Siglfirðingur

Tölublað

Siglfirðingur - 03.07.1948, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 03.07.1948, Blaðsíða 2
2 SIGLFIR ÐINGUR Rinvígistundurinn milli F.U.S Félag ungra Sjálfstæðismanna og Æskulýðsfylkingin boðuðu til sameiginlegs stjórnmálafundar í Bíó í fyrrakvöld. Fundur þessi mun hafa vakið mikla athygli meðal bæjarbúa, enda varð brátt húsfyll- ir. Því verður ekki á móti mæit, að alltof fáir fundarmenn mættu á réttum tíma. Óstundv'ísi er engum til sóma, og ættu menn að venja sig af þeim ósið. Sjálfstæðisflokkuriim einn er lifandi flokkur Vilhjálmur Sigurðsson, form. F.U.S., talaði fyrstur. Hóf hann mál sitt á því að fagna því, að æskumönnum bæjarins skyldi gef- inn kostur á að kynnast hinum tveim mestu andstæðum í íslenzku stjórnmálal'ífi og koma saman til að ræða áhugamál sín. Síðan rakti hann starfsemi og stefnu kommúnistaflokka allra landa með ítarlegum málflutningi og sýndi fram á þá skemmdar- starfsemi, sem þeir hvarvetna reka með truflunum á atvinnulífi þjóð- anna, stéttaríg og sköpun sundr- ungar í þjóðfélaginu. Hann gerði grein fyrir grund- vallarstefnu Sjálfstæðisflokksins og sýndi fram á, hvernig Sjálf- stæðisflokkurinn hefur alltaf stað- ið fremstur, alltaf verið í farar- broddi um öll þjóðþrifa og nauð- synjamál. Vilhjálmur kom inn á starfsemi Sjálfstæðisflokksins til hinna ýmsu mála og sagði þar m. a.: „Það er lengi hægt að deila um það, hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi gert algjörlega rétt í einstök- um málum, og okkur dettur ekki í hug að halda því fram, að for- ustumönnum flokksins á hverjum tíma geti ekki skjátlast. Við vitum það öll, að þeir eru aðeins menn eins og við, þeir hafa sína kosti og sína galla. En grundvallarstefn- an breytist ekki fyrir því. Það er ekki hægt að benda á einstakt mál og dæma algjörlega eftir því, held- ur eftir því hvernig flokkurinn er byggður upp. Starfsemi flokksins á hverjum tíma getur verið breyti- leg, því að Sjálfstæðisflokkurinn einn allra flokka er lifandi flokkur sem ekki bindur sig við aldagaml- ar kenningar, sem geta hafa átt fullan rétt á sér, þegar þær voru fram settar, en fallnar úr gildi sök- um þess, að framfarir og tíðarand- inn er allur annar heldur en þegar stefnur þessar voru myndaðar." Illt er að verja illan málstað Næstur tók til máls af hálfu ungra kommúnista Einar M. Al- og Æ.F.S. bertsson. Framkoma hans 'i ræðu- stól var til sóma, hann var prúður og hægur í framkomu, — en illt er að verja illan málstað og rök- semdafærslurnar fóru fyrir ofan garð og neðan hjá þessum óvenju prúða — af kommúnista til að vera — ræðumanni. Vildi Einar m. a. halda því fram, að Sjálfstæðisfl. hefði hvarvetna staðið gegn hús- byggingum og betra húsnæði, vit- andi það, að hvergi hafa framfar- irnar á þessu sviði verið jafn stór- stígar og hraðar sem í Reykjavík, þar sem Sjálfstæðisfl. hefur hrein- an meirihluta í bæjarstjórn. Svo kom hin klass'íska „Þjóð- vilja“^þvæla hjá Einari um að blessuð síldin — þökk sé henni! — hefði eyðilagt áform horngrýtis ríkisstjórnarinnar um að skapa at- vinnuleysi og eymd — og svo auð- vitað komið því til leiðar að sölu landsins þurfti að slá á frest!! Á tollahækkunina minntist Ein- ar og, þótt hann sé svo greindur að hann skilji mætavel, að þessir tollar voru settir til að greiða nið- ur þær vörur, sem fólkið þarfnast til að lifa af. Svik kommúnista við nýsköpunina Næstur tók til máls að hálfu ungra Sjálfstæðismanna Stefán Friðbjarnarson. Rakti hann at- burðarás íslenzkra stjórnmála frá þeim tími, er Ölafur Thors myndaði nýsköpunarstjórn sína. Sýndi fram á svik kommún- ista við nýsköpunarstjórnina og sagði meðal annars: „Hugsandi menn sáu þv'í að ekki nægði að kaupa ný atvinnutæki til landsinS, heldur yrði jafnframt að skapa þessum nýju atvinnutækjum starfs möguleika, ef heilbrigt atvinnulíf ætti að þróast í landinu.