Siglfirðingur

Tölublað

Siglfirðingur - 03.07.1948, Blaðsíða 6

Siglfirðingur - 03.07.1948, Blaðsíða 6
ALYKTANIR landsfunoarins (Framhald af 5. síöu) ings, sem að framleiðslunni vinnur, þarfnast stóraukins rekstursfjár, samanborið við það, sem áður var. Greitt verði fyrir innflutningi á ræktunarvélum og öðrum vélum og áhöldum, sem miða að vinnusparn- aði við framleiðslustörfin í sveit- um. Séð verði t.d. um, að á næstu 3 árum fáist ekki færri en 1500 smærri dráttarvélar til landsins handa bændum, svo og beltisdrátt- arvélar með jarðýtu, skurðgröfur, mjaltavélar og aðrar hentugar bú- vélar, sem létta mönnurn störfin. Til þess að sem bezt sé tryggt, að það fé og sú vinna, sem fer í að stækka ræktarlöndin, komi að sem fyllstu gagni, vill fundurinn benda á, til athugunar, hvort ekki sé rétt, að gerðar verði sem fyrst ræktunaráætlanir fyrir hverja bú- jörð, og sé jarðræktarstyrkur síð- an háður því skilyrði, að fram- kvæmdir fari eftir viðurkenndri áætlun, sem trúnaðarmenn búnað- arsambandanna hafa viðurkennt. Starfsemi búnaðarsambandanna verði efld, t.d. með því að þau fái framlög úr ríkissjóði til starf- rækslu sinnar til jafns við þann hluta af frmalagi bænda til Bún- aðarmálasjóðs, er fer til Búnaðar- sambandanna og verði því fé skipt milli sambandanna á Búnaðarþingi með sérstakri hliðsjón af þv'í, að aðstaða sambandanna til ræktun- arframkvæmda og annarra um- bóta verði jöfnuð. Jafnframt verði lögð áherzla á að efla hverskonar visindastarf- semi í landinu, sem að því miðar að gera afkomu búnaðarins sem öruggasta. Þar sem það er hverju byggðu böli í landinu hinn mesti fengur, að geta fengið aðgang að raforku verði það takmark sett í rafmagns málunum, að minnst 1200 heimili í sveitum og kauptúnum fái raf- magn á næstu 4 árum, til viðbót- ar við þau, sem nú hafa fengið rafmagn. Sé átakið í þessum efn- um gert m. a. með það fyrir aug- um, að fólk sem flytur úr hinum afskekktari og erfiðari byggðar- lögum landsins, leyti heldur að ein- hverju leyti til þeirra sveita, er rafmagns njóta, en fari ekki svo til einvörðungu til sjávarins, eins og hingað tii hefur átt sér stað. Ennfremur verði lögð áherzla á, að stjórn nýbýlamála hagi störf- um sínum á þann veg, að í hverju héraði eigi það fólk ,er kýs að stunda landbúnað, kost á jarðrækt við góð skilyrði, svo það þurfi ekki að hrekjast úr sveitunum af þeirri ástæðu. Verðlagsmálum landbúnaðaraf- urða verði hagað þannig, að bænd- um, með meðal aðstöðu við fram- leiðsluna, verði tryggður afrakstur sem fyllilega jafnast á við kaup- gjald annarra stétta í landinu. í byggingarmálum sveitanna verði lögð rík áherzla .á, að fyrir hendi séu hinar beztu fyrirmyndii' um hentug hús, jafnt íbúðarhús sem peningshús, þar sem saman fari vandaður frágangur og hent- ug húsaskipan, en fylgt verði fram ákvæðum laga um byggingarsam- þykktir í sveitum. Fundurinn leggur á það ríka áherzlu, að allt verði gert, sem unnt er, til þess að bægja fjár- pestunum frá sauðfjárstofni bænda, og við allar framkvæmdir þessa máls, svo sem við f járskipti, verði gætt hinnar ýtrustu varkárni tii þess að tryggja, að fé það og fyrrihöfn, sem af fjárskiptunum leiðir, komi að