Morgunblaðið - 09.05.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.05.2011, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2011 ✝ Ingibjörg Jóns-dóttir fæddist á Akureyri 5. maí 1921. Hún lést á Sjúkrahúsi Ak- ureyrar 4. maí 2011. Foreldrar Ingi- bjargar voru Jón Sigurðsson verka- maður frá Ak- ureyri, f. 1889, d. 1955, og Rannveig Sigurðardóttir, f. 1888, d. 1971, húsmóðir, frá Hraunshöfða í Öxnadal. Systur Ingibjargar: Ester Jónsdóttir, f. 14.2. 1923, d. 20.11. 1982, var búsett á Ak- ureyri; Jakobína Jónsdóttir, f. 15.1. 1925, d. 5.7. 1978, húsmóðir á Akureyri; Pálína Margrét Jónsdóttir, f. 15.11.1926, hús- móðir á Akureyri; Sigríður B. Jónsdóttir, f. 30.4. 1929, d. 1.7. 2005, saumakona á Akureyri; Hermína Jónsdóttir, f. 14.1. 1932, húsmóðir á Akureyri. Ingibjörg giftist 13.2. 1943 Óskari Jónssyni, foringja í Hjálpræðishernum, f. 4.6. 1916, d. 23.1. 2002. Foreldrar hans voru Jón Jónsson, trésmiður í ingi í Hjálpræðishernum, var fyrst kvæntur Unni Kurseth, for- ingja í Hjálpræðishernum, þau eignuðust dæturnar Helene og Jeanette. Seinni kona Óskars var Thorhild Ajer, hjúkrunarfræð- ingur og fyrrv. foringi í Hjálp- ræðishernum, þeirra dætur eru Nína Kristín og Vigdís. 5) Miri- am Óskarsdóttir, f. 27.6. 1960, söngkona og fyrrverandi trú- boði, starfar nú hjá Hjálpræð- ishernum í Visby í Svíþjóð. Ingibjörg og Óskar voru for- ingjar í Hjálpræðishernum allan sinn starfsferil. Þau störfuðu í Reykjavík, Ísafirði, Akureyri, í Færeyjum, Noregi og Dan- mörku. Þau voru deildarstjórar, flokksstjórar og sinntu umönn- unarstarfi hersins í fangelsum og á meðal drykkjumanna og eit- urlyfjaneytenda. Þá sinnti Ingi- björg alla tíð sjúklingum og öldr- uðum, bæði á sjúkrahúsum og í heimahúsum. Síðustu æviárin bjó Ingibjörg hjá Rannveigu dóttur sinni og Einari tengda- syni á Akureyri. Útför Ingibjargar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 9. maí 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Reykjavík, og Ag- nethe Jónsson hús- freyja, af norskum ættum. Börn Ingi- bjargar og Óskars eru: 1) Rannveig Óskarsdóttir, f. 19.11. 1944, flokks- stjóri hjá Hjálpræð- ishernum á Ak- ureyri, gift Einari Björnsyni, fyrrv. næturverði, þau eiga fjögur börn: a) Óskar, b) Ingibjörgu, c) Björn og d) Jak- obínu. Barnabörn Rannveigar og Einars eru 10. 2) Hákon Ósk- arsson, f. 6.7. 1946, leið- sögumaður, kennari og líffræð- ingur í Reykjavík, kvæntur Heiði Agnesi Björnsdóttur viðskipta- fræðingi og eiga þau soninn Kjartan. 3) Daníel Óskarsson, f. 17.4. 1948, foringi í Hjálpræðis- hernum, búsettur í Danmörku, kvæntur Anne Gurine Ósk- arsson, foringja í Hjálpræð- ishernum og eiga þau þrjú börn: Ester, Inger Johanne og Daníel Óskar. Barnabörn Daníels og Önnu eru fimm. 4) Óskar Ósk- arsson, f. 3.10. 1953, d. 1996, for- Elsku amma. Það er erfitt að þurfa að kveðja þig, söknuðurinn er mik- ill og sár. Innst inni veit ég þó að þú varst tilbúin að svífa burt frá okkur. Sagðir við mig eftir að þú fluttir á Grund að þú nenntir þessu ekki mikið lengur og bættir við: „Tóta mín, ert þú ekki með svona sprautu í bílnum eins og þú gefur dýrunum.“ Amma, þú varst ótrúleg týpa, minningarnar um þig eru svo margar og góðar. Þegar ég var lítil sótti ég mikið í að fá að vera hjá ykkur afa, hvort sem það var uppi í sumarbústað eða á Lauf- ásveginum. Fallega heimilið ykkar afa var mér afar kært. Fyrir litla sveitastelpu var mjög spennandi að fá að gista í mið- bænum, bara það eitt að fá svörtu budduna þína og fara út í búð var upplifun, að spila við þig var frábært, freyðibaðið í græna baðkarinu klikkaði ekki, vanillu- sósan þín og grautarnir voru ótrúlegir. Þú áttir líka besta rúmið í öllum heiminum. Það lá við að maður týndist undir æð- ardúnssænginni þinni og svo settir þú líka heitar flöskur und- ir sængina áður en við skriðum uppí. