Morgunblaðið - 09.05.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.05.2011, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2011 Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Hvaðan kom þessi hljómsveit eig- inlega, Wild Beasts? Ok, ég hlustaði á fyrstu plötu þeirra, Limbo Panto (2008) og fannst hún vel yfir með- allagi en ekkert mikið meira en það. Ári síðar kom svo út platan Two Dancers sem ég kolféll fyrir. Wild Beasts voru kannski ekki að hitta á eitthvað nýtt, innihaldið draumkennt nýbylgjurokk með áhrifum frá Ra- diohead, jafnvel Interpol. En það var eitthvað við framfærsluna á þessu öllu saman, einhver óræður andi yfir sveitinni sem gerði það að verkum að hún var alveg sér á parti þegar mað- ur skimaði yfir gítarrokklandslag Bretlands, þaðan sem sveitin er. Kontratenór Wild Beasts kemur sem sagt frá Bretlandi, en upphafsspurningin var nú meira af listrænum toga, hvaðan kemur hún í því tillitinu. Kvartettinn kemur frá Kumbríu eða Vatnasvæðunum svokölluðu í Norðvestur-Bretlandi. Heimabær sveitarinnar er Kendal, 27.000 manna bær og eins og þið sjáið er temmilegur útnárablær yfir þessu Ljós- og dökkhærð villidýr  Þriðja plata Wild Beasts, Smother, kemur út eftir helgi  Síðasta plata, Two Dancers, er meistaraverk  Steve Reich og Frankenstein á meðal áhrifavalda Villimenn „Nægir að horfa á kynningarljósmyndir af sveitinni, þar sem meðlimir, allir sem einn eru eitthvað svo umkomulausir.“ öllu saman. Það er m.a. þessi stað- reynd sem virðist gefa Wild Beast eitthvað auka sem þessar endalausu Londonsveitir hafa ekki. Nægir að horfa á kynningarljósmyndir af sveitinni, þar sem meðlimir, allir sem einn eru eitthvað svo umkomulausir. Eins og þeir viti ekki hvar þeir eru, hvað þá að þeir viti hvað þeir eru að gera. Þessi utanveltuvinkill hefur iðulega reynst hæfileikaríkum tón- listarmönnum vel (sjá t.d. Bítlana, sem komu frá Liverpool af öllum stöðum á sínum tíma). Í viðtölum er sveitin fullkomlega laus við stjörnu- stæla, feimn- isbragurinn er mikill (Sigur Rós) en er upp á svið er komið hrekkur allt í gang. Meðlim- irnir fjórir rúlla í gegnum lögin sem einn maður og rosalegast er að fylgjast með söngvurunum tveimur, Hayden Thorpe og Tom Fleming. Thorpe leikur á bassa og syngur í guðdómlegum kontratenór. Gefur lögunum kabarettblæ, minnir stundum á Billy McKenzie heitinn út Associates. Fleming er á gítar og hljómborði og syngur með dýpri röddu, en allsérstæðri engu að síður. Þeir félagar fara svo reglulega á hljómborð og skipta bassa og gítar á milli sín. Höll Sveitin er á mála hjá litla risanum Domino Records og hefur hún sagt að nýja platan sé nokkuð höll undir hljóðgervla. Hinum og þessum áhrifavöldum er svo hent inn í frétta- tilkynningu, nútímatónskáldinu Steve Reich, Frankenstein (þ.e. bók Mary Shelley), hávaðadúettinum Fuck Buttons, brasilíska höfund- inum Clarice Lispector og því að sveitin hafi flutt til Dalston (hverfi í London). Mike Diver hjá BBC hefur þegar gagnrýnt plötuna og segir: „Wild Beasts er í dag áhrifamesta, áhugaverðasta og allra mest heillandi sveit sem hér starfar í dag. Mjög líklega erum við með plötu árs- ins í höndunum.