Morgunblaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2011 Við aðstæður sem ég lýsti í fyrri pistli mínum hlýtur að vera nánast útilokað að hefja friðarviðræður nema Ísraelar gefi mjög mikið eftir, hætti að vera með þennan óþolandi hroka og sýni raun- verulegan friðarvilja. Friðarsamkomulag, sem gert væri undir fyrrnefndum þrýstingi og aðstæðum er lítils virði og mun ekki endast lengi. Þetta væri aðeins til þess að styrkja Hamas, öfgahópa og gera Abbas og félaga í PLO að land- ráðamönnum þegar þeir eru að semja af sér. Hamas unnu stór- sigur í frjálsum og lýðræðislegum kosningum á árinu 2006 í allri Pal- estínu en voru ekki samþykktir til viðræðna af BNA og Ísrael svo PLO voru „valin“ af þeim. Síðan þá hefur ekki verið kosið, því fyr- irsjáanlegt er að Hamas sigri aft- ur. En hvað gerðist þá 26. sept- ember 2010 eftir að tímabundið byggingarbann á Vesturbakkanum rann út? Umheimurinn, BNA líka í þetta sinn, þrýsti á Ísraela til að framlengja bannið á herteknu svæðunum. Ísraelar samþykktu það ekki og framkvæmdir byrjuðu aftur. Nú situr allt við það sama og áður – og umheimurinn þegir. Palestínumenn slitu friðarvið- ræðum og síðar verður þeim kennt um árangurslausa frið- arráðstefnu. Um hvað eiga þeir eiginlega að tala? Netanyahu, for- sætisráðherra Ísraels, virtist tilbúinn að framlengja bannið „tímabundið“, en hann mætti harðri andstöðu hægri manna og heittrúaðra Gyðinga. Vegna veikr- ar stöðu sinnar á þinginu hætti hann við framlenginguna. Þar sem Ísrael er lýðræðisríki (fyrir gyð- inga, ekki Palestínumenn) þýðir það með öðrum orðum að meiri- hluti ísraelskra kjósenda er sáttur með þannig stjórn ræningja, öfga- manna og kúgara. Hinn 11.10. 2010 helltu Ísraelar enn meiri olíu á eldinn. Ísraelska þingið samþykkti lög sem krefjast af innflytjendum og heimamönn- um, sem ekki eru gyðingar, holl- ustueiðs og viðurkenningar á því að Ísrael sé „lýðræðislegt gyð- ingaríki“. Hvað er nú þetta? Með því tekur Ísrael síðasta mögu- leikann af 20% Palestínumanna, sem enn eru í Ísrael, að þeir hafi nokkur áhrif á stjórnmál eða rétt- arfar þar í landi. Einnig loka þessi lög fyrir alla von á því að palest- ínskir flóttamenn geti nokkurn tíma snúið til sinna heimahaga í Ísrael. Landræningjabyggðir eru að ísraelskri túlkun hluti af Ísrael og mundu Palestínumenn á V- bakkanum með samþykki þessara laga afsala sér sínu eigin landi. Og þá lýsir Netanyahu „höfðinglega“ yfir að í staðinn fyrir samþykki muni Ísrael fram- lengja bygging- arbannið í landnema- byggðum tímabundið. Hvers konar „eft- irgjöf“ er þetta, hver getur stöðvað þessa ræningja? Hinn 9.11. 2010 lýsti Netanyahu því yfir að Ísrael mundi reyna í næstu viku, á fundinum um frið- arferlið í Washington, að fá BNA til þess að samþykkja að Ísrael-BNA gerði árás á Íran. Á nú að plata BNA til að fara í stríð í fjórða sinn á fáum árum gegn múslímaríki á fölskum forsendum? Eftir heimkomu þann 14.11. 