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að búa hjá ykkur afa mitt fyrsta ár í Verslunarskól- anum. Þú hélst mér félagsskap þegar ég lærði inni í skoti, þetta var góður vetur hjá okkur og tengdumst við sterkum böndum. Mér þótti líka mjög vænt um að fá að halda stúdentsveisluna í fallegu stofunni þinni. Þegar ég flutti til Danmerkur komstu auðvitað í heimsókn, bæði ein og líka með afa. Það var yndislegur tími og frábærar minningar. Þú varst svo stolt þegar ég lauk dýralæknanáminu og hafðir mikinn áhuga á því sem ég var að gera. Ég mun sakna þess hræðilega að geta ekki spjallað við þig, þú fylgdist svo vel með öllu sem var að gerast, bæði úti í heimi og innan fjölskyldunnar. Einnig hafðir þú mikinn áhuga á tískunni og hvernig allir litu út, það var eins gott að punta sig svolítið áður en haldið var í heimsókn til þín, því þú mældir mann út og lést vita hvort mað- ur var smart eða púkó, það vantaði ekki hreinskilnina hjá þér. Elsku amma, þú varst í alla staði frábær félagi og það var alltaf gaman að vera í kringum þig, ég hefði ekki getað eignast betri ömmu. Guð geymi þig. Þín Þórunn Lára (Tóta). Elsku amma mín. Núna ertu farin og ég mun sakna þín ótrúlega mikið. Ég er svo rík og heppin að hafa átt þig sem ömmu. Betri amma er varla til í þessum heimi. Ef maður ætti að lýsa þér með einu orði er það „kærleikur“. Þú sýndir öll- um ást og kærleika og fórst ekki í manngreinarálit. Þú faðmaðir alla með jafn miklum kærleika, sama hvort það var útigangs- maður eða forseti Íslands. Ég er svo heppin að hafa kynnst þér og afa mjög vel þau ár sem þið áttuð heima á Freyjugötunni. Ég kom næstum því daglega í heimsókn og áttum við skemmtilegar og eftir- minnilegar samræður sem ég mun seint gleyma. Þú kenndir mér margt um trúna, ástina, hjónabandið og um lífið sjálft. Þegar ég sat hjá þér við dán- arbeðinn las ég bók um hvernig maður getur orðið betra foreldri og sýnt barni sínu „skilyrðis- lausa ást“. Ég leit á þig og hugs- aði að rithöfundur bókarinnar hefur örugglega verið að skrifa um þig því bókin lýsti þér svo fullkomlega. Nú er ég svo lán- söm að hafa eignast yndislega dóttur og þú, amma, ert fyr- irmyndin mín um hvers konar foreldri ég vil vera. Lífið hefur ekki alltaf verið auðvelt, en það var alltaf svo gott að vita að þú baðst fyrir mér á hverjum einasta degi. Í gegnum súrt og sætt vissi ég að ást þín og fyrirbæn var skammt undan. Þú sýndir mikinn áhuga á lífi mínu og ég gat leitað til þín með allt. Þú gladdist svo mikið með mér yfir að ég skyldi hafa fundið draumaprinsinn minn og að við eignuðumst barn. Það var það síðasta sem þú ræddir um við mig við dánarbeðinn. Þú spurðir hvernig ég hefði það, hvernig gengi með manninn minn, hjónaband og barnið mitt. Já, stuðningur og ást þín var ómetanleg. Þú kvaddir þennan heim með stíl. Öll fjölskyldan var saman komin til að halda upp á 90 ára afmælið þitt. En deginum áður fórstu heim til Jesú. Þar biðu þín Óskar maðurinn þinn, Óskar yngsti sonur þinn og margir aðr- ir ættingjar og vinir. Þú vildir halda afmælisveisluna með þeim á himninum. Ég trúi að það hafi orðið miklir fagnaðarfundir og mikið fjör þegar þú mættir