Morgunblaðið - 09.05.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.05.2011, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2011 ✝ Harpa BjörtGuðbjarts- dóttir fæddist í Reykjavík 29. apríl 1990. Hún lést 30. apríl 2011. Faðir Hörpu Bjartar er Guðbjartur Guð- bjartsson flugvirki, búsettur í Dan- mörku, f. 18. nóv. 1959 í Reykjavík. Móðir Hörpu er Bryndís Björk Sigurjónsdóttir, f. 7. feb. 1960 á Reykjanesvita. Harpa var næstyngst fimm systkina. Þar er elstur Baldur Freyr Einarsson, f. 16. jan. 1979, sonur hans er Ísak Nói, f. 15. jan. 2010. Sunneva Edith Ragn- arsdóttir, f. 30. júlí 1983, synir hennar eru Baldur Elmar Hauksson, f. 13. mars 2003, Elv- ar Máni Hauksson, f. 10. jan. 2006, og óskírður, f. 20. des. 2010. Reynir Ragnarsson, f. 22. des. 1984, sambýliskona hans er Erla Signý Kristjánsdóttir, þau eiga saman börnin Ragnar Nat- an, f. 9. júlí 2006, Agnesi Edith, f. 19. nóv. 2007, og Anítu Ósk, f. 28. júlí 2009. Dagur Þór Hjart- arsson, f. 1. des. 1989. Foreldrar Bryndísar Bjarkar voru Sig- urjón Ólafsson vitavörður, f. 29. ágúst 1909, d. 12. okt. 1997 og Sig- fríður Pálína Kon- ráðsdóttir, f. 15. maí 1921, d. 29. ágúst 1975. Systk- ini Bryndísar eru 13. Foreldrar Guð- bjarts eru Elísa Björk Magn- úsdóttir röntgen- tæknir, f. 16. júní 1937 og Guðbjartur Gunnarsson kennari, búsettur erlendis. Hálfsystkini Guðbjarts eru þrjú. Harpa Björt bjó í Kópavogi alla tíð. Hún gekk í Hjallaskóla og stundaði fótbolta með Breiðabliki og var í U-17 lands- liðinu og spilaði sem varn- armaður. Hún var valin leik- maður ársins 2006 af Kópavogsbæ, hún spilaði 7 landsliðsleiki með U-17 landslið- inu. Síðustu ár stundaði Harpa Björt nám í Menntaskólanum í Kópavogi. Hún var staðráðin í að klára nám sitt í MK og leggja fyrir sig sálfræði í háskóla. Einnig var ljósmyndun áhuga- mál hennar. Útför Hörpu Bjartar fer fram frá Hjallakirkju í dag, 9. maí 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku Harpa okkar. Það er svo sárt að kveðja þig, sársaukinn og söknuðurinn er svo óbærilegur að því fá engin orð lýst. Dagarnir hafa liðið áfram sem í vondum draumi en þetta er kaldur raunveruleikinn, svo sár, svo sár. Það er margs að minnast, elsku stelpan okkar, á þinni stuttu ævi, en þær minningar ylja okkur nú. Þú varst ekki há í loftinu þegar fór að geisla af þér glettnin og blikið í augunum á þér sáu allir. Snemma varstu mjög næm fyrir því sem aðrir sáu ekki, greiðvikin og góð. Það lýsir þér svo vel þegar þú lítil stelpa tókst að þér að kenna stráknum í næsta húsi að hjóla dag eftir dag. Á endanum tókst það en hann átti þá ekkert hjól svo þú gafst honum hjólið þitt. Strax á leikskólaaldri kom keppniskrafturinn í ljós, þú hljópst alla af þér. Prílaðir upp á allt sem fyrir þér varð. Þú byrj- aðir ung í fótboltanum og þar fékk kraftur þinn notið sín. Þú stund- aðir fótbolta af krafti næstu árin. Þín var sárt saknað þegar þú hættir þar. Eftir grunnskóla tókstu þér hlé, fórst að sinna öðru og vinna. Í menntaskólanum sýndir þú elju og dugnað, ákveðin í að klára námið þar og fara að læra sálfræði sem þér fannst skemmtilegasta fagið. Þar hefði meðfætt innsæi þitt á tilfinningar annarra notið sín. Yfir páskana eyddir þú fríinu í kyrrðinni í Vík í Mýrdal. Þú notaðir tímann, sóttir um vinnu, staðráðin í að eyða sumrinu í sveitasælunni. Þú varst svo glöð á afmælis- daginn