fullum, tilætluðum notum. Fundurinn telur, að farið sé inn á varhugaverða braut með frum- varpi því, sem til umræðu var á síðasta alþingi, um söluskatt af jörðum, enda er með frumvarpi þessu, ef að lögum yrði, skatt- lagðar eignir bænda umfram eignir annarra þjóðfélagsborgara, þegar um sölu jarðeigna er að ræða. Landsfundurinn telur, að eitt hið mesta alvörumál í íslenzku þjóðlífi sé hinn gengdarlausi flutn- ingur fólksins úr sveitunum, og þá einkum til Reykjavíkur. Flutningar þessir stafa að mestu af ásókn manna í þau lífsþægindi, sem Reykjavík hefir skapað íbúum sínum, undir langvarandi forystu Sjálfstæðisflokksins, en aðstreym- ið til Reykjavíkur hefir þegar leitt til margvíslegra vandræða, er munu fara ört vaxandi, ef eigi er að gert, þ.á.m. mikils húsnæðis- leysis í höfuðstaðnum. Fram úr því vandamáli hefir enn eigi tekizt að greiða svo við- unandi sé. Hefir þó, fyrir forystu stjórnarvalda bæjarins og með at- beina fyrrverandi og núverandi ríkisstjórnar verið unnið ötullega að því og í því skyni verið varið miklu fé. Fyrir því skorar fundurinn á ríkisstjórnina að athuga þetta mál í heild gaumgæfilega og aðhafast það, sem fært þykir til úrbóta. Vill fundurinn í því sambandi sérstak- lega benda á, að jafnframt því, að ráðin verði bót á húsnæðisleysi nú- verandi íbúa höfuðstaðarins, — verður að stemma stigu fyrir áframhaldandi aðstreymi til bæjar- ins, en til þess er hladbezta ráðið að búa betur að íbúum dreifbýlis- ins en gert hefir verið síðustu ára- tugina. Landsfundurinn lýsir ánægju sinni yfir að vinna tókst bug á þeim pólitíska áróðri, sem ætlaður var til að knýja fram byggingu láburðarverksmiðju á meðan það mál var ekki full athugað, enda er nú komið á daginn, að áróðurs- fyrirætlanir þessar voru til þess lagaðar, að stofna málinu í bráðan voða, en baka bændastéttinni og ríkinu mikið tjón. Treystir fundur- inn því, að nú sé tryggt, að þannig verði á málinu haldið, að tii gagns megi verða og verksmiðjan reist, þegar og þar, sem rök sýna, áð bezt henti fyrir framgang málsins. Almenningsrafveitur LANDSFUNDURINN fagnar því, sem áunnizt hefur í samræmi við ályktun síðasta landsfundar, um setning löggjafar til trygging- ar því, að sem flestir landsmenn geti, svo fljótt sem verða má, orðið aðnjótandi þeirra þæginda, sem raforkan veitir. Telur fund- urinn að samstarf það, sem átt hefur sér stað milli Reykjavíkur- bæjar, hlutaðeigandi héraða og ríkisins, um leiðslu rafmagns um suðurnes og nokkur héruð Árness- og Rangárvallasýslna, sé til fyrir- myndar. Þá telur fundurinn mjög æski- legt, að samskonar samstarf geti hafizt á milli þeirra aðilja, sem að Andakílsár- og Laxárvirkjun standa og íbúa nærliggjandi sveita um hagnýtingu raforku frá þess- um orkuverum. Fundurinn skorar á þingmenn og ríkisstjórn að sjá svo um, að bæjar- og sveitafélögum, sem búið er að leiða rafmagn til, verði nú þegar veitt næg gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir heimilisvél- um og öðrum rafmagnsáhöldum, svo að unnt sé að hagnýta rafork- una og spara með því gjaldeyri til kaupa á kolum og ol'íu til heimilis- nota. Alþýöutryggingar LANDSFUNDURINN lýsir á- nægju sinni yfir, að í samræmi við