á svæðið. Þú varst svo tilbúin að fara og það var gott að sjá frið- inn sem hvíldi yfir þér á dán- arbeðinum. Þó svo að ég hafi misst mikið við að missa þig trúi ég að þú munir vaka yfir mér áfram. Ég elska þig svo heitt og minning þín mun lifa áfram í hjarta mínu alla ævi. Takk fyrir allt. Þitt barnabarn, Inger Jóhanna. Boðberar kærleikans eru jarðneskir englar sem leiddir eru í veg fyrir fólk til að veita umhyggju, miðla ást, fylla nútíðina innihaldi og tilgangi, veita framtíðarsýn vegna tilveru sinnar og kærleiksríkrar nærveru. Þeir eru jákvæðir, styðja, uppörva og hvetja. Þeir sýna hluttekningu, umvefja og faðma, sýna nærgætni og raunverulega umhyggju, í hvaða kringumstæðum sem er án þess að spyrja um endurgjald. (Sigurbjörn Þorkelsson) Já, svona var hún Imma. Það var ómetanlegt að eiga hana að vini og fyrirbiðjanda. Og þakk- látur er ég fyrir allar uppörv- andi símhringingarnar hennar og bréfin sem hún sendi mér. Allan þann áhuga sem hún sýndi mér, Laufeyju konu minni og sonum okkar þremur. Víst er að ég mun sakna hennar mjög og hinna gefandi samtala við hana. En hún Imma kveið ekki heimförinni. Hún var sannarlega tilbúin því að fáir áttu fallegri trú á hvað tæki við. Nú nýtur hún þess að vera um eilífð böðuð dýrðarljóma frelsara síns, Drott- ins Jesú, umvafin englum í sam- félagi við hann Óskar sinn og góða vini sem á undan eru gengnir. Hún Imma var vermandi ljós- beri, sannur hermaður Krists, einn af trúarstólpum íslenskrar þjóðar. Einstök kona sem verður lengi í minnum höfð. Guð blessi minningu þessarar lífsglöðu, kærleiksríku og fágætu konu sem hafði svo mannbætandi áhrif á allt sitt umhverfi. Af því hún átti fjársjóðinn æðsta, mesta og besta sem hún með fögnuði og gleði jós úr svo sam- ferðamennirnir fengju notið. Einlægari vitnisburður um trú, von og kærleika er vand- fundinn. Og fegurri en verð- skulduð eftirmæli munu fáir hljóta. Sigurbjörn Þorkelsson. Hún Imma okkar lést að morgni 4. maí, daginn fyrir 90 ára afmæli hennar. Ekki endi- lega táknrænt fyrir hana að kveðja áður en stóra veislan skyldi haldin með útgáfu bókar um þessa stórbrotnu konu. Eftir viðburðaríka ævi hér á jörðu hófst nýtt ævintýr með ferð sem hún alla tíð bjó sig undir og kvaddi sína nánustu full tilhlökk- unar að mæta frelsara sínum. Imma var sanntrúuð kona. Lifði það sem hún predikaði í einu og öllu. Það voru aldrei vandamálin í kringum hana Immu, hún leysti úr þeim jafn- óðum. Hún hafði gott skopskyn, söng, saumaði og predikaði jöfn- um höndum og hvatti okkur til dáða. Leiðir fjölskyldna okkar lágu saman þegar við fluttumst frá Færeyjum árið 1960. Tókst fjótt góður vinskapur milli pabba og mömmu og þeirra hjóna. Á þeim tíma stjórnuðu Imma og Óskar Hjálpræðishernum á Íslandi sem rak gisti- og sjómannaheim- ili. Mamma fór að vinna í eldhúsi Hersins og við bjuggum í Her- kastalanum. Það var mikið um að vera í gistihúsinu, fólk af fjöl- breyttu þjóðerni að koma og fara. Imma var allt í öllu og gekk í öll störf. Hún var ekki verkfælin kona, svo mikið er víst. Hún heimsótti þá sem fáa áttu að hvort sem var í heima- hús eða á sjúkrahús, þar sem hún með sinni einstöku nærveru gerði líf þeirra bærilegra. Svo voru það samkomurnar, Heim- ilissambandið og fleira. Imma spilaði á gítar og söng, einsöng, dúett og/eða stjórnaði. Ræðu- skörungur mikill og sótti efnið í eigin reynslu, blessaði þannig þá sem á hana hlýddu. Menn komu ekki að tómum kofunum sem báðu hana að tala á mannamót- um og grínast var með að