þökk og virðingu, blessuð sé minning hans. Áslaug, Hjálmar, Guðrún og Egill. Vængjaðar hjarðir hljóðlega synda til hvíldar að bökkum við ey og strönd, en hér og þar lyftist ein hraðfleyg önd og hálsinn teygir svo langt sem hún eygist, – í gegnum sólroðans tindrandi tjöld, ef til vill að byggð, sem er skuggsýn í kvöld, með náttgustsins hjúp yfir holt og rinda og hrjóstrugra farvegi kaldra linda. – En hér er svo bjart við hinn blikandi sjó og blómin, þau veita svo holla ró. Þau hefja manns anda hátt – og þó hugann við jörðina binda. (Einar Benediktsson) Mér finnst þessar ljóðlínur eiga vel við þegar ég kveð tengdaföður minn með fáeinum fátæklegum orðum. Hann ól mestan sinn aldur í Mývatnssveit, fyrst sem korna- barn á Sveinsströnd þar sem hann fæddist, síðan í Vagn- brekku fram yfir sextugt og síðast í Reykjahlíð fram undir sjötugt. Síðustu æviár sín átti hann heima á Akureyri. Nú eru tæp 43 ár síðan ég kom fyrst í Vagnbrekku. Þar var þröngt búið, en þar ríkti góður andi. Mér var hlýlega tekið og boðinn velkominn. Svo æxlaðist að við kona mín flutt- um nokkru síðar inn á heimilið og áttum þar okkar tvö fyrstu búskaparár, fyrst með eitt barn og síðar tvö. Aldrei fundum við annað hjá heimilisfólkinu en að þetta fyrirkomulag væri full- komlega eðlilegt þótt þröngt væri fyrir í ranni. Þegar frá leið kemur æ oftar upp í hugann hversu mikils virði þessi stuðningur var og þroskandi að vera svona tekið á fystu skrefunum í átt til að standa á eigin fótum. Árin tvö í Vagnbrekku kenndu mér líka að hinn sanni auður er ekki fólginn í pen- ingum eða eignum. Hlýtt við- mót, umhyggja og gagnkvæm virðing eins og ég fann í Vagn- brekku færir gæfu og gleði hverjum sem hana á og þiggur. Ekki fer hjá því að sá sem lifir í 92 ár hefur átt sínar sól- skinsstundir og líka dapra daga. Árið 1981 brugðu þau Ar- inbjörn og Halldóra kona hans búi og fluttust upp í Reykja- hlíð. Ari hóf störf hjá Kísiliðj- unni. Þótt þau hafi ekki flust um langan veg var þetta erfið ákvörðun, en óumflýjanleg eftir áratuga langt sambýli í Vagn- brekku með systur hans Helgu og hennar manni Freysteini Jónssyni, sem aldrei bar skugga á. Með þeim var kært sem og er enn í dag með börn- um þeirra. Í Vagnbrekku var í raun ein fjölskylda. Ari hafði mótaðar skoðanir í landsmálum. Hann stillti sér ávallt upp með þeim sem hon- um þótti minna mega sín. Hann hafði óbeit á rangindum. Hon- um gat hitnað í hamsi yrði hann áskynja um slíkt. Góði vinur. Ég þakka þér samfylgdina öll þessi ár, sá tími kemur aldei aftur. Sigurður R. Ragnarsson. Arinbjörn Hjálmarsson ✝ Solveig Péturs-dóttir fæddist í Reykjavík hinn 28. ágúst 1949. Hún lést á krabbameins- deild 11-E á Land- spítala við Hring- braut að kvöldi miðvikudagsins 6. apríl síðastliðins. Foreldrar hennar voru Pétur Þorgils- son, f. 27.4. 1926, d. 14.1. 2001, og Ingunn Ólafs- dóttir, f. 25.8. 1928, d. 18.1. 2007. Systkini Solveigar eru: 1) Ólafur Tryggvi, f. 16.8. 1951, maki Margrét Þorgeirsdóttir. 2) Guðný Ingigerður, f. 28.2. 1955. 3) Auður Pétursdóttir, f. 22.3. 1957, maki Ríkharður Sverr- isson. Börn Solveigar eru: 1) Ingunn Péturs, f. 7.11. 1971, maki Óðinn S. Ágústsson. Barn þeirra er Gabríel Pétur Óðinsson. Fyrir á Óðinn dæt- urnar Dagbjörtu Fjólu og Sigur- veigu Huldu. 2) Helga Rúna Péturs, f. 21.2. 