2010 er í farteski hans til- laga BNA þess efnis að koma frið- arviðræðum af stað að nýju. Til- lagan er sú að Ísraelar framlengi byggingabannið á herteknum svæðum um 90 daga. Fram- kvæmdir í palestínsku A- Jerúsalem eru undanskildar frá tillögunni. Samþykki ísraelska þingið tillöguna munu BNA í framtíðinni ekki styðja áform um framlengingu á byggingabönnum né skipta sér af því. Þannig tillaga er ekki svaraverð af hálfu Palest- ínumanna. Samþykki á því væri ávísun á enn meira landrán. Möguleiki á stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis á því litla svæði sem Ísraelar eru ekki þegar búnir að ræna, væri gerður að engu. Er það einmitt markmið Ísraela. Ein- kennilegt er að stjórn Palest- ínumanna hafði ekki hugmynd um þessa tillögu, enda ljóst að þeir voru ekki spurðir álits. Allt er gert einhliða hjá ísraelskum BNA. Hinn 21.11. 2010 mótmæltu þús- undir Ísraela á götum Jerúsal- emborgar ofanskráðri tillögu BNA. Þeir heimta að bygg- ingabannið verði ekki framlengt, ekki einu sinni tímabundið. Ein- kennilegt var að sjá til mótmæl- enda. Þar voru ekki samankomnir ofsatrúaðir gamlingjar heldur mest af ungu fólki sem ætti að vita betur. Er búið að heilaþvo það í nafni trúarinnar? BNA lýsti því formlega yfir þann 7.12. 2010 að þau hefðu lagt tillöguna um framlengingu á byggingabanninu á herteknum svæðum á hilluna. Með því skildu þeir eftir úlfana og sauðkindurnar í sama haga, og enn einu sinni sigraði glæpur rétt- lætið. Svarið við fyrirsögninni um frið er því eitt stórt nei! Svona haga Ísraelar sér. Vandinn og rót- in að ófriði í Miðausturlöndum eru ekki múslímar, það er Ísrael. Tím- inn vinnur með þeim, þar sem engin alþjóðabreiðfylking er til staðar til að stöðva þá. Því er það undir landi eins og Íslandi komið að taka einhliða af skarið. Viðurkennum Palestínu sem sjálfstætt ríki eins og yfir 100 önnur lönd hafa þegar gert. Sýn- um kjark og slítum stjórnmála- sambandi við Ísrael, setjum við- skiptabann á það og leggjum af öll „vináttusambönd“. Látum Ísland vera fordæmi eins og gert var í máli Bobby Fischers og með við- urkenningu á sjálfstæði Eystra- saltsríkjanna. Að bíða eftir ein- hverri breiðfylkingu á móti stjórn Ísraels eru draumórar og tímasó- un. Friður á milli Ísraela og Palestínumanna? – Til umhugsunar Eftir Edmund Bellersen »…krefjast af inn- flytjendum holl- ustueiðs og viðurkenn- ingar á því að Ísrael sé „lýðræðislegt gyð- ingaríki“. Edmund Bellersen Höfundur er tæknifræðingur. Góður gestur kom hingað til lands í vik- unni. Lars Christian- sen frá Danske Bank var kjarnyrtur líkt og þegar hann varaði Ís- lendinga við útþenslu íslensku bankanna ár- ið 2006. Lars kveður Íslendinga hafa lítinn efnahagslegan ávinn- ing af aðild að Evrópu- sambandinu. Ákvörð- unin væri pólitísk fremur en efnahagsleg. Og nei-við-Icesave hamlar ekki hagvexti, segir Lars. Hann er bjartsýnn á þróun íslenska hagkerfisins. Christiansen er ekki í pólitík. Hvoru tveggja áhugaverðar yfir- lýsingar. Ekki síst í ljósi síbylju elít- unnar um að allt færi á versta veg ef þjóðin hafnaði Icesave. Lars mætti í Kastljós og auðvitað kom hvorugt til umræðu. Hinn danski gestur furðaði sig á því að þurfa að verja hendur sínar af ásökunum um bjartsýni fyrir Íslands hönd. Hann furðaði sig á þunglyndinu. Und- anfarnar vikur og mán- uði hefur elítan í land- inu talað kjark úr þjóðinni. Hér ætti allt að fara á versta veg ef þjóðin hafnaði Icesave. Sjálfur forsætisráð- herra