Morgunblaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2011 ✝ Pétur Guð-mundsson fæddist 2. janúar 1927 í Reykjavík. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu í Mörk við Suður- landsbraut hinn 5. apríl 2011. Foreldrar hans voru Guðmundur Magnússon, um- sjónarmaður í danska sendiráðinu, f. 14. febr- úar 1893, d. 13. maí 1985, og Helga Jónsdóttir húsmóðir, f. 31. júlí 1895, d. 28. september 1992. Systkini Péturs eru Magnús, f. 29. janúar 1925, d. 9. desember 2006, og Ragna, f. 7. júní 1943. Pétur kvæntist hinn 30. júní 1951 Steinunni Hjartar Ólafs- dóttur, f. 17. júní 1930 í Bolung- arvík. Þau byggðu sér hús í Skeiðarvogi 41 og bjuggu þar frá 1961 en fluttu nýverið að Suðurlandsbraut 58 í Mörkinni. Foreldrar Steinunnar voru Ólafur Marías Ólafsson, tré- smiður í Bolungarvík, síðar í ember 1998, og Una Björk, f. 3. mars 2001. Þau búa í Mos- fellsbæ. Pétur varð stúdent frá MR 1947, tók fyrrihlutapróf í verk- fræði frá HÍ 1950 og próf í byggingarverkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1953. Hann vann sem verkfræðingur hjá Almenna byggingarfélaginu hf. 1953-61. Stofnaði, ásamt öðr- um, verkfræðistofuna Fjar- hitun sf. 1962, Fjarhitun hf. 1970 og starfaði þar alla sína starfsævi. Pétur var stjórn- arformaður Fjarhitunar frá stofnun 1962 til 1989. Meðal helstu verkefna má nefna að Pétur var verkefnisstjóri við verkfræðihönnun Perlunnar og fjölda annarra bygginga, og við hönnun og framkvæmdaeftirlit við stofnæðar og dreifikerfi Hitaveitu Reykjavíkur. Einnig staðarverkfræðingur við hafn- argerð í Straumsvík 1967-1970 og í Þorlákshöfn 1974-1975. Pétur sat í stjórn Stéttarfélags verkfræðinga 1956 og 1958-59. Í stjórn Félags ráðgjafarverk- fræðinga 1969-77, þar af for- maður 1973-75. Sat í stjórn Fé- lags eldri borgara og í samráðsnefndum á þeirra veg- um um árabil. Pétur verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í dag, 14. apr- íl, og hefst athöfnin kl. 13. Reykjavík, f. 24. september 1892, d. 16. janúar 1974, og k.h. Margrét D. Hálfdánardóttir, f. 5. janúar 1901, d. 7. september 1990. Börn Péturs og Steinunnar: a) Guðmundur, f. 14. apríl 1951, d. 13. júlí 1966. b) Mar- grét, f. 5. apríl 1955 í Reykjavík, maki Ómar Þór Árnason, f. 9. nóvember 1950, dóttir þeirra er Valdís, f. 23. nóvember 1991. Þau búa í Reykjavík c) Sverrir, f. 6. nóv- ember 1957 í Reykjavík, kona Friðgerður S. Baldvinsdóttir, f. 19. september 1955, börn þeirra eru Orri, f. 5. nóvember 1983, unnusta hans er Helga Sigríður Hjálmarsdóttir, og Lára Rán, f. 11. október 1989. Þau búa á Ísafirði. d) Guð- mundur Þór, f. 24. mars 1969 í Reykjavík, kona Harpa Guð- mundsdóttir, f. 24. apríl 1968, börn þeirra eru Pétur Steinn, f. 11. júlí 1995, Diljá, f. 25. sept- Ég kvíð ei lengur komandi tíma. Ég er hættur að starfa, og tekinn að bíða. Ég horfi á ljósið, sem lýsir fram veginn. Held göngunni áfram, verð hvíldinni feginn. (Höf ók.) Í dag kveð ég ástkæran tengdaföður minn, Pétur Guð- mundsson. Dagur var að kveldi kominn hjá Pétri og held ég að hann hafi verið sáttur við sól- arlagið og hvíldina að loknu dagsverki. Á göngu okkar í gegnum lífið spyrjum við margs og erum spurð um margt. En þegar kemur að stórum spurn- ingum verður oft fátt um svör. Hvenær mætum við skapara okkar og höldum á nýjar slóðir? Pétur valdi sér andlátsdag á af- mælisdegi dóttur sinnar og verð- ur jarðsunginn á 60 ára afmæl- isdegi elsta sonar síns sem lést ungur af slysförum. Pétur setti vissulega svip sinn á öldina sem hefur kvatt