Morgunblaðið - 04.05.2011, Qupperneq 44
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 124. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Var Harrý prins með leynivasa?
2. „Hrein og klár aftaka“
3. Sýndu bin Laden látinn
4. Gott að vera móðir á Íslandi
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Sirkus Íslands hefur ákveðið að
smella í aðra fullorðinssirkussýningu
28. maí og m.a. mun Hafdís Hold verða
með skuggaleik, XXXmeralda leika
með gjörðir á lendum sér og Ásta og
Keli verða með rekkjubragðakennslu.
Fullorðinssirkus-
sýning á Bakkusi
Á morgun,
fimmtudag, stígur
hljómsveitin
Valdimar á svið í
Hressingar-
skálanum í Aust-
urstræti. Í til-
kynningu segir að
Valdimar hafi
komið eins og
mintuferskur vindur inn í íslenskt
tónlistarlíf með plötunni Undraland
sem þeir gáfu út nýverið. Tónleikarnir
hefjast um kl. 22.00 og er frítt inn.
Tónleikaröð gogo-
yoko heldur áfram
Sýningin Verði þér að góðu verð-
ur frumsýnd í Kassanum í Þjóðleik-
húsinu á laugardag og taka bæði
dansarar og leikarar
þátt í henni.
Félagsskapurinn Ég
og vinir mínir
stendur að sýning-
unni en sá hinn
sami hópur var
með sýninguna
Húmanimal sem
vakti mikla
lukku. »38
Líkamlegt leikhús í
Þjóðleikhúsinu
Á fimmtudag Austan 3-10 m/s, hvassast með suðurströndinni.
Skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hiti 6 til 14 stig.
Á föstudag Austan 8-13 m/s syðst, annars víða 5-10. Rigning eða
súld á SA-landi og Austfjörðum, en þurrt V- og N-lands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 3-10 og skýjað með köflum, hvassast
syðst. Hiti allt að 17 stig á suðvestanverðu landinu í fyrstu, en hiti
annars yfirleitt á bilinu 5 til 12 stig.
VEÐUR
Stjörnukonur unnu sinn
fyrsta titil í knattspyrnunni
þegar þær lögðu Íslands- og
bikarmeistara Vals að velli,
2:1, í úrslitaleik deildabikar-
sins í gærkvöld. Ásgerður S.
Baldursdóttir skoraði sig-
urmarkið rétt fyrir leikslok.
„Við höfum viljað vinna titil
lengi og nú var það bara
baráttan sem skilaði hon-
um,“ sagði Gunnhildur Yrsa
Jónsdóttir fyrirliði Stjörn-
unnar. »2
Við höfum viljað
vinna titil lengi
Íslandsmeistarar Breiðabliks hófu
titilvörnina með tapi gegn KR, 2:3, í
fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í
knattspyrnu á Kópavogsvellinum í
gærkvöld. Kjartan Henry Finnboga-
son skoraði tvö marka KR-inga en
Ingvar Þór Kale, markvörður Blika,
var rekinn af velli eftir aðeins 20 mín-
útna leik. »1-3
Rautt spjald og tap í
fyrsta leik meistaranna
AZ Alkmaar hefur hafnað tilboði stór-
liðsins Ajax í Kolbein Sigþórsson,
landsliðsmann í knattspyrnu. Sam-
kvæmt hollenskum fjölmiðlum hljóð-
aði tilboðið upp á um 330 milljónir ís-
lenskra króna. Kolbeinn tilkynnti
forráðamönnum AZ í gær að hann
myndi ekki semja að nýju við félagið
og þar með er ljóst að hann yfirgefur
það í sumar. »1
Höfnuðu 330 milljóna
tilboði í Kolbein
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Karl Blöndal
kbl@mbl.is
Í Hörpu dynja hamarshöggin og
blandast við surg og væl í borvélum
og vélsögum. Nokkur hundruð iðn-
aðarmenn á ferð og flugi flytja þessa
framkvæmdasinfóníu og erfitt að
ímynda sér að ekki sé nema rúmur
sólarhringur þar til Vladimir Ashke-
nazy hefur tónsprotann á loft á opn-
unartónleikum Sinfóníuhljómsveitar
Íslands í hinu nýja tónlistarhúsi og
ögn þýðari tónar taka við.
