Morgunblaðið - 19.05.2011, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2011
✝ Bjarni Ólafssonfæddist í
Reykjavík 3. ágúst
1923. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Grund 10. maí
2011. Foreldrar
Bjarna voru Hall-
fríður Bjarnadóttir
húsfreyja frá Eski-
hlíð í Reykjavík, f.
16.8. 1901, d. 3.7.
1973, og Ólafur
Guðmundsson frá
Ægissíðu í Holtum, húsgagna-
og húsasmíðameistari í Reykja-
vík, f. 24.7. 1894, d. 2.5. 1976.
Bræður: Friðrik kennari, f. 17.7.
1921, d. 18.12. 1942, Guðmundur
Óli prestur, f. 5.12. 1927, d. 12.5.
2007, Felix prestur, f. 20.11.
1929.
9. janúar 1948 kvæntist Bjarni
Hönnu Arnlaugsdóttur frá
Reykjavík, röntgentækni og hús-
freyju, f. 29.7. 1928, d. 13.1.
1984. Foreldrar hennar voru
Guðrún Guðmundsdóttir, f.
1884, d. 1943, og Arnlaugur
Ólafsson, f. 1888, d. 1971. Börn
Hönnu og Bjarna eru: 1) Gunnar,
f. 1949 húsamíðameistari,
kvæntur Kristínu Sverrisdóttur.
minjasafnið 1959-’76 við ýmsar
viðgerðir og ráðgjöf. Eftirlits-
maður prestssetra og kirkna
1959-’60. Sat í skipulagsnefnd
kirkjugarða 1964-’88. Var í
sóknarnefnd og formaður
Bræðrafélags Nessóknar 1976-
’82. Hann tók mikinn þátt í starfi
KFUM og KFUK. Hann var for-
stöðumaður KFUM í Laugarnesi
frá 1943, brautryðjandi og for-
ystumaður í drengja- og ung-
lingastarfi félagsins. Söng í
Blönduðum kór KFUM og
KFUK. Sat í stjórn Skógar-
manna nokkur ár. Teiknaði og
hannaði kapellu í Vatnaskógi.
Var sæmdur gullmerki Skógar-
manna. Hann sá um byggingu
íþróttahússins í Vindáshlíð
ásamt margvíslegum fram-
kvæmdum þar. Hann naut þess
að ganga um landið og var oft
leiðsögumaður. Hann hélt áhuga
sínum fyrir söng og tónlist allt
sitt líf sem leiddi m.a. til búsetu í
Danmörku um árabil. Bjarni var
fjölhæfur listamaður, einstakur
fagurkeri, sérlega uppörvandi
og hvetjandi maður. Í mörg ár
skrifaði Bjarni greinar í Morg-
unblaðið undir heitinu „Smiðj-
an“ sem fjölluðu aðallega um
viðhald húsa og muna.
Útför Bjarna Ólafssonar verð-
ur frá Neskirkju í dag, 19. maí
2011, og hefst athöfnin kl. 13.
Sonur þeirra er
Sverrir, f. 1982. 2)
Ólafur, f. 1953, bif-
reiðasmiður, bú-
settur í Svíþjóð.
Börn hans eru:
Fríða, f. 1987, Ósk-
ar, f. 1990, Minna, f.
1996. 3) Hallfríður,
f. 1957, iðjuþjálfari
og kennari, búsett í
Noregi, gift Terje
Fjermestad. Börn
hennar eru: Hanna,
f. 1985, Jón, f. 1987, Lísa, f. 1989.
Bjarni tók sveinspróf í húsa-
smíði 1944 frá Iðnskólanum í
Reykjavík og handíðakenn-
arapróf sama ár. Kennari í
Laugarnesskóla 1944-1970,
námsstjóri í smíðum á vegum
Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur
og síðan lektor í handmennt við
KHÍ 1976-‘87. Hann kynnti sér
nýjungar í smíðakennslu á Norð-
urlöndum og var brautryðjandi í
handmenntum. Hann stofnaði
heildverslun og flutti inn efni
fyrir m.a. handmennt. Einnig
stofnaði hann byggingarfyr-
irtækið „Stokkahús“ ásamt öðr-
um sem flutti inn og framleiddi
timburhús. Vann fyrir Þjóð-
Þegar ég var 5 ára flutti ég úr
Miðtúni 90 yfir í Sigtún 23. Þar
hitti ég fljótlega fyrir strák sem
bjó á 27, eitt hús á milli. Við Óli
urðum fljótlega kunningjar og
gerðist ég heimaalningur þar.
