Siglfirðingur

Tölublað

Siglfirðingur - 03.07.1948, Blaðsíða 5

Siglfirðingur - 03.07.1948, Blaðsíða 5
SIGLFIR ÐINGUR 5 ÁLYKTANIR LANOSFUNDARINS (Framhald af 3. síðu) þau séu í samræmi við raunveru- legan verzlunarkostnað, svo að hvorki gefizt verzlunarstéttinni kostur á því í skjóli verðlags- ákvæðanna, að hagnast óeðlilega, né sé hlutur hennar gerður verri en annarra. Landsfundurinn telur, að það muni auka líkur fyrir réttlæti og hagsýni í framkvæmd haftanna, að fulltrúum þeirra, sem alla af- komu sína eiga undir henni, verði gefinn kostur á að fylgjast með allri þessari framkvæmd og koma að athugasemdum sínum um, að betur megi fara. Landsfundurinn telur eðlilegt, að nauðsynja til framkvæmda rik- isins sé aflað með almennu útboði, þar sem öllum aðilum, sem aðstöðu hafa til tilboða, sé gert jafn hátt undir höfði að gera tilboð. S jávarútvegstnál Verudun fiskimiða landgruimsins. LANDSFUNDUR lýsir ánægju sinni yfir lögum, sem samþykkt voru á siðasta Alþingi, er heimila ríkisstjórninni að ákveða verndar- svæði hvar sem er við strendur iandsins innan takmarka land- grunnsins og setja reglur um hag- nýtingu þeirra. Beinir fundurinn þeirri ein- dregnu áskorun til þingmanna flokksins, að þeir fylgi fast eftir, að unnið verði að friðun fiskisvæða á framangreindum grundvelli. Beinir fundurinn því til þing- manna flokksins, að þeir beiti sér fyrir því, að allt verði gert, sem unnt er til þess að tryggja fisk- veiða-aðstöðu landsmanna nú og 'í framtíðinni heima fyrir og í fjar- lægum fskislóðum, enda sé þar og í hvívetna gætt réttar og hags- muna íslendinga. Eflíng landhelgisgæzluimar Fundurinn harmar það, hve gæzla landhelginnar er nú ófull- komin og telur brýna nauðsyn til skjótra umbóta hennar. í því sam- bandi leggur fundurinn áherzlu á, að tekið verði til athugunar, hvernig yfirstjórn landhelgisgæzl- unnar verði hagkvæmlegast fyrir komið. Fullkomin og nýtízku varð- skipastóll sé til gæzlunnar, loftför og önnur tæki, sem gera fram- kvæmd löggæzlunnar örugga, enda séu strangar kröfur gerðar um mannaval, menntun og hæfileika þeirra skipstjórnarmanna, láhafna og annarra aðilja, sem starfa að löggæzlunni í landhelgi og á öðrum löggæzlusviðum við landið. . Telur fundurinn eðlilegt að sam- ræma landhelgisgæzluna, björg- unarstarf og bátaeftirlit við stend- urlandsins, hafrannsóknum, sjó- mælingum og fiskirannsóknum, sem mikla nauðsyn ber að efla. Felur fundurinn þingflokki Sjálf stæðismanna að beita sér fyrir því, að sett verði ein heildarlöggjöf um fyrirkomulag, verksvið, starfs- hætti og stjórn landhelgisgæzl- umiar og skyld efni í samræmi við álitsgerð fundarins hér að lútandi. Hagnýting síldaraflans. Fundurinn metur og þakkar það mikla átak, sem þurfti til þess að hagnýta síldveiðina í Faxaflóa s.l. vetur, þegar aflinn fór langt fram úr því, sem nokkur hefði getað látið sér til hugar koma. Fundinum er það ljóst ,að kostnaðurinn er við hagnýtingu aflans nú varð svo mikill, .að engin von er til að undir slíku verði risið í framtíð- inni. Þess vegna lýsir fundurinn ánægju sinni yfir þeim skörulegu framkvæmdum, sem þegar eru hafnar til hagnýtingar aflans, bæði með stórfelldri aukningu eldri verksmiðja, víðsvegar við Faxaflóa og í Vestmannaeyjum, með útvegun síldarbræðsluskips Hærings og hinnar nýju síldar- verksmiðju Kveldúlfs og Reykja- víkurbæjar, sem vonir standa til, að geti lagt grundvöll að því að gjörbreytt verði síldariðnaðinum í landinu til stórra bóta frá þvi sem verið hefur. Fundurinn leggur einnig áherzlu á, að athugaðir séu til hlýtar aðrir möguleikar til betri hagnýt- ingar Faxaflóasíldarinnar og alls annars síldarafla landsmanna. — Verði lagt kapp á að bæta vinnslu- aðferðir og verksmiðjur þannig, að rekstur þeirra verði sem hag- kvæmastur og arðgæfastur. Að öðru leyti verði unnið að því að gera framleiðslu síldarafurða, sem fjölbreyttasta og afla þeim markaða innanlands og utan. Hafnargerðir, fiskirannsóknir og markaðsöflxm. ... Landsfundur teur lað auka þurfi verulega hafnargerðir, efla fiski- rannsóknir og útvega nýja mark- aði fyrir afurðir landsmanna til þess að fullt gagn verði að hinum nýju skipum og tækjum til vinnslu sjávarafurða, sem búið er að eða í ráði er að fá til landsins. 