Morgunblaðið - 04.05.2011, Side 18
BAKSVIÐ
Andri Karl
andri@mbl.is
Á næstu dögum verður úr því skorið fyrir Hér-
aðsdómi Reykjavíkur hvort ákæruvaldið hafi á
ný gerst sekt um hroðvirkni við gerð ákæru-
skjals í Baugsmáli, að þessu sinni skattahlut-
anum. Verjendur ákærðu reyndu í gærmorgun
að fá málinu vísað frá dómi á þeirri forsendu að
ákæran væri svo óskýr að hún stæðist ekki
skilyrði laga. Settur ríkislögreglustjóri segir
hana nægilega skýra til að sakborningar geti
haldið upp í vörnum í málinu.
„Ákæran á að móta grundvöll í málinu. Ef
orðið yrði við kröfum verjenda yrði ákæran
óskýrari,“ sagði Helgi Magnús Gunnarsson,
settur ríkislögreglustjóri, og bætti við að var-
ast þyrfti að gera ákæru svo ýtarlega að það
flæki málin. Öðru máli skipti hvort þær tölur
sem fram koma í ákæruskjalinu séu réttar en
takast verði á um það við aðalmeðferð málsins.
Að endingu sagði hann sakarefnið skýrt í
ákærunni einni og því sé ákærðu fært að taka
afstöðu til sakargifta og halda uppi vörnum.
Vísuðu til fyrra Baugsmáls
Áður en kom að Helga Magnúsi reifuðu verj-
endur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Tryggva
Jónssonar og Kristínar Jóhannesdóttur og
fjárfestingafélagsins Gaums kröfur sínar og
röksemdir fyrir því að vísa beri málinu frá.
Þannig að það sé skýrt snýr málið að meintum
stórfelldum skattalagabrotum, bæði persónu-
lega og í starfi hjá Baugi og Gaumi.
Málflutningur verjendanna var á sömu leið.
Þeir setja fram frávísunarkröfuna á þeirri for-
sendu, að ákæruliðir á hendur skjólstæðingum
þeirra, eða framsetning þeirra, fullnægi ekki
skýrleikakröfum laganna. Til þess að fullnægja
þeim kröfum þurfi ákærðu að sjá í ákærunni
hvaða brot hann hafi framið til að geta verið sig
fyrir dómi. Var meðal annars gagnrýnt að tölur
sem fram koma í ákærunni séu ekki sundurlið-
aðar og því sé ómögulegt að sjá hverju sé lýst.
Engin leið sé að átta sig á sakargiftum af ákær-
unni.
Í þessu ljósi vísuðu verjendurnir helst til
dóms Hæstaréttar frá október 2005 en þá var
hluta ákæru á hendur sömu einstaklingum – og
fleiri til – vísað frá dómi vegna annmarka.
Dóminn töldu þeir setja skýrt fordæmi enda
segi þar, að til þess að fullnægja ákvæðum laga
verði verknaðarlýsing í ákæru „að vera svo
greinargóð og skýr að ákærði geti ráðið af
henni hvaða refsiverð háttsemi honum er gefin
að sök og hvaða refsilagaákvæði hann er talinn
hafa brotið, án þess að slík tvímæli geti verið
um það að með réttu verði honum ekki talið
fært að taka afstöðu til sakargifta og halda
uppi vörnum gegn þeim. Verður ákærði að
geta ráðið þetta af ákærunni einni.“
Verjendur og settur ríkislögreglustjóri
deildu ekki þeirri skoðun að dómurinn hefði
víðtækt fordæmisgildi. Helgi Magnús benti á
að ekki hefði verið tekist á um skattalagabrot í
umræddu máli og vísaði til dómafordæma þar
sem ákæra er sett upp á sambærilegan hátt og
ákæra í máli þessu, án þess að gerðar hafi verið
við það athugasemdir. Gestur Jónsson, verj-
andi Jóns Ásgeirs, sagði sér þá ekki kunnugt
um að sérstakt réttarfar gilti hér á landi um
skattabrot. Um sé að ræða skýrt fordæmi fyrir
öll mál sem rekin eru sem sakamál fyrir ís-
lenskum dómstólum, auk þess sem enginn
dómur eftir október 2005 breyti fordæminu.
