Morgunblaðið - 19.05.2011, Blaðsíða 11
Sjávarbarinn sem er við hliðina á
fiskbúðinni. „Það losnaði húsnæði
við hliðina á Sjávarbarnum og ég
náði samningi við eigandann að
opna á milli og vera með fiskbúð.“
Veit allt um fisk
Magnús Ingi segir að allar fisk-
tegundir fáist í Keisaranum auk
fiskisósa og krydds. „Í búðinni er-
um við síðan með ódýran veitinga-
stað. Við sögðum samlokum og kóki
stríð á hendur. Á staðnum bjóðum
við upp á fiskrétti á undir þúsund
krónur í hádeginu.“
Magnús Ingi hefur ekki rekið
fiskbúð áður en hefur mikið unnið
með fisk. „Áður fyrr vann ég mikið í
fiskvinnslu. Ég var í kynningum á
fiskréttum og þróun á þeim. Ég veit
allt um fiskinn og hvað má matreiða
úr honum. En ég er með starfs-
mann sem veitir fiskbúðinni for-
stöðu. Hann heitir Einar Geirdal og
við köllum hann keisarann í vestur-
bænum. Hann er hokinn af reynslu
enda búinn að vera í fjörutíu ár í
fiski. Hann hefur veitt á öllum teg-
undum báta og með öllum veiðar-
færum. Síðan er hann líka búinn að
vera gæðastjóri og fiskmatsmaður.
Ég er matreiðslumeistari og sé um
fjárhagshliðina en hann sér um fag-
mennskuna, rekur verslunina og
stendur vaktina. Einar er ekta
sjóari með fullt af tattúum. Hann
þekkir líka alla sem koma hingað
enda mikið af sjómönnum á svæð-
inu,“ segir Magnús Ingi.
Hlýri og blálanga í uppá-
haldi
Spurður út í fiskneyslu þjóðar-
innar segir Magnús Ingi að fólki
finnist alltaf gott að borða fisk en
því miður sé fiskur dýr. Hann er
líka með ákveðna kenningu um það
af hverju fólk borði ekki fisk oftar.
„Fólk kaupir fisk í lágvöruverðs-
verslunum. Hann er ódýr en hann
er bara vondur og þá er hann ekki
borðaður aftur og aftur. Þegar þú
borðar splunkunýjan fisk finnur þú
hvað það munar rosalega miklu.
Þetta er eins og að borða ávexti úr
dós og svo ferska, það er ekki hægt
að bera það saman.“
Magnús Ingi borðar sem von
er mikið af fiski og er hlýri í mestu
uppáhaldi hjá honum. „Hlýri er
rosalega góður, hann er stífur og
fínn. Hann minnir á skötusel en er
miklu hvítari og vöðvafylltari. Ég
matreiði hann á allan hátt en hann
er ofboðslega góður á grillið því
hann er svo stífur í sér. Blálanga er
líka í uppáhaldi og er að koma sterk
inn.“
Morgunblaðið/Sigurgeir S
Fiskur Hann er heldur betur girnilegur enda mikið lagt upp úr ferskleika.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2011
*Bremsuklossar að framan í
Volkswagen Golf með vinnu.
Eru bremsurnar í lagi?
22.062*
Laugavegi 170 -174 • 590 5000 • hekla.is • hekla@hekla.is • Þjónustuverkstæði um land alltTímapantanir í síma 590 5000 og á gvf@hekla.is
Das Auto.
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Ferskur íslenskur barnamatur er nú fáanlegur í
verslunum í fyrsta skipti. Er það Barnavagninn
ehf. sem hefur sett hann á markað en fyrirtækið
er í eigu Ávaxtabílsins og Eignarhaldsfélags
Suðurnesja.
„Við erum alltaf í návígi við ávexti og græn-
meti og erum búin að gera mikið á þessum
markaði í því að hollustuvæða hann. Okkur
fannst mjög einkennilegt að það væri ekki boðið
upp á ferskan mat fyrir ungbörn eins og full-
orðna. Að sjá allar þessar krukkur við stofuhita
með árs geymsluþol eða jafnvel meira er ekki í
okkar anda. Við vildum koma með eitthvað
skemmtilegra,“ segir Haukur Magnússon,
stofnandi Ávaxtabílsins og Barnavagnsins.