okkur. Pétur var grannur og spengileg- ur maður hafði ákveðnar skoð- anir á mönnum og málefnum. Pétur var úr hópi þess fólks sem fæddist á fyrstu áratugum síð- ustu aldar. Fæddist inn í upphaf umbreytinga á íslensku sam- félagi. Hann dvaldi í hartnær tuttugu sumur í sveit á Búrfelli í Hrútafirði þaðan sem móðurfólk hans var frá og kynntist því gamla tímanum til sveita þegar unnið var frá því snemma á morgnana og langt fram á kvöld. Ég kynntist Pétri fyrst 1979 þeg- ar ég og sonur hans, Sverrir, fór- um að vera saman, og upp frá því var alltaf ljúft samband á milli okkar. Alltaf dvöldum við hjá þeim hjónum er við komum til Reykjavíkur og marga veislu- kvöldverðina höfum við snætt saman. Pétur og Steina komu öll sumur vestur í heimsókn, vestur í Súðavík, en vestur þar voru heimahagar Steinu og fannst henni Vestfjarðalognið og berin ómótstæðileg. Pétur var ekki mikið fyrir berin en hafði ákaf- lega gaman af því að veiða og þá einkum lax. Í mörg sumur fórum við saman og veiddum í Laug- ardalsá í Laugardal, einnig fór- um við með þeim í nokkrar aðrar veiðiár eins og Gljúfurá, en þar var hann vanur að veiða og var Gljúfurá nokkurs konar sum- arbústaður fjölskyldunnar áður en veiðileyfi urðu munaður. Nokkrum dögum fyrir áttræðis- afmælið sitt fékk Pétur heila- blóðfall og var þá ekki hugaður bati að neinu marki, töldu læknar að hann ætti ekki eftir að dvelja heima hjá sér nema sem gestur. En það var seigla í gamla, það má segja að hann hafi útskrifað sig sjálfur af sjúkra- húsinu, hann lærði talnakvótann sem til þurfti til að komast út af deildinni, lagði land undir fót og gekk frá Borgarspítalanum og heim til sín í Skeiðarvoginn þar sem hann hafði búið í um 50 ár, ég hefði viljað sjá svipinn á henni tengdamóður minni þegar hann bankaði og sagðist vera kominn. Ég kveð kæran tengdaföður minn með eftirfarandi ljóðlínum. Allir dagar eiga kvöld, og allar nætur morgna. Þannig verða árin öld og öldin mynd hins horfna. (Höf ók.) Kveðja, Friðgerður Baldvinsdóttir. Kveðja frá Endurfundum skáta Pétur Guðmundsson var virk- ur þátttakandi í Endurfundum skáta meðan heilsan leyfði. Hann er nú farinn heim, eins og við skátar segjum, og þökkum við honum samfylgdina. Steinu og fjölskyldunni allri sendum við samúðarkveðjur. Fh. Bakhópsins, Júlíus Aðalsteinsson. Kveðja frá bekkjarfélögum Haustið 1935 komu 25 börn úr miðbæ og Vesturbæ Reykjavík- ur saman og úr varð 8 ára bekk- ur A í Miðbæjarskólanum. Í þessum hópi var bekkjarfélagi okkar, Pétur Guðmundsson, sem við kveðjum í dag. Hann var í þeim þriðjungi bekkjarins sem sex árum síðar færði sig um set yfir í Menntaskólann við Lækj- argötu. Eftir því sem árin liðu fjölgaði bekkjarsystkinum, sem náðu vel saman í námi og leik. Á þessum árum var handknattleik- ur mjög almennt stundaður í MR og nemendur dreifðust á hin al- mennu íþróttafélög. Pétur lagði ÍR liðsinni og varð Íslandsmeist- ari með félaginu 1946. Eftir stúd- entspróf 1947 dreifðist hópurinn víða. Pétur hóf verkfræðinám í háskólanum og lauk síðan prófi í byggingarverkfræði í Kaup- mannahöfn 1953. Eftir heim- komu starfaði hann lengst af fyr- ir Fjarhitun, fyrirtæki sem hann stofnaði með öðrum. Meðal verk- efna sem hann vann við útreikn- inga og hönnun á voru Straums- víkurhöfn og Perlan á Öskjuhlíð. Um miðbik síðustu aldar tóku nokkrir bekkjarfélagar að koma reglulega á hraðskákmótum og fljótlega bættist Pétur í hópinn, enda var hann sterkur og útsjón- arsamur skákmaður. Komið var saman aðra hverja viku allan vet- urinn