Morgunblaðið - 09.05.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.05.2011, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2011 Osama Einn stuðningsmanna Þórs á Akureyri mætti í gervi Osama bin Ladens þegar liðið lék gegn Fram í úrvalsdeild karla í fótbolta á Laugardalsvelli á laugardag. Þór sigraði 1:0. Árni Sæberg Síðastliðinn mánudag lét fjár- málaráðherra þau orð falla „að gerð Vaðlaheiðarganga nú sé bæði þjóð- hagslega, umhverf- islega og byggð- arlega geysilega góð ráðstöfun“. Sá sem hér skrifar vill taka undir það. Það er þó rétt að minna ráðherrann á að samkvæmt svari þáverandi samgöngu- ráðherra sumarið 2009 við fyr- irspurn undirritaðs um arðsemi framkvæmda kom í ljós að arð- semi við gerð Vaðlaheiðarganga var talin tæp 8%. Í sama svari kom fram að arðsemi Suður- landsvegar væri 16-21-28% eftir útfærslum. Samkvæmt því er sú framkvæmd u.þ.b. þrisvar sinnum betri ráðstöfun ekki síst ef tekið er tillit til tíðni alvar- legra slysa og banaslysa. Seinna í sömu umræðu sendi ráðherra norðanmönnum góðar kveðjur en Sunnlendingum tón- inn. „Heimamenn (norð- anmenn) hafa komið mjög myndarlega að þessu verki með söfnun hlutafjár og sýnt þannig hug sinn og þeir kvarta ekki undan því að vegtollur verði látinn borga niður verkið, enda munu þeir fá sín Vaðlaheið- argöng en kannski er álitamál um sumar aðrar framkvæmdir sem menn (sunnanmenn) vilja fá án þess að borga fyrir þær (innan sviga og leturbreyting undirritaðs). Sama dag fékk undirritaður í hendur svar frá sama fjármála- ráðherra um tekjur af Vest- urlandsvegi, Reykjanesbraut og Suðurlandsvegi þar sem fram kemur að mark- aðar tekjur til vegagerðar þar eru 1-1,5 millj- arðar á ári. Það þýðir að án veggjalda muni markaðar tekjur duga til að greiða niður framkvæmdina á 15 árum. Heildartekjur eru milli 3-4 milljarðar á ári. Við- bótarveggjöld upp á 1,5-2 millj- arða á ári munu flýta upp- greiðslu framkvæmdanna um ca. 7 ár. Sem sagt, notendur Suðurlandsvegar greiði allan kostnað á 8 árum af fram- kvæmd sem á að standa í 30-40 ár! – Geysilega sanngjarnt eða hvað, fjármálaráðherra? Væri ekki skynsamlegra að forgangs- raða rétt. Eftir Sigurð Inga Jóhannsson »… samkvæmt svari þáverandi samgönguráðherra sumarið 2009 við fyr- irspurn undirritaðs um arðsemi fram- kvæmda kom í ljós að arðsemi við gerð Vaðlaheiðarganga var talin tæp 8%. Sigurður Ingi Jóhannsson Höfundur er alþingismaður. Geysilega góð ráðstöfun Frá því að grein mín með gagnrýni á Schen- gen-aðild Íslands birtist í Morgunblaðinu 23. apr- íl sl. hefur margt komið fram sem rennir enn frekar stoðum undir að Íslendingar eigi sem fyrst að losa sig úr viðj- um Schengen-aðildar. Æ fleiri eru að átta sig á að eftirlitslaus umferð yfir landamæri á Schengen- svæðinu er himnasend- ing fyrir skipulögð glæpagengi sem hagnast ótæpilega á eitur- lyfjasmygli, þjófnaði og mansali. Hér verða rakin dæmi um aðvörunarorð sem borist hafa nýverið úr ýmsum áttum en sem lítið heyrist um í íslensk- um fjölmiðlum. Norðurlönd og Eystrasaltsríkin Fyrir viku sendi Arne Johannessen formaður Landssambands lögreglumanna í Nor- egi og varaformaður Sambands nor- rænna lögreglumanna opið bréf til Knut Storberget, dómsmálaráðherra Noregs með kröfu um að tekin verði hið fyrsta upp vegabréfaskoðun gagn- vart Eystrasaltsríkjunum. Í erindi sínu