“ Ennfrem ur sagði Stefán: „En kommúnist- ar, sem gjarnan vildu vera með í ríkisstjórn, sem hefði nægt fé und- ir höndum, gjarnan vildu vera með í því að eyða — óttuðust nú þá stund er sjóðirnir yrðu uppétnir, óttuðust þá stund er erfiðleikarnir færu að steðja að, — þessvegna sviku þeir nýsköpunina, þegar mest á reið, að fast yrði haldið saman, og stukku burt úr ríkis- stjórninni og ollu stjórnarkreppu." Rakti Stefán síðan óheilindi .kommúnista við tilraunir við end- Urreisn stjórnarinnar, tvöfeldni þeirra er þeir sátu samtímis við samningsborð með Ólaifi Thors og Hermanni Jónassyni og gáfu báð- um í skyn vilja sinn til stjórnar- myndunar. Minntist hann einnig á, að komm únistar hefðu algjörlega slegið við meti Framsóknar, fyrst í embætt- isveitingum eftir pólitískum litar- hætti og bytlingapólitík og síðar í soralegri stjórnarandstöðu, eftir að stjórn Stefáns Jóhanns hefði verið mynduð. Ekki neitt. Síðan tók til máls stud. juris Jón Skaftason. Sló hann um sig með erlendum orðum og talaði um menn og málefni, sem lítt komu verkefnum fundarins við. Gekk ræða hans að mestu út á að reyna að rekja gang. síðusíu styrjaldar, þó að Jón brygði sér nokkuð oft úr styrjöldinni (á hættustundum) vestur í Wall Street, en þar réðist hann á Truman forseta, kallaði hann lítilsigldan mann og hann og aðra fyrrv. samstarfsmenn Roosevelts kallaði hann andstæð- inga þessa látna forseta. En eins og mönnum er kunnugt hafa kommúnistar oft á tíðum eftir lát þessa stórmerka Bandarikja- forseta saurgað minningu hans með því að nugga sínum ógeð- felldu starfsaðferðum utan í hana. Göturnar Þegar þurrt og gott veður er hér á Siglufirði, má með sanni segja, að bílar og önnur farartæki, er um göturnar fara, þyrli upp slíku ríki, að ófært sé gangandi fólki. Til mun vera í ýmsum bæjar- félögum, þótt slíkt vanti hér eins og fleira, tæki sem kallast vatns- bíll. Væri nú ekki heillaráð fyrir þetta bæjarfélag að taka 'í notkun slíkan vatnsbíl og væta göturnar þegar með þarf. Bæjarbúar ættu að ítreka þetta við forráðamenn þessa bæjarfélags. Snyrting og fegrun bæjarins Oft hefur verið um það rætt, að það mætti — án ýkja mikilla fyrir- hafnar — breyta ýmsu til batn- aðar hér á Siglufirði, þann veg, að bærinn yrði fegurri og snyrti- legri. Taka þarf til í húsasundum og óbyggðum lóðum í bænum, mála þarf hús og endurbæta girðingar þær, sem víða eru umhverfis hús og húsagarða. Einn er sá þáttur í snyrtingu bæjarihs, sem nokkur áhugi hefur vaknað. fyrir nú, og er það trjá- rækt í görðum manna eða lóðar- spildum við hús sín. Það er ótrú- legt hvílíkan svip fögur tré og fagrir garðar geta sett á eitt bæj- arfélag og nægir að benda á Akur- Þegar Jón gaf sér tíma til að minnast á innlend viðfangsefni vitnaði hann hástöfum 'í Atómstöð ina, þá bók, sem fengið hefur orð á sig fyrir að innihalda það sem kommúnistar óskuðu að hefði átt sér stað, en hefur ekki átt sér stað í raunveruleikanum. Síðar kom þessi gullvæga setning, sem æ mun í minnum höfð, er talað verður um unga kommúnista á Siglufirði, þegar Jón Skaftason lýsti því yfir, að hann „myndi ekki skammast sín fyrir að vera ungnr Framsóknarmaður í dag“! Má með sanni segja, að það sem ung- ur nemur, gamall temur!! Fundur þessi var afar fjölsótt- ur, húsið troðfullt, svo að standa þurfti aftan við sætaraðirnar. Fundur þessi fór vel fram og skipulega. Fundarstjórar voru Helgi Sveinsson og Bragi Magnús- son. Slikir fundir sem þessi er ný- breytni í stjórnmálasögu bæjarins og er þetta góð nýbreytni. Þökk sé þeim, sem að henni stóðu. Fundarmaður eyri í því sambandi. — Áfram Siglfirðingar á vegi okkar til að gera þenna bæ fagran og snyrti- legan. Simdlaugin Eitthvert skrið mun nú komið á sundlaugarmálið og er vissulega gleðilegt til þess að vita, þótt óneitanlegt sé, að fyrr, já löngu fyrr, hefði mátt hefjast handa. Vonandi er, að úr þessu sund- laugarmáli verði nú vel og varan- lega leyst, svo að aldrei framar í sögu þessa bæjarfélags eigi eftir að endurtaka sig undangengið fjögurra ára ófremdarástand í sundlaugarmálum bæjarfélagsins. Borgari. KARTOFLUR nýkomnar. Skipaverzlun Víkings h.f. N Y J A B í Ó Sunnudagur kl. 3: Báðar vildu eiga hann (litmynd) Kl. 5: Hótel Casablanca Síðasta sinn! Kl. 9: Síðsumarsmótið Litmynd með hinum vinsæla söngvara Dick Haymes

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.