Í boði eru sex tegundir af barnamat; rófur,
gulrætur, sveskjur, epli, blanda af bönunum og
döðlum og blanda af gulrótum, rófum og kart-
öflum. „Þetta eru þrjár tegundir af grænmeti og
þrjár af ávöxtum. Íslenskt hráefni er megin-
uppistaðan. Mér sjálfum finnst þetta vera ekta
stemning sem ætti að eiga upp á pallborðið hjá
landanum á þessum tímapunkti. Íslensk vara
sem kemur úr íslenskum bæ. Þess vegna er ég
bjartsýnn á að við fáum stuðning foreldra og
þetta gangi allt upp,“ segir Haukur.
Gaman að vera í Garðinum
Fyrirtækið Barnavagninn er í Garðinum
og skapar að jafnaði vinnu fyrir þrjá til fjóra
heimamenn. „Okkur vantaði fjármagn til að
geta gert þetta að veruleika. Ég byrjaði á að at-
huga hvort það væri möguleiki á stuðningi á
Suðurnesjum. Þar fengum við stuðning at-
vinnuþróunarsjóðs sem heitir Eignarhaldsfélag
Suðurnesja og á það Barnavagn með mér. Það
er líka gaman að vera úti á landi. Í Garðinum er
mikill velvilji og gaman að taka þátt í því að
byggja upp annars staðar en á höfuðborgar-
reitnum,“ segir Haukur.
Spurður hvort hann eigi sjálfur börn sem
borði maukið frá Barnavagninum segir Haukur
þau nú vera vaxin upp úr því en þau verði nú
samt að smakka. „Það skrifaði ein á Facebook
áðan að hún hefði notað banana- og döðlumauk-
ið í eftirrétt. Svo það má nota það á ýmsa vegu,
t.d. eins og eplamaukið í eplabökur og slíkt.
Rófu-, gulróta- og kartöflumaukið getur líka
orðið að íslenskri kjötsúpu fyrir börnin með því
að mauka vel soðið kjöt samanvið,“ segir Hauk-
ur að lokum.
Morgunblaðið/Ásdís
Barnamatur Þarf að vera ferskur og góður.
Ferskur matur
fyrir ungbörn
Morgunblaðið/RAX
Eigandinn Haukur Magnússon.
www.barnavagninn.is
Fjarðarkaup
Gildir 19.-21. maí verð
nú
áður mælie. verð
Svínahnakki úrb. úr kjötborði.... 998 1.398 998 kr. kg
Svínalundir úr kjötborði............ 1.498 2.098 1.498 kr. kg
Lúxus svínakót. úr kjötborði...... 1.498 1.898 1.498 kr. kg
KF íslenskt heiðarlamb ............ 1.398 1.568 1.398 kr. kg
KF svínakótelettur ....................1.298 1.800 1.298 kr. kg
FK grill lambalærissneiðar ........ 1.745 2.245 1.745 kr. kg
Hamborg, 2x115 g m/brauði ... 396 480 396 kr. pk.
Fjallalambs frosið súpukjöt ...... 566 629 566 kr. kg
Fk svínakótel. m/beini krydd. ... 1.398 1.698 1.398 kr. kg
Andabringur ............................2.924 4.498 2.924 kr. kg
Hagkaup
Gildir 19.-22. maí verð
nú
áður mælie. verð
Íslandsnaut ungnauta-ribeye .... 2.924 3.898 2.924 kr. kg
Ísl.naut ungnauta-entrecote ..... 2.924 3.898 2.924 kr. kg
Holta buffalóvængir, 800 g ...... 449 699 449 kr. stk.
Holta Bbq-vængir, 800 g ......... 449 699 449 kr. stk.
New Orleans BBQ grísarif ......... 1.275 1.598 1.275 kr. kg
Holta kryddl.kjúk.lund í western 1.959 2.798 1.959 kr. kg
Holta kjúkl.læri og legg texaskr. 664 949 664 kr. kg
Rifsberjalegin helgarsteik ......... 2.039 2.718 2.039 kr. kg
Beyglur m/kanil og rús./sesam 89 149 89 kr. stk.
