Morgunblaðið - 19.05.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.05.2011, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2011 Hún er komin aftur frá Danmörku og boðar landsmönnum „heilsu- samlegan“ næring- arboðskap. Hér er átt við næringarþerapist- ann og hjúkrunarfræð- inginn Þorbjörgu Haf- steinsdóttur sem fyrir nokkrum árum kom hingað til lands og boð- aði fagnaðarerindi und- ir kjörorðunum „Grunnreglurnar tíu“ sem gerð voru ágæt skil í tíu þátta sjónvarpsþætti sem sýndur var á Skjá 1. Með því að tileinka sér grunnreglurnar átti heilsufar einstaklinga að batna til mikilla muna enda mátti skilja á Þor- björgu að íslenskir þjóðfélagsþegnar væru að þrotum komnir, bæði lík- amlega og andlega, og ekki síst æska Íslands en eins hún lét hafa eftir sér svo ósmekklega í viðtali við Frétta- blaðið hinn 1. okt. 2005 að þá væru: „Börnin í vaxandi mæli út úr heim- inum og verða ofvirk og heimskari með ári hverju og stundum þegar ég tala við unglingana fæ ég á tilfinn- inguna að ég sé að tala við vangefna.“ Ástæða þessa telur næring- arþerapistinn vera slæmt neyslu- munstur og þannig fullyrðir hún að „sykur, kolvetni og gerviefni vannæri og skaði heilann“ og að mjólk- urprótein virki sem morfín á tauga- kerfi barna og í kjölfarið byrji glíman við hegðunarvandamál. Boðskapur Þorbjargar felst sem sagt m.a. í því að telja fólki trú um að sykur sé eitur sem og mjólk og því mikil heilsufars- leg hætta því samfara að neyta afurða eins og margs konar bakkelsis, goss og ávaxtasafa, súkkulaðis, mjólkur, osta, skyrs, íss og jógúrtar, svo eitt- hvað sé nefnt! En nú er Þorbjörg komin aftur og með tvær bækur í farteskinu sem hún er höfundur að. Önnur bókanna vek- ur sérstakan áhuga enda er titill hennar grípandi: „10 árum yngri á 10 vikum“. Bækurnar verma 1. og 2. sætið yfir mest seldu bækur á Íslandi samkvæmt bóksölulista 24. apríl til 7. maí. Það er ekkert nýmæli að bækur sem tengjast óhefðbundinni nálgun við „næringu og heilsu- fræði“ komist á met- sölulista og má rekja ástæðuna fyrst og fremst til heilsufars- legra loforða og reynslusagna þar sem fólk jafnvel fullyrðir að það hafi læknast af hin- um ýmsu meinum eftir að hafa farið að tileinka sér ákveðið mataræði. Dæmi um bækur sem hafa náð á metsölulista og tengjast óhefðbundinni nálgun: „Atk- ins-kúrinn“ (þar er boðað að fólk eigi að borða sem mest af fitu og prótein- um og sem allra minnst af kolvetn- um); „Candida sveppasýking“ (þar sem hinn svo kallaði candida-sveppur er álitinn ástæða flestra kvilla sem hrjá mannkynið og lausnin felst m.a. í að útiloka sykur „tilbúinn og fjölda- framleiddan mat“ og mjólk); „Rétt mataræði fyrir þinn blóðflokk“ (þar á fólk sem er í O-blóðflokki fyrst og fremst að neyta afurða úr dýraríkinu og fólk í A-blóðflokki afurða úr jurta- ríkinu); og að síðustu er nefnd til sög- unnar bók sem kom út á árinu 1992 og ber nafnið „Í toppformi“ (e. Fit for life). Og er ástæða til að staldra að- eins við þá bók en toppformsbókin byggist m.a. á þeirri bullkenningu að ekki megi blanda saman kolvetnum og fitu og að morgni dags eigi ein- göngu að neyta ávaxta. En af hverju minnist ég á þessa næstum tuttugu ára gömlu útgáfu? Jú, ástæðan teng- ist því að út er komin á íslensku enn ein „töfrabókin“ og er eftir danskan „heilsuráðgjafa“, Lenu Hanson að nafni. Bókin sem um ræðir nefnist „Léttara og betra líf“ og byggist á „toppformsfræðunum“ en eins og Lena segir m.a. í viðtali við Frétta- blaðið (14. maí) „þá getum við lært ýmislegt af villtum dýrum þar sem þau borði ekki of mikið og aðeins eina fæðutegund í einu“. Og hún bætir svo við: „Við viljum alltaf blanda öllu saman, höldum alltaf að við fáum ekki nóg en endum með því að borða of mikið. Svo drekkum við mjólk ein spendýra eftir að móðurmjólkina þrýtur.