Morgunblaðið - 04.05.2011, Side 29

Morgunblaðið - 04.05.2011, Side 29
Elsku besta frænka Gerða, eins og hún var kölluð, er nú horf- in á braut. Hennar er sárt sakn- að. Við erum systkinabörn og alla tíð höfðum við samband. Hún passaði mig þegar ég var lítil stelpa á Sigló, einnig bjó hún heima hjá mér þegar hún fór í gagnfræðaskólann. Foreldrar hennar bjuggu í Skútu í Skútudal sem var hinum megin fjarðarins. Síðan fluttust þau að Stekkjar- flötum í Eyjarfirði, þar var ég í sveit, yndislegt að vera. Gerða var yndisleg kona, ljúf, góð, ein- læg og lítillát. Hún hafði gaman af því að syngja og síðast þegar við hittumst núna í mars í Efling- arkaffi, þá var mikið sungið. Þá söng Gerða af hjartans lyst og Þorgerður Ragnarsdóttir ✝ ÞorgerðurRagnarsdóttir fæddist á Blönduósi 20. október 1925. Hún andaðist á líknardeild (L5) Landakotsspítala 17. apríl 2011. Útför Þorgerðar var gerð frá Foss- vogskapellu 26. apríl 2011. kunni alla texta. Hún hafði einnig gaman af því að dansa og kenndi bróður sínum Stein- grími að dansa. Hún lærði vefnað og kenndi það. Hún bjó um tíma á Ísafirði og ég fór í hús- mæðraskólann á Ísafirði og kom oft til þeirra góðu hjóna, Kristjáns og Gerðu. Bless- uð sé minning þeirra. Hafðu þökk fyrir allar góðu stundirnar í líf- inu. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku Þórhallur, Björg og fjöl- skylda, Steingrímur og fjölskylda og aðrir ættingjar og vinir, guð veri með ykkur öllum. Geirlaug Egilsdóttir. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2011 Ragna Sigrún Guðmundsdóttir ✝ Ragna SigrúnGuðmunds- dóttir fæddist í Skaftafelli, Öræfa- sveit 30. október 1927. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 9. apríl 2011. Útför Rögnu Sig- rúnar fór fram frá Fossvogskirkju 20. apríl 2011. þegar ég var ung- lingur, hef ég verið þeirrar trúar að Tove Jansson hafi þekkt hana og not- að sem fyrirmynd að einni yndisleg- ustu persónu bók- menntanna sem fyrirfinnst, Múmín- mömmu. Að undan- skilinni handtösk- unni sem ég man nú ekki til að Ragna hafi burðast með er margt sameig-Frá því ég kynntist Rögnu inlegt. Náungakærleikur, elsku- legheit og óendanleg þjónustu- lund á fallegan hátt. Hún bjó yfir æðruleysi og geðprýði sem ekki er mörgum gefin, þó varð hún fyrir miklum áföllum í sínu lífi sem hefði gert margan bitran en ekki Rögnu. Hún var kölluð Gagga en einhvern veginn ávarpaði ég hana ævinlega með Rögnu-nafninu, Ragna Sigrún fór henni vel, það þykir mér fal- legt nafn. Ég var reglulegur gestur á heimili hennar um árabil vegna vinskapar við dætur hennar. Það var stutt á milli systkinanna í aldri og þau samheldin, hjá þeim var gestkvæmt enda fjölskyldan glaðvær og gestrisin og þar var oft glatt á hjalla. Ragna var gjarnan með í spjalli, sagði sög- ur yfir kaffibolla og flissaði, það var auðvelt að koma henni til að hlæja. Heimilið virtist öllum op- ið, þangað var gott að sækja. Dauðinn barði oft að dyrum í hennar nánasta ranni. Þegar dóttir hennar, Ebba, lést kom ég á Ljósvallagötuna. Ragna stóð í eldhúsinu og sýslaði eitthvað, eins og svo oft. Mér varð orða vant, hún horfði lengi á mig, svo huggaði hún mig. Sumir eru stórir í sálinni og hafa alltaf eitt- hvað að gefa. Ég þakkaði henni sennilega aldrei fyrir góðvild og gestrisni gegnum tíðina og hef ekki hitt hana oft í seinni tíð. Ég sendi koss á eftir henni í trausti þess að hann nái henni á endasprett- inum, með þökk fyrir góð kynni. Þórdís Þórðardóttir (Dísa). Á þeim degi er Íslendingar fagna sumri að gömlum sið bar að andlát Gylfa Gunnarssonar. Hann lést á heimili sínu í Fljótshlíð, og nú söknum við hollvinar sem var okkur einkar kær. Við kynntumst Gylfa og konu hans, Sigurlín Sveinbjarnardótt- ur, í starfi Norræna félagsins. Saman efndum við til margra Íslandsferða með dönskum