1973, maki Valdimar Agnar Valdimarsson. Barn þeirra er Tinna Björt Valdimarsdóttir. Solveig vann lengst af við ým- is skrifstofustörf og þegar hún lést vann hún í Húsasmiðjunni/ Blómavali. Solveig verður jarðsungin frá Digraneskirkju í dag, 14. apríl, og hefst athöfnin kl. 15. Elsku mamma. Ég trúi því varla að þú sért farin frá okkur. Þetta bar alltof skjótt að og ég er engan veginn búin að sætta mig við að þú verðir ekki lengur með okkur. Það er svo margt sem mig langar að segja þér og svo margt sem mig langar að upplifa með þér. Ég vona að þú hafir vitað það þegar ég hélt í hönd þína þegar þú lést hversu heitt ég elska þig. Við höfum átt margar yndisleg- ar stundir saman í gegnum árin. Þær urðu enn fleiri og dásamlegri síðustu misserin þegar ég átti von á litlum erfingja. Gleðin var ekki minni hjá þér en mér. Þú fylgdist með meðgöngunni eins og hún væri þín eigin og samgladdist mér á hverjum degi. Þú lifðir fyrir að vera amma og varst frábær í því hlutverki. Þú dekraðir mikið við Gabríel Pétur frænda minn sem svo lengi var þitt eina barnabarn. Þú varst alltaf að óska þess að eignast fleiri barnabörn til að dekra við enda varstu einstök amma. Það er mér sérstaklega þungbært að þú fáir ekki að vera með okkur og kynnast Tinnu Björt betur, en ég lofa þér því elsku mamma að tala um þig við hana svo hún fái að kynnast þér. Það fór aldrei á milli mála hversu heitt þú elskaðir okkur systurnar, börn okkar og fjöl- skyldu. Nú er það hlutverk okkar að sýna þér hversu heitt við mun- um elska hvert annað og minnast þín í uppeldi barna okkar. Ég, Ing- unn systir og fjölskyldur okkar munum sjá til þess. Ég sakna þín óendanlega mikið, en veit að þú ert á góðum stað með afa, ömmu og hundinum þínum Pjakki. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna og að þjáningar þínar séu á enda. Elsku mamma, sorgin er mér svo þungbær og erf- ið. Ég hugga mig við að ég á ótal minningar um þig sem munu hlýja mér um hjartarætur. Takk fyrir að vera mamma mín. Ég elska þig. Þín dóttir, Helga Rúna. Elsku mamma mín. Ég trúi því ekki enn að þú sért dáin, finnst svo óréttlát að þú hafir verið tekin svona snögglega frá okkur og ég held að ég sé ekki enn búin að átta mig fyllilega á því að þú sért farin. Þegar þú greindist með lungna- krabbamein fyrir rétt um fjórum vikum brá okkur öllum mikið, en þú varst staðráðin í að berjast. En því miður vann krabbinn þessa baráttu og var hún ansi snögg. Ég þakka Guði fyrir að ég komst heim áður en þú kvaddir okkur og ég fékk að tala við þig og gleðja þig smá. Undanfarna daga hef ég oft staðið mig að því að ætla að hringja í þig og fá þitt álit eins og ég gerði svo oft. En ég get ekki lengur hringt í þig og það er óbærilegt. Dagarnir eru skrýtnir núna því þú varst vön að koma til okkar flesta daga og borða með okkur en núna kemur engin mamma/amma. Þú varst svo góð við hann Gabríel Pétur minn og hjálpaðir okkur svo mikið með hann, vildir alltaf passa hann og gafst honum endalaust gjafir. Lífið hjá þér snerist mikið um ömmustrákinn og þú lifðir fyr- ir hann. Gabríel Pétur saknar þín mikið og hann skilur ekki fyllilega að þú sért farin að eilífu. Í kvöld sagði hann við mig að hann vildi að hægt væri að kyssa kinn þína og þá myndir þú vakna. Hann segir að honum sé illt í hjartanu. Mér er líka illt í hjartanu. Elsku mamma, lífið verður ekki eins án þín. Nú ertu komin á nýjan stað, stað þar sem þér líður vel. Ég kveð þig í hinsta sinn og ég elska þig. Þín dóttir, Ingunn. Elskuleg tengdamóðir mín, nú ert þú látin, langt fyrir aldur fram. Það var mér mikill heiður að fá að kynnast þér, þótt tími okkar sam- an hafi verið allt of stuttur. Þú varst mjög elskuleg í alla staði, hörkudugleg og alltaf svo indæl. Ég á aldrei eftir að gleyma því hvað þú varst glöð þegar þú fréttir að þú værir að verða amma, enda var hann Gabríel Pétur minn þinn augasteinn og allt látið eftir hon- um. Ég sagði oft við þig að þú vær- ir að ofdekra hann en þá sagðir þú að litli kútur hefði náð að plata þig inn í Toys’rus eða að þið hefðuð samið um eitthvað og glottir. Solla, ég get tekið mörg, mörg dæmi um þegar þú varst að hjálpa mér. Þú elskaðir þann tíma þegar ég fór að smíða pallinn fyrir utan hjá okkur. Þá hafðir þú í nógu að snúast og við hlógum að því þegar við vorum að mæla og deila um hinar ýmsu aðfeðir í þessari smíði, enda