Siglfirðingur

Tölublað

Siglfirðingur - 03.07.1948, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 03.07.1948, Blaðsíða 3
8 SIGLFIIt 9INÖUB 9 Alyktanir Utanríkismál LANDSFUNDURINN leggur á- 'herzlu á, að alþjóð manna geri sér fyllsta grein fyrir þeirri gífur- legu breytingu, sem orðið hefur á aðstöðu íslands til annarra þjóða og alþjóðamála á síðustu árum, vegna þess að íslendingar eru með stofnun lýðveldisins, orðnir sjálf- stæður aðili í alþjóðamálum, og með aukinni tækni hafa viðskipti okkar við útlönd margfaldast, en við það hefur hagur þjóðarinnar orðið háðari erlendum viðskiptum en áður var. Fundinum er að sönnu ljóst, að áhrif Islands verða ætíð harla lítil á alþjóðavettvangi, en hann telur, að sú staðreynd megi ekki verða til þess, að landsmenn láti undir höfuð leggjast að marka skýrt af- stöðu s'ina gagmvart megmstefnum heimsmálanna, vegna þeirra marg- víslegu áhrifa, sem úrslit alþjóða- mála geta haft á hag íslenzku þjóðarinnar. Til að tryggja sjálfstæði íslands og frelsi, og vegna hagsmuna þess í bráð og legnd, telur fundurinn einsælt, að Islandi beri að skipa sér í hóp annarra vestrænna lýð- ræðisþjóða, sem þjóðin á sam- fylgd með vegna legu landsins, menningar sjálfrar hennar og stjórnskipunar. Fundurinn telur þess vegna sjálf sagt, að ísland taki þátt í viðleitni þessara ríkja til eflingar friðinum í heiminum og endurreisnar starfi þeirra, svo sem samtökum þeim um viðreisn Evrópu, sem kennd er við Marshall-áætlunina, enda er augljóst, að slík endúrreisn miðar að því að skapa það jafnvægi í heiminum, sem bezt tryggir frið- inn, auk þess, sem hún er Islandi sjálfu fjárhagsleg nauðsyn, beint og óbeint. Fundurinn telur, að þannig og með svipuðum hætti eigi ísland að stuðla að því, að friður haldist í heiminum og velsæld aukizt, enda hefur þátttaka landsins í Samein- uðu þjóðumun og meðferð at- kvæðisréttar þess þar þegar sýnt eindreginn hug landsmanna í þessu efni Hlutverk utanríkisþjónustuiuiar Landsfundurinn fagnar því hversu mikið hefur áunnizt að afla markaða fyrir íslenzkar fram- leiðsluvörur á árunum eftir stríðs- lok, þegar aðstaða öll gerbreyttist frá þvi, sem áður var. Vegna við- skiptaástandsins í heiminum hefur utanríkisþjónusta landsins orðið að hafa forgöngu í nær öllum þessum viðskiptum, eða veita til þeirra at- þeina sinn á einn eða annan veg. landsíundar Sjálfstæðisflokksins Islendingar nieðal vestrænna lýðræðisþjóða frjálsræði í atvinnurekstri, atvinnuöryggi o.fL Fundurinn télur þess vegna, að fáu fé sé betur varið en því, sem fer til utanríkisþjónustunnar, og beri ‘þó að hafa í huga, að þótt viðsk.málin hljóti að verða aðal- viðfangsefni utanrdkisþjónustu Is- lands, þá verður hún einnig að fjalla um venjuleg milliríkjastjórn- mál og efla menningarsambönd, einkum við þær þjóðir, sem eru Is- lendingum skyldastar. Fundurinn þakkar öllum þeim, sem hlut eiga að máli, hversu vel hefur tekizt í þessum efnum á fyrstu árum lýðveldisins, og væntir að áframhaldið verði jafn giftu- ríkt og upphafið, enda lýsir fund- urinn eindregnu fylgi s'inu við stefn þá í utanríkismálum, sem ráðherrar flokksins hafa markað. Samniugurina um Keflavíkuillugvöllinn Landsfundurinn þakkar fyrrver- andi ráðherrum flokksins og þing- mönnum öllum fyrir þá einbeittu og þjóðhollu afstöðu, sem þeir tóku til samningagerðarinnar um Keflavikurflugvöll og brottför hins erlenda setuliðs héðan af landi. Telur fundurinn, að afstaða þeirra hafi ein verið í samræmi við hags- muni landsins og vítir framkomu þeirra, sem af þjónkun við ímynd- aða hagsmuni erlendis stórveldis snerust öndverðir gegn svo sjálf- sagðri samningagerð og beittu ósæmilegum aðferðum í þessari baráttu sinni. Endurskoðun stjórnarskrárinnar LANDSFUNDURINN telur, aó við endurskoðun stjórnarskrár- innar beri m.a. að tryggja eftir- farandi: 1. Lýðræði, þingræði og almenn mannréttindi. 2. Sérstakar ráðstafanir til að gera stjórnarmyndun auðveld- ari en nú er og koma þannig í veg fyrir langvarandi stjórnar- kreppur. 3. Gætilega afgreiðslu fjárlaga. 4. Að forseti íslands sé fulltrúi þjóðarinnar allrar, sem hún geti sameinast um á örlagia- stundum og því beri að varast þær tillögur, sem fram hafa komið um að draga hann inn í dægurþras stjórnmálanna. 