þinn örlagaríka. Það geisl- aði af þér gleðin, elskan mín, próf- in búin og sumarið komið. Elsku hjartans Harpa okkar, við kveðjum þig að sinni, megi Guð og englar vaka yfir þér. Minning þín mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Mamma og pabbi. Elsku hjartans ömmugullið mitt. Það er sárt að hugsa til þess að þú sért farin frá mér eftir öll þessi ár okkar saman. Og að vita til þess að þú sért farin frá mér og hugsa til þess að við eigum ekki eftir að eiga fleiri góðar kvöldstundir saman þar sem við hlógum, spjölluðum og kysstumst svo góða nótt og fórum hvor í sína rekkju. En ef þú bara vissir, elsku hjartans Harpa mín, hvað ég sakna þess að vita af þér ekki mér við hlið. Það er svo sárt. Öll mín bros og öll mín tár eru þaðan runnin, gleðin ljúf og sorgin sár af sama toga spunnin. (Örn Árnason.) Megi guð vera með þér. Þín amma, Elísa. Elsku ástin mín. Þú ert og verður alltaf stoltið okkar. Þannig töluðum við um þig og munum halda áfram að tala um þig. Ég var að velta því fyrir mér hvernig ég ætti að geta lýst fyrir syni mínum hvað þú hefðir verið frábær. Minningin um þig, elsku Harpan mín, er svo yndisleg að ég get ekki hugsað mér framtíðina án þín. Þú varst alltaf svo ynd- isleg og hjartahlý. Harpa, þú hljópst til að vinna sigurlaunin, þú varst ekki að keppa í neinu til að vera með held- ur til að vinna. Ég á svo margar fallegar minningar um þig, elsku systa. Ég man eftir hvað þér þótti vænt um hálsmen sem ég átti og gaf þér. Það var lukkufestin þín í boltanum og þú varst alltaf með hana um hálsinn á meðan ég var í burtu. Ég man eftir því þegar þú varst lítil og varst alltaf að biðja mig að syngja fyrir þig lagið um Hörp- una. Ég hafði líka gaman af að syngja fyrir þig „Snert hörpu mína, himinborna dís“. Alltaf þegar þú meiddist á æf- ingu þá komstu til mín og baðst mig að biðja fyrir eymslunum. Þú varst svo falleg og yndisleg, elsku engillinn minn. En núna ertu far- in héðan til Föður okkar og þó ég viti að þú sért í faðmi föðurins þá er samt svo sárt að missa þig svona, elsku Harpa. En ég veit að þú munt hvetja okkur áfram Harpa þaðan sem þú ert og tím- inn sem við eigum hérna er svo stuttur í samanburði við tímann sem ég fæ með þér á himnum. Elsku Harpa, það er svo auð- velt að brotna bara sérstaklega þegar maður reynir að skilja þetta allt saman. Þetta er eins ósanngjarnt og hugsast getur að þér skuli hafa verið kippt bara svona í burtu frá okkur. Ég mun ekki gefast upp á að berjast trúarinnar góðu baráttu. Ég mun berjast eins og hnefa- leikamaður sem engin vindhögg slær. En elsku systa, til minning- ar um þig þá ætla ég að taka „Hörpuna“ á þetta og hlaupa til að vinna. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Hlökkum til að hitta þig aftur, elsku Harpa Björt. Baldur Freyr Einarsson og Ísak Nói Baldursson. Elsku Harpa Björt. Elsku fal- lega systir. Þín verður svo sárt saknað; þitt fallega bros og yndislegi hlátur. