Morgunblaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Sigurgeir S Rekstrarstjórinn Sigríður Ólafsdóttir segir íslenska ferðaþjónustu vera að átta sig á mikilvægi þess að geta sýnt fram á gott umhverfisstarf. klæðin oftar en einu sinni á hótelum? „Það er ekki nóg,“ svarar Sigríð- ur ákveðin. „Það eru alls kyns ósýni- leg atriði sem gesturinn verður ekki endilega var við en hann á að geta treyst að við sinnum, hvort sem það varðar val á samstarfsaðilum, þvotta- efnið sem við notum til að þvo rúmföt- in hans með, framboð á afþreyingu eða eitthvað annað. Hann á einfald- lega að geta verið viss um að við ger- um það sem við getum til að hlífa um- hverfinu í öllum okkar rekstri.“ Leiðir til hagkvæmni í rekstri Hún bætir því við að kannanir sýni að erlendir ferðamenn komi hingað til lands vegna náttúru, sögu og menningar, þar sem náttúran er í fyrsta sæti. „Við gefum okkur að þeir hafi ákveðnar væntingar til gestgjafanna og þess hvernig við leiðbeinum þeim. Við þekkjum það sjálf frá okkar eigin ferðalögum að við erum móttækileg fyrir leiðbein- ingum en viljum þó ekki falla frá góðum siðum. Við erum alltaf til í að gera eitthvað spennandi og prófa eitthvað nýtt, svo fremi sem það gangi ekki gegn okkar bestu vitund og siðferði, líka hvað varðar um- hverfismál og lífsstíl að öðru leyti.“ Bæði farfuglaheimilin í Reykja- vík eru Svansmerkt og Sigríður seg- ist eingöngu finna fyrir jákvæðum viðbrögðum frá gestunum. „Þeir eru ánægðir með okkur og hvetja okkur í þessa átt. Þeir þurfa heldur ekki að gera neitt aukalega, annað en að hugsa aðeins áður en þeir henda sorpinu sínu. Á hinn bóginn er ým- islegt sem þeir græða á þessu, s.s. að geta gengið að ákveðnum upplýs- ingum sem þeir fengju kannski ekki annars.“ Farfuglaheimilið í Laugardal fékk sína Svansvottun árið 2004. „Við lögðum síðan inn umsókn um Svansvottun hálfu ári eftir að við opnuðum á Vesturgötunni árið 2009 og fengum hana í framhaldi. Það er einhvern veginn engin leið til baka eftir að maður byrjar því þetta eru ekkert nema sjálfsögð og góð atriði sem leiða til sparnaðar og hag- kvæmni í rekstri. Hins vegar ætla ég ekki að gera lítið úr því hvað það er mikið mál að fá þessa vottun og ráð- legg fólki að gefa sér svolítinn tíma – taka eitt skref í einu.“ Sigríður segir íslensku ferða- þjónustuna virkilega vera að vakna til vitundar um mikilvægi þessa at- riðis. „Ég vil sjá ferðaþjónustuna ganga á undan með góðu fordæmi því við myndum ná til svo margra – ekki bara gestanna okkar innlendra og erlendra heldur líka ungs fólks sem vinnur innan ferðaþjónust- unnar, en það er oft fyrsta starfs- reynsla þess. Og við eigum að kynna okkur sem svæði og þjóð og sem land en ekki sem einstök fyrirtæki sem geri betur en önnur. Þess vegna trúi ég því að þegar nýr aðili kemur inn á samkeppnismarkað sé það ekki lengur spurning hvort hann taki af- stöðu í umhverfismálum, heldur krafa. Það er ekki hægt að koma inn á markaðinn með það viðhorf að ætla sér að gera minna en samkeppnisað- ilinn. Hann þarf að taka afstöðu.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2011 Bónus Gildir 14.-17. apríl verð nú áður mælie. verð Í l. úrbeinað hangilæri ................ 1.998 2.598 1.998 kr. kg KS frosin lambasvið ................... 259 298 259 kr. kg Bónus ferskt ókr. lambalæri ........ 1.359 1.398 1.359 kr. kg Bónus mjúkar kringlur, 4 stk. ...... 198 279 50 kr. stk. Mackintosh ............................... 1598 1.898 1.598 kr. kg Kókkippa, 4x1,5 ltr .................... 659 759 109 kr. ltr Bónus fetaostur, 250 g .............. 295 298 1.180 kr. kg Bónus sýrður rjómi, 185 ml ........ 139 149 751 kr. ltr Bónus kaldar grillsósur, 270 ml .. 198 249 733 kr. ltr Bónus appelsín, 2 ltr.................. 159 169 80 kr. ltr Fjarðarkaup Gildir 14.-16. apríl verð nú áður mælie. verð Svínahnakki úrb. úr kjötborði ...... 998 1.398 998 kr. kg Svínalundir úr kjötborði .............. 1.498 2.098 1.498 kr. kg Lambafille m/fitu úr kjötborði ..... 2998 3.498 2.998 kr. kg Hamborgarar, 2x115g m/brauði . 396 480 396 kr. pk. KF léttreyktur lambahryggur ........ 1.678 2.098 1.678 kr. kg KF íslenskt heiðarlamb............... 1.398 1.568 1.398 kr. kg Fjallalambs fjallalæri kryddað ..... 1.413 1.662 1.413 kr. kg Fjallalambs lambalæri frosið....... 