Siglfirðingur

Tölublað

Siglfirðingur - 03.07.1948, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 03.07.1948, Blaðsíða 1
Síldarverksmidjur ríkisins íilbúnar iil vinnslu Ný löndunartœki sett upp í sumar SÍLDARVERKSMIÐJUR ríkis- ins hér á Siglufirði munu nú allar tilbúnar að hefja vinnslu, eftir því sem blaðinu er tjáð af verkstjór- um fyrirtækisins. Mun því móttaka síldar geta hafizt nú þegar, eða svo fljótt sem einhver síld veiðist. 1 SR’30 og SRN vinna nú um 60 manns, en 'í verksmiðjunum öll- um eitthvað í kringum 250 menn. Eftir eiga þó að bætast við um 50 menn, svo að starfsliðið í verk- smiðjunum í sumar mun verða um 300 manns. Um 170 skip munu í sumar leggja upp afla sinn hjá S.R., en þau skip eru þó aðeins með 165 nætur, þar sem nokkur þeirra eru tvö um nót. Nokkrar fréttir hafa borizt um síld hér fyrir Norðurlandi og er þeim gerð nánari skii annarsstað- ar í blaðinu. S. R. hafa nú komið sér upp alls 9 hagkvæmum löndunartækj- um, þar af 5 kranar og 4 „krabb- ar“ svo nefndir. I sumar verður svo væntanlega sett upp ný tegund löndunartækja, sem er sogslanga, sem sýgur síldina úr skipunum. Slangan sjálf er þegar komin til landsins, en nauðsynlegan útbún- að vantar enn. Maður drukknar í nánd við Reykjavík Það sorglega slys varð í gær, að maður að nafni Þorsteinn Finns- son, Sörlaskjóli 20, drukknaði í nánd við Reykjavík. Þorsteinn var vélamaður á hafn- sögubáti í Reykjavík, en hann hafði unnið í þjónustu hafnsög- unnar í meira en 20 ár. Þorsteinn hafði verið sendur, einn á báti, að sækja hafnsögu- mann, sem var að leiðbeina skipi út úr Skerjafirði. Er skipið kom á stað þann, er bátur Þorsteins átti að vera, var þar enginn bátur fyrir og varð því að senda annan bát að i (Framhjald á 8. síðu) Löndunarkrani við S. R. Meitunarvaldið enn? FULLARÚI RÚSSA 'i Öryggis- ráðinu hefur lýst því yfir, að hann muni beita neitunarvaldi gegn upp töku .Ceylon í Sameinuðu þjóðirn- ar. Ef til þess kemur, er það ekki í fyrsta sinn sem Rússar beita neitunarvaldi gegn upptöku smá- þjóðar í þessi alþjóðasamtök. Menn spyrja hvort ekki sé kom- inn tími til að hindra það, að þetta stórveldi geti þannig komið í veg fyrir heilbrigða samvinnu í alþjóða málum. HINGAiÐ til lands er kominn finnskur knattspyrnuflokkur til keppni við reykvíska knattspyrnu- menn, og var sá leikur háður i gærkvöldi. Finnamir eru 21 tals- ins, þar af 5 fararstjórar. Elzti keppandi Finnanna er 35 ára að aldri, en sá yngsti 19 ára. Einn keppandi þeirra hefur keppt í 24 landskeppnum, svo ekki vantar hann æfinguna, hvað sem segja má um reykvísku keppendurria. Eins og minni manna rekur til, háðu Islendingar fyrir skemmstu landsleik í knattspymu við Dani og biðu ósigur, eins og gera rnátti ráð fyrir. Nú hafa þær fréttir bor- Úfibú Útvegsbankans 16 ára ÚTIBÚ Útvegsbanka íslands h.f. hér á Siglufirði var 10 ára s.l. fimmtudag 1. þ. m‘. Afmælis þessa minnist bankinn með sam- kvæmi að Hótel Hvanneyri í dag kl. 4. Aðalforystumenn Útvegs- bankans