Þannig kynntist ég Bjarna Ólafs-
syni og fjölskyldu. Bjarni tók mér
strax vel. Hann þótti nokkuð
strangur en það reyndist aldrei
hindrun í okkar samskiptum.
Fljótlega fór ég inn á Kirkjuteig
að sækja KFUM-fundi og var
Bjarni þar við stjórnvölinn. Áttum
við góðar stundir þar við Óli.
Seinna tók skólinn við og var
Bjarni að kenna þar smíði. Var ég
tvo vetur í smíðum hjá Bjarna.
Bjarni var húsasmíðameistari og
vann við smíðar á sumrin.
Þegar ég komst á unglingsárin
vann ég hjá honum í nokkur skipti
yfir sumartímann og fór það svo
að hann bauð mér að koma á
samning í húsasmíði sem ég þáði
og vann við smíðar í 10 ár. Það var
fjölbreyttur og skemmtilegur tími
sem maður minnist oft
Bjarni var giftur Hönnu Arn-
laugsdóttur sem var mjög góð
kona og reyndist okkur krökkun-
um afar vel, Hanna dó langt fyrir
aldur fram og var hennar sárt
saknað. Bjarni var með bíladellu
og átti oft flotta bíla sem okkur
strákunum þótti gaman að sitja í.
Alltaf höfðum við Bjarni samband
og fylgdumst hvor með öðrum.
Fyrir nokkru fór ég með Bjarna í
Katlagil en þar er skólasel Laug-
arnesskóla sem Bjarni teiknaði og
byggði. Fengum við okkur kaffi,
kveiktum upp í arninum og áttum
gott spjall. Ekki kunni hann við
það á seinni árum að komast ekki
um að vild og jafnvel að vera upp á
aðra kominn en svona er nú lífið.
Ég held að Bjarni hafi verið
hvíldinni feginn. Nú er hann kom-
inn á sinn stað og minnist ég hans
með virðingu, kærleika og þakk-
læti. Elsku Óli, Gunnar og Halla,
ég votta ykkur mína dýpstu sam-
úð.
Jón Helgi Guðmundsson.
Bjarni Ólafsson, húsasmíða-
meistari og kennari, kynntist ung-
ur starfi KFUM í Reykjavík líkt
og bræður hans þrír, Friðrik, Fel-
ix og Guðmundur Óli.
Á þessum árum var starf
KFUM bundið við félagshúsið við
Amtmannsstíg og skipt í deildir
eftir aldri en í sveitir eftir búsetu.
Bjarni varð leiðtogi þriðju sveitar
vinadeildar (fyrir drengi yngri en
10 ára) árið 1940. Ári seinna stofn-
aði bróðir Bjarna, Friðrik, fyrsta
„útibúið“ með því að hefja
KFUM-starf fyrir drengi í Laug-
arnesi. En skömmu síðar lést
Friðrik og tók þá Bjarni hið ný-
byrjaða starf KFUM í Laugarnesi
upp á arma sína. Sinnti hann því af
elju og áhuga í nærri tvo áratugi.
Starfið dafnaði og óx undir hans
forystu enda var Bjarni duglegur
að virkja pilta til ábyrgðar sér við
hlið. Bjarni átti frumkvæði að
stofnun unglingadeildar KFUM í
Laugarnesi í ársbyrjun 1946.
Bjarni lagði sig fram um að
mæta félagslegum þörfum
drengjanna í KFUM á ýmsa lund.
Á veturna stóð hann m.a. fyrir
skíðaferðum og skipulagði frí-
stundakvöld fyrir unglinga. Þar
bauð hann m.a. upp á borðtennis
og tafl eða aðstoð við smíðavinnu.
