Siglfirðingur

Tölublað

Siglfirðingur - 03.07.1948, Blaðsíða 8

Siglfirðingur - 03.07.1948, Blaðsíða 8
Veðurútlit: Vestfirðar oig Norður- Land, norðan gola, rigning eða þokusúld. Leiðari: Síldveiðarnar Ályktanir landsi undar Sjálfstæðis- flokksins Frétt: S. R. hefja móttöku síldar MÁLEFNALEGUR ÚSIGUR UNGKOMMÚNISTA A FUNDINUM I FYRRAKVÖLD Bezta afrek. sem Islendingur hefur sett í kúlu- varpi. að Huseby undanskildum 400 manns sátu fundinn Fundur Félags ungra Sjálfstœðismanna og „Æskulýðs- fylkingarinnar“ í Nýja bíó í fgrrakvöld var mjög fjölsóttur og fór hið bezta fram. Einkennandi var, hve fulltrúar „Æskulýðsfylkingarinnar“ báru sig aumlega undir raka- leiðslu ungra sjálfstœðismanna. Það er almannarómur hér í bæ, hve herfilegar ófarir ungkommún- istar fóru á fundinum í fyrrakvöld. Málflutningur þeirra snerist ann- ars vegar um „auðvaldið í Wall Street, bölvaða dauðu nazistana og Bretaskammirnar, sem stofn- uðu til styrjaldarinnar", og hins vegar um „braskaralýðinn ís- lenzka, skipulagningu atvinnu- leysis, sem síldin eyðilagði, lands- sölumenn, landráðamenn og kúg- ara“, sem 4/5 landsmanna fólu að að fara með umboð sitt á Alþingi. Ægilegir menn, voðaleg þjóð, Is- lendingar!! Aðal „kómedian“ í málaflutningi kommúnista var þó er Jón Skafta- son lýsti því yfir af eldmóði mikl- um, að hann „skammaðist sín ekld fyrir að vera ungur Framsóknar- maður í dag“ og virtist hann á tímabili gleyma því, að hann var þarna málssvari kommúnista en ekki ungra Framsóknarmanna. Ekki skuiu þó þessir fulltrúar ungkommúniStanna álasaðir fyrir frammistöðuna, þvi illt er að verja illan málstað. Grein um fundinn er á bls. 2. Hafna Gyðingar og Arabar sáttatilboði Bernadotte ? BÚIST er við að báðir aðilar Palestínudeilunnar, Gyðingar og Arabar, muni hafna sáttatilboði sáttasemjará Öryggisráðsins, Bernadotte greifa. Bernadotte segist ekki muni fara tfram á framlengingu vopnahlésins, fyrr en útséð sé um, hvort samn- ingar náist um sáttatilboðið. — Trygve Lie, aðalritari S. Þ., segir að öryggisráðið muni krefjast framlengingar vopnahlésins, ef samningar náist ekki bráðlega. Vopnahléð hefur undanfarið ver- ið algert í Palestínu, en ekki benda líkur til að samkomulag ætli að líást. AUGLYSENDUR! „SIGLFIRÐING UR“ kemur nú út þrisvar í t viku; flytur bæði er- j lendar og innl. fréttir | auk pólitískra greina. 7 ★ | „SIGLFIRÐING UR“ er útbreiddasta blað bæ j- arins. ★ „SIGLFIRÐING U R“ er því bezta auglýsinga- blaðið. ★ AUGLYSENDUR ! Auglýsið þar sem hag- ( stæðast er að auglýsa, ( auglýsið í ,,Siglfirðingi“, og þér hafið tryggingu fyrir því, að auglýsingar ydar ná augum — ekki einungis allra Siglfirð- inga — heldur og þeirra manna og kvenna er hér ( stunda vinnu yfir sumar- | ið. — Reynið og sann- ) færist. í S LY S. Frh. af 1. síðu sækja hafnsögumanninn. Var þá hafin leit að Þorsteini og fannst bátur hans strandaður við Akurey, mannlaus, en vél hans í gangi. Lík Þorsteins fannst síðan rekið um 150 m. frá strandstaðn- um. Þorsteinn var 53 ára að aldri og lætur eftir sig