Morgunblaðið - 04.05.2011, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2011
VM – ÞING
UM MÁLEFNI
LÍFEYRISSJÓÐA
Á G ra nd H óte l l au g a rd a g i n n 7 . m a í 2 0 1 1
Skráning á vm@vm.is og í síma 575 9800
Flutt verða fjögur erindi frá kl. 10:00 til 12:00: um kosti og
galla kerfisins og hvort blikur séu á lofti um að kerfið muni
ekki ganga upp.
Eftir erindin verður boðið upp á léttan hádegisverð.
Pallborðsumræður hefjast eftir hádegisverð og standa í einn
til tvo tíma.
Fundarstjóri:
Sigurjón M. Egilsson
Fyrirlesarar:
1. Einar Beinteinn Árnason
n Sjálfbærni lífeyriskerfisins og uppgjörsaðferðir.
2. Ólafur Ísleifsson
n Fjallar um stöðu sjóðanna í gegnum áföll og uppsveiflur.
3. Lilja Mósesdóttir
n Fjallar um sína sýn á velferðar og lífeyriskerfi.
4. Marinó Örn Tryggvason
n Þarf að breyta réttindakerfi lífeyrissjóðanna?
Milli 17:00 og 19:00 verður boðið upp á léttar veitingar
í húsakynnum VM að Stórhöfða 25. (4. hæð.)
Framtíð lífeyrissjóða –
Standast loforðin?
F É L A G V É L S T J Ó R A O G M Á L M T Æ K N I M A N N A - Stórhöfða 25 - 110 Reykjavík - 575 9800 - www.vm.is
Sambandsstjórn Sjálfsbjargar,
landssambands fatlaðra, kom sam-
an til fundar á laugardag sl. og
samþykkti stjórnin ályktun þess
efnis að gera þurfi stórátak í hækk-
un örorkulauna. „Hvetja samtökin
velferðarráðherra til dáða í þessu
efni eftir yfirlýsingar hans í vik-
unni um að það sé algerlega óhjá-
kvæmilegt að hækka bæturnar.
Samtökin taka undir með Öryrkja-
bandalagi Íslands að ástandið sé
skelfilegt hjá alltof stórum hópi ör-
yrkja og krefjast aðgerða af hálfu
stjórnvalda. Þar skal fyrst telja al-
mennar hækkanir örorkulauna og
að full viðurkenning fáist á auka-
kostnaði sem fólk með hreyfihöml-
un og aðrir öryrkjar verða fyrir,“
segir í ályktuninni.
Sjálfsbjörg vill að
örorkulaun hækki
Í dag, miðvikudag kl. 12-13, standa
Alþjóðamálastofnun Háskóla Ís-
lands og utanríkisráðuneytið fyrir
opnum fundi með Eiju-Leenu Lin-
kola frá finnska utanríkisráðuneyt-
inu í stofu 101 í Odda. Fundurinn
fer fram á ensku.
Fjallað verður um undirbúning
finnsku stjórnsýslunnar fyrir inn-
göngu í Evrópusambandið og hag-
nýta nálgun á það hvernig undir-
búningur stjórnsýslu fyrir
inngöngu í Evrópusambandið geng-
ur fyrir sig.
Fundur um ESB
Kristinn Haukur Skarphéðinsson,
dýravistfræðingur á Náttúrufræði-
stofnun, flytur erindi sitt Saga geir-
fuglsins á Hrafnaþingi í nýju húsi
stofnunarinnar í Urriðaholti í dag
kl. 15:15.
Í fyrirlestrinum mun Kristinn
Haukur rekja sögu geirfuglsins hér
á landi og segja frá uppsetta fugl-
inum sem keyptur var á uppboði í
London og er varðveittur á Náttúru-
fræðistofnun Íslands. Hann kom til
landsins rúmum mánuði áður en
Danir skiluðu fyrstu handritunum
hingað vorið 1971. Leifar fuglanna
sem drepnir voru í Eldey eru varð-
veittar í dönsku safni líkt og margir
íslenskir náttúrugripir, þar á meðal
hamir sjaldgæfra fugla.
Saga geirfuglsins
STUTT
Hin landsfræga grágæs sem ber einkennis-
stafina SLN er komin á sínar heimaslóðir á
Blönduósi í a.m.k. tólfta sinn.
Þessi gæs ásamt 120 öðrum gæsum var
merkt við sýsluskrifstofuna sumarið 2000 og
er orðin sú einasta úr þessum hóp, fyrir utan
gæs sem ber fótamerkið AVP, sem snýr aft-
ur frá Skotlandi eftir vetrardvöl. Það er svo
merkilegt að hægt hefur verið að ganga að
SLN vísri á lóðinni fyrir framan hús eldri
borgara í Hnitbjörgum og Flúðabakka, nán-
ar tiltekið á lóðinni við Héraðshælið.
Það er ljóst að með komu þessarar gæsar
er þungu fargi af mörgum létt því íbúarnir
þarna í kring hafa fylgst með henni af mikilli
ánægju sumarlangt og fram á haust þar til
hún flýgur með unga sína og karl aftur til
Skotlands. jonsig@vortex.is Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
SLN er komin öllum til gleði
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í
gær Gunnar Þór Grétarsson, 31 árs
karlmann, í tveggja ára fangelsi
fyrir allmörg brot. Alvarlegust
voru árás á lögreglumann við
skyldustörf og vopnað rán. Jafn-
framt var manninum gert að greiða
tæpar 400 þúsund krónur í sakar-
kostnað.
Maðurinn á að baki sakarferil frá
árinu 1998 og hefur alls 17 sinnum
verið dæmdur fyrir brot gegn al-
mennum hegningarlögum, lögum
um ávana- og fíkniefni og umferð-
arlögum. Einnig hefur hann sjö
sinnum gengið undir dómsáttir
vegna brota á lögum um ávana- og
fíkniefni og umferðarlögum.
Dæmdur í tveggja
ára fangelsi
Borgarstjórn Reykjavíkur sam-
þykkti í gær tillögu fulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins um að staðið yrði
fyrir sérstakri viðburðadagskrá í
október í Reykjavík í tilefni þess að
25 ár eru liðin frá því að leiðtoga-
fundur Ronalds Reagans Banda-
ríkjaforseta og Mikhaíls Gorbatsj-
offs, leiðtoga Sovétríkjanna, var
haldinn í Höfða dagana 11.-12. októ-
ber 1986. „Þetta var atburður sem
markaði tímamót, ekki bara í sögu
Reykjavíkur og Íslands, heldur líka í
kalda stríðinu og mannkynssögunni.
Ég tel að við eigum að gera allt til að
halda minningu fundarins á lofti,
bæði til að minna okkur sjálf á
hversu mikilvægur viðburður þetta
var og til að efla ferðaþjónustu og
koma Reykjavík á kortið sem ákjós-
anlegum fundarstað,“ segir Kjartan
Magnússon, borgarfulltrúi.
Minnast leiðtoga-
fundarins í október
Höfði Reagan og Gorbatsjoff í
Reykjavík árið 1986.