um áratuga skeið á meðan líf og heilsa manna entist. Ungur að árum gerðist Pétur skáti og var þar mjög virkur um árabil. Þegar aldur færðist yfir var hann kosinn í stjórn Eldri borgara og lagði þar sitt vægi á vogarskálar svo að eftir var tek- ið. Steinunn og Pétur létu sig sjaldan vanta þegar bekkurinn gerði sér glaðan dag að vetrinum eða hélt í sumarferð á áhuga- verða staði. Við þökkum sam- fylgdina og vináttu sem hjá sum- um okkar spannar yfir 70 ár og sendum Steinunni og fjölskyldu samúðarkveðjur. Fh. stúdenta MR frá 1947, Sigurgeir Guðmannsson. Kveðja frá Bandalagi íslenskra skáta Pétur Guðmundsson, félagi í skátaflokknum Labbakútum, er farinn heim. Við skátar þökkum honum samfylgdina og viljum minnast hans með ljóði eftir Hörð Zóp- haníasson: Þú ert skáti horfinn heim, himinn, jörð, ber sorgarkeim. Vinar saknar vinafjöld, varðar þökkin ævikvöld. Sérhver hefur minning mál, við munum tjöld og varðeldsbál, bjartan hug og brosin þín, þau bera ljósið inn til mín. Kveðjustundin helg og hlý, hugum okkar ríkir í. Skátaminning, skátaspor, skilja eftir sól og vor. Aðstandendum öllum sendum við samúðarkveðjur. Bragi Björnsson, skátahöfðingi. Kær vinur og samstarfsmaður í áratugi, Pétur Guðmundsson verkfræðingur, lést þriðjudaginn 5. apríl síðastliðinn 84 ára að aldri. Hann hafði barist við al- varleg veikindi árum saman sem voru bæði honum og fjölskyld- unni erfið. Árið 1961 var mikið umbrota- ár í launamálum verkfræðinga. Í júlímánuði setti stéttarfélag verkfræðinga fram einhliða launatöflu og var verkfall boðað hjá þeim vinnuveitendum sem samþykktu ekki launatöfluna. Opinberir aðilar sáu sér ekki fært að ganga að slíkum kjörum. Sama ár lét Reykjavíkurborg gera áætlun um lagningu hita- veitu um öll þau hverfi borgar- innar sem enn höfðu ekki fengið hana. Ljúka átti þessum fram- kvæmdum á fjórum árum. Það var við þessar kringum- stæður að fjórir ungir verkfræð- ingar, Einar Arnórsson, Einar H. Árnason, Karl Ómar Jónsson og Pétur Guðmundsson, ákváðu að stofna verkfræðistofuna Fjar- hitun, en formlegur stofndagur var 1. janúar 1962. Pétur hafði áður unnið hjá Almenna bygg- ingafélaginu meðal annars við uppbyggingu radarstöðvar á Stokksnesi og gerð frumáætlun- ar um stækkun hitaveitunnar sem áður er getið. Samvinna okkar fjórmenninga sem stofnuðum Fjarhitun gekk alla tíð mjög vel, við vorum tryggir vinir og hjálpuðum hver öðrum þegar á móti blés. Flest árin voru næg verkefni og við höfðum trausta viðskiptavini. Verkfræðistofan fékk fjölbreytt verkefni sem oft var spennandi að fást við. Gríðarlegar tækni- framfarir voru á þessum árum og menntun starfsmanna fylgdi framþróuninni. Segja má að með tölvuvæðingunni hafi orðið bylt- ing á starfsaðstöðu á verkfræði- stofum. Þekking á stofunni er fyrst og fremst þekking starfs- fólksins og þakka ber þessu fólki fyrir tryggð við Fjarhitun. Einar Arnórsson og Pétur voru áhugasamir veiðimenn og fóru nokkur vor í Miðfjarðará. Þeir voru slungnir við veiðarnar, duglegir og þolinmóðir. Síðar fórum við fjórmenningarnir í mörg ár með konum okkar til veiða í Miðfjörðinn um Jóns- messuna og það voru sannkall- aðir dýrðardagar þótt veiðin væri misjöfn. Það var ósjaldan að konurnar björguðu ferðinni því þær voru allar áhugasamar um veiðarnar. Þana var Pétur á heimavelli því hann hafði verið mörg sumur á Búrfelli í Miðfirði hjá móðurfólki sínu. Pétur var félagslyndur, naut þess að vera á mannamótum, tala við fólk og segja gamansög- ur. Hann spilaði brids og tefldi skák, m.a. á