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig, litla systir, og komst mér til að brosa, sama hvað gekk á, með þínum yndislega hlátri. Dugnaður þinn og lífsgleði skein svo skært og mun alltaf verða mér leiðar- ljós, elsku Harpa, það er svo erfitt að kveðja þig, minningarnar um þig eru allar svo fallegar og þær mun ég alltaf varðveita, ég elska þig svo mikið, fallega systir mín. Ég er svo þakklátur fyrir tím- ann sem við áttum saman, en sorgin svo mikil að sá tími sé bú- inn. Þú munt ávallt verða ljós í lífi mínu Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín, enda þótt öll sé kross upphefðin mín. Hljóma skal harpan mín: Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín. (Matthías Jochumson.) Þinn bróðir, Reynir. Elsku hjartans Harpa mín, ég trúi því ekki að við eigum ekki eft- ir að sitja saman og hlæja eins og við gerðum svo oft og síðast bara kvöldið áður en þú fórst og var ég þá að segja þér hvað ég hefði saknað þín mikið á meðan þú varst í Vík yfir páskana. Þú brostir þínu fallega brosi og sagðir: En ég er komin aftur núna, vorum við þá líka að tala um ritgerðina þína sem þú áttir að skila og varst svo ánægð með og beiðst spennt eftir að fá einkun- inna úr viðtalinu þínu. Ekki óraði mig þá fyrir því að söknuðurinn ætti eftir að verða svona sár og mikill. Ég á sem betur fer margar fal- legar og góðar minningar um þig og dettur þá í hug ferðin okkar til Kanarí þegar þú vildir kenna mér að synda, lást á bakkanum og sveiflaðir höndum og fótum og sagðir: Þú gerir bara svona, þetta er ekkert mál og lést mig leggjast við hliðina á þér og gera eins og var mikið hlegið og teknar mynd- ir, við vorum að skemmta okkur við að stelast í pottinn á nóttunni en næturvörðunum þótti það ekki jafn skemmtilegt og okkur. Svona gæti ég haldið áfram endalaust, sumarbústaðaferðirnar okkar og svo margt fleira. Þú varst einstök manneskja, svo hlý og barngóð að börnin sog- uðust alltaf að þér og þú fórst allt- af í einhverja leiki með þeim og er missir þeirra mikill að hafa þig ekki lengur til að leika og spjalla við. Þú varst alltaf glöð og kát, og allt sem þú tókst þér fyrir hendur lék í höndunum á þér, varst frá- bær í fótbolta og veit ég að þar er þín einnig sárt saknað. Það er svo sárt að þurfa kveðja þig, fallega stelpa; svona ung og áttir allt lífið framundan. En ég er líka óendanlega þakk- lát fyrir að hafa átt þennan tíma með þér, elsku vinkona, og trúi því að þér hafi verið ætlað eitt- hvað annað og stærra verkefni. Hafðu þökk fyrir allt. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Þín vinkona og mágkona, Erla Signý. Elsku frænka okkar. Aldrei hefði okkur grunað að daginn fyrir þessar hörmulegu sorgarfréttir væri okkar síðasta kvöldstund saman. Þegar maður hugsar til þess að þú hafir verið tekin frá okkur í hendur guðs svona snöggt þá er- um við svo þakklátar fyrir að hafa fengið að eyða síðasta afmælis- deginum þínum með þér. Í gegnum hlátur og grát sitjum við og minnumst þín, elsku frænka okkar. Okkur finnst eins og það hafi verið í gær þegar við sátum og töluðum um lífið og til- veruna og þú varst svo bjartsýn og ákveðin í að klára skólann í vor. Elsku Harpa okkar, seint munu gleymast okkar yndislegu frænkustundir sem við áttum saman, þær eru ógleymanlegar og munt þú alltaf eiga heima í hjarta okkar, guð geymi þig og varðveiti. Elskum meðan tími er til. Hlæjum meðan tími er til. Njótum meðan tími er til. Elsku fallega frænka okkar, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og takk fyrir allar þær yndislegu stundir sem við áttum saman. Við munum biðja guð um að passa vel upp á þig og varðveita, við trúum því að þér líði betur á þeim stað sem þú ert á núna. Elsku amma okkar og nánustu, við biðjum guð um að vera hjá ykkur og gefa