í Reykjavík og útibús- stjórinn á Akureyri verða þar staddir, og mun þeim þar gefast kostur á að hitta að máli aðal- viðskiptavini bankans hér á Siglu- firði. Verða þar og rædd ýmis bankamál og sér 'i lagi hagur úti- búsins hér og þróun þess frá stofn- un, 1938. I þriðjudagsblaðinu verður nán- ar getið um starfsemi bankans. ER KÚMINFORM FÁTT er það í heimspólitíkinni, sem vakið hefur meiri furðu og at- hygli, en brottvikning júgóslav- neska kommúnistaflokksins úr Kominform, samtökum kommún- istaflokkanna í Evrópu. Fregnir af þessum innbyrðis á- tökum kommúnista eru nokkuð óljósar, en þó er glöggt orðið, að leiðtogarnir í Júgóslavíu eru fallnir í ónáð hjá Kominform. Kommún- istaflokkur Júgóslavíu hefur nú leitað á náðir foringjans Stalíns, og biður hann að hreinsa leiðtoga sína izt blaðinu, að ekki alls fyrir löngu hafi verið háður kappleikur milli landsliða Dana og Finna og hafi Danir þar borið hærri hlut, unnu Finna með 3 mörkiun gegn 1. Úrslit kappleiksins í gærkveldi urðu á þá leið, að íslendingar unnu með 2 mörkum gegn engu. ís- lenzkur sigur var unninn. Islend- ingar gengu með sigur af hólmi í þessari fyrstu landskeppni Finna og íslendinga í knattspyrnu. Finnsku keppendurnir munu dvelja hér á landi til 8. þ. m. Keppa þeir við úrvalslið úr K. R. og Fram á sunnudag og Val og Vík- ing á þriðjudag). íslendingar unnu landsliðskeppnina við Finna | Síldarf réttir | ★ Aöfaranótt s.l. föstu- | dags fékk skipið Jökull ? frá Vestm.eyjum200mál 5 Síldar djúpt á Húnaflóa, ; og Björn Jónsson 400 | mál. Allmörg önnur skip í fengu nokkurn afla. I ? ★ Veður hefur ekki verið í hagstœtt og því vart von ! | að nokkrar síldarfréttir | hafi borizt síðan. ? ★ M.b. Einar Þverœing- \ ur œtlaði að landa hjá S.R. í morgun og er það fyrsta síld, sem þar er landað. AD SUNDRAST ? af áburði Kommform, sem þeir kalla „lygar og uppspuna.“ Eftir að kommúnistar eru nú búnir að bíða ósigra í frjálsum kosningum í flestum löndum Vestur-Evrópu, væri það nú herfi- legt áfall fyrir þá, ef sú blökk lepp- ríkjanna, sem mynduð er í austan- verðri álfunni myndi riðlast. — Engu skal um það spáð, hverjar afleiðingar þessarar deilu verða, ef til vill grípur' Stalín í taumana og róar hjörð sína. Þótt svo kunni að fara, að fullar sættir takist og Kominform éti ofan í sig ásakanirnar verður hinu ekki neitað, að deila þessi er áber- andi veikleikamerki á samtökum evrópískra kommúnista, enda er málaflutningur kommúnistanna ís- lenzku líkur því að köttur hlaupi kringum heitan graut, er þeir ræða deilumál þessi. Ásakanir Kominform á hendur júgóslavneska kommúnistaflokkn- um eru einnig mjög athyglisverðar. Þeir eru sakaðir um „trotsky- isma“, lélega framkvæmd kommún ismans og síðast en ekki sízt, of litla hlýðni við Rússa. Ásökunin um „trotsky-isma“ er nú farinn að fá ýlduþef af sér og alltaf verður það óljósara að hverju sá „ismi“ stefnir. Eitt sinn var það skoðun (Framhjald á 8. síðu)

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.