Morgunblaðið - 09.05.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.05.2011, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. MAÍ 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Af yfirlýsinguríkisstjórn-arinnar í tengslum við ný- gerða kjarasamn- inga má sjá að hún er enn við sama heygarðshornið í skatta- málum. Frá því ríkisstjórnin tók við völdum fyrir rúmum tveimur árum hafa nánast allir skattar verið hækkaðir veru- lega auk þess sem lagðir hafa verið á nýir. Þessum skatta- hækkunum hefur ríkisstjórnin fylgt eftir með hótunum um frekari skattahækkanir. Að undanförnu hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar einnig ítrekað haldið því fram að skattar á Íslandi séu ekki háir í alþjóðlegum samanburði og þess vegna sé engin ástæða til að snúa af braut skattahækk- ana. Orð þeirra má jafnvel skilja svo að þeir telji svigrúm til enn frekari hækkana og full ástæða er til að óttast þá nið- urstöðu. Í nýju yfirlýsingunni er fjallað nokkuð um skatta en þar er fátt að finna sem glatt getur skattgreiðendur. Í um- fjöllun um persónuafslátt seg- ir að hann verði ekki hækkað- ur á þessu ári en að lögfest verði að hann taki breytingum í samræmi við verðlagsbreyt- ingar frá og með næsta ári. Standi ríkisstjórnin við þetta loforð, sem reynsl- an sýnir að vafa- samt er að ganga út frá, er hún að- eins að skila til baka hluta af þeirri skerðingu persónuafsláttar sem hún hef- ur þegar lögfest. Ríkisstjórnin tók fyrirhugaða og lögbundna hækkun persónuafsláttar af launamönnum fyrir rúmu ári og afnam að auki verðtrygg- ingu hans. Aðgerðin nú er því of lítil og kemur of seint fram. Þá segir ríkisstjórnin að ekki séu uppi sérstök áform um breytingar á skattlagningu launatekna fyrir árin 2012 og 2013 en þó megi „skoða mögu- lega hækkun á krónutölu per- sónuafsláttar“ eða ígildi henn- ar á lægsta skattþrep frá árinu 2013. Hvers virði ætli óljós fyrirheit af þessu tagi séu frá núverandi ríkisstjórn? Augljóst er af yfirlýsing- unni að ríkisstjórnin er enn þeirrar skoðunar að best sé að skattleggja þjóðina út úr kreppunni. Ríkisstjórnin sýnir engan skilning á því að skattar þurfi að lækka til að efla at- vinnulíf og efnahag landsins. Hún er enn þeirrar skoðunar að hagsmunir ríkissjóðs eigi að ganga framar hagsmunum heimilanna. Óhjákvæmileg af- leiðing er að hagsmunir beggja séu fyrir borð bornir. Ríkisstjórnin er enn þeirrar skoðunar að skattleggja þjóðina út úr kreppunni} Óbreytt og skaðleg skattastefna Nokkur hópurtalar fyrir því af ákefð að Ís- land eigi að vera opnara fyrir er- lendum „flótta- mönnum“ en önn- ur lönd. Stundum er látið eins og sérstök skylda hvíli á Íslandi í slíkum efnum. Nú vill svo til að landfræðileg- ar ástæður valda því að varla nokkur maður kemur til Ís- lands sem fyrsta lands frá því landi sem hann telur sig þurfa að flýja öryggis síns vegna. Þau lönd sem flóttamenn koma frá áður en þeir koma hingað eru ekki hættulegri til- veru þeirra en Ísland. Dæmi eru um að hróp og hávaði hafi verið gerð vegna þess að til hefur staðið að senda „flótta- menn“ til landa sem þeir komu frá, þótt löndin hafi verið Sví- þjóð eða Danmörk, sem teljast í hópi mestu velferðar- og mannúðarlanda. Ísland er fá- mennt land og þótt hér sé kvartað yfir ýmsu er sam- félagsleg velferð nálægt há- stigi þess sem þekkist í veröld- inni. Það hefur tekið langan tíma og mikið erfiði að byggja upp þá stöðu. Ísland get- ur ekki fámennis síns vegna leyft sér að hafa meira veikburða reglur um að- gengi „flóttamanna“ en önnur ríki og gera aðrar eða minni kröfur en nálæg ríki. Þess vegna er fráleitt að stilla upp stofnunum eða ráðuneytum, sem um slík mál fást, sem óvinum mannréttinda og hjálpar gagnvart þeim sem höllum fæti standa. Þau mál sem á fjörur þeirra