hafðir þú góða reynslu á þessu sviði með þinn stóra og glæsilega pall sem þú smíðaðir við Álakvíslina. Ó já Solla, þú hafðir þínar skoðanir sem ég sakna svo mikið. Þú varst svo yndisleg þegar ég spurði um tré, blóm og gróður. Þá fórstu á flug og ég fékk allar þær upplýsingar sem hægt var að fá, enda er hluti af sál þinni hér við Akurhvarfið tengt trjánum sem hér eru. Í garðinum er tré sem þú plantaðir með Ingunni sem heitir gullregn og er það á stað sem mæðir mikið á. Þetta tré minnir mig á þig. Líf þitt hefur ekki alltaf verið dans á rósum og þú hefur þurft að taka á öllu þínu í þessu lífi og lést ekkert buga þig þú sterka kona, þín verður sárt saknað. Á mínu heimili áttir þú alltaf pláss enda var það mín ósk að geta búið þér stað hjá okkur. Ég heyri í þér þessa dagana rölta um og fara út á verönd og ég legg á borð fyrir þig. Án þess að ég verði þess var trúi ég því að sálin lifi eftir dauð- ann. Á jólunum verður autt sæti við borðið sem minnir mig á þig Solla mín. Ég kveð þig með mikl- um söknuði. Þú varst án efa ein sú skemmtilegasta og ótrúlegasta manneskja sem ég hef kynnst og skilur eftir þig ógrynni af skemmtilegum minningum sem ég mun ávallt geyma með mér og minnast með bros á vör. Þinn Óðinn Sörli. Elsku besta amma Solla mín er dáin. Hún var mjög skemmtileg og var mjög góð við mig. Við fór- um oft í bíó saman og á laugardög- um keyptum við okkur fullt af nammi saman. Amma Solla mín passaði mig alltaf þegar mamma og pabbi þurftu að vinna á kvöldin og mér fannst gott að hafa hana hjá mér. Mig langaði að hafa hana hjá mér alla daga og ég sakna hennar rosa mikið. Elsku amma ég elska þig svo mikið. Þinn Gabríel Pétur. Lífið gefur og lífið tekur. Skref- in þar á milli eru mörg, misstór og misþung. Í dag er komið að kveðjustund þar sem við komum saman og heiðrum minningu Sollu. Við kveðjum konu sem hafði margt til brunns að bera. Hún var skapandi kona með harðan skráp en hlýtt hjarta. Hún var sérstak- lega mikil smekkmanneskja bæði á fatnað og hýbýli. Solla var dugn- aðarforkur sem ég sé fyrir mér með pensil, hamar eða prjóna í höndum. Alltaf með eitthvað fyrir stafni, hún var alltaf að. Leiðin var ekki alltaf greið en gaman var að fylgjast með hvað ömmuhlutverk- ið gaf Sollu mikið og fyllti hjarta hennar birtu. Þar reyndist hún dætrum sínum og barnabörnum stoð og styrkur. Ég vil þakka Sollu samfylgdina í gegnum öll árin. Mér þótti sér- staklega vænt um þann hlýhug sem hún sýndi mér fyrir ári þegar ég kvaddi móður mína. Þar kom Solla inn í líf mitt með styrk og umburðarlyndi. Þar fann ég sem og oft áður hvað gott var að eiga hana að. Solla ól af sér mína bestu vinkonu, Ingunni, sem ég ætla mér að hlúa að eftir bestu getu um ókomin ár. Hvíl í friði Solveig Pét- ursdóttir. Megi ljós lífsins fylgja ástvinum hennar öllum. Kristín Laufey Guðjónsdóttir. Solveig Pétursdóttir ✝ LEIFUR VILHELMSSON, Jökulgrunni 8, lést mánudaginn 11. apríl. Sæunn Eiríksdóttir, Þorsteinn Leifsson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA G. GUÐJÓNSDÓTTIR, Brekkubyggð 12, Garðabæ, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 12. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Haukur Geir Garðarsson, Sigríður Huld Garðarsdóttir, Heimir Garðarsson. ✝ Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNAS VALDIMARSSON, Kleppsvegi 62, áður til heimilis í Rauðalæk 23, Reykjavík, lést laugardaginn 9. apríl. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju miðvikudaginn 27. apríl kl. 11.00. Valdemar Steinar Jónasson, Unnur Kristinsdóttir, Hrafnkell Tjörvi Stefánsson, Davíð Nóel Jógvansson, Arndís Reynisdóttir, Hrólfur Þór Valdemarsson, Valdís Karen Smáradóttir, Hilda Valdemarsdóttir, Birgir Már Björnsson, Steinar Smári Hrólfsson, Þóra Dís Hrólfsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.