“ Ég held að flestir geti verið sam- mála um að eitt það skemmtilegasta sem við gerum er að neyta bragð- góðrar fæðu. Því miður vill neyslan hjá sumum verða hömlulaus á meðan aðrir borða of lítið. Skilaboð eins og þau sem felast m.a. í því að tengja sykur og jafnvel mjólk við fíkn eða eitur kann auðveldlega að leiða til þess að í hvert sinn sem fólk fær sér góðgæti að þá verði það þjakað sam- viskubiti og afleiðingin kann að verða átröskun og birtingarmyndir átrösk- unar geta verið margvíslegar eins og svelti og ofát til skiptis, ofát með upp- köstum (lotugræðgi) eða jafnvel lyst- arstol. Að lokum vitna ég í „dagbók- arskrif“ sem sjá má á mbl.is (Smart- land Mörtu) þar sem einn þátttakandi í átakinu, „10 árum yngri á 10 vikum“ lýsir velgengni sinni eftir að hafa fylgt ráðleggingunum eftir í 13 daga: „Á morgun eru tvær vikur síðan ég byrjaði í átakinu og það hefur gengið svo vel. Núna seinnipartinn og í kvöld er í fyrsta skiptið sem ég finn fyrir að mig langar í eitthvað ógeðslegt … kók, nammi, köku, pylsu, pitsu og alls, alls, allskonar drasl. Ég hef enn ekki fengið mér neitt af þessu og hef- ur það ekki angrað mig (síður en svo).“ Svo mörg voru þau orð! Dönsk næringarspeki? Eftir Ólaf Gunnar Sæmundsson »Ég held að flestir geti verið sammála um að eitt það skemmti- legasta sem við gerum er að neyta bragðgóðrar fæðu. Því miður vill neyslan hjá sumum verða hömlulaus á með- an aðrir borða of lítið. Ólafur Gunnar Sæmundsson Höfundur er næringarfræðingur og stundakennari við Háskóla Reykjavíkur. Ég er svo gæfurík að eiga fallega hæð í Vesturbæ Reykjavík- ur. Íbúðin er á efstu hæð af þremur með yndislegu útsýni. Garðurinn, sem er nýuppgerður, er listaverk. Íbúar húss- ins eru allir ynd- islegir. Á sunnudags- morgnum hlustar maður á kirkjuklukkur Neskirkju og Kriststkirkju á meðan morg- unverður er snæddur og blöðin lesin. Þegar margir eru í heimili, sem þurfa að næra sig, safnast eðlilega upp rusl. Öskutunnurnar eru í enda garðsins, tvær fyrir sorp og ein fyrir blöð og pappír. Frá því ég flutti hingað árið 2002 hefur sorp ekki verið vandamál. En nú er öldin önnur. Tunnurnar eru ekki tæmdar eins og verið hefur. Ég hef góðan pall fyrir utan inn- ganginn að íbúðinni og í gær voru ruslapokarnir orðnir 7 talsins með tilheyrandi lykt því það flóði út úr ruslatunnunum í garðinum. Í dag voru svo tunnurnar tæmd- ar og ég sendi son minn 11 ára og vin hans út í garð og við gerðum að leik að ég henti til þeirra rusla- pokunum og þeir hlupu með þá út í tunnu svo við yrðum örugglega fyrst! Ég geng mikið um hverfið mitt og tek eftir að margir hafa fengið límmiða á tunn- urnar sínar þar sem stendur að fjarlægðin frá tunnu til öskubíls sé meiri en 15 metrar. Ef svo er eiga íbúar að greiða aukagjald. Rökin eru þau að það sé svo mikið lagt á starfsmenn í sorp- hirðu. Ég aftur á móti spyr mig: „Er ekki of mikið lagt á starfsmenn sorphirðu að koma sí- fellt að ofurfullum tunnum þar sem margir hlaða pokum þar við hlið og ætlast til þess að þetta góða starfsfólk hirði upp ruslið eftir þá?