Vilja frávísun vegna óskýrrar ákæru
Verjendur í skattahluta Baugsmálsins telja annmarka á ákæru eiga að leiða til frávísunar málsins
Settur ríkislögreglustjóri segir sakarefnið skýrt í ákærunni og ákærðu fært að halda uppi vörnum
Ef orðið yrði við kröfum
verjenda yrði ákæran
óskýrari.
Helgi Magnús
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2011
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Stjórnklefinn í TF-SIF, flugvél
Landhelgisgæslunnar, hefur fengið
andlitslyftingu sem mun að lík-
indum gera rekstur hennar hag-
kvæmari í framtíðinni. Í stað fjöru-
tíu og fimm mæla sem áður voru í
stjórnborði vélarinnar og sýndu
flugmönnum hennar ýmsar upplýs-
ingar eru nú komnir fimm skjáir
sem gegna sama hlutverki.
Það var kanadískt fyrirtæki,
Field Aviation, sem setti nýja bún-
aðinn í vélina sem var frá í þrjá
mánuði meðan á verkinu stóð.
Vegna samkomulags sem gert var
við framleiðandann þegar samið
var um kaup á vélinni fékkst hann
á mjög hagstæðum kjörum en að
öllu jöfnu hefði ekki verið mögu-
leiki fyrir Gæsluna að fjárfesta í
slíkum búnaði.
Auðveldar viðhald
„Þetta er ákaflega fínt og flott
að sjá. Þetta er framtíðin, segja
þeir manni,“ segir Hafsteinn Hreið-
arsson, flugmaður hjá Landhelg-
isgæslunni, um nýju græjurnar.
Aðalbreytinguna fyrir stjórn-
endur vélarinnar segir Hafsteinn
vera að skjáirnir séu mun skýrari
en mælarnir. „Við sjáum betur á
þá. Sól og önnur birtuskilyrði hafa
ekki áhrif á mælana. Þeir sjást
mjög vel í myrki og eins ef sól fell-
ur á truflar það mun síður en hér
áður fyrr.“ Þá séu heldur fleiri
upplýsingar sem hægt sé að kalla
fram með nýju tækjunum og hægt
sé að breyta uppsetningu á þeim.
Nýi tækjabúnaðurinn í stjórn-
klefanum hefur ekki áhrif á getu
vélarinnar eins og lágmarks-
aðstæður en Hafsteinn segir að við-
hald á vélinni ætti að verða auð-
veldara og ódýrara í framhaldinu.
Búnaðurinn hafi verið settur í aðr-
ar vélar, til dæmis í farþegavélar
Icelandair en þetta sé í fyrsta
skipti sem búnaður af þessu tagi er
settur í þessa tegund flugvélar,
Dash 8-314.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fyrir Áður en skipt var um búnað voru fjörutíu og fimm mælar í stjórnborðinu í TF-SIF sem
gáfu flugmönnunum alls kyns upplýsingar um gang vélarinnar og flugið.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eftir Skipt var um tæknibúnaðinn í stjórnborðinu í Toronto í Kanada og var vélin frá í þrjá mán-
uði. Í stað mælanna eru nú komnir fimm skjáir sem gegna sama hlutverki og jafnvel meira til.
Flugvél Gæslunnar í andlitslyftingu
TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, fær nýjan tæknibúnað í stjórnklefa
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á flugi TF-SIF flýgur yfir Reykjavíkurflugvelli. Samkomulag var gert við
framleiðendur nýja búnaðarins þegar vélin var keypt á sínum tíma.
Nýr búnaður fékkst á hagstæðum
kjörum vegna samkomulags við fram-
leiðandann í Kanada