Siglfirðingur

Tölublað

Siglfirðingur - 03.07.1948, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 03.07.1948, Blaðsíða 4
4 SIGLFIE ÐINGUR blað siglfirzkra Sjálfstœðismanna Ábyrgðarmaður: ÓLAFUK RAGNARS títkomudagar: Þriðjudagur, fimmtudagur og laugardagur Skrifstofa blaðsins er í Verzlunarfélagshúsinu (2 hæð), en afgreiðslan er við Vetrarbraut. SlLDVEIBARNAR SlLDVEIÐIN er að hef jast, sá atvinnu- rekstur, sem þjóðin á mest undir, og við Siglfirðingar allt. Undanfarin sumur hefur síldin brugðizt okkur, ef svo mætti að orði komast, með þeim afleiðingum, að tekjur þeirra, sem vinnu hafa í sambandi við þenna atvinnurekstur hafa verið rýrar og þjóðin eignast minni gjaldeyri en elia til kaupa á nauðsynjum sínum, nýjum atvinnutækjum og neyzluvörum. ★ VIÐ ISLENDINGAR höfum þurft að heyja harða baráttu við síldveiðiflota hinna Norðurlandaþjóðanna, en nú í sumar mun nýr og skæður keppinautur bætast í hópinn, þar sem er rússneskur síldveiðileiðangur, er senda á hingað til Islandsmiða. Menn fara nú að skilja, hversvegna Rússar hafa dregið á langinn svör til samningsnefndar þeirrar, sem semja átti um sölu á íslenzkum sjávar- afurðum til Sovétríkjanna. Það óhugnanlega við þennan leiðangur er, fyrir okkur Islend- inga, að hann mun liður í 5 ára áætlun Sovét- ríkjanna, sem felur m.a. það í sér, að Rússar auka fiskveiðar sínar í norðurhöfum um allt að 150%. Vart mun því óhætt.að vona, að þetta verði eina sumarið, sem rússneskur floti rænir íslenzk fiskimið. ★ AÐ VlSU hefur hinn íslenzki floti á margan hátt betri aðstöðu til að stunda hér síldveiðar en skip framandi þjóða, en síld- veiðarnar eru svo veigamikið atriði í þjóðlífi okkar, — svo stór þáttur í sköpun vinnu, gjaldeyris og betra lífs, að við gerum okkur ekki ánægða með sama afrakstur eða sama aflamagn og aðrar þjóðir geta sætt sig við. Hitt er vissulega gott að vita, ,,að lífsstandard" íslenzku þjóð- arinnar skuli vera svo hár, að eigendur skipa og áhafnir, geta vart sætt sig við minni veiði á litlum skipum en 5000 mál, meðan ná- grannar okkar gleðjast yfir 500. Það er að vísu heillavænlegt að gleðjast yfir litlu, en hitt er þó vissulega líklegra til framþróunar, að gera ætíð kröfur til sjálfs sín og sam- þegnanna. Þær kröfur eru þó aðeins heilla- vænlegar meðan þær hefti ekki atvinnulífið og þar með afkomu þjóðarheildarinnar. ★ HVERSU fánýtt er ekki daglegt þras um lítilfjörleg dægurmál, meðan aðrar þjóðir seilast í okkar dýrmætu sjóði, fiskimiðin við landið, og ræna okkur afurðum hér, sem svo síðar eru notaðar til að taka af okkur mark- aði erlendis. Baráttumál dagsins í dag er víkkun land- helginnar. Laugardagskrossgátan — 8 mergð — 10 hey II. — 11 hrópar — 12 horfa — 13 hljóta — 14 mörg —16 síðan. • Lóðrétt: 2 á fæti — 3 siðspilling — 4 var liggjandi — 5 hnoð — 7 vitlítill — 9 greina — 10 sjór — 14 belti — 15 hvílt. SKRITLUR Tvær dömur úr Reykjavík komu að Gullfossi í fyrsta sinn. Verður þá annari að orði: ,,Er hann ekki agalega sætur?“ „Jú, hann er voða pen,“ sagði hin. Eiginkonan: ,,í fyrrakvöld komstu heim í gær, í gær komstu heim í dag og ef þú kemur ekki heim í kvöld fyrr en á morgun, — þá er ég farinn heim til mömmu. Norður eftir tímans fljóti flutu tvö tár. Annað þeirra mælti dap- urt í bragði: „Ég er tár konunnar, sem missti elskhuga sinn til ann- arar konu. „O, vertu ekki hryggt yfir því, mælti hitt tárið, ég er tár þeirrar, sem fékk hann. Hvert er hið dásamlegasta lag, sem þú hefur hlustað á um æfina?