ykkur styrk á þess- ari erfiðu stundu. Við elskum þig, Harpa okkar. Þínar frænkur, Elísa og Sandra. Biskup C. Bent hafði þetta að segja um það þegar við kveðjum þennan heim: Ég stend á strönd og horfi á skip sigla í morgunblænum út á hafið. Það er falleg smíði og ég stend þar og horfi á það unz það hverfur sjón- um mínum úti við sjóndeildarhring. „Það er farið! Farið! Hvert? Farið úr minni augsýn. Það er allt og sumt. Það er þó enn jafnstórt í möstrum, bol og siglutrjám og þegar ég sá það og getur flutt jafnmikinn farm og mannfjölda á ákvörðunarstað. Minnkandi stærð og hvarf þess úr minni augsýn er í huga mér en ekki í því. Og einmitt þegar einhver ná- lægur segir: „Það er farið!“ þá eru aðrir, sem horfa á það koma og aðr- ar raddir heyrast kalla: „Þarna kemur það!“ Og þannig er að deyja. Elsku Bryndís, Baldur, Reyn- ir, Sunna og Dagur sem og aðrir sem syrgja hana elskuðu Hörpu, í dag endurómar í hjörtum ykkar og hvert tár er merkt þessum orð- um „hún er farin“ en vitið að það er aðeins um skamma stund, einn daginn munum við öll upplifa að hrópað verður í móti okkur: „Þarna kemur hann/hún!“ og í þeim hópi sem hrópar til okkar munu vera ástvinir okkar sem fóru á undan okkur heim í Föður faðminn. Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föðurhjarta. Æ, tak nú, Drottinn, föður og móður mína í mildiríka náðarverndan þína, og ættlið mitt og ættjörð virstu geyma og engu þínu minnsta barni gleyma. Ó, sólarfaðir, signdu nú hvert auga, en sér í lagi þau, sem tárin lauga, og sýndu miskunn öllu því, sem andar, en einkum því, sem böl og voði grandar. Þín líknarásján lýsi dimmum heimi, þitt ljósið blessað gef í nótt mig dreymi. Í Jesú nafni vil ég væran sofa og vakna snemma þína dýrð að lofa. (Matthías Joch.) Harpa átti einlæga trúarsann- færingu, hún hefur nú litið auglit Hans sem hún elskaði og bar traust til. Blessuð sé minning elskulegr- ar stúlku sem hefur tímabundið horfið okkur úr augsýn. Okkar dýpstu og innilegustu samúðarkveðjur. Sigríður Helga og Guðbjartur. Ég á erfitt með að átta mig á hlutunum, ég hélt að ég myndi alltaf hafa þig hjá mér, Harpa mín, tók því sem sjálfsögðu. Þú ert mér svo ótrúlega kær, það er ekki sjálfgefið að eignast jafn trausta og góða vinkona og þig. Við gengum í gegnum svo ótrú- lega hluti saman og ég á enda- laust af svo fallegum minningum um þig. Þú varst algjör pælari og ég veit ekki hversu margar stund- ir við áttum saman, hlustandi á Bubba og reyndum að skilja til- ganginn í lífinu. Þú elskaðir að skrifa ljóð og hringdir alltaf í mig til að segja mér frá þeim, enda varstu góður penni. Þú varst svo lífsglöð, alltaf stutt í hláturinn, snillingur í öllum íþróttum og svo ótrúlega klár. Þú varst alltaf til staðar, tilbúin að rétta hjálparhönd og við skildum hvor aðra manna best. Þú hringd- ir í mig um daginn og varst svo ótrúlega kát og spurðir mig hvað væri í loftinu, ég vissi ekki hvað þú ættir við en þá sagðir þú, það er ég, Harpa, vegna þess að harp- an var gengin í garð og svo hlóstu auðvitað þínum skemmtilega hlátri, þetta lýsir þínum karakter. Ég get ekki sætt mig við að þú sért farin, við sem ætluðum að gera svo margt saman, elsku Harpa mín. Ég er ótrúlega rík að hafa kynnst þér og fengið að hafa þig í lífi mínu öll þessi ár. Ég elska þig, sólblómið mitt, megi englarn- ir vaka yfir þér. Þín vinkona, Unnur