þjóðarinnar hefur fært heimsbyggðinni þau tíðindi að hér fari allt í kaldakol! Nú segist elítan með ráðherra í broddi fylkingar komin í „hetjulega vörn“ fyrir Íslands hönd. Auðvitað er það bábilja. Með Icesave-málinu urðu þau þáttaskil í íslenskri sögu að ríkisstjórn Íslands tók útlenda hags- muni fram yfir íslenska. Hvernig getur þjóðin treyst þessu sama fólki að halda á hagsmunum Íslands? Sporin hræða. Það var að vonum að skoðun Lars á Icesave kæmi ekki til umræðu í Kastljósi. „Við ræðum ekki Icesave,“ sagði Þóra Arnórsdóttir efnislega við Lars og sleit samtalinu. Hún var sjálfri sér samkvæm. Í svokölluðum fræðsluþætti RÚV hafði hún ein- vörðungu dregið á flot útlendar hót- anir í garð Íslendinga. Sleppt til dæmis að minnast á Financial Times og The Wall Street Journal sem höfðu hvatt Íslendinga til þess að hafna Icesave. Auðvitað finnst Kastljósi engin ástæða til að ræða skoðun Lars Christiansen þess efnis að nei-við- Icesave sé bara allt í lagi. Við ræðum ekki Icesave Eftir Hall Hallsson Hallur Hallsson » Auðvitað finnst Kastljósi engin ástæða að ræða skoðun Lars Christiansen þess efnis að nei-við-Icesave sé bara allt í lagi. Höfundur er blaðamaður og rithöfundur. Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali Bréf til blaðsins Ég ætlaði varla að trúa mínum aug- um er ég las í Morgunblaðinu um daginn, að haft var eftir einum af ráð- herrum rík- isstjórnarinnar að nú yrðum við að drífa okkur finna nýja markaði fyrir þá fiskafurð sem Japanir hefðu ætl- að að kaupa af okkur (þvílík smán.) Auðvitað áttum við að senda Jap- önum alla þá fiskafurð sem þeir ætl- uðu að kaupa af okkur og vera ekkert að spyrja að því hvort þeir borguðu okkur eða ekki. Öll loðnuhrognin og loðnuna sem aðrar þjóðir hafa ekki keypt af okkur nema í litlum mæli Við höfum áður lent í afar slæmum atburðum eins og að sleppa síld- arvertíð, það var þegar síldin hvarf fyrir austan land 1967-68 á einni nóttu. Þá var við völd ríkisstjórn sem kunni að taka á vandanum, viðreisn- arstjórnin með Bjarna heitnum Benediktssyni. Japanir eru ein af okkar bestu vinaþjóðum og við- skiptaþjóðum, það er alveg klárt að Japan verður ekki lengi að reisa sig úr öskustónni, þeir hafa sýnt það áð- ur. Ísland er skuldum vafið eins og skrattinn skömmunum og okkur munar ekkert um að sleppa einni loðnuvertíð. Ríkisstjórnin er hvort sem er búin að blóðmjólka lítilmagnann með sköttum og hefur ekkert að gera við meiri peninga til að sóa í alls konar gæluverkefni eins og Hörpuna (tón- listarhús) sem mun kosta tugi millj- arða króna. Í kringum Ísland er allt fullt af fiski, bæði uppsjávarfiski og botn- fiski. Ef bara við fengjum að njóta þess sjálfir að veiða þann fisk. Allt er þessari ríkisstjórnaróværu til skammar. Það er rifist og skammast yfir smæstu atriðum en ef eitthvað skynsamlegt kemur um aukin verk- efni þá er allt haft á hornum sér, fundið að öllu svo ekkert verður gert. Það virðist sem allir aðilar sem eitt- hvað vilja koma okkur í gegnum þessa kreppu séu löngu búnir að gef- ast upp á þessari ólánsríkisstjórn. Best væri náttúrlega að kjósa sem allra fyrst, láta fólkið í landinu sýna svart á hvítu hvaða trú það hafi á rík- isstjórninni. Mér