Siglfirðingur

Tölublað

Siglfirðingur - 03.07.1948, Blaðsíða 7

Siglfirðingur - 03.07.1948, Blaðsíða 7
 síglfirðingur 7 ÁLYKTANIR LANDSFUNDARINS (Framhald af 6. síðu) hið mesta nauðsynjamál, að auka svo sem frekast er unnt símakerf- ið í sveitum landsins. Væntir fund- urinn þess, að miðstjórn og þing- menn flokksins beiti sér ötullega fyrir því, að eigi verði dregið úr fjárframlögum til þessara fram- kvæmda, svo lengi sem þeirra er þörf, þar sem símasambandið gerir hvorttveggja í senn, að létta bein- l'ínis á margan hátt undir fram- leiðslunni og tryggja fljótari og öruggari hjálp, ef slys ber að höndum í fjarlægum og fámenn- um sveitum. Landsfundurinn lýsir sig and- vígan því, að ríkissjóður auki ár- lega rekstur fólksflutninga með bifreiðum, sem gera hvorttveggja í senn, að auka ríkinu óþarfa út- gjöld og fólkinu dýrari fargjöld, án þess að nokkur meiri þægindi komi á móti. Felur fundurinn mið- stjórn og þingmönnum Sjálfstæðis flokksins að beita sér fyrir því, að þessi mál verði á ný afhent einstaklingum undir ströngu ör- yggis- og verðlagseftirliti rikisins. Vegna hinnar miklu aukningar, sem orðið hefur á skipastóli ríkis- sjóðs, telur landsfundurinn brýna nauðsyn bera til þess, að sett verði þegar á næsta þingi löggjöf um stjórn þessa fyrirtækis, er tryggi sem öruggastan og hagkvæmastan rekstur skipanna, og felur mið- stjórn og þingmönnum Sjálfstæð- isflokksins að beita sér fyrir því, að slík löggjöf verði sett. Landsfundurinn telur. að vegna sívaxandi samgangna um landið sé orðið nauðsynlegt að setja nýja löggjöf, er tryggi betri og hag- kvæmari rekstur gisti- og veitinga- húsa, og beinir því til forráða- manna flokksins að beita sér fyrir framkvæmd þess. Efld bindindisstarfsemi LANDSFUNDURINN telur, að þjóðarvoði stafi af hóflausri áfeng- isneyzlu í landinu og hvetur alla landsmenn — og þá sérstaklega forystumenn allra stétta þjóðfé- lagsins, hvar í flokki sem þeir standa, — til þess að mynda öflug samtök til að kveða niður þennan ósóma og leggur áherzlu á, að fræðsla sé tekin upp í skólum og félögum um skaðsemi áfengis. Atvinnuöryggi liandsfundurinn telur, að skipa beri máliim þjóðarinnar á þann veg, að öllum landsmönnum sé tryggð atvinna við sem arðbærast- an atvinnurekstur. Fundurinn telur, að þessu tak- marki verði bezt náð með því, að frjálsræði ríki í atvinnurekstri landsmanna og framtak einstakl- inga fái að njóta sín sem bezt. Almennri velmegun og útrým- ingu atvinnuleysis verður heldur ekki náð nema með því að fylgt sé stefnu þeirri, sem mótast af kjörorði Sjálfstæðismanna: Stétt með stétt. Fundurinn telur heppilegt, að kjör verkamanna miðst a.m.k. að nokkru við arð þeirra fyrir- tækja, er þeir vinna við, þar sem sem því verðurviðkomiðog hvetur því til að reynd verði hið svokall- aða hlutdeildarfyrirkomulag í atvinnurekstri. Fundurinn er því fylgjandi, að sett verði löggjöf um vinnuvernd, aukið öryggi verkamanna og bætt- an aðbúnað, og eins vinnutíma í þeim atvinnugreinum, þar sem því verður við komið. Landsfundurinn beinir því til þingfl. .Sjálfstæðismanna, að tekið sé til athugunar, hvort ekki sé heppilegast að landið sé allt eitt