“ Hvaða vit er í þessu og hvað kostar að láta mæla 15 metra vegalengd frá hverju húsi í Reykjavík, prenta miða ef fjar- lægðin er of mikil og hafa starfs- fólk í að rukka fyrir aukametra? Sorp í Reykjavík Eftir Hönnu Láru Steinsson Hanna Lára Steinsson »Hvað á að leggja á starfsfólk í sorp- hirðu í Reykjavík? Eða almenning sem þarf að safna sorpi þar til tunn- urnar eru tæmdar. Höfundur er félagsráðgjafi. Álfur SÁÁ kemur með vorinu eins og svo margt skemmti- legt og gott. Von og kraftur, fram- kvæmdagleði og ný áform fylla hjörtu margra. Farfugl- arnir komnir, grasið að spretta, gróðurinn að lifna, prófum að ljúka, landinn í jöklaferðum, á hjólum, á skokk- inu, í garðinum. Álfurinn dettur að vanda inn í þennan yndislega árstíma og hefur alltaf fengið góðar viðtökur Íslendinga. Það er líka von, kraftur og framtíðarsýn í hugsjónum SÁÁ nú, sem síðustu 33 ár. Fíknsjúkdómurinn kemur við flestar fjölskyldur á einhvern hátt. Þessi samtök fólks hafa allt- af haft að leiðarljósi að veita alkóhólistum, öðrum fíklum og aðstandendum þeirra, eins góða meðferð og mögulegt er. Þess vegna hefur úrræðum og með- ferðarmöguleikum hjá SÁÁ fjölg- að eftir því sem vandinn breytist á hverjum tíma. Það er oftast þakklátt starf að vinna að bata við fíknsjúkdómi. Þegar einstaklingur sem kominn er að krossgötum í lífinu vegna neyslu áfengis eða annarra vímu- efna, vill leita sér aðstoðar til að hætta og ná tökum á lífinu, þá er ómetanlegt að hafa tækifæri til að bjóða aðstoð. Meðferðir SÁÁ eru á mörgum stigum, viðtöl í göngudeildum, innlögn á Vog og eftirmeðferð á Vík eða Stað- arfelli, og eftirfylgni í göngu- deildum SÁÁ. Inngrip SÁÁ vinn- ur alltaf að því að einstaklingurinn öðlist færni til að taka ábyrgð á bata sínum og lífi. Það tekur tíma og atlögur, við verðum að hafa áfram tæki- færi til að sinna því. Það er ómetanlegt að fá að fylgjast með því þeg- ar einstaklingur finn- ur fæturna og fær aftur von og trú á framtíðina og sjálfan sig, sem hann hefur tapað í hringiðu lífs sem er litað af neyslu áfengis og annarra vímuefna. SÁÁ rekur þessa fjölbreyttu og marg- þættu meðferð með fagfólki, heilbrigð- isstarfsfólki eingöngu. Alla tíð hefur umtalsverður hluti kostnaðar komið beint frá sam- tökunum, SÁÁ, sjálfum. Góður hugur og velvilji almennings og félagsmanna í SÁÁ er ómet- anlegur og oft áþreifanlegur. Hræringar og þrengingar í þjóðfélaginu herða tökin alls stað- ar. Þau kostnaðarsömu en um leið mjög ábatasömu svið, mennta- og heilbrigðis, eiga undir högg að sækja. Það þýðir ekki að gefast upp. Samtökin SÁÁ halda ótrauð áfram og vilja standa af sér þenn- an ólgusjó. Þörfin fyrir meðferð og inngrip í fíknsjúkdóminn er til staðar sem aldrei fyrr. Við þurf- um áfram að standa vaktina. Stöndum saman og sýnum hug okkar með þátttöku í árlegri álfa- sölu og tökum sölufólki vel um þessa helgi. Gleðilega álfahelgi! SÁÁ – Þrautseigja og framtíðarsýn Eftir Valgerði Rúnarsdóttur Valgerður Rúnarsdóttir » Það er ómetanlegt að fá að fylgjast með því þegar einstaklingur finnur fæturna og fær aftur von og trú á fram- tíðina og sjálfan sig, sem hann hefur tapað í hringiðu lífs sem er litað af neyslu áfengis og annarra vímuefna. Höfundur er læknir hjá SÁÁ. –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Þann 27. maí gefur Morgunblaðið út stórglæsilegt Garðablað. Garðablaðið verður með góðum upplýsingum um garðinn, pallinn, heita potta, sumarblómin, sumar- húsgögn og grill. Stílað verður inn á allt sem viðkemur því að hafa garðinn og nánasta umhverfið okkar sem fallegast í allt sumar. MEÐAL EFNIS: Skipulag garða. Garðblóm og plöntur. Sólpallar og verandir. Hellur og steina. Styttur og fleira í garðinn. Garðhúsgögn. Heitir pottar. Útiarnar Hitalampar. Útigrill. Ræktun. Góð ráð við garðvinnu. Ásamt fullt af spennandi efni. Gar ðab laði ð NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 23. maí. Garðablaðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.