ekkju og 6 börn, það yngsta innan við fermingu. Vilhjálmur Vilmundarson Að undanförnu hefur ung- ungur reykvískur kúluvarp- ari vakið á sér athygli fyrir glæst afrek í þessari grein íþróttanna. Nýlega — eða í landskeppninni við Norð- menn — setti þessi ungi maður, Vilhjálmur Vilmund- arson glæst afrek; varpaði kúlunni 14,85 m., sem er annar bezti árangur, sem ís- lendingur hefur náð í kúlu- varpi. ★ MERKI&AFMÆLl I dag er Geirlaug Sigfúsdóttir, Steinaflötum 66 ára og tveir synir hennar, Helgi og Sigurjón Sveins- syni þrítugir. Geirlaug er fædd að Saurbæ, hér í firðinum, og hefur búið hér allan sinn aldur. Hún giftist árið 1908 Sveini Jónssyni, og eru þau hjón öllum Siglfirðingum að góðu kunn. Helgi og Sigurjón synir þeirra eru fæddir 1918. Helgi er kunnur hér á Siglufirði og víða um land fyrir íþróttaafrek sín og mikið og óeigingjarnt starf 1 þágu íþróttanna, og mun honum seint fullþakkaður sá skerifur, er hann hefur lagttil'íþróttamálabæj- arins. Hann útskrifaðist úr íþrótta- skólanum á Laugarvatni vorið 1941. Hann hefur síðan verið íþróttakennari, lengst af hér á Siglufirði, en þó einnig kennt skíðaíþrótt í Reykjavík. KOMINFORM Framháld af 1. síðu manna, að mismunurinn á þeim „isma“ og kommúnisma væri sá, að trosky-istar héldu enn fast í kenninguna um heimsbyltinguna meðan kommar, með Stalín í brodd fylkingar vildu heldur vinna að eflingu Sovét-ríkjanna, en nú virðist þetta orð ná yfir hvern þann kommúnista, er eigi hlýðir í blindni fyrirmælunum frá Moskvu. Léleg framkvæmd komm- únismans í Júgóslaviu virðist liggja í því, að Tító hugsar meir um hag bænda en skyldi, og veitir eigi„ verkalýðnum“ það forystu- hlutverk, sem kommar telja, að Sigurjón Sveinsson stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri og útskrifaðist stúdent 1941. Hann stundaði síðan nám í Viðskipta- deild Háskóla Islands, en sigldi síðan til Svíþjóðar og nam þar byggingariðnfræði og hefur síðan unnið við byggingar. Blaðið óskar fjölskyldunni til hamingju með þetta merkisafmæli og góðs gengis í framtíðinni. 9 Blaðið beinir þeim til- mœlum til lesenda sinna, að láta þá sitja fyrir viðskipt- um sínum, er auglýsa í „Sigl- firðingi.“ honum beri skilyrðislaust að fá. Menn hafa nú yfrleitt staðið í þeirri meiningu, að Júgóslavía væri fremur landbúnaðarríki en iðnaðar, en hvað um það, svo smá- vægilegt atriði á ekki að verða til j þess að brjóta kreddu kommúnista j að dómi Kominform. Og loks er : það hin litla hlýðni við stóra pabbann í austri, sem svíður Kom- inform. Að hugsa sér það, að Tító skuli hafa ætlað sér að komast af án afskiptasemi og eftirlits Rússa! Skárri er það nú frekjan og sjálfs- traustið! Skýrari yfirlýsingu um það, hvert sé hið raunverulega föðurland allra komma gat Kom- inform ekki gefið. Það er enn ekki hægt að segja hvort verður ofan á, Tító eða Kominform. En meðan deilan er óbreytt, verða hinir íslenzku Rússadindlar að sætta sig við, að félagi Tító er bara alls ekki lengur félagi Tító.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.