1 sambandi við hafnarmálin vill fundurinn benda á, að nauðsyn beri til þess að haga framkvæmd- um þeirra mála þannig, að nægi- legt fé sé veitt til þeirra hafna, sem unnið er að á hverjum tíma, í því skyni að þær verði sem fyrst nothæfar. Fleiri nýsköpunartogarar. Landsfundurinn styður ein- dregið þá fyrirætlun núverandi stjórnar að semja um smíði 10 nýsköpunar togara í EJnglandi svo fljótt sem verða má, og leggur áherzlu á, að tryggt verði, að síðan bætist flotanum árlega hæfilegur fjöldi, nýrra skipa. Verði áfram fylgt sömu stefnu og við byggingu nýsköpunartogaranna að byggja jafnan eftir fullkomnustu gerð og tækni. Aukinn fiskiðnaður. Landsfundurinn telur, að íslenzk um sjávarútvegi og þjóðarbú- skapnum yfirleitt sé á þv'i höfuð- nauðsyn að efla sem mest má verða fjölbreyttan fiskiðnað, þannig að þjóðin selji sjávaraf- urðir sínar á erlendum mörkuðum sem mest unnar og í sem verðmæt- ustu ástandi. Efling iðnaðarins MEÐ HLTÐSJÓN af siðari ára risavöxnum framförum i íslenzk- um iðnaði og þeirri miklu þýðingu, sem þessi atvinnuvegur hefir nú fyrir afkomu þjóoarbúsins, vekur landsfundurinn athygli á því, að löggjafar- og framkvæmdarvaldið verði hér eftir í miklu ríkari mæli en áður að sinna þörfum iðnaðar- ins. Fundurinn leggur áherzlu á, að hér risi nýr iðnaður, sem sýnt er, að eigi erindi hingað og hefur til- veruskilyrði undir góðri stjórn. Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins leggur áherzlu á, að innflutn- ingur efnivara, áhalda og vara- hluta til iðju og iðnaðar í landinu sitji fyrir innflutningi á unninni vöru sömu tegundar. Fundurinn beinir því eindregið til f járhagsráðs og viðskiptanefnd- ar a) að fjárfestingar- og inn- flutningsieyfi vegna framkvæmda, sem leyfð verða á hverju ári, fáist í byrjun hvers árs, svo að ©fni til framkvæmdanna geti verið komið til landsins snemma að vorinu, — b) að tryggt sé, að innflutnings- og gjaldeyrisleyfi og yfirfærsla fyrir efni til framkvæmda, sem fjárfestingarleysi er veitt til, — c) að úthlutun þeirra efnivara, sem leyfi er veitt fyrir, verði gefin frjáls í hendur iðju- og iðnrek- enda sjálfra. Fundurinn beinir því til fulltrúa flokksins í ríkisstjórn og á alþingi, að þeir vinni að því, að útlendri iðnaðarframleiðslu, verði ekki ívilnað í tollaálögum gagnvart þeirri íslenzku, né veitt aðstaða til ósanngjarnrar samkeppni. Þar sem vitað er, að við inn- flutningsáætlun þessa árs hefur fram að þessu ekki verið séð fyrir þörfum iðju og iðnaðar, svo sem nauðsyn krefur, þá skorar fundur- inn á fulltrúa og fyrirsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn og fjárhagsráði að beita sér fyrir því, að bætt verði úr brýnni þörf þessara atvinnugreina við síðari áætlanir, sem gerðar verða. Iðnaðarbanki Fundurinn telur sjálfsagt að iðja og iðnaður eigi kost á lánsfé til starfsemi sinnar !i réttu hlut- falli við aðra atvinnuvegi þjóðar- innar, og telur æskilegt að í þvi skyni verður stofnaður sérstakur iðnaðarbanki. Loks leggur fundurinn áherzlu á, að ekki verði lengur látið dragr ast að skipa milliþinganefnd þá, sem samþykkt var á síðasta alþingi að skipuð skyldi til endurskoðunar á iðnaðarlöggjöfinni og treystir fundurinn því, að ríkisstjórnin hafi málið undirbúið fyrir næsta þing. Sementsverksmið ja Tillaga frá Axel Tulinius LANDSFUNDURINN fagnar | þv’í, að samþykkt voru á síðasta alþingi heimildarlög um sements- verksmiðju á íslandi. Skorar landsfundurinn á ríkis- stjórnina að hraða fullnaðarrann- sóknum málsins svo að fljótlega fáist úr því skorið, hvort heppi- legt er að framleiða þetta aðal- byggingarefni landsmanna í land- inu sjálfu. Landbúnaðarmál LANDSFUNDURINN vill brýna það fyrir alþjóð manna, að Islend- ingar mega aldrei missa sjónar af þeirri þjóðarnauðsyn, að landbún- aðinum sé tryggð örugg framtíð. Þar eð þjóðmenning íslendinga er að eðli og uppruna bændamenning, verður hún ekki varðveitt, nema uppvaxandi kynslóðir fái notið hollustuáhrifa sveitalífsins. Landsmenn verða að gera sér það alveg ljóst, að sem stendur er landbúnaðurinn í yfirvofandi hættu, meðan fjöldi fólks flýr sveitirnar, eins og nú á sér stað vegna þess að margir álíta, að þeim sé betur borgið með sig og sína við önnur störf en búskap. Með umbótum í tækni við aðrar atvinnugreinar og auknu fjár- magni í þjónustu þeirra, verður þörfin fyrir skjótar umbætur í búnaðarháttum meira knýjandi en nokkru sinni fyrr, ef jafnvægið á ekki gersamlega að raskast milli landbúnaðar og annarra atvinnu- vega. Til þess að leiða landbúnaðinn farsællega yfir núverandi erfið- leika og hættu, lítur fundurinn svo á, að leggja beri m. a.. áherzlu á eftirfarandi atriði: Bændum verði gert kleift að afla sér hentugra reksturslána, þar eð nýtízku vélabúskapur með margföldun afkasta hvers einstakl (Framhald á 6. síðu)

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.