taflmótum starfs- manna. Pétur var mikill mála- maður, talaði góða dönsku og ensku. Efalaust hefur það tengst þeim bakgrunni Péturs að Guð- mundur faðir hans var starfs- maður danska sendiráðsins á Hverfisgötu og á Stokksnesi og í Straumsvíkurhöfn var enskan talmálið við framkvæmdirnar. Við Ólöf þökkum Pétri vin- áttu, tryggð og farsæla samfylgd í áraraðir og sendum Steinu, börnum þeirra og allri fjölskyld- unni okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Pét- urs Guðmundssonar. Karl Ómar Jónsson. Pétur Guðmundsson stofnaði ásamt þremur félögum sínum verkfræðistofuna Fjarhitun árið 1962. Þar starfaði hann allt til ársloka 1997 þegar hann hætti störfum vegna aldurs. Verk- fræðistofan var upphaflega stofnuð til að annast hönnun og framkvæmdaeftirlit með stækk- un Hitaveitu Reykjavíkur, en þá var nær helmingur húsa í Reykjavík hitaður með olíu. Mestallan sinn starfstíma hjá Fjarhitun stjórnaði Pétur stórum verkefnum við stækkun og endurbætur hitaveitunnar. Einnig kom Pétur að verkefnum við hafnargerð og hafði m.a. yf- irumsjón með hafnarfram- kvæmdum við Straumsvíkurhöfn og Þorlákshöfn. Að þessum verk- efnum vann fjöldi yngri verk- og tæknifræðinga undir stjórn og leiðsögn Péturs. Pétur var góður stjórnandi, skilgreindi verkefnin vel, treysti mönnum fyrir því sem þeim var falið en veitti leiðsögn og lagði gott til málanna þegar þess var þörf. Allan tímann sem Pétur starfaði hjá Fjarhitun tók hann öflugan þátt í félagslífi starfs- manna hvort sem um var að ræða árshátíðir, þorrablót, skemmtikvöld, skákmót eða ferðalög. Eftir að Pétur lauk störfum hélt hann áfram að taka þátt í ýmsum viðburðum starfs- mannafélagsins meðan honum entist heilsa til. Pétur eignaðist fjölmarga vini meðal samstarfs- manna á þeim 35 árum sem hann starfaði hjá Fjarhitun. Við kveðj- um nú þennan gamla starfs- félaga með þakklæti í huga fyrir ánægjuleg kynni og vottum fjöl- skyldu hans innilega samúð. Sigþór Jóhannesson. Okkur þrjá, fyrrverandi sam- starfsfélaga Péturs Guðmunds- sonar, langar til að minnast hans með nokkrum orðum. Leiðir okkar og Péturs lágu saman fyr- ir tæpum 25 árum er við hófum störf hjá verkfræðistofunni Fjar- hitun, en Pétur var einn af fjór- menningunum sem stofnuðu það fyrirtæki. Pétur tók strax vel á móti okkur, ungum og óreyndum verkfræðingunum nýkomnum úr námi, og reyndist hann okkur góður lærifaðir, leiðbeinandi og samstarfsmaður. Hann bjó yfir mikilli þekkingu og reynslu sem við ungu mennirnir sóttum óspart í og var hann ávallt tilbú- inn til að ræða málin og gefa góð ráð. Aldrei bar skugga á okkar samskipti og ríkti gagnkvæm vinátta og traust okkar í milli. Pétur var félagslyndur maður sem tók fullan þátt í félagslífinu, hvort sem það voru þorrablót, skákmót, veiðiferðir eða fjöl- skylduferðir Fjarhitunar. Þá eru okkur minnisstæðar staðfærðu skopsögurnar, oftar en ekki fengnar að láni úr dönsku viku- blöðunum hennar Steinu, sem hann flutti við ýmis tækifæri. Pétur var snjall og kappsfullur veiðimaður og var hann einnig mjög fús til að leiðbeina okkur á því sviði og eru margar veiðiferð- ir með Pétri og Steinu okkur of- arlega í huga. Hann var barngóð- ur og hlýr og nutu börnin okkar samvista við hann í ferðalögum sem voru árviss hjá Fjarhitun. Enn er í minnum haft þegar hann hvatti börn tveggja okkar, Jóhönnu og Örn, til dáða í gönguferð um Þjófadali. Þá gaf hann þeim kraftpillur þegar þau voru farin að þreytast á göng- unni og orðin orkulítil, en kraft- pillur þessar sem höfðu svona