1.199 1.498 1.199 kr. kg Reyktur og grafinn lax, ½ flök...... 2.559 3.199 2.559 kr. kg Mackintosh ............................... 1.698 1.998 1.698 kr. kg Kostur Gildir 14.-17. apríl verð nú áður mælie. verð Kjarnafæði jurtakr. lambalæri...... 1.656 1.989 1.656 kr. kg Kjöth. Hvammstangasteik (lamb) 2.349 2.659 2.349 kr. kg Goði kryddl. lambalærissneiðar... 2.249 2.998 2.249 kr. kg Goði roast beef kryddað ............. 2.249 2.998 2.249 kr. kg Goði piri piri grísahnakki............. 1.649 2.198 1.649 kr. kg Goði lambafille kryddað ............. 2.999 3.798 2.999 kr. kg Goði londonlamb....................... 1.647 2.196 1.647 kr. kg Kalkúnn 1. fl. ............................ 1.198 1.359 1.198 kr. kg Top Stove kalkúnafylling ............. 198 398 198 kr. stk. KL kjúklingasoð ......................... 319 459 319 kr. ltr Nettó Gildir 14.-17. apríl verð nú áður mælie. verð Ferskt ungnautahakk ................. 1.179 1.759 1.179 kr. kg Ferskt nautapiparsteik................ 2.129 3549 2.129 kr. kg Ferskt nautahamborg. 90 g x4 .... 395 598 395 kr. pk. KEA léttr. lambahryggur .............. 1.498 2.194 1.498 kr. kg Kjötsel hamborgarhryggur........... 898 1.298 898 kr. kg Ferskt lamba rib-eye .................. 1.999 3.998 1.999 kr. kg Ferskt grísakótilettur................... 990 2.049 990 kr. kg Kjötsel grillpylsur, 10 stk. 480 g.. 295 369 295 kr. pk. Kjötsel pylsur Bratwurste, 220 g . 798 998 798 kr. pk. Paprika rauð, erl. ....................... 269 538 269 kr. kg Samkaup/Úrval Gildir 14.-17. apríl verð nú áður mælie. verð Kjötborð lambalæri .................... 990 1.395 990 kr. kg Kjötborð lambafile m/fitu ........... 2.589 3.498 2.589 kr. kg Kjötborð lambalundir ................. 3.770 5.095 3.770 kr. kg Kjötborð lambainnralæri ............. 2.249 2.998 2.249 kr. kg Kjötborð lambahryggur mjór ....... 1.299 1.595 1.299 kr. kg Kletta gos Cola, 0,5L ................. 99 128 99 kr. stk. Kletta vatn kolsýrt sítr./lime, 0,5 . 99 128 99 kr. stk. Coop pesto rautt/grænt, 190 g ... 279 349 279 kr. stk. Coop spaghetti .......................... 199 289 199 kr. stk. Coop hvítlauksbrauð .................. 299 329 299 kr. pk. Þín verslun Gildir 14.-17. apríl verð nú áður mælie. verð Lambalæri úr kjötborði ............... 1.198 1.798 1.198 kr. kg Lambahryggur úr kjötborði .......... 1.398 1.998 1.398 kr. kg Hátíðarblanda, 500 ml............... 135 159 270 kr. ltr Uncle Be. Tikka M. sósa, 500 g... 419 465 838 kr. kg Emmess ísbl. jarðarberja, 4 stk. .. 379 569 95 kr. stk. Kjörís fjörís vanillu, 2 ltr .............. 798 979 399 kr. ltr Jacob’s píta, 400 g.................... 249 315 249 kr. pk. Nusco súkkulaðismjör, 400 g...... 385 455 963 kr. kg Hunt’s BBQ-sósa, 612 g............. 245 349 401 kr. kg Lu Prince Choco Duo kex, 354 g . 379 449 1071 kr. kg Hagkaup Gildir 14.-17. apríl verð nú áður mælie. verð Íslandsgrís kryddl. hnakkasn....... 1.049 1.398 1.049 kr. kg Íslandsn. borgarar, 2 stk. +sósa.. 599 798 599 kr. pk. Ristorante pitsur, 8 teg. .............. 479 545 479 kr. stk. Myllu baguettebrauð.................. 159 219 159 kr. stk. Myllu hvítlaukshringur ................ 299 599 299 kr. stk. Myllu snúður m/glassúr ............. 129 219 129 kr. stk. Nói Siríus risaegg, 1,4 kg ........... 3.998 4.899 3998 kr. stk. Nói Siríus fylltar skeljar, 150 g .... 299 339 299 kr. pk. Sól Flóridana appels. m/aldinkj. . 229 269 229 kr. stk. Helgartilboðin Morgunblaðið/Ásdís Samkvæmt þessu varð ljóst að ógleðin var ekki eingöngu ímyndun þátttakenda af því að smakka eitt- hvað sem kannski smakkaðist ekki sérlega vel. Léttur matur bestur Til að draga úr ógleði má reyna ýmis ráð er varða mat og drykk. Gott er að drekka nóg af vatni og best að hafa það eins kalt og þér þykir best. Borðaðu einfaldan mat eins og t.d. saltkex eða brauð og forðastu steikt- an mat og sætindi. Borðaðu hægt og ekki of mikið og það ku vera betra að blanda ekki saman heitum og köldum mat ef þú finnur gjarnan fyr- ir ógleði. Drekktu og borðaðu hægt og prófaðu þig smám saman áfram með hvað hentar þínum maga best. Þetta á sérstaklega við áður en ferðast er í bíl eða við aðrar slíkar aðstæður sem aukið geta ógleðina. Þá er oft best að borða sérstaklega léttan mat áður en lagt er af stað og hafa vatn við höndina á ferðalaginu. Umfelgun 2.990frá kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.