5. Að fundin verði eðlileg leið til að efla raunverulegt vald hér- aðanna og koma í veg fyrir sameiningu allrar stjórnar á málefnum landsmanna á einn stað, en varar jafnframt við til- lögum, er fram hafa komið og taldar eru til eflingar á valdi héraðanna en raunverulega miða að því að veita einum stjórnmálaflokki langtum meira vald, en hann hefur lýð- ræðislegan rétt til. Frjálsrœði í atvinnurekstri Landsfundurinn telur, að höml- ur þær. sem settar hafa verið á frjálsræði ’i atvinnurekstri lands- manna og fraratak einstaklingsins henti ekki til lengdar hér á landi, heldur verði -þetta hvort tveggja að fá að njóta sín sem bezt, ef heilbrigt atvinnulif á að eflast og hagsóld almemiings að aukast. Hinsvegar viðurkennir fundur- inn þau sérstöku atvik, sem eru fyrir hendi, á meðan milliríkjavið- skipti eru drepin í þann dróma, að höfuðframleiðsluvörur lands- manna verða ekki seldar né nauð- synjar þeirra keyptar nema með milliríkjasamningum, og kaup- gjalds- og verðlagsmálum lands- manna er þannig skipað, að vinnu- afl og fjármagn flýr framleiðsl- una, en slíkt hlýtur að leiða til j margskonar hamla og takmarkana innanlands. Fundurinn telur, að jafnskjótt og þessar ástæður hverfa, verði að láta af öllum hömlum, sem af þeim leiðir, en vekur þó athygli á, að eina leiðin til að svo megi verða er, að áhrif Sjálfstæðisflokksins aukizt á Alþingi frá þvi sem nú er, þar sem allir hinir flokkarnir vilja, í andstöðu við Sjálfstæðis- flokkinn, mikil skipti ríkisins af atvinnurekstri og hömlur á fram- tak einstaklinganna. m - - • -tr r-rxa r - - - • V erzlunarmál LANDSFUNDURINN telur það öllum landslýð hagkvæmast, að verzlun inn á við og út á við, sé frjáls og er mótfallinn ríkisverzlun. Fundurinn vill, að einkaverzlun og samvinnuverzlun starfi hlið við hlið í frjálsri samkeppni og á jafn- réttisgrundvelli. Fundurinn telur hina mestu nauðsyn á því að koma á heil- brigðum verzlunarjöfnuði við út- lönd, bæði með aukningu fram- leiðslu útflutningsverðmæta og öðrum ráðstöfunum í þá átt, svo sem innlendum iðnaði og telur það undirstöðuatriði þess, að verzlun viðskipti komizt í heilbrigt horf. Landsfundurinn viðurkennir, að núverandi ástand í viðskiptamál- xun, innanlands og utan, geri það illa en óhjákvæmilega nauðsyn að hafa um stund eftirlit af hálfu ríkisvaldsins með verzlun og við- skiptum við útlönd, en leggur áherzlu á, að stefnt sé að því að losa um slík höft eins fljótt og ástæður leyfa, með það fyrir aug- um, að bæði innflutnings- og út- flutningsverzlun verði frjáls með öllu. , Landsfundurinn leggur áherzlu á, að meðan ekki þykir fært að taka upp frjálsa verzlun við önnur lönd, sé leitazt við að tryggja sann- gjarna vörudreifingu milli lands- hluta. Ennfremur sé tryggt, svo sem unnt er, jafnrétti þeirra, sem með verzlun fara og leitazt við að láta verzlunarhömlurnar ekki færa hana úr eðlilegum farvegum, enda sé fylgt fram þeirri meglnreglu Fjárhagsráðslaganna „að láta þá sitja fyrir innflutningsleyfum, sem bezt og hagkvæmust innkaup gera, og ftýna fram á, að þeir selji vörur sínar ódýrast ’i landinu." Með þetta fyrir augum, telur fundurinn nauðsynlegt, að gagnger endurskoðun verði látin fara fram á núgildandi úthlutunarreglum á gjoldeyris— og innflutningsleifum, svo að tryggt sé, að þau verði veitt eftir föstum og ákveðnum grundvallarreglum, en komið verði í veg fyrir misrétti og handahóf, enda gefizt aðilum kostur á að fylgjast með, hvernig úthlutun hefir verið hagað. Hinsvegar er landsfundurinn eindregið mótfallinn þeim tillögum að láta skilaða skömmtunarseðla ráða um veitingu innflutningsleyfa þar sem það myndi brjóta í bág við áðurnefnda reglu, binda hendur kaupendanna, leiða til óheppilegr- ar keppni um skömmtunarseðla og koma af stað launverzlun með þá. Landsfundurinn telur brýna þörf á, að framkvæmd Fjárhagsráðs- laganna verði komið í einfaldara og hentara form en nú er, þannig, að almenningur þurfi eigi að eiga við nema einn aðila um leyfi til nnflutnings. Verður og að tryggja að þegar fjárfestingar- og gjald- eyrisleyfi hafa verið veitt, sé gjaldeyrir fyrir hendi, svo að leyfin komi að gagni. Landsfundurinn telur, að endur- skoða þurfi verðlagsákvæði þau, sem nú gilda, svo að tryggð sé, að (Framliald á 5. síðu)

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.