er alla tíð í minni 1947-1948 þegar þýsku togararnir komu hingað í boði okkar er Hvalfjarðarsíldin stóð sem hæst og síldinni var sturtað bara úr bátunum í togarana. Þjóðverjar voru okkur afar þakklátir þar sem þjóð þeirra var í sárum eftir seinni heimstyrjöldina og milljónir sak- lausra borgara sultu, sem enga sök áttu á þessari brjálæðislegu styrjöld. KARL JÓHANN ORMSSON, fv. deildarstjóri. Hjálpum japönsku þjóðinni Frá Karli Jóhanni Ormssyni Karl J. Ormsson Eini stjórnmálaflokkurinn sem ekki hefur gert upp „hrunið“ er Samfylk- ingin. Enn sitja hrunráðherrarnir Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéð- insson, enn er fyrrv. banka- málaráðherra í þingflokknum, og Samfylkingin sá svo um að enginn af þeirra ráðherr- um kæmu fyrir landsdóm og ætl- ar að kenna einum manni um hrunið. Hafi þingmenn Samfylkingarinnar ævarandi skömm fyrir. En þegar forsaga þessa fólks er skoðuð þá þarf engan að undra svona framkoma af þeirra hálfu. Við höfum nú búið við verstu ríkisstjórn frá lýðveldisstofnuninni. Allt snýst um að leika sér að fjöreggi þjóð- arinnar og láta almenning blæða. Það er athyglisvert að í öllum hruna- dansinum sem óneitanlega hefur verið hvað mestur í kringum Baug, Jón Ásgeir og Kaupþing, þá minnist Jóhanna ekki einu orði á þessa aðila. Hver er ástæðan? Jú, Baugur og Kaupþing voru eins konar gæludýr Samfylkingarinnar sem var stjórn- málaarmur Baugs. Haldið þið að það gæti gerst einhvers staðar annars staðar í heiminum að sá sem gekk harðast fram í hruninu skuli eiga og reka sjónvarpsstöð og fréttablað enn þann dag í dag? Nei, þetta gæti ekki gerst og getur ekki gerst nema und- ir verndarvæng forsætis- og fjár- málaráðherra, Jóhönnu og Stein- gríms. Það er líka athyglisvert að það er hægt að afskrifa múltí- milljónir hjá þessum vinum Sam- fylkingarinnar, en ekki krónu hjá skuldugri og skattpíndri alþýðu þessa lands. Og nú ætlar hún að gera okkur að Icsave-þrælum það sem við eigum eftir ólifað. Ég segi nei. Skammastu þín, Jóhanna. Borgarbúar hafa nú reynt á eigin skinni að leikarar eiga að vera í leik- húsinu, en ekki fá að leika sér með fólk. Dagur B. Eggertsson og Oddný Sturludóttir eru af 101-klíkunni sem situr á kaffihúsum í 101 og sötrar hvítvín á daginn. Dagur hefur löngu sýnt að hann er froðusnakkur, en nú er komið í ljós að Oddný Sturludóttir er engu betri. Árásir þeirra á barna- fjölskyldur eiga sér engin fordæmi, hrokinn og mannfyrirlitningin sem þessu unga fólki er sýnd, er í nýjum hæðum. Aldrei fyrr hefur verið veg- ið jafn óvægið að menntun barnanna okkar. Og á sama tíma er útsvarið hækkað upp úr öllu valdi, og einka- væðingin sem aldrei fyrr. Sannleik- urinn er bara sá að þetta er Sam- fylkingin; svona vinnur hún. Í guðsbænum látið þetta fólk aldrei fá atkvæðið ykkar. ÓMAR SIGURÐSSON, skipstjóri. Hin dauða hönd Samfylkingarinnar Frá Ómari Sigurðssyni Ómar Sigurðsson Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðu- greinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréfum til blaðsins. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið má m.a. finna undir Morgunblaðshausnum efst t.h. á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.