segir þessi trúnaðarmaður nor- rænna lögregluþjóna að 80% ut- anaðkomandi glæpastarfsemi á Norð- urlöndum eigi upptök sín í þessum löndum. Geri yfirvöld í Eystrasalts- ríkjum ekki gangskör að því að upp- ræta hjá sér glæpagengin hljóti að verða að endurskoða Schengen- sáttmálann frá grunni. Arne Johannessen er þekktur fyrir einarðan málflutning og hann er eins og norski dóms- málaráðherrann félagi í Verkamannaflokknum. Hvað segir Europol um Balkanríkin? Miðvikudaginn 4. maí sendi Europol, lög- reglustofnun ESB, frá sér skýrslu um skipulagða glæpastarfsemi með sér- stöku tilliti til fyrirhug- aðrar aðildar Búlgaríu og Rúmeníu að Schengen. Sem flestir ættu að kynna sér þessa skýrslu Euro- pol sem er vægast sagt afhjúpandi fyrir afleið- ingar þess að afnema landmæraeftirlit. Þar er rakið hvernig þræl- skipulagðir glæpahópar nýta sér óhindrað ferða- frelsi innan Schengen- svæðisins í samspili við frjálst vöruflæði og sam- skiptamöguleika á Net- inu. Balkanlöndin eru í sí- vaxandi mæli notuð til eiturlyfjasmygls í stórum stíl, m.a. á kókaíni frá Rómönsku-Ameríku. Aðild Búlgaríu og Rúmeníu að Schengen myndi stækka til muna landamæri svæðisins í austurátt með auknum möguleikum á hverskyns smygli og mansali. Tengsl á milli glæpahópa hafa styrkst til muna að undanförnu og þeir nýta sér allar finnanlegar smugur í auðgunarskyni. ESB í miklum vandræðum Í vikunni brást framkvæmdastjórn ESB við sívaxandi gagnrýni innan að- ildarríkja á Schengen-kerfið vegna skipulagðrar glæpastarfsemi og flótta- mannastraums. Sænski kommissarinn Cecilia Malmström sendi frá sér skýrslu 4. maí þar sem settar eru fram hugmyndir um viðbrögð við kröfum margra um breytingar á Schengen- samningnum. Samkvæmt gildandi ákvæðum geta aðildarríkin aðeins gripið til eftirlits á innri landamærum ef mikil hætta er talin á ógnun við al- mannareglu (public order). Aðeins ör- fá dæmi eru um slík inngrip og fram- kvæmdastjórn ESB reynir að halda í slíkt sem algjöra undantekningu og að tilskilið sé samþykki hennar fyrirfram. Jafnframt er rætt um að efla gæslu á ytri landamærum svæðisins og sá möguleiki nefndur að koma upp bland- aðri löggæslu manna frá ýmsum aðild- arríkjum. Gert er ráð fyrir að afstaða verði tekin til þessara tillagna á leið- togafundi ESB í lok næsta mánaðar. Hver er afstaða íslenskra stjórnvalda? Það voru mikil mistök frá upphafi að binda Ísland við Schengen- samninginn, ekki síst eftir að hann varð órjúfanlegur hluti af ESB. Sem eyland höfum við ekkert nema skaða af því að bindast þessu regluverki meginlandsríkja og halda hér uppi landamæravörslu fyrir Evrópusam- bandið. Aðvaranir og kröfur Sam- bands norrænna lögregluþjóna eru orð í tíma töluð og er þó aðstaða Skandínava með samliggjandi landa- mæri önnur en okkar. Íslensk stjórn- völd geta ekki dregið það lengur að kveða upp úr um afstöðu sína til Schengen-aðildar. Þar stendur valið milli öryggishagsmuna íslensks al- mennings eða að halda áfram sem fjarstýrður tengivagn ESB-kerfisins. Eftir Hjörleif Guttormsson »Æ fleiri átta sig á að eft- irlitslaus umferð á Schengen- svæðinu er himnasending fyrir glæpagengi sem hagnast á eiturlyfjasmygli, þjófnaði og mansali. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Schengen skapar skjól fyrir glæpagengin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.