Margrét. Elsku Harpa, mig langar til að segja örfá orð og segja þér hversu sárt ég sakna þess að eiga aldrei eftir að sjá þig glaða og káta eins og ég sá þig alltaf er þú komst til Erlu Signýjar sem misst hefur kæra mágkonu og vinkonu, mað- ur fær aldrei skilið afhverju þú þurftir að fara svona fljótt frá okkur en þín bíður eitthvað stærra og meira heldur en vera þín hér á jörðu kallaði á. Snædís Birta saknar þín líka og talar mikið um þig og vildi senda þér fallegt lag sem hún bað kenn- arann sinn um að hjálpa sér að finna og var ákveðið að það væri Rósin og eins og þar stendur, eitt er það sem aldrei gleymist, aldei gleymist minning þín. Takk fyrir þær stundir sem ég átti með þér, elsku Harpa, og kveð ég þig með þessum orðum. Jesús mælti: „Ég er upprisan og lífið Sá sem trúir á mig, mun lifa, þóttt hann deyi. Og hver sem lifir og trúr á mig, mun aldrei að eilífu deyja. (Jóhannes 11:25-26.) Elsku fjölskylda og vinir, megi guð gefa ykkur styrk á þessari erfiðu stundu Sigrún, Baldvin og Snædís Birta. Elsku Harpa. Ég get ekki lýst því hversu mikið mér brá þegar ég heyrði að þú værir farin frá okkur. Ég trúi því ekki ennþá að ég fái aldrei að sjá þig aftur. Þú sem varst alltaf svo glöð og ánægð og brosandi. Ég mun aldrei gleyma þér og þeim stundum sem við áttum saman. Hvíldu í friði, elsku Harpa, og megi Guð geyma þig. Ég votta fjölskyldu Hörpu inni- lega samúð á þessum erfiðu stundum. Kom vorsins dís með bjartar brúðarhendur, legg blessun þína yfir dali og strendur, og flyt þú þína lofgjörð vel og lengi, ó, leystu bóndans engi undan ægihjarni. Ó, hjartans góða Harpa, gef huggun hverju barni og vorperlu varpa. (Guðmundur Frímann.) Hanna Björk Kristjánsdóttir. Elsku Harpa. Það er erfitt að trúa því að þú sért farin. Undanfarna daga hef ég verið að rifja upp allar minn- ingarnar um okkur þegar við vor- um yngri. Ég kynntist þér fyrst í Hjallaskóla og urðum við strax góðir vinir. Ég man eftir öllum þeim skiptum sem við lékum okk- ur í löggu og bóa, fótbolta eða renndum okkur á snjóbretti ýmist í brekkunni heima eða uppi í Blá- fjöllum. Fórum á námskeið hjá Eskimo model. Þú varst svo öflug í fótbolta og komst í landsliðið. Eftirminnilegust er minningin mín af okkur er þegar við fórum í teygjukúluna í Jumbocenter, þú með Jónu og ég með Finni og hvernig við góluðum á leiðinni upp þannig að nærstöddum hreinlega dauðbrá, og sá tími sem við eyddum á Kanarí er einhver sá skemmtilegasti tími sem ég hef upplifað með þér. Þegar þú fékkst bílprófið og bauðst mér í bíltúr. Allar þær stundir sem við eydd- um í að spjalla saman heima hjá þér og amma þín passaði alltaf upp á að við fengjum nóg að borða. Eftir að ég fór til útlanda í skólann varð ég svo glaður að heyra að þú skyldir byrja aftur í MK. Það var alltaf gaman að fá símtal frá mömmu sem sagði mér hvað þér væri að ganga vel, ég var svo stoltur af þér. Ég mun alltaf verða glaður og þakklátur fyrir að fá að kynnast þér og vera vinur þinn. Ég mun alltaf halda í þessar góðu minningar sem við áttum saman. Hvíldu í friði, elsku Harpa mín. Elsku Elísa amma, Bjartur, Bryndís og fjölskylda, ég sendi ykkur samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Þinn vinur, Bjarki Freyr Júlíusson. Harpa Björt Guðbjartsdóttir  Fleiri minningargreinar um Hörpu Björt Guðbjarts- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.