Morgunblaðið - 09.05.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.05.2011, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2011 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hátt í hálf milljón vörubretta er notuð hér á landi árlega. Flest eru þessi bretti aðeins einnota því þau fara í flestum tilvikum til útlanda undir frystum sjávarafurðum. Í öll þessi bretti fer eðlilega mikið af timbri sem hefur að mestu verið flutt inn frá Eystrasaltslöndunum með ærnum tilkostnaði. Á þessu er að verða breyting því farið er að nota lerki úr skógum á Austurlandi í þessa vinnslu og ljóst að sú notk- un á eftir að vaxa verulega á næstu árum. Smíði vörubretta úr íslensk- um og innfluttum trjáviði er að hefjast að Bessastöðum í Fljótsdal, skammt innan við Hallormsstað. Þrjú fyrirtæki eru stærst í smíði vörubretta hér á landi, en síðan starfa fjölmargir minni aðilar við brettasmíði úti um land og þjóna þá gjarnan fyrirtækjum í sinni heimabyggð. Stóru skipafélögin, Eimskip og Samskip, flytja mikið af timbri til landsins, einnig skip sem koma hingað með lausfragt og loks kemur til landsins sérstakt timburflutningaskip á um sex mán- aða fresti. Verð á timbri hefur hækkað á síðustu árum og hjálpast þar að hráefnisverð, flutningskostnaður og að gengi krónunnar er lágt mið- að við það sem það var hæst. Því er talið hagkvæmt að nýta afurðir íslenskra skóga til þessarar vinnslu. Viðurinn keyptur af Skóg- ræktinni og skógarbændum Brettasmiðjan er eitt þriggja stærstu fyrirtækjanna í þessum iðnaði. Fyrirtækið er með sjö starfsmenn í Hafnarfirði, fjóra á Dalvík og í byrjun þessa árs var byrjað að setja upp aðstöðu á Bessastöðum í Fljótsdalshreppi. Þar verða þrír starfsmenn í sumar og mun væntanlega fjölga þegar fram í sækir. Hráefnið verður keypt af Skógræktinni og skógar- bændum, en jafnframt flutt inn. Hermann Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Brettasmiðjunnar, segir að um spennandi tilraun sé að ræða. „Ég horfi á starfsemina fyrir austan sem tilraun til þriggja ára, en í raun er um spennandi langhlaup að ræða“ segir Her- mann. Hann segir að fura og greni hafi einkum verið notuð í brettin, en íslenska lerkið geti komið í stað þessara tegunda. „Eins og staðan er núna þá eru skógarnir ungir eða innan við 40 ára og enn vantar hráefni. Í sumar verður viðnum safnað og hann síð- an sagaður og brettin smíðuð næsta vetur. Við flytjum áfram inn mest af timbrinu og munum þá skipa hluta þess upp á Reyðarfirði til að vinna áfram uppi á Héraði. Það er langt þangað til við getum hætt þessum innflutningi. Í byrjun er það Akkilesarhæll hversu grannir bolirnir eru. Það er miklu hagkvæmara að vinna efnið úr sverum bolum, sem skila mörg- um stykkjum, en það er vissulega hægt að nota þetta granna efni. Til þessa hefur mest af efninu verið kurlað og brennt en með hverju árinu verður hægt að nota viðinn til frekari vinnslu,“ segir Her- mann. Brettasmíði á Bessastöðum  Hátt í hálf milljón bretta notuð hér árlega  Byrjað að smíða vörubretti úr skógum á Héraði  Í raun um spennandi langhlaup að ræða, segir framkvæmdastjóri Brettasmiðjunnar Morgunblaðið/Kristinn Möguleikar Með hverju árinu sem líður aukast möguleikar til vinnslu á ís- lenskum trjáviði. Myndin er tekin á Tumastöðum. Síðustu vikur hefur eftirspurn eftir innlendu hjallaefni aukist, segir á heimasíðu Skógræktar ríkisins í lok apríl. Starfsmenn Suðurlandsdeildar Skógræktar- innar unnu þá að því að finna til og flokka efni til sölu. Helsta skýring á þessari aukningu nú er að fiskihjallar á sunnanverðu landinu hafa skemmst í stórviðr- um vetrarins, segir á skogur.is Fiskihjallarnir eru byggðir upp með stoðum, ásum og spírum. Aukin spurn eftir hjallaefni SKEMMDIR FISKIHJALLAR Veðurguðirnir léku loksins al- mennilega við höfuðborgarbúa í gærdag og bættu upp fyrir rysjótt veður í apríl. Og sólþyrstir létu þeir ekki segja sér það tvisvar; morgun- kaffið var drukkið á veröndinni, haldið í sundferð, ís sleiktur og sól- böð stunduð í Nauthólsvík. Samkvæmt spá Veðurstofu Ís- lands var þó aðeins um einn góðan dag að ræða í þetta skipti og kólnar aðeins og rignir að líkum í dag. Fínn Þeir sem þá eiga renndu sparibílum út úr bílskúrum og fóru á rúntinn. Klæðalaus Þó svo handklæðið gleymdist heima dó ungi maðurinn ekki ráðalaus og fann sér annan betri stað. Kæling Þegar hitinn verður of mikill er gott að kæla sig með ljúf- fengum rjómaís. Hann kvartar alla vega ekki þessi ungi maður. Morgunblaðið/Árni Sæberg Leikur sér Unga fólkið nýtur sín hvað best á svo sólríkum dögum. Uppstillt Fjölmennt var í flestum ef ekki öllum sundlaug- um höfuðborgarsvæðisins og var gleðin víða við völd. Blíða í borginni Kaggar Félagar í Kvartmíluklúbbnum söfnuðust saman og viðruðu bíla í Nauthólsvík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.