Um tíma stóð hann einnig fyrir
íþróttaæfingum að sumri til í
Laugarnesi. Bjarni þótti líka
ágætur sögumaður og afbragðs-
kennari enda telja margir sig
standa í ævarandi þakkarskuld
við hann. Fyrsta áratuginn í
Laugarnesi fóru flestir fundir
KFUM fram við fábreyttar að-
stæður í 20 m2 húsi sem nefnt var
Drengjaborg. Þar var oft þröng á
þingi og þess dæmi að allir þyrftu
að standa á meðan fundað var.
Bjarni hóf því fljótlega að berjast
fyrir því að KFUM fengi betri fé-
lagsaðstöðu í Laugarnesi og sá
draumur rættist loks árið 1953,
þegar nýtt félagshús var vígt á
Kirkjuteig 33.
Bjarni tók einnig ungur ást-
fóstri við sumarbúðir KFUM í
Kaldárseli og Vatnaskógi og not-
aði drjúgan hluta frítíma síns í
mörg sumur í vinnuflokkum og
dvalarflokkum þar. Hann átti sæti
í stjórn Vatnaskógar í nokkur ár
og teiknaði kapelluna sem þar var
vígð árið 1949. Ólafur faðir hans
var yfirsmiður hennar en Bjarni
tók líka virkan þátt í smíði hennar,
sem og fleiri húsa sem þar risu.
Bjarni lagði rækt við starf
KFUM fram á efri ár meðan
heilsa og kraftar leyfðu. Það er
KFUM og KFUK á Íslandi ómet-
anlegt að hafa fengið að njóta
kærleika og starfskrafta Bjarna
Ólafssonar. Eftirlifandi börnum
hans, Gunnari, Hallfríði og Ólafi,
og öðrum ástvinum, vottum við
dýpstu samúð um leið og við þökk-
um Guði fyrir blessunarríkt líf og
starf Bjarna.
F.h. KFUM og KFUK á Ís-
landi,
Gyða Karlsdóttir og
Tómas Torfason.
Kveðja frá Skógarmönnum
KFUM – Vatnaskógi
Bjarni Ólafsson sat í stjórn
Skógarmanna KFUM árin 1944-
48. Hann teiknaði og tók þátt í að
byggja kapelluna í Vatnaskógi
sem var vígð 24. júlí 1949 og báta-
skýlið sem var reist á árunum
1956-62. Bjarna var veitt gull-
merki Skógarmanna KFUM 9.
maí 2009 á risgjöldum Birkiskála
II.
Við Skógarmenn minnumst
Bjarna með þakklæti fyrir hans
störf fyrir sumarbúðirnar í Vatna-
skógi.
Hann gaf okkur bátaskýli sem
iðar af lífi öll sumur og einstæða
kapellu. Það hús hefur breytt lífi
margra og svo mun halda áfram
að verða lengi enn.
Bjarni var óþreytandi að vinna
að eflingu Guðs ríkis bæði í Vatna-
skógi og einnig á öðrum vettvangi
KFUM og KFUK.
Guð blessi minningu Bjarna
Ólafssonar
Fyrir hönd Skógarmanna
KFUM,
Ársæll Aðalbergsson,
Ólafur Sverrisson.
Bjarni Ólafsson er látinn. Alltaf
er dauðinn sama ráðgátan. Þegar
einhver sem maður hefur þekkt
og átt samneyti við um langt skeið
er horfinn verður tilfinningin
áþreifanleg, blandin tómleika og
trega. Andlát Bjarna hefur snert
okkur og stemmt í moll, ef svo má
að orði komast, en jafnframt er
þessi tilfinning ofin þakkarþætti.
Við sem setjum þessi fátæklegu
kveðjuorð á blað kynntumst
Bjarna Ólafssyni, þegar hann
gerðist kennari við Kennarahá-
skóla Íslands í handmenntagrein-
um. Síðan varð kunningsskapur
okkar af ýmsum ástæðum nánari
og áttum við þá margar ánægju-
stundir saman.