kaupgjaldssvæði. Þannig, að sama kaup sé allstaðar greitt fyrir sömu vinnu. Lýðrœði í almennum félagasamtökum Landsfundurinn vekur athygli alþjóðar á því tjóni, sem misnotk- un vinstri flokkanna á verkalýðs- samtökunum hefir valdið verka- lýðnum og þjóðarheildinni. Fund- urinn telur, að dýrkeypt reynsla ætti nú þegar að hafa sannfært menn um nauðsyn þeirrar álykt- unar s'íðasta landsfundar, að tryggja beri, að ópólitísk félaga- samtök til almenningsheilla, svo sem samvinnufélög, búnaðarfélög, verkalýðsfélög og önnur stéttarfé- lög séu eigi misnotuð til fram- dráttar einstökum pólitískum flokkum. Fundurinn skorar því á þingmenn flokksins og aðra fyrir- svarsmenn að herða baráttuna fyrir, að lýðræðislegir stjórnar- hættir séu tryggðir í slíkum fé- lögum og þá einkum með því, að mælt sé fyrir um hlutfallskosn- ingar til allra trúnaðar- og stjórn- arstarfa þeirra, þar sem því verður við komið. Lögð verði áherzla á það að ná samstarfi við aðra stuðn- ingsflokka ríkisstjórnarinnar um, að þessi mál nái fram að ganga á næsta Alþingi. Aðrar ályktanir fundarius veða bitar síðar. K V Æ Ð I flutt til Sjálfstæðisflokksins á landsfund* inum af 3óni Guðmundssyni í Garði Vort sjálfstæðismerki skal hafið við hún og horft móti rísandi sól. Og aldrei skal liikað við háifjallsins hrún, né liopað með vamsæmd í skjói. En viljinn skal efldur og vakin hver þrá, sem vorgígju raddstrykinn fær, svo hefjist vort starfsmið við hljómana þá, unz hamingjan allstaðar grær. Að vernda sinn eðlis- og athafnarétt er aðall hvers frjálsborhis mjamns, það hefir oss sporin að lýðræði létt frá iögimæli þrældóms og banns. Hver mannssál er strengur, sem meistarinn slær í máttarLns hljómk\iðu leik, og hver, sem að eðlinu færir sig fjær af fávizku skaparann svesk. Sú hugsun er æðst, sem að anda manns knýr fil átalís véð sjálfsræktar starf, hún vekiir livern mátt, sem í manninum býr og minnir á himneskan arf. Sá réttir ei veikum til viðreisnar hönd, sent viljann og hagsýni þraut, eg því sér nú fólkið sín framtíðarlönd að foringi leiðina braut. Því má ekki hemla né hindra þann mann, sem liugsjónir foringjans á að langþráða markinu leiðiua fann svo létt er oss þangað að ná. Að bíða og sofa unz fjöldiim er fær til farar um ókleifan tind, það glötunarfölskva á glóðimar slær, sem glæddust við skaparans mynd. Við einstaklings framtak skal fjöldanum sýnt hvað fært er að komast hér hátt. Og ekkert fær \iljann svo valdð og brýnt, sem vitund um frumherjans mátt. ' ’i w Það kallar ei nokkuð svo magnþrungið mál á mjanntak í unglingsins lund, né vermir svo ylgeisium vorelska sál og vísar á hollvætta fund. Sem kalda um mannkjmið víðsýnan vörð og vökva ]»ess dáðriku fræ. — Er svífa hvern morgun um sveitir og f jöið með sólhlýjum árdegisblæ. Bólusetning gegn Barnaveiki fer fram í Barnaskólanum sunnud. 4. júlí og hefst kl. 1 e.h. Bólusett verða börn á aldrinum Yt—13 ára og verða þau bólusett tvisvar méð mánaðar millibili, hafi þau eigi verið bólusett áður. Börn, sem hafa verið bólusett fyrir nokkrum árum, verða nú bólusett aðeins einu sinni. Héraðslœknirinn

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.