ræð- urnar væru oftar en ekki punkt- aðar niður á „prívatinu“, eina staðnum þar sem næði var. Imma og Óskar voru sam- rýmd hjón, ástfangin upp fyrir haus alla tíð. Hann tók á málum með sinni stóísku ró meðan hún setti í fimmta gírinn og lét vaða. Við systur vorum skírðar rétt fyrir fermingu og voru þau heið- urshjón skírnarvottar. Þannig urðu þau „gumma og gúbbi“ okkar, sem sagt guðmóðir og -faðir. Þau og börn þeirra Rann- veig, Hákon, Daníel, Óskar og Miriam urðu fjölskyldan okkar á Íslandi. Óskar yngri féll frá langt fyrir aldur fram. Það var afar sárt fyrir þau að missa drenginn sinn. Berlega kom þá í ljós hinn mikli innri styrkur okkar konu og hin einlæga trú á mátt Jesú Krist í þeirri miklu sorg sem barnamissir er. Imma og Óskar létu sig aldrei vanta þegar eitthvað var um að vera í okkar fjölskyldu og það var ekki sjaldan. Skírnir, ferm- ingar, afmæli og brúðkaup. Eftir að Óskar lést fluttist Imma norður til Akureyrar. Hún naut sín í heimahögunum nálægt systrum sínum og fjöl- skyldum þeirra. Hún bjó hjá Ranní og Einari sem bjuggu henni notalegt ævikvöld. Að leiðarlokum þökkum við systkinin og mamma okkar fyrir einstaka samfylgd í gegnum marga áratugi, Guð blessi Immu. Rúna Didriksen og fjölskylda. Kær vinkona hefur lokið starfi sínu á akri drottins. Imma var dásamleg kona, eða er nær að segja engill? Ég hef oft leitt hugann að því, hvort hún væri ekki engill sem hefði verið send- ur hingað til jarðarinnar með kærleiksboðskap Jesú Krists. Ég hef notið þeirra forrétt- inda að þekkja Immu í tæp 28 ár, en við hittum hana fyrst þeg- ar hún var að selja Herópið í blokkinni þar sem við bjuggum. Mér hefur alltaf fundist að hún hafi verið send til mín og fjöl- skyldu minnar af því að við þurftum á því að halda. Við er- um svo lánsöm að hafa einnig haft tækifæri til að kynnast Ósk- ari og börnunum þeirra. Imma var boðberi hins góða; kærleika Guðs til mannanna. Hún var djúpvitur kona sem hafði að baki mikla lífsreynslu og vildi öllum gott gera. Einlæg trú, gleði og gæska ljómaði af henni og lét engan ósnortinn sem kynntist henni. Hún var ljóðskáld og eftir hana liggja yndisleg ljóð sem hafa orðið mörgum til blessunar. Í ljóðunum birtist djúpstæð trú hennar á Frelsarann og sönn gleði yfir því að vera Guðs barn. Í þeim kemur einnig fram mikil tilhlökkun til heimfararstundar og himnavistar, þegar starfi hennar væri lokið hér. Imma hringdi í mig með reglubundnu millibili og oftar en ekki einmitt þegar ég þurfti á því að halda. „Þú komst í huga mér,“ sagði hún þegar hún hringdi. Ég hitti hana síðast fyr- ir rúmum mánuði á Akureyri. Mér er það mjög minnisstæð stund er ég sat hjá henni í her- berginu hennar á Norðurgöt- unni, sem sveipað var vorsól. Hún miðlaði mér af visku sinni og kærleika og bað af hjarta fyr- ir mér og fjölskyldu minni. Ég þakka Guði fyrir að hafa fengið að kynnast Immu og njóta bæna hennar, umhyggju og góðvildar. Guð blessi minningu hennar. Laura Sch. Thorsteinsson. Ingibjörg Jónsdóttir  Fleiri minningargreinar um Ingibjörgu Jónsdóttur bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Hvanneyrarbraut 42, Siglufirði, lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar föstudaginn 6. maí. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 14. maí kl. 14.00. Gottskálk Rögnvaldsson, Rögnvaldur Gottskálksson, Auður B. Erlendsdóttir, Gunnar Gottskálksson, Erla Ósk Hermannsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Guðrún Gísla-dóttir fæddist á Ísafirði 31. júlí 1940. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 23. apríl 2011. Foreldrar Guð- rúnar voru Gísli Guðmundsson, f. 17.9. 1907, d. 18.10. 1964 og Þorbjörg Líkafrónsdóttir, f. 31.8. 1908, d. 27.9. 1995. Guðrún ólst upp í Sundstræti 21 (Amsterdam) á Ísafirði og var hún miðjubarn í fimm systk- ina hópi. Þau eru Rannveig, f. 17.2. 1932, Jón, f. 24.4. 1933, Guðmundur, f. 19.5. 1935, d. ur, f. 30.9. 1964. 3) Viðar Bragi, f. 27.10. 1967, sonur hans er Hannes Óskar, f. 31.7. 1990 (móðir Ása Guðrún Guðmunds- dóttir). 4) Ragnheiður Bára, f. 11.12. 1975, búsett í Danmörku, í sambúð með Timo Jenssen, f. 8.7. 1977, sonur þeirra er Felix Hannibal, f. 1.7. 2009. Guðrún flutti á unglingsárum frá Ísafirði til Reykjavíkur, þar starfaði hún við ýmislegt. Guð- rún og Þórður byggðu hús í Hrauntungu í Kópavogi og bjó hún þar börnum sínum fallegt heimili. Hennar helstu áhuga- mál voru listsköpun ýmiss kon- ar, garðrækt og laxveiði. Síð- ustu 12 ár ævi sinnar bjó hún á æskustöðvum sínum á Ísafirði þar sem henni leið mjög vel. Útför Guðrúnar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 9. maí 2011, og hefst athöfnin kl. 13. 29.11. 1974, Matt- hildur Messíana, f. 9.12. 1945. Guðrún giftist 1959 Þórði Finn- björnssyni, heimili þeirra var í Kópa- vogi (þau skildu). Börn þeirra eru: 1) Sigríður, f. 11.3. 1962, maki Pétur Konráð Hlöðvers- son, f. 16.10. 1961. Börn Sigríðar eru: a) Guðrún Birna, f. 12.5. 1984, (faðir Brynj- ar Stefánsson), í sambúð með Sverri Gunnarssyni, b) Þórður Guðjón, f. 2.2. 1991, c) Elías Már, f. 1.3. 1993, d) Viðar Logi, f. 22.12. 1997. 2) Þorbjörg Auð- Ég hef þekkt hana Gunný alla mína ævi. Hún var fallega konan hans Þórðar móðurbróður míns, besta vinkona mömmu minnar, ég passaði fyrir hana börnin þeg- ar þau voru lítil og hún var sú sem fór með mér á málverkasýn- ingar þegar ég var unglingur. Seinna flutti ég til Ísafjarðar og var svo heppin að fá móður henn- ar fyrir nágranna. Þorbjörg, móðir Gunnýjar, bjó þá enn í Amsterdam, pínulitla húsinu þar sem Gunný ólst upp ásamt systk- inum sínum fjórum. Þegar Gunný var að alast upp bjuggu amma hennar og föðurbróðir á efri hæð- inni en sjö manna fjölskyldan á þeirri neðri. Það hefur verið þröng á þingi og skilyrði ólík því sem flest börn búa við í dag. Ég velti því stundum fyrir mér hvort þessar aðstæður í uppvextinum hafi haft áhrif á það hversu gott henni þótti að vera út af fyrir sig á síðari árum. Henni þótti þó af- skaplega vænt um æskuheimilið sitt og ekki annað á henni að heyra en henni hafi liðið þar vel. Gunný flutti aftur til Ísafjarð- ar fyrir 12 árum og bjó lengst af í Grundargötu. Það var gaman að taka aftur upp þráðinn, spjalla við hana um myndlistina, skoða með henni myndirnar hennar og spá og spekúlera. Málaralistin var hennar líf og yndi, hún var alltaf að prófa eitthvað nýtt og stöðugt að reyna að læra meira. Hitt stóra áhugamálið hennar var garðyrkja, hún elskaði blóm og garðurinn við Grundargötu 4 á eftir að búa að grænu fingrunum hennar Gunnýjar mörg ár enn. Fallega gula rósin hennar mun blómstra næstu sumur og gleðja augu vegfarenda um leið og hún minnir á garðyrkjukonuna. Þó mér finnist það ekki tíma- bært er víst kominn tími til að kveðja. Ég mun sakna Gunnýjar, hún var litríkur persónuleiki með óborganlegan húmor og ótal áhugamál. Hún skilur eftir marg- ar góðar minningar og ég er þakklát fyrir að hafa þekkt hana. Herdís Magnea Huebner. Guðrún Gísladóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.