þátt- takendum. Í Norræna félaginu hér í Horsens stendur fólki enn fyrir hugskotssjónum viðburða- rík ferð undir leiðsögn Gylfa um Vatnsdal í Húnaþingi og norður um að Grettislaug við Reyki. Með lifandi frásögn vakti hann einlægan áhuga okkar á þeim margþætta sagnaarfi sem bund- inn er landinu. Af þessu starfi spratt ára- löng, náin og dýrmæt vinátta við þau Gylfa og Sigurlín. Gylfi var sannarlega mörgum gáfum búinn. Það lá í eðli hans að hann gaf sig heilshugar að þeim sem Gylfi Gunnarsson ✝ Gylfi Gunn-arsson fæddist á Suðurgötu 33 í Hafnarfirði 2. júlí 1943. Hann lést á heimili sínu að Hlíðarbakka, Fljótshlíð, 21. apríl 2011. Útför Gylfa var gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 3. maí 2011. hann batt kynni við. Nærveru hans fylgdi umhyggja og artarsemi. Hann hafði einstæðan hæfileika til að gera líðandi stund minnisstæða sér og sínum. Slíkrar stundar nutum við eitt sinn að sumar- lagi er við litum inn til þeirra hjóna í Hafnarfirði. Gylfi kom heim að loknum ströngum vinnudegi, og ekki var við öðru að búast en hann verði kvöldinu við arin heimilisins. En um leið og hann birtist í stofunni sagði hann: „Nú er fallegt út að líta – það hlýtur að vera undrafagurt vestur á Snæfellsnesi – skrepp- um þangað.“ Og það varð úr því að Gylfi lét aldrei líða langa stund milli orða og athafna. Hann vissi hvað beið okkar því að nærri ströndinni neðan við Staðastað nutum við kvöld- kyrrðar og fegurðar sem fáu verður við jafnað. Í töfrabirtu litum við Hafursfell og Fagra- skógarfjall og yst í vestri Snæ- fellsjökul. Þrátt fyrir dvínandi heilsu var hugur Gylfa við það bund- inn til hinstu stundar að fegra hið nýja heimili þeirra hjóna að Hlíðarbakka í Fljótshlíð. Þegar við komum þar síðast á liðnu sumri leiddi Gylfi okkur að litlu torfhýsi, Jónsbæ, sem hann hafði teiknað og innréttað af stakri alúð. Með geislandi brosi breiddi hann út faðminn og sagði: „Hér bíður ykkar vist- arvera þegar þið komið næst.“ Þetta var honum líkt. Gylfa var ætíð umhugað að sýna öðrum velvild og greiðasemi. Við mun- um sakna hans og þökkum for- sjóninni að við skyldum eignast vinfesti hans. Hugur okkar er nú bundinn Sigurlín og fjöl- skyldunni í söknuði þeirra. Blessuð sé minning Gylfa Gunnarssonar. Hans og Vibeke Nørgaard Nielsen, Danmörku. Það er 2. júlí árið 1976. Það voraði seint þetta árið. Við er- um 5 göngufélagar staddir aleinir inni í Landmannalaugum í töluverðum snjó. Félagarnir eru Gylfi Gunnarsson, Sigurður Kristjánsson, Þorleifur Sigurðs- son, Pétur Pétursson og sá er þetta ritar. Fyrir harðfylgi Sæ- mundar Alfreðssonar á dugleg- um rússajeppa komumst við inn í Laugar þrátt fyrir erfiða færð. Í fyrramálið er meiningin að leggja upp í gönguferð til Þórs- merkur. Erum búnir að lesa okkur til um leiðina eins og kostur er en nánast ómögulegt hefur reynst að afla áreiðan- legra upplýsinga. Höfum reynt að finna einhvern sem hefur farið þessa leið áður en ekki tekist. Það er því ekki annað í boði en að leggja bara í hann með skynsemi og áttavita að vopni og vona hið besta. Morg- uninn eftir er lagt í́ann í góðu veðurútliti sem reyndar átti eft- ir að breytast snarlega. Söguleg og viðburðarík ferð sem seint gleymist. Þannig var upphafið á fyrstu gönguferð sem farin var um svonefndan „Laugaveg“ og eitthvað er til um á prenti svo vitað sé en Gylfi Gunnarsson, sem kvaddur er í dag, gerði ferð þessari ógleymanleg skil í blaðagreininni „Ætt yfir Emstr- ur“ í Hlyn, tímariti samvinnu- starfsmanna í kjölfar ferðarinn- ar. Það er fróðlegt að lesa grein hans í dag og bera saman við þá þróun sem orðið hefur með „Laugaveginn“, vinsælustu gönguleið á Íslandi í dag. Við höfðum kynnst tæpum áratug fyrr á vettvangi sam- vinnuskólanema. Vorum báðir búnir að vera í Samvinnuskól- anum á Bifröst á sjöunda ára- tug