“ Þar hafiði það. Tékkið á þessu ekki seinna en í gær. „Eins og Limbo Panto, síðasta skífa Wild Beasts, var góð kom það mér í opna skjöldu hve sveitin hefur tekið stórt stökk fram á við með Two Dancers, bæði hvað varðar músíkina og flutninginn … Ég leyfi mér að halda því fram að hér sé komin ein forvitnileg- asta hljóm- sveit Bret- lands á síðustu ár- um.“ Svo reit Árni Matt- híasson í blað þetta fyrir tveimur árum. Hin frábæra Two Dancers GEGNUMBROTIÐ Billy Corgan, forsvarsmaður hljóm- sveitarinnar Smashing Pumpkins, segir upphaflega liðsmenn hljóm- sveitarinnar ekki eiga eftir að koma saman á ný. Sveitin leystist upp eftir að hafa gefið út breiðskíf- una Machina II: The Friends & Ene- mies of Modern Music árið 2000. Þá hafði Melissa Auf der Maur tekið við sem bassaleikari sveitarinnar af D’arcy Wretzky. Corgan hefur haldið hljómsveitinni gangandi með breyttu sniði, nýjum liðsmönnum, frá árinu 2007, þegar hljómsveitin tók upp þráðinn. Corgan er nú eini upphaflegi meðlimur sveitarinnar. Upphafsmenn ekki saman á ný Reuters Einn Corgan, eini upphaflegi liðs- maður Smashing Pumpkins. Breska söngkonan Kate Bush send- ir frá sér nýja plötu þann 16. maí næstkomandi og ber hún titilinn Di- rector’s Cut. Sex ár eru liðin frá því síðasta plata hennar kom út, platan Aerial. Director’s Cut hefur þó ekki að geyma ný lög heldur valin lög af fyrri plötum hennar, The Sensual World frá árinu 1989 og The Red Shoes frá árinu 1993. Sum laganna eru í nýjum útgáfum, voru tekin upp sérstaklega fyrir plötuna vænt- anlegu en önnur fá að halda sér í upprunalegri útgáfu. Platan verður gefin út rafrænt en einnig á geisla- diski og í eðalútgáfu. Bush með plötu eftir sex ára bið Safn Kate Bush fór yfir gamalt efni og valdi lög á væntanlega plötu. SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR STÆRSTA OPNUN ÁRSINS Í USA NÁNARI UPPLÝSINGAR OG MIÐASALA Á MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Í 3-D FAST FIVE KL. 5.20 - 8 - 10.40 12 FAST FIVE Í LÚXUS KL. 5.20 - 8 - 10.40 12 THOR 3D KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 SCREAM 4 KL. 5.40 - 8 - 10.20 16 HANNA KL. 8 - 10.25 16 RIO 3D ÍSLENSKT TAL KL. 3.30 - 5.45 L RIO 2D ÍSLENSKT TAL KL. 3.30 L HOPP ÍSLENSKT TAL KL. 3.30 L FAST FIVE KL. 5.45 - 8 - 10.20 12 THOR 3D KL. 5.40 - 8 - 10.15 12 A.E.T - MBL MBL FAST FIVE KL. 5.20 – 9 12 HÆVNEN KL. 5.25 – 8 – 10.35 12 THOR 3D KL. 6 - 9 12 HANNA KL. 8 - 10.20 16 RIO 3D ÍSLENSKT TAL KL. 6 L LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum “Thor er klárlega ein óvæntasta mynd ársins... Hasar, húmor og stuð alla leið. Skottastu í bíó!” T.V. - kvikmyndir.is / Séð og Heyrt  “Myndin er algjör rússibana- reið og frábær bíóupplifun” A.E.T - MBL POWE RSÝN ING KL. 10 STÆRSTA OPNUN ÁRSINS Í USA FAST & FURIOUS 5 Sýnd kl. 7 og 10(POWER) THOR 3D Sýnd kl. 5, 7:30 og 10 YOUR HIGHNESS Sýnd kl. 10 RIO ÍSLENSKT TAL 3D Sýnd kl. 5 HOPP ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 6 KURTEIST FÓLK Sýnd kl. 8  „Brjáluð afþreyingarmynd sem mun gefa þér nákvæmlega það sem þú sækist eftir, hvort sem þú ert aðdáandi seríunnar eða hasarfíkill almennt.” T.V. - kvikmyndir.is / Séð og Heyrt -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.