Morgunblaðið - 19.05.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.05.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2011 Gamla sovétið gufaði upp öllumað óvörum. Fáir sakna þess. Evrópusambandið er með fjölmörg lýðræðisríki innanborðs og því ólíkt sovétinu. Þess vegna er skrít- ið hve margt þar virðist sótt í sov- éska smiðju.    Aðal-valdamenn- irnir kallast kommissarar rétt eins og tíðkaðist í sovétinu.    Almenningur hefur engan að-gang að kommissörum ESB rétt eins og var í sovét og komm- isararnir búa við lífskjör gjörólík kjörum almennings í aðildarlönd- unum og þeir þurfa ekki að borga skatt nema af hluta launa sinna.    Þeir stjórna með „tilskipunum“eins og fyrirmæli ESB um smátt og stórt eru kölluð. Það heiti fengu nýju kommissararnir raunar frá löngu útdauðum ein- valdskóngum, svona til tilbreyt- ingar frá sovésku árunni sem ann- ars svífur yfir öllum vötnum í Brussel.    Og eins og í sovétinu forðastkommissarar ESB ætíð að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Þegar rætt er um að vankaðar Evruþjóðir viðurkenni greiðslufall sinna ríkissjóða heitir það á bruss- elísku að hugsanlega megi „end- urraða“ skuldum þeirra. Á manna- máli að kröfuhafar ríkjanna fái ekki allt sem þeir eiga inni. En svo að markaðurinn taki ekki á rás eða ærist þá er læðst af stað og sagt að menn séu þó helst að tala um „mjúka endurröðun“ skulda.    Það er svo óljóst hvað það þýðirað löngu dauðir pólítbúró- kommissarar haldast varla kyrrir í gröfum sínum af aðdáun. Dautt sovét lifandi komið STAKSTEINAR Veður víða um heim 18.5., kl. 18.00 Reykjavík 11 skýjað Bolungarvík 4 skýjað Akureyri 5 rigning Kirkjubæjarkl. 12 skýjað Vestmannaeyjar 12 léttskýjað Nuuk 1 léttskýjað Þórshöfn 8 skýjað Ósló 7 skúrir Kaupmannahöfn 15 skýjað Stokkhólmur 17 heiðskírt Helsinki 15 heiðskírt Lúxemborg 22 heiðskírt Brussel 21 léttskýjað Dublin 12 skýjað Glasgow 12 léttskýjað London 17 skýjað París 25 heiðskírt Amsterdam 15 skýjað Hamborg 18 skýjað Berlín 23 heiðskírt Vín 23 léttskýjað Moskva 15 skýjað Algarve 20 léttskýjað Madríd 22 léttskýjað Barcelona 20 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 21 léttskýjað Aþena 20 léttskýjað Winnipeg 20 heiðskírt Montreal 13 skúrir New York 18 alskýjað Chicago 11 þoka Orlando 22 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 19. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:01 22:49 ÍSAFJÖRÐUR 3:37 23:22 SIGLUFJÖRÐUR 3:19 23:06 DJÚPIVOGUR 3:23 22:25 Þorskaflinn í netaralli Hafrann- sóknastofnunar í nýliðnum apríl var tæp 800 tonn, sem er besti afli í netaralli frá upphafi. Þorskaflinn var tæp 500 tonn í fyrra og tæp 600 tonn árið 2009 en afli í netaralli hefur farið vaxandi frá árinu 2007. Segir á vef Haf- rannsóknastofnunar, að það sé í samræmi við hækkun á stofnvísi- tölu þorsks í togararalli undanfar- in ár. Stofnvísitala þorsks í togararalli hefur farið hækkandi síðastliðin ár og má það einkum rekja til aukn- ingar á stærri þorski, þ.e. stærri en 70 sentimetrar. Helsta niður- staða togararallsins, sem fram fór í mars, var sú, að stofnvísitala þorsks hækkaði fjórða árið í röð, var nú svipuð og árin 1998 og 2004. Slök aflabrögð á kantinum Eina svæðið sem skar sig úr hvað varðar þorskafla í netarallinu var kanturinn austur af Vest- mannaeyjum. Þetta er þriðja árið í röð þar sem afli hefur verið léleg- ur á þessu svæði, sem oft hefur gefið vel. Netarallinu lauk 20. apríl og tóku sex bátar þátt; Saxhamar SH í Breiðafirði, Magnús SH í Faxa- flóa, Friðrik Sigurðsson ÁR á svæðinu frá Reykjanesi að Þrí- dröngum, Glófaxi VE frá Þrí- dröngum að Skeiðarárdjúpi og Hvanney SF frá Meðallandsbugt að Hvítingum, Þorleifur EA fyrir Norðurlandi. sisi@mbl.is Metafli í nýloknu netaralli Í frumvarpi fjármálaráðherra um ráðstafanir í ríkisfjármálum er lagt til að heimild ferðamanna til kaupa á áfengi á lægri gjöldum hér á landi í fríhöfnum verði aukin frá því sem verið hef- ur. Í ákvæði í frumvarpinu er lagt til að hækka heimild ferða- manna til kaupa á gjaldfrjálsu áfengi í tollfrjálsum verslunum hér á landi. Breytingin gerir ráð fyrir að ferðamenn megi taka til viðbótar núverandi heimild sex til níu lítra af öli. Þá er lagt til að nýr valmöguleiki komi til þar sem heimilt verði að kaup einungis öl, samtals tólf lítra. Ennfremur er gerð tillaga um að flugáhafnir fái samskonar heimildir. Minni tekjur ríkissjóðs Í greinargerð með frumvarpinu segir að áætlanir geri ráð fyrir að tekjur Fríhafnarinnar muni aukast talsvert vegna þessara auknu heim- ilda. Á móti má gera ráð fyrir að sala ÁTVR dragist eitthvað saman í kjöl- farið. Þannig er gert ráð fyrir að skatt- tekjur ríkissjóðs í formi vörugjalda af áfengi lækki og að heildaráhrifin á afkomu ríkissjóðs verði neikvæð um 100-150 milljónir á ársgrundvelli. Meiri bjór í fríhöfnum PI PA R\ TB W A • SÍ A • 11 12 78 FYRIRLESTRARÖÐ Á ALDARAFMÆLI HÁSKÓLA ÍSLANDS LANGLÍFI OG LITNINGAENDAR Telomeres and Telomerase: How do they Affect Human Health and Disease? Dr. Elizabeth Blackburn, nóbelsverðlaunahafi í líf- og læknavísindum, forseti bandarísku krabbameinssamtakanna og prófessor í líffræði og lífeðlisfræði við Háskólann í Kaliforníu, San Francisco, flytur erindi í röð öndvegisfyrirlestra á aldarafmæli Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands, Aðalbyggingu, laugardaginn 21. maí kl. 14. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.