Rétt fyrir innan glerhjúpinn ligg-
ur stigi og eftir því sem ofar dregur í
honum fjarlægist skarkalinn. Höfnin
blasir við og sundin blá undir sól-
björtum himni. Ashkenazy stendur í
þessum upphæðum, talar í síma og
snýr baki í útsýnið. Hann slítur sam-
talinu og gengur kvikum skrefum
inn í viðtalsherbergi. Þegar dyrnar
lokast hættir að heyrast í borvél-
unum.
„Þetta er dásamlegur hápunktur,“
sagði Ashkenazy, sem í marga ára-
tugi átti sér þann draum um tónlist-
arhús, sem nú er að rætast. „Í þetta
hefur farið mikil hugsun, atorka og
hugmyndavinna. Auðvitað er líka
dásamlegt fyrir þessa þjóð að fá al-
mennilegt tónleikahús. Hún á það
skilið.“
Ashkenazy lýsir því hvernig hljóð-
ið og aðstæðurnar í Háskólabíói, þar
sem Sinfónían lék frá 1961, kveiktu
drauminn um nýtt tónlistarhús.
„Það er enginn samanburður,“
segir hann um Hörpu. „Hljómsveitin
var í kvikmyndahúsi þar sem hljóm-
burðurinn var skraufþurr. Það var
ekki gott að spila þar, en auðvitað
vandist hljómsveitin því og náði að
spila vel í húsinu þrátt fyrir hræði-
legan hljómburð.“
Ashkenazy segir að hljómburður-
inn í Hörpu standist samanburð við
það besta sem gerist í sölum af sam-
bærilegri stærð í heiminum og í raun
sé ekki mikið meira um það að segja.
„Þegar hljóðið er gott er auðveldara
að spila,“ segir hann, „hljóðfæraleik-
ararnir eiga auðveldara með að
heyra hver í öðrum og það verður
mun skemmtilegra að spila tónlist.“
Ashkenazy sagði að það hefði
kostað mikið átak að reisa Hörpu,
margir einstaklingar lagt hönd á
plóg og bæði ríki og borg lagt sitt af
mörkum til að efla tónlistarlífið í höf-
uðborginni. „Fólk getur því ekki lát-
ið sér á sama standa,“ sagði hann,
„því að allir njóta góðs af, ekki bara
tónlistarmennirnir heldur allir, sem
elska tónlist og vilja koma og heyra
tónlist flutta við bestu aðstæður.
Húsið mun lyfta menningarlífinu í
landinu og svo lítur það dásamlega
út. Ég elska það.“
Það er enginn samanburður
Ashkenazy á
opnunartónleikum
Hörpu í kvöld
Morgunblaðið/Golli
Ánægður Vladimir Ashkenazy mundar tónsprotann á æfingu með Sinfóníunni í Hörpu í gærmorgun fyrir opn-
unartónleikana í kvöld: „Húsið mun lyfta menningarlífinu í landinu og svo lítur það dásamlega út. Ég elska það.“
„Það eru forréttindi að hafa verið
valinn til þess að stjórna á þess-
um tónleikum,“ sagði Vladimír
Ashkenazy á milli æfinga með
Sinfóníuhljómsveit Íslands í
Hörpu í gær. „Ég kann að meta
þann heiður sem mér er sýndur
með því að fá að stjórna fyrstu
tónleikunum í húsinu. Ég er him-
inlifandi að geta tekið þátt í
þessu.“
Ashkenazy hefur verið heiðurs-
stjórnandi Sinfóníunnar frá árinu
2002. Á tónleikunum í kvöld
verður frumflutt nýtt verk eftir
Þorkel Sigurbjörnsson. Víkingur
Heiðar Ólafsson leikur einleik í
píanókonserti Griegs. Að lokum
verður 9. sinfónía Beethovens á
dagskrá. Tónleikarnir verða end-
urteknir á morgun og föstudag.
Uppselt er á þá alla.
Forréttindi að vera með
OPNUNARTÓNLEIKAR Í HÖRPU