góð áhrif á börnin voru einfald- lega Tópas. Um leið og við þökk- um Pétri samfylgdina sendum við Steinu og fjölskyldu Péturs okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Minning um góðan mann lifir. Páll R. Guðmundsson, Sigurður Guðjónsson, Þorleikur Jóhannesson. Pétur Guðmundsson Í dag hefði ást- kær föðursystir okkar bræðra Guðlaug Hallbjörnsdóttir eða Lauga frænka, orðið 85 ára gömul. Okkur langar að minn- ast hennar í örfáum orðum. Lauga frænka lést hinn 23. mars sl. eftir stutt veikindi. Lárus faðir okkar var yngst- ur í sjö systkina hópi þar sem Lauga var eina systirin. Lauga var blátt áfram og hreinskiptin og lá ekki á skoð- unum sínum og var ekkert óvið- komandi er varðaði okkur Guðlaug Sigríður Hallbjörnsdóttir ✝ Guðlaug Sig-ríður Hall- björnsdóttir, fv. matráðskona, fæddist á Seyð- isfirði 14. apríl 1926. Útför Guðlaugar fór fram frá Nes- kirkju 7. apríl 2011. bræður. Hún hringdi oft bara til að athuga hvort all- ir væru ekki lagi og hún kom í heim- sókn upp á gamla mátann, hringdi bara dyrabjöllunni og var ekkert að hringja á undan sér. Við bræður höf- um alla tíð fundið fyrir ástríki og umhyggju föð- ursystur okkar, t.d. þegar einn okkar var að slá sér upp með yngismey norðan úr landi og sú var að vinna í Brúarskála, Lauga frænka birtist á tröpp- unum hjá henni og kynnti sig, henni fannst kominn tími til að hitta stúlkuna sem hún hafði heyrt að bróðursonurinn væri að spá í, hún endaði með að gista um nóttina. Lauga ferðaðist mikið til Bandaríkjanna, það var ekki ónýtt að hafa hana sem ferða- félaga og fékk einn okkar að reyna það er hann fór í sam- floti með frænku sinni fram og til baka til Los Angeles árið 1973. Meðal annars fór hún með drenginn í Empire State- bygginguna í New York og hafði á orði að nær kæmist maður ekki drottni, án þess að fljúga. Eins langt aftur og elstu frændsystkini muna var Lauga frænka alltaf með boð heima hjá sér á jóladag. Lauga bjó með afa okkar, Hallbirni og bróður sínum Sig- urði sem átti afmæli á jóladag (þeir feðgar létust báðir árið 1982). Þarna hitti maður alla föðurfjölskylduna eins og hún lagði sig. Þegar fjölskyldan var orðin svo stór að ekki var hægt að koma öllum fyrir á Reyni- melnum með góðu móti var boðið fært á fyrsta sunnudag í aðventu og hefur verið haldið með fáum undantekningum í KR-heimilinu, enda sló stórt hjarta frænku okkar alveg í takt við það félag alla tíð. Þetta jólaboð hefur alltaf verið kallað Lauguboðið og ber fjölskyldan vonandi gæfu til að það haldi áfram og þannig halda á lofti minningu Laugu og bræðra hennar um ókomin ár. Lauga frænka var mikil mannvinur og átti hún pláss í hjarta sínu fyrir alla þó að fjöl- skylda hennar, frændgarður og vinir væru margir, gat hún allt- af á sig blómum bætt. Það var eins og Lauga hefði eitthvert skilningarvit sem fáir hafa, þ.e. þessa næmni til að vita hvenær hjálpar var þörf og alltaf var Lauga til í að hjálpa. Einstakt var samband henn- ar við nýbúana úr austri, sem væntanlega var miklu umfangs- meira en við gerum okkur nokkurn tíma grein fyrir. Við bræður viljum þakka Laugu frænku fyrir samfylgd- ina, ástina og umhyggjuna, góð- mennskuna og kætina. Betri frænku er ekki hægt að hugsa sér og það er skrítið til þess að hugsa að hún skuli vera farin en nokkuð þykir okkur klárt að ekki situr hún auðum höndum á nýjum stað. Við vottum Sævari, öllum ættingjum og vinum okkar inni- legustu samúð. Þórður, Halldór og Lárus Lárussynir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.