Það er ekki auðvelt að draga
upp mynd af manninum Bjarna
Ólafssyni en þó skal reynt að
minna á nokkur einkenni hjá fjöl-
hæfum og heilsteyptum manni.
Við tókum t.d. sérstaklega eftir
því hve góð áhrif Bjarni hafði á
fundum sem hann sat um málefni
skólans. Það var eins og andstæð
óánægjuöfl yrðu hógværari og
málefnalegri í orðum. Við vissum
að Bjarni var trúaður maður með
reynslu frá starfi sínu í KFUM og
settum þessi góðu áhrif hans í
samband við það. Annað sem við
sáum þegar við heimsóttum hann
við kennslu var glaðlegt andrúms-
loft og vinnugleði. Þegar við
kynntumst Bjarna betur varð
okkur ljóst að hann bjó yfir víð-
tækri lífsreynslu. Hann hafði ver-
ið í sveit sem barn og unglingur að
sumri og þekkti því hið gamla Ís-
land af eigin reynslu, svo var hann
líka ekta Reykvíkingur með þekk-
ingu á mannlífinu hér og einkar
fróður um byggingarsögu borgar-
innar. Hann hafði átt öfluga bíla
upp úr stríðsárunum, verið í
ferðamennsku og fararstjórn, orð-
ið trésmíðameistari eins og faðir
hans, byggt mörg hús og kirkjur,
séð um kirkjur og kirkjugarða svo
nokkuð sé nefnt. Eftir að hann
gerðist kennari gat hann miðlað
verkkunnáttu til upprennandi
kynslóðar í handmenntum. Eins
var Bjarni Ólafsson ágætlega rit-
fær maður. Hann skrifaði árum
saman greinar um smíðar og við-
gerðir í Morgunblaðið, og kom þá
einnig að sjónarmiðum sínum um
menn og málefni. Dáðumst við oft
að því hve gott var að skilja hann.
Aldrei fleipur, skýrt og skilmerki-
lega fjallað um það sem hann vissi
og þekkti.
Hægt er að tína margt til eins
og greiðvirkni og hjálpsemi. Einu
sinni var hann staddur hjá mér
(B.B.) og segir: Þú þarft að skipta
um glugga í stofunni, þessi er
ónýtur, eins þarftu að laga grind-
verkið í garðinum. Hann lét ekki
sitja við orðin tóm, en hjálpaði
mér við hvort tveggja, pantaði
gluggann, kom með hann á góð-
viðrisdegi og setti hann í, eins
dreif hann í að koma upp almenni-
legu grindverki.
Eftir að við hættum að kenna
hittumst við oft í kaffi. Við vorum
ólíkir og skoðanir því skiptar, en
það var einmitt gamanið að geta
látið skoðanir mætast án ofsa og
gremju. Hægt er að halda áfram,
en hér skal staðar numið og þessi
orð látin nægja til að minnast lát-
ins vinar.
Við viljum að lokum votta fjöl-
skyldu hans og aðstandendum
samúð okkar og biðjum Guð að
blessa þau og minningu Bjarna
Ólafssonar.
Bjarni Bjarnason og
Gunnar Árnason.
Þegar fregn berst af því að
gamall félagi og vinur hefur fallið
frá hátt á níræðisaldri, koma upp í
hugann minningar um fyrstu
kynni mín við Bjarna Ólafsson
kennara og húsasmíðameistara.
Drengur á tíunda aldursári ný-
fluttur á Laugateig í Laugarnes-
hverfinu frétti ég af fundum í
KFUM húsinu við Kirkjuteig 33.
Þangað lagði ég leið mína og
kynntist þar Bjarna sem stjórnaði
starfi félagsins í Laugarneshverf-
inu af miklum áhuga. Frá fyrsta
fundi má segja að KFUM húsið
við Kirkjuteig hafi orðið mitt ann-
að heimili öll mín uppvaxtarár í
Laugarnesinu.
Aðalstarf Bjarna á þessum ár-
um var smíðakennsla í gamla
smíða-húsinu við Laugarnesskóla.