aldarinnar og áttum síðan samleið í endurskoðunarnáminu – vorum meðal 23 sem útskrif- uðust vorið 1975. Það var ekki bara að hann Gylfi væri góður penni heldur var hann einstakur félagi á all- an hátt. Í hópi okkar endur- skoðenda var hann oftar en ekki hrókur alls fagnaðar þar sem hann var hverju sinni. Mikill húmoristi. Honum lét vel að vera í forystu og átti drjúgan þátt í að gæta hagsmuna okkar félaganna, sem störfum í minni endurskoðunarfyrirtækjum. Hafi hann heila þökk fyrir það starf. Genginn er góður drengur sem gott var að vera í návist við. Þakkir eru færðar fyrir liðnar samverustundir sem voru allt of fáar í seinni tíð. Aðstand- endum votta ég innilega samúð. Guðmundur Jóelsson. Legsteinar og fylgihlutir MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk sími 587 1960 www.mosaik.is • Mikið úrval • Yfir 40 ára reynsla • Sendum myndalista ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÚLÍUS REYNIR ÍVARSSON frá Móbergi á Rauðasandi, til heimilis á Fálkagötu 6, Reykjavík, sem lést laugardaginn 23. apríl verður jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn 6. maí kl. 15.00. Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Haukur Júlíusson, Ingibjörg Jónasdóttir, Gunnlaugur A. Júlíusson, Sigrún Sveinsdóttir, Ingibjörg Júlíusdóttir, Bragi Guðjónsson, Anna G. Júlíusdóttir, Hjálmar Axelsson, afabörn og langafabörn.✝ Þökkum innilega veitta samúð og hlýjar kveðjur vegna fráfalls ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR HÖSKULDSSONAR. Blessuð sé minning hans. Guðný Ásgeirsdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Okkar bestu þakkir fyrir veittan hlýhug, sam- kennd og stuðning við fráfall STEINUNNAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Jörfa í Víðidal. Innilegt þakklæti til ykkar allra sem hafið lagt ykkar af mörkum til þess að milda áfallið og styðja okkur á erfiðum tíma. Jóhannes Ragnarsson á Jörfa og fjölskylda. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNHEIÐUR BJARNADÓTTIR, Dalbraut 18, Reykjavík, andaðist 27. apríl á Landspítalanum við Hringbraut. Jarðarför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 6. maí kl. 13:00. Ámundi Gunnar Ólafsson, Sigrún Þórisdóttir, Lilja Ósk Ólafsdóttir, Guðmundur Arason, Guðlaug Ingibjörg Ólafsdóttir, Hilmar Þórisson, Júlíana Bjarndís Ólafsdóttir, Jóhann Einars Guðmundsson, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Heitt elskuð dóttir okkar, systir og barnabarn, HRÖNN BENEDIKTSDÓTTIR, lést miðvikudaginn 27. apríl á Landspítalanum, Hringbraut. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 6. maí kl. 13.00. Sólrún Höskuldsdóttir, Benedikt Ásgrímsson, Bryndís Benediktsdóttir, Einar Benediktsson, Ebba Ólafsdóttir og Höskuldur Stefánsson. ✝ Ástkær föðursystir okkar, JENNÝ JÓHANNESDÓTTIR frá Egilsstöðum, lést á Heilbrigðisstofnun Hvammstanga föstudaginn 29. apríl. Útförin fer fram frá Hvammstangakirkju laugardaginn 7. maí kl. 13.00. Erna Snorradóttir, Jóhannes Snorrason, Elín Rósa Snorradóttir, Eggert Snorrason, Hulda Snorradóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR BIRNA HALLFREÐSDÓTTIR, Norðurbrú 6, Garðabæ, áður til heimilis að Vallholti 19, Akranesi, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 30. apríl. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju, Garðabæ, föstudaginn 6. maí kl. 15.00. Símon Símonarson, Bryndís Símonardóttir, Ásgeir Guðnason, Hallfreður Óttar Símonarson, Laufey Ófeigsdóttir, Edda Símonardóttir, Vésteinn Benediktsson, Björn Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ BENEDIKT BENEDIKTSSON kennari, Þórðarsveig 6, Reykjavík, er látinn. Útförin fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 10. maí kl. 13.00. Systkini hins látna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.