Morgunblaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2011 Unicef á Íslandi, Umboðsmaður barna og Reykjavíkurborg standa fyrir verkefninu „Stjórnlög unga fólksins“. Markmiðið er að tryggja að skoðanir íslenskra barna og ung- menna fái að heyrast í endurskoð- unarferli stjórnarskrárinnar. Opnuð hefur verið vefsíðan www.stjornlogungafolksins.is en þar er að finna skemmtilegt fræðsluefni þar sem stjórnarskráin er skoðuð með nýstárlegum hætti. Á laugardag nk. verður þing ungmennaráða haldið í Iðnó í Reykjavík og verður fultrúum þess boðið að vinna skýrslu um stjórn- arskrána út frá því efni sem hlaðið verður upp á vefsíðu verkefnisins. Skýrslan verður svo send til fjöl- miðla og afhent fulltrúum stjórn- lagaráðs og Alþingis. Morgunblaðið/Ernir Börn Unicef vill að raddir barna heyrist. Stjórnlög ungs fólks Sendiráð Japans á Íslandi auglýsir eftir umsóknum um námsstyrki á vegum japanskra stjórnvalda til handa íslenskum námsmönnum. Um er að ræða þrjá flokka styrkja: 1. Styrkur til framhalds- náms á háskólastigi, ýmist mast- ersnám eða doktorsnám. 2. Styrkur til grunnnáms á há- skólastigi. 3. Styrkur til náms í iðn- tæknigrein. Styrkirnir eru fyrir námsárið 2012 en lokafrestur til að skila um- sóknum rennur út 1. júlí 2011. Frekari upplýsingar fást hjá sendiráðinu eða með tölvupósti á japan@itn.is. Styrkir til háskóla- náms í Japan Á morgun, föstudag, kl. 12:15 mun málvísindamaðurinn Peter Austin halda opinn fyrirlestur um hin 7.000 tungumál jarðar í hátíðarsal Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og heitir „7.000 Languages: Linguistic and cultural diversity from global and local perspectives“. Peter Austin er prófessor við University of London og einn af fremstu málvísindamönnum sinnar tíðar. Hann er líka ritstjóri bók- arinnar „Eitt þúsund tungumál“. 7.000 tungumál Í dag, fimmtudag, kl. 8:30-10:45 verður hald- inn morg- unverð- arfundur hjá Matís, Vín- landsleið 12, undir yf- irskriftinni: „Líftækniiðn- aður: Vaxt- arbroddur framtíðarinnar?“ Á fundinum verða erindi frá fyr- irtækjum ásamt erindum frá Matís og HÍ. Fyrirtækin munu einnig kynna starfsemi sína. Í kjölfar fundarins verður gestum boðið að skoða húsnæðið á Vínlandsleið 14 en þar hafa nokkur fyrirtæki sem eru í nánu samstarfi við Matís kom- ið sér fyrir. Skráning á fundinn er á liftaeknifundur@matis.is. Morgunverðarfund- ur um líftækniiðnað STUTT Umhverfisstofnun hefur ákveðið að veita Becromal, sem rekur afl- þynnuverksmiðju í Eyjafirði, áminn- ingu fyrir að brjóta gegn starfsleyfi sínu. Er ástæðan sú að samfelld vöktun með sjálfvirkum greiningarbúnaði á styrk fosfórs sé ekki til staðar eins og krafist sé í starfsleyfinu. Enn fremur gerir Umhverf- isstofnun kröfu um að úrbætur verði gerðar hvað varðar samfellda vökt- un á styrk fosfórs og að þeim verði lokið fyrir 1. júní 2011. Þangað til framangreindur búnaður kemst í gagnið skal handvirkum mælingum á styrk fosfórs haldið áfram. Loks gerir stofnunin ráð fyrir að auka eftirlit eftir 1. júní 2011 til að ganga úr skugga um að úrbótum sé lokið. Umhverfisstofnun segir að í kjöl- far þessa máls sé nauðsynlegt að gerðar verði breytingar á við- brögðum við því þegar fyrirtæki brjóta gegn ákvæðum starfsleyfa. Stofnunin þurfi heimildir til að beita stjórnsýsluviðurlögum, s.s. stjórn- valdssektum, þegar fyrirtæki hefur brotið gegn ákvæðum starfsleyfis en bætir síðar úr eða þegar ekki er unnt að bæta úr. Núverandi regluverk miði að því að knýja fram úrbætur og virki vel til þess en engin ákvæði séu um stjórnsýsluviðurlög eins og þekkist í öðrum málaflokkum sem séu háðir opinberu eftirliti. Segist stofnunin telja mikilvægt að hafa úrræði til þess að beita slík- um viðurlögum í þeim tilvikum þar sem upp kemst um brot á starfsleyfi. Umhverfisstofnun veiti Becromal áminningu Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.