rekur eru mjög vandmeðfarin. Sjálfsagt er því freistingin stundum sú að láta undan hverri kröfu, ekki síst þeim sem studdar eru af hávaðasömum mannkyns- frelsurum, sem enga ábyrgð geta borið, fremur en taka á sig hávaðann og fúkyrðin sem fylgja því að láta ákvörðun lúta þeim lögum og reglum sem gilda. Málefni „flótta- manna“ hljóta að vera meðhöndluð af sömu varúð hér og í nálægum löndum} Hávaði er ekki röksemd M ér þótti vænt um að Víkingur Heiðar Ólafsson spilaði á opn- unartónleikum Hörpunnar, hann er einn þeirra ungu og framúrskarandi listamanna sem ná eyrum nýrra kynslóða. Og vonandi er það tákn um það sem koma skal. Auðvitað var vel við hæfi að hann spilaði píanókonsert eftir jafnaldra sinn, því Grieg var aðeins 24 ára er hann samdi verkið og Víkingur Heiðar er aðeins þremur árum eldri. Ég hef nokkrum sinnum séð hann spila, en þetta var í fyrsta skipti sem ég var svolítið taugaóstyrkur. En það var óþarfi. Þetta gríðarmikla hljóðfæri, nýi flygillinn í Eldborg, var eins og leikfang í höndum hans. Það sýnir að Víkingur Heiðar er vel heima í tónlistarsögunni og rækir menningararfleifðina af alúð, að hann tók Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns í eigin útsetningu sem uppklappslag og hápunkturinn er hann hvíslaði ofurlágt að salnum með nýja flyglinum, sem hafði öskrað eins og ljón fáeinum mínútum áður. Það er einmitt hvíslið sem hljóðfæraleikarar geta leyft sér Hörp- unni í trausti þess að það berist eyrum áhorfenda, öfugt við bíóið, og um leið verða tilbrigðin fleiri í spilamennsk- unni. Níunda sinfónían var magnþrungin. Tempóið var hratt og gaman að fylgjast með Ashkenazy, sem nánast hljóp inn í salinn og stökk beint inn í kaflana, hljóðfæraleik- ararnir þurftu því að vera tánum, og þar sem þetta var stóra kvöldið, þá var óhjákvæmilega lífsháski í flutningnum. Og krafturinn í lokin, þar sem yf- ir 300 manns stóðu á sviðinu og settu alla sína krafta í söng og spilamennsku, verður mér ógleymanlegur. Þegar síðasti tónninn dó út, sá ég manninn fyrir framan mig halla sér að eig- inkonu sinni og kyssa hana á vangann. Einhvers staðar var kvartað yfir því, að hléið hefði verið of langt, en mér fannst það mátu- legt. Ekki aðeins af því að skemmtilegt fólk var á hinum alræmda gestalista, einkum fastagest- ir af tónleikum Sinfóníunnar, heldur var gam- an að virða fyrir sér arkitektúrinn og útsýnið yfir miðbæinn. Allt í einu fannst mér Stjórn- arráðið helst líkjast torfbæ, kannski í samræmi við stefnuna sem rekin er á þeim bænum. Sum- ar konur voru í skautbúningi og sumir karl- arnir í smóking. Einn hafði týnt konunni sinni: „Hún fór á klósettið – og það er bara einhvers staðar,“ sagði hann vondaufur um að sjá henni bregða fyrir aftur. Það týndust fleiri. Á meðan hópur fólks beið eftir áritun frá Víkingi Heiðari við nýja verslun Tólf tóna, hafði hann villst í rangölum hússins, og var fastur „bara einhvers staðar“ á bak við læsta og hljóðeinangraða hurð. Sem bet- ur fer tókst að hafa uppi á honum, sjálfsagt eftir að hann hafði lamið hurðina eins og flygil. „Þetta er saga sem þú getur notað,“ sagði hann brosandi er hann áritaði nýja diskinn. Það er ljóst að ný þungamiðja hefur bæst við í menning- arlífi þjóðarinnar. Og hún er við höfnina. Pétur Blöndal Pistill Hvíslað í Hörpunni STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is V arpað hefur verið upp af- ar ólíkri sýn á niður- stöðu athugunar ráð- gjafar- og endur- skoðunarfyrirtækisins Deloitte á hagkvæmni þess að flytja starfsstöðvar Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja. Innanríkisráðherra kynnti skýrsluna í síðasta mánuði og sagði rekstrarkostnað aukast um 690 milljónir króna ef aðsetur Gæslunnar yrðu flutta suður með sjó. Suður- nesjamenn benda hins vegar á að í skýrslunni sé verið að bera saman epli og appelsínur. Á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar lýstu allir bæjar- fulltrúar sameiginlega vonbrigðum með niðurstöðu innanríkisráðuneytis- ins vegna athugunarinnar. Í ályktun sem samþykkt var segir mikilvægt „að samráðsvettvangur stjórnvalda og sveitarfélaga á Suðurnesjum fari rækilega yfir þá vinnu sem þegar hef- ur verið lögð fram og vinni áfram að því að fullgera hagkvæmnisathugun þar sem samræmis er gætt í saman- burðartölum og allir kostir verkefnis- ins skoðaðir og metnir.