ályktun síðasta landsfundar, skuli hafa verið sett lög um alþýðu- tryggingar, er skipa íslendingum í röð fremstu þjóða um þessi mál. Við framkvæmd tryggingarlög- gjafarinnar hafa komið í Ijós ýms- ir gallar á þessari merku löggjöf, þar á meðal, að hún leggur þyngri f járhagslegar kvaðir á sveitafélög- in en ýmis þeirra fái risið imdir. Þá hefur það einnig sýnt sig, að af þessum og fleirum ástæðum, á lög- gjöfin ekki eins miklum vinsæld- um að fagna í sveitum landsins, sem í öndverðu var gert ráð fyrir. Þess vegna skorar fundurinn á þingflokk Sjálfstæðismanna að beita sér fyrir því á næsta Alþingi, að þessi mikilsverða löggjöf verði endurskoðuð í því skyni, að ráðin verði bót á ágöllum hennar og séð verði um, að einstökum sýslufélög- um verði veittur meiri íhlutunar- réttur um stjórn þessara mála og um iðgjaldarkvaðir, hvert í sínu umdæmi. Samgöngubœtur LANDSFUNDURINN lýsir á- nægju sinni yfir því, hversu öflug- lega hefur verið unnið að þvl, í sam ræmi við samþykktir síðasta lands- fundar, að afla nýtízku véla til vegagerðar í landinu. Telur fund- urinn að halda beri áfram á sömu braut, eftir því sem ástæður frek- ast 'leyfa, svo að sem flest byggðar félög landsins komist sem allra fyrst í akvegasamband, og felur því miðstjórn flokksins og þing- mönnum að beita sér örugglega fyrir framkvæmd þessara mála. Fundurinn lýsir yfir eindregn- um stuðningi síðnum við Eimskipa félag íslands og vítir harðlega þær tilraunir, sem gerðar hafa verið á Alþingi til þess að draga úr vexti og viðgangi félagsins, en þakkar jafnframt miðstjórn og þingmönn- um Sjálfstæðisflokksins fyrir þá baráttu, sem þeir hafa haldið uppi á Alþingi gegn öllum slíkum til- raunum. I trausti þess, að Eim- skipafélagið hafi jafnan opin augu fyrir sérhverri nýung í siglinga- málum, og tileinki sér þær, og kapp kosti jafnframt að haga siglingum skipa sinna þannig, að þær séu jafnan í sem fyllztu samræmi við þarfir allra landsmanna. Felur fundurinn miðstjórn og þingmönn- um Sjálfstæðisflokksins að beita sér fyrir því, að þau hlunnindi, sem félagið nú hefur í skattamál- um verði ekki skert. Fundurinn telur, að flugsam- göngur hafi meiri þýðingu fyrir samgöngur Islendinga, bæði innan- lands og utan, en nokkurrar þjóðar og þakkar miðstjórn og þingmönn- um Sjálfstæðisflokksins fyrir þá stefnu, sem þeir hafa markað í þessum málum, og þann stuðning, sem þeir hafa veitt þeim í hvívetna. Væntir fundurinn þess, að mið- stjórnin og þingflokkurinn veiti þessum málum í framtíðinni allan stuðning sinn, og bendir fundurinn sérstak'lega á þýðingu þess, að komið er í ljós, að frá íslandi er unnt að reka millilandaflugvélar með góðum hagnaði til gagns og sæmdar fyrir þjóðina. Einmitt vegna þeirrar miklu þýð jngar, sem flugsamgöngur hafa fyrir íslendinga, telur fundurinn það höfuðnauðsyn, að þær verði efldar svo sem verða má, m. a. með því að tryggja sem beztar og örugg astar vélar, koma upp sem fyrst nauðsynlegum öryggistækjum á flugleiðum innanlands og endur- bæta lendingarskilyrði flugvélanna sem víðast á landinu og umhverfis það. Landsfundurinn telur það eitt (Framliald á 7. síðu)

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.