Morgunblaðið - 19.05.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.05.2011, Blaðsíða 29
DAGBÓK 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2011 Sudoku Frumstig 7 3 8 1 6 2 3 1 3 4 8 7 6 1 3 4 4 7 2 5 2 5 3 7 8 4 5 6 5 3 8 7 6 4 5 2 1 4 1 3 5 4 2 8 6 7 8 3 1 6 8 2 4 8 3 4 4 6 5 3 8 6 5 1 4 8 6 1 6 8 2 3 2 5 1 8 6 4 7 8 2 4 9 4 6 3 7 2 8 1 5 3 7 1 5 6 8 2 9 4 5 2 8 4 9 1 3 7 6 1 8 9 2 5 7 4 6 3 2 3 5 6 1 4 7 8 9 7 6 4 9 8 3 5 2 1 6 1 2 8 4 5 9 3 7 4 9 3 7 2 6 1 5 8 8 5 7 1 3 9 6 4 2 5 2 6 8 7 3 4 9 1 1 9 3 6 4 2 7 5 8 4 7 8 5 1 9 2 6 3 8 6 9 1 3 7 5 2 4 3 5 7 2 8 4 6 1 9 2 1 4 9 5 6 8 3 7 6 4 2 3 9 8 1 7 5 9 8 1 7 2 5 3 4 6 7 3 5 4 6 1 9 8 2 5 9 8 2 4 6 3 1 7 6 7 3 9 8 1 2 5 4 2 1 4 7 3 5 8 6 9 1 2 9 3 5 4 6 7 8 3 8 5 6 9 7 1 4 2 4 6 7 1 2 8 5 9 3 9 4 1 8 6 2 7 3 5 8 5 6 4 7 3 9 2 1 7 3 2 5 1 9 4 8 6 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 19. maí, 139. dagur ársins 2011 Orð dagsins: Daníel tók til máls og sagði: „Lofað verði nafn Guðs frá eilífð til eilífðar, því hans er viskan og mátt- urinn.“ (Daníel 2, 20.) Ofurmennið, Superman, hefurhingað til verið amerískastur allra ofurhetja. Nú kveður við nýjan tón hjá vöðvabúntinu, sem hegðar sér í trássi við öll lögmál eðlisfræð- innar. Í nýjasta tölublaði Action Co- mics um Ofurmennið á það samtal við þjóðaröryggisráðgjafa Banda- ríkjaforseta og segir honum að dag- inn eftir ætli hann að tala á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og tilkynna að hann ætli að afsala sér bandarískum ríkisborgararétti sínum. Þegar ráð- gjafinn hváir svarar Ofurmennið: „Ég er orðinn þreyttur á að litið sé á allar mínar gerðir sem framlengingu á utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Sannleikurinn, réttlætið og amer- íska leiðin …“ Þegar Ofurmennið var að hefja feril sinn var heimurinn einfaldur og skýrar línur á milli góðs og ills. Nú eru allar línur óskýrari og grá svæði út um allt. Þessi vending í sögu Ofurmennisins mun hafa vakið heitar umræður í netheimum og vangaveltur um hvort það verði nú landlaust. Víkverji veltir fyrir sér hvað sé langt í að íslenskur stjórn- málamaður í leit að pólitískum keil- um verði til að bjóða Ofurmenninu íslenskan ríkisborgararétt. x x x Gilles Jacob, stjórnandi kvik-myndahátíðarinnar í Cannes, hefur gegnt starfinu frá árinu 1978 og þekkir því ágætlega til. Hann lýs- ir því í viðtali við Der Spiegel hvern- ig gagnrýnendur komu grátandi út af frumsýningu á myndinni E.T. eft- ir Spielberg, en efast um að það myndi gerast í dag. „Blaðamenn vita að þeir hafa ekki jafnmikil áhrif og áður og eru því orðnir harðari. Þeir eru líka miklu þreyttari en áður, sofa minna, vilja sjá sem flestar myndir, komast í sem flest partí, taka sem flest viðtöl. Klukkan 8.30 daginn eft- ir sitja þeir aftur í bíó og sofna um leið. … Ef maður sofnar á mynd og sefur hana að hluta til af sér er það ekki svo slæmt. Því að góð mynd finnur sér samt leið inn í meðvitund- ina, mögulega beint í gegnum ennið. En þeir ættu ekki að sofa meira en klukkutíma, þá vandast málið.“ víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 hræðilegur, 8 stuttum, 9 tíu, 10 keyra, 11 magrar, 13 kroppa, 15 mál- heltis, 18 fljót, 21 verkfæri, 22 nöldri, 23 áræðin, 24 geð- vonska. Lóðrétt | 2 fjöldi, 3 lofar, 4 baunin, 5 ótti, 6 heitur, 7 trygga, 12 sár, 14 kraftur, 15 heiður, 16 ilmur, 17 verk, 18 eyja, 19 mergð, 20 létta til. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hjálp, 4 kopar, 7 næfur, 8 rætin, 9 tæp, 11 aumt, 13 ærum, 14 útlit, 15 höfn, 17 tjón, 20 þrá, 22 gælur, 23 lotið, 24 arkar, 25 teina. Lóðrétt: 1 henda, 2 álfum, 3 part, 4 karp, 5 patar, 6 rúnum, 10 ætlar, 12 tún, 13 ætt, 15 hægja, 16 fölsk, 18 játti, 19 niðra, 20 þrár, 21 álit. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Hættuleg hugmynd. S-AV. Norður ♠– ♥K ♦KD9874 ♣G108754 Vestur Austur ♠D652 ♠G97 ♥Á1098654 ♥DG ♦– ♦G10632 ♣63 ♣D92 Suður ♠ÁK10843 ♥732 ♦Á5 ♣ÁK Suður spilar 6♣. Eric Greco vakti í suður á sterku laufi og vestur hindraði í hjarta. Síðan tók við langt og viðburðaríkt ferðalag upp í laufslemmu. Einhvers staðar á miðri leið hafði austur doblað fyr- irstöðusögn norðurs í hjarta og sú framhleypni varð til þess að vestur fékk hættulega hugmynd. Spilið er frá Cavendish-tvímenning- unum í Las Vegas – og já, vestur kom út undan hjartaásnum í þeirri viðleitni að sækja stungu í tígli. Hjartakóng- urinn blanki í borði átti óvænt fyrsta slaginn og Greco áttaði sig á alvöru málsins. Hann lét tígulinn eiga sig og notaði innkomurnar á ♣Á-K til að stinga tvo spaða. Gaf svo á ♣D og tók restina með aukaslagnum á spaða. Mótið er reiknað út í IMP-stigum eins og sveitakeppni, þannig að spil af þessum toga velta stórum summum. 19. maí 1969 Kjarasamningar milli verka- lýðsfélaga og atvinnurekenda voru undirritaðir. Meðal ann- ars var samið um stofnun líf- eyrissjóða. Hannibal Valdi- marsson forseti ASÍ sagði í samtali við Morgunblaðið: „Samkomulagið um lífeyr- issjóð er mikilsvert framtíð- armál sem mun verða fagn- að.“ 19. maí 1990 Húsdýragarðurinn í Laug- ardal í Reykjavík var opnaður. Þar voru þá tuttugu tegundir húsdýra, sjávardýra og villtra dýra. Yfir tíu þúsund manns komu í garðinn fyrsta daginn. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Hafnarfjarðarmærin Ragnheiður Vern- harðsdóttir fagnar tvítugsafmæli sínu í dag. Reyndar gefst töluvert minni tími til fagnaðar þennan afmælisdaginn þar sem hún undirgengst munnlegt stúdentspróf í íslensku – næstsíðasta prófið – en Ragn- heiður útskrifast í lok þessa mánaðar frá Menntaskólanum í Reykjavík. Þó bindur hún vonir við að kærastinn, Arnar Finnur Arnarsson, komi henni á óvart í kvöld en hún segir hann hafa gefið slíkt í skyn að undanförnu. Ragnheiður segist vera mikið afmælisbarn og það fari ekki framhjá nokkrum manni þegar dagurinn nálgast. Hún segist hafa á því mikið dálæti þegar henni eru færðar gjafir í rúmið að morgni afmælisdagsins, en það er siður sem fest hefur í sessi. Og þó svo stúdentsprófin setji strik í reikninginn þetta árið læt- ur Ragnheiður ekki afmælisveisluna alveg lönd og leið. Hún reiknar með að halda upp á það með veislu, svona áður en und- irbúningur fyrir inntökupróf í læknisfræðina hefst, en það fer fram um miðjan næsta mánuð. andri@mbl.is Ragnheiður Vernharðsdóttir er tvítug í dag Munnlegt próf í afmælisgjöf Nýirborgarar Danmörk Ásbjörn Nor Werngreen Snævarsson fæddist 26. janúar kl. 2.07. Hann vó 4.260 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Lise Werngreen Zachariassen og Snævar Njáll Albertsson. Flóðogfjara 19. maí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 1.24 0,1 7.27 3,8 13.33 0,2 19.52 4,1 4.01 22.49 Ísafjörður 3.33 0,0 9.21 2,0 15.36 0,1 21.45 2,3 3.37 23.22 Siglufjörður 5.33 -0,1 12.02 1,2 17.49 0,2 3.19 23.06 Djúpivogur 4.27 2,1 10.35 0,3 16.58 2,4 23.18 0,4 3.23 22.25 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Treystu þeim hugmyndum sem þú hefur um langtíma ferðaáætlanir. Farðu þér hægt því þá munt þú ekki lenda í neinum vandræðum síðar meir. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú hefur eytt fé að undanförnu sem þú átt ekki til. Taktu til og losaðu þig við óþarfa. Vinir gleðja þig. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Dagurinn í dag er kjörinn til þess að gera við allt sem er bilað á heimilinu. Taktu það ekki persónulega þó að einhverjir svari þér ekki strax. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Flestöll sambönd þín eru óvenjukær- leiksrík eins og stendur. Reyndu að lífga upp á daginn með einhverjum hætti. Ferðalag er framundan. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú átt erfitt með að standast freistingar í dag. Ekki láta hugfallast þó að þér finnist starfið vera að beygja þig, þú bognar í bili en brotnar ekki. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú finnur fyrir áhyggjum í dag, en áhyggjum er líkt við ruggustól, hann hreyfist, en kemst ekki áfram. Færri verk en vel unnin er það sem gildir. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þetta er góður tími til að ræða vanda- málin við maka þinn eða náinn vin. Viðkom- andi mun virða þig fyrir það, og sjá að þú hef- ur rétt fyrir þér. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Því afslappaðri sem maður er þeim mun meira kemur maður í verk. Sköp- unargleðin er ríkjandi hjá þér þessa dagana. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Sparsemi er dyggð en níska ekki. Láttu öfund annarra sem vind um eyru þjóta. Þú ert það sem þú borðar. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Gættu þess að láta ímyndunaraflið ekki hlaupa með þig í gönur. Vertu heiðarleg/ ur og beinskeytt/ur um mál sem hefur legið þungt á þér. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það má mikið vera ef þú ert ekki búin/n að koma málum þannig fyrir að sig- urinn sé í höfn. Þú dettur í lukkupottinn. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Það getur verið gott að fá aðra í lið með sér þegar verkefnin gerast flókin. Láttu ekki slá þig út af laginu. Stjörnuspá Sveinn Ásgeir Árnason hár- skerameistari á Hárbæ, Lauga- vegi 168, varð áttræður 15. maí sl. Hann verður með opið hús og býður ættingjum, vinum og viðskiptavinum að gleðj- ast með sér á heimili sínu á Arn- artanga 16, Mosfellsbæ, laugardag- inn 21. maí frá kl. 17 og fram eftir kvöldi. 80 ára 1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 b6 4. g3 Ba6 5. Da4 Be7 6. Bg2 Bb7 7. 0-0 0-0 8. Rc3 d5 9. Re5 c6 10. Bf4 Rfd7 11. Rxd7 Rxd7 12. Hac1 f5 13. Hfd1 De8 14. cxd5 exd5 Staðan kom upp í síðari hluta fyrstu deildar Íslandsmóts skák- félaga sem lauk fyrir nokkru í Rima- skóla. Jón Árni Halldórsson (2.194) hafði hvítt gegn Bergsteini Ein- arssyni (2.232). 15. Rxd5! cxd5 16. Hc7 Rf6 17. Dxe8 Hfxe8 18. Hxb7 hvítur er nú peði yfir og með unnið tafl. Framhaldið varð eftirfarandi: 18. … Bf8 19. Be5 Re4 20. Hc1 Hac8 21. Hbc7 Hxc7 22. Hxc7 a5 23. h4 He6 24. Bh3 g6 25. g4 fxg4 26. Bxg4 He8 27. Hc8 He7 28. f3 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Kolbrún Erna Pétursdóttir er fimmtug í dag. Hún ætlar að fagna afmælinu með nánustu fjöl- skyldu. 50 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.