“ Meðal þess sem bent er á er að bor- inn sé saman rekstur Gæslunnar eins og hann er í dag, „þar sem fyrir- komulag áhugamannaliðs er við lýði, starfsmenn á bakvöktum og útkalls- tími því umtalsverður, við rekstur at- vinnumannaliðs þar sem starfsmenn eru á vakt öllum stundum, starfs- mannafjöldi langtum meiri og út- kallstími því miklu styttri.“ Einnig að gert sé ráð fyrir að rík- issjóður þurfi að greiða starfs- mönnum laun og bílastyrki fyrir akst- ur til vinnu. Það séu greiðslur sem Suðurnesjamenn kannist ekki við að fá greiddar þrátt fyrir að starfa á höf- uðborgarsvæðinu. Ekki flutt í bráð Tillögur um flutning höfuðstöðva Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja hafa komið fram áður, meðal annars árið 1993 þegar nefnd skoðaði flutn- ing opinberra stofnana út á land. Í nóvember á síðasta ári kynnti ríkis- stjórnin, eftir ríkisstjórnarfund á Suðurnesjum, hugmyndina sem hluta af aðgerðum í atvinnumálum á Suður- nesjum. Var þá samþykkt að fram- kvæma hagkvæmisathugunina. Í um- ræðum á Alþingi um málið í janúar sagði Ögmundur Jónasson innanrík- isráðherra aðspurður um skoðun hans á flutningnum: „Mín persónu- lega skoðun fer algjörlega saman við afstöðu ríkisstjórnarinnar, að það eigi að kanna þetta en að fenginni niðurstöðu þeirrar könnunar taki menn endanlega afstöðu til málsins.“ Ögmundur bætti síðar við að af hans hálfu væri meginforsenda þess, að gera tillögu um flutning starfsemi Landhelgisgæslunnar, að óyggjandi væri að ekki væri óhagkvæmara að reka stofnunina þar en hér í Reykja- vík. Eftir kynningu á hagkvæmis- áætluninni í ríkisstjórn seint í síð- asta mánuði sagði Ögmundur svo að Gæslan yrði ekki flutt í bráð vegna mikils kostnaðar. Farið fram á frekari athugun Niðurstöður hagkvæmisáætlunar- innar hafa einnig verið til umræðu á Alþingi. Róbert Marshall, formaður alls- herjarnefndar og þingmaður Sam- fylkingar í Suðvesturkjördæmi, sagði að óhjákvæmilegt væri að fram færi annað hagkvæmnismat. Róbert hefur einnig tjáð sig um hagkvæmisathugunina á vefsvæði sínu en þar segir hann ennfremur að mjög erfitt sé að draga þá ályktun að ekki sé skynsamlegt að ráðast í flutning Gæslunnar, og raunar Björgunarmiðstöðvarinnar í heild sinni. Og ekki aðeins skynsamlegt heldur að núverandi fyrirkomulag gangi hreinlega ekki. Gefa ekki upp von um flutning Gæslunnar Morgunblaðið/Sigurgeir S Æfing Landhelgisgæslan verður ekki flutt suður með sjó á næstunni ef marka má orð innanríkisráðherra um að óyggjandi hagkvæmni þurfi til. Áætlað er að hið nýja fjölnota varðskip, Þór, verði afhent í Síle 1. september. Þá verður því siglt til Íslands og kemur til Reykja- víkur mánuði síðar. Ekki er gert ráð fyrir að Þór verði í verkefnum erlendis en erlendar sértekjur Landhelgis- gæslunnar fyrir verkefni á veg- um CFCA, fiskveiðieftirlits- stofnunar ESB, og Frontex, Landamærastofnunar ESB, eru þó forsenda þess að hægt sé að gera út Þór. Gert er ráð fyrir að skipið annist löggæslu, eftirlit, leit og björgun hér við land og mun það gjörbreyta möguleikum á því víðfeðma hafsvæði sem Ís- land ber ábyrgð á. Þór verður hér við land NÝTT VARÐSKIP Í HAUST Varðskipið Þór sjósett í Chile

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.