“ Útvarpshlustandinn: „Síðasta lagið fyrir fréttir “ Drukkinn maður stendur við dyr húss síns, en gengur illa að koma lykli sínum í skráargatið. — Veg- farandi einn býðst til að stýra hendi hans, en þá segir sá drukkni: „Það er óþarfi, hikk, en ef þú vildir halda við húsið, þá væri allt í lagi.“ A. : „Læknirinn hefur bannað konunni minni að búa til mat. B. : Er hún orðin veik?“ A.: „Nei, það er ég, sem er orð- inn veikur!“ Fi'amhaklssagan. 2. dagur. BARÁTTA ÁSTARINNAR eftir NATALIE SHIPMAN Framh. Chris var gagntekin af djúpri þakklætislcennd. „Þér eruð ákaflega góðar —“ „Ekkert sérstaklega,“ sagði ungfrú Hunt. „En ég' er ekki blind, og ég hef unnið með fjöldamörgum ungum stúlkum í síðastliðinn þrjátíu ár. — Nei, Christina — yður fellur ekkert illa, þó að ég kalli yður Christina?“ „Alls ekki.“ „Þetta starf er elcki auðvellt, en þér getið leyst það af hendi.“ „Hversvegna er það ekki auðvelt? Hún var húin að bera fram spurninguna, áður en hún vissi af. Hún flýtti sér að bæta við: „Ef til vill hefði ég ekki átt að spyrja.“ „Jú, það áttuð þér einmitt að gera,“ sagði Abby Hunt, um leið og hún rétti henni kassa með síga- rettum. Chris hristi höfuðið, og heið því næst á meðan eldri konan kveikti sér í einni. „Ekkert eín/>a-starf er auðvelt. — Og að vera einkaritari forstjórans fyrir Storridge-Crodder fyrirtækinu, er óvanalega umfangsmikið og áibyrgðarmikið starf. Ég varð strax vör við það fyrir þrjátíu árum, þegar ég fyrst fór að vinna fyrir hr. William Storridge. Ég varð þegar vör við, að mér var tekið sem einum meðlim fjölskyldunnar, því að sjáið þið til, þetta er fjölskyldu-fyrirtæki. Frá því að fyrstu rafmagns- vörurnar komu á markaðinn, hefur Storridge-fyrij'- tækið framleitt þær. Áður en rafmagnið kom til sögunnar, framleiddu þeir ýmsar málmvörur. Þeim hefur ávallt tekizt að lialda fyrirtækinu innan fjöl- skylduviðjanna. Það hefur verið þeim dýrmætara og þýðingarmeira en þeirra eigin börn, að nndan- teknum elsta syni hverrar kynslóðar, sem síðar hefur átt að verða höfuð fyrirtækisins.“ „Ég skil,“ sagði Chris. „En fyrst fyrirtækið til- lieyrir Storridge-íjölskyldunni, hverjir eru þá þess- ir Crodders?“ „Sennilega er réttai’a að kalla þá hina þöglu hluthafa,“ sagði ungfrú Hunt. „Þrem kynslóðum aftur í tímann, giftist maður úr Storridge-fjölskyld- unni stúlku, sem liafði ættarnafnið Crodder, og lét nokkra af mágum sínum fá hlut í fyrirtækinu. Nú er enginn Crodder eftir — sú síðasta var kona William Storridges, og hún var fjarskyld — en nafninu liefur verið haldið.“ Síðan bætti hún við þurrlega: „Að líkindum er það góð hugmynd, þar sem Crodders-íjölskyldan var sú fyrsta, sem settist að í þessum hæ.“ Það varð ofurlitil l)ögn, meðan ungl'rú Hunt beygði sig áfram til að slökkva í sígarettunni. „Hvað sögðust þér vera gamlar?“ spurði hún. „Tuttugu og fjagra?“ „Ég verð tuttugu og firnrn ára í janúar.“ „Þá eruð þér fjórum árum eldri en ég var, þegar ég kom hingað,“ sagði Abhy Hunt hugsandi. „Vitið þér það, Christina, að einkaritarastaðan er í sjálfu sér mjög sérkennileg og undraverð staða. Ég meina ekki allt það málæði og alla þá skriffinnsku í sambandi við „skrifstofueiginkonu“, þar sem foi'- stjóranum lízt betur á einlcaritarann, en sæmilegt þykir. Staðan í sjállu sér er undraverð, eða getur að minnsta kosti verið það, ef allt er eins og það á að vera.“ „Ég ímynda mér, að yður þyki það einkennilegt,“ sagði Chris. „En ég hef aldrei hugsað um það út frá þessu sjónarmiði.“ Framli.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.