Þar sem smíðaáhuginn var mér í
blóð borinn voru það mínar bestu
stundir að komast í smíðatíma hjá
Bjarna einkum þegar komið var
fram á unglingsár. Bjarni var vel
látinn og vinsæll kennari við
Laugarnesskólann.
Sumarstörf Bjarna voru tengd
ýmiskonar smíðavinnu m.a. tók
hann að sér endurbyggingu Við-
eyjarstofu á vegum Þjóðmimja-
safnsins á sjöunda áratugnum. Á
þessum árum var það nauðsynlegt
að koma sér í sumarvinnu til að
hafa efni á að vera kennari hinn
hluta ársins, þess vegna kom það
sér vel fyrir undirritaðan að fá
vinnu við endurreisn Viðeyjar-
stofu. Þarna naut Bjarni sín vel
sem stjórnandi verksins ásamt því
að vera vinur og leiðbeinandi
starfsmannanna í Viðey. Bjarni
tók að sér umsjón með byggingum
á íþróttahúsum fyrir sumarstarf
KFUM bæði í Vatnaskógi og
Vindáshlíð auk ýmiskonar við-
haldsverkefni fyrir félögin.
Eftir að hafa starfað við
kennslu við Laugarnesskólann í
allmörg ár tók Bjarni við starfi
eftirlitskennara og innkaupa-
stjóra fyrir grunnskóla Reykja-
víkur, því starfi sinnti hann af
mikilli natni enda umhugað að list-
verklegri kennslu yrði sinnt af
kostgæfni í skólum borgarinnar.
Tala ég þar af nokkurri reynslu
þar sem ég naut stuðnings hans í
mínu starfi.
Bjarni tók við stöðu kennara
við smíðadeild KHÍ en hún var til
húsa í gamla Kennaraskólanum
við Laufásveg og sinnti því starfi í
Bjarni Ólafsson✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUÐMUNDUR ÁRMANN ODDSSON
frá Flateyri,
lést á Dvalarheimili aldraðra í Bolungarvík
miðvikudaginn 11. maí.
Jarðarförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju
laugardaginn 21. maí kl. 14.00.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og langafabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
ERLING EDWALD
lyfjafræðingur,
lést að morgni föstudagsins 13. maí.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju föstu-
daginn 20. maí kl. 13.00.
Jóhanna Edwald,
Tryggvi Edwald, Erla Erlingsdóttir,
Sigrún Edwald, Sigurður Egill Guttormsson,
Ari Edwald, Þórunn Pálsdóttir,
Þórdís Edwald, Ármann Þorvaldsson
og barnabörn.
✝
Hjartkær eiginkona mín,
DEBÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR
fyrrum símstöðvarstjóri
á Hvammstanga,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Grund föstu-
daginn 13. maí.
Minningarathöfn verður í Neskirkju föstudaginn 20. maí kl. 13.00.
Jarðsungið verður frá Hvammstangakirkju laugardaginn 21. maí
kl. 14.00.
Ásvaldur Bjarnason.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
JÓN KR. SÓLNES
hæstaréttarlögmaður,
Aðalstræti 72,
Akureyri,
lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu-
daginn 12. maí.
Útför verður gerð frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 25. maí
kl. 13.30.
Halla Elín Baldursdóttir,
Lilja Björk Sólnes, Rawn Salenger,
Baldur Már Helgason, Svanhildur Sigurðardóttir,
Jón Ragnar Sólnes,
Valgerður Sólnes,
Kristín Sólnes
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HÓLMFRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR,
Furugrund 32,
Kópavogi,
lést mánudaginn 16. maí.
Jarðsungið verður frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 25. maí kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarsjóð L5 Landakoti,
sími 543 9890.
Elsa Jóhanna Ólafsdóttir, Rúnar Jónsson,
Droplaug Ólafsdóttir,
Þorsteinn Ólafsson, Jóna Fanney Kristjánsdóttir,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
RAGNAR ÁGÚSTSSON
frá Mávahlíð,
Engihlíð 16D,
Ólafsvík,
lést á Dvalarheimilinu Jaðri föstudaginn
13. maí.
Hann verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn
21. maí kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigrún Ólafsdóttir.