Amerískir kleinuhringir ............. 129 179 129 kr. stk.
Kostur
Gildir 19.-22. maí verð
nú
áður mælie. verð
Grillborgari m/brauði, 4 stk...... 599 765 599 kr. stk.
Ítalskar grillpylsur, 5 stk........... 319 398 319 kr. stk.
Goði hunangs grísakótelettur .... 1.798 2.198 1.798 kr. kg
Lorenz Hot&Spicy snakk, 170g. 179 259 179 kr. stk.
BKI kaffi fairtrade, 400 g ......... 499 539 499 kr. stk.
BKI kaffi ökologisk, 400 g........ 499 539 499 kr. stk.
Great Value Corn Flakes, 510 g 398 429 398 kr. stk.
Best Yet maískorn, 432 g......... 109 139 109 kr. stk.
Nettó
Gildir 19.-22. maí verð
nú
áður mælie. verð
Ferskt lambasnitsel í raspi ....... 1.598 1.998 1.598 kr. kg
Ferskt lamba ribeye ................. 2.999 3.998 2.999 kr. kg
Bautab.grísakóti. rauðvkrydd .... 1.079 1.498 1.079 kr. kg
Okkar kjúklingabringur, 3 stk. ...1.998 1.998 1.998 kr. kg
Ferskt grísakótelettur ............... 998 2.049 998 kr. kg
Ferskt lambalærissneið., 1.fl. ...1.499 2.498 1.499 kr. kg
Ananas ferskur, kg................... 148 295 148 kr. kg
Pepsi 33 cl dós....................... 65 75 65 kr. stk.
Pepsi Max 33 cl dós ................ 65 75 65 kr. stk.
Capri súkkulaðibitar, 200 g ...... 199 239 199 kr. pk.
Samkaup/Úrval
Gildir 19.-22. maí verð
nú
áður mælie. verð
Ísfugl alifuglahakk fros, 600 g.. 299 498 299 kr. stk.
Kjötborð/pakk. lambafile m/fit .2.519 3.498 2.519 kr. kg
Kjötborð/pakkað lambalæri ...... 998 1.395 998 kr. kg
Kjötborð/pakk lambafrhryggsn.. 1.399 1.749 1.399 kr. kg
Kjötborð/pakkað kindagúllas ....1.598 1.998 1.598 kr. kg
Melóna Cantal., kg Charanties .. 245 489 245 kr. kg
Coop bruður grófar, 300 g ....... 239 299 239 kr. pk.
Coop Egg Noodles, 250 g ........ 111 159 111 kr. pk.
Coop poppmaís, 500 g ............ 132 189 132 kr. pk.
Coop sardínur í olíu, 120 g...... 180 225 180 kr. stk.
Þín verslun
Gildir 19.-22. maí verð
nú
áður mælie. verð
Lambalæri úr kjötborði............. 1.198 1.798 1.198 kr. kg
Lambahryggur úr kjötborði........ 1.398 1.998 1.398 kr. kg
Lambakótelettur úr kjötborði..... 1.798 2.149 1.798 kr. kg
Korngrísahnakki úr kjötborði ..... 1.198 1.798 1.198 kr. kg
Myllu skúffuk m/kókos + krem . 498 719 498 kr. pk.
Kjörís súperpinnar heim.pakkn. 598 798 60 kr. stk.
Patak’s Tikk. Mas. Paste, 283g 389 485 1.375 kr. kg
Skittles ávaxtahlaup, 195 g...... 398 498 2.042 kr. kg
Maryland kexkökur, 150 g........ 115 135 767 kr. kg
Findus lasagne, 375 g............. 549 685 1.464 kr. kg
Helgartilboðin
Nýlega kom út á
íslensku bókin
Léttara og betra
líf sem er leið-
arvísir danska
ráðgjafans og
sjónvarpskon-
unnar Lene Hans-
son til heilsubót-
ar og vellíðunar.
Þar setur Hansson upp átta vikna
áætlun þar sem hollmeti og hreyf-
ing vísar veginn til breyttra og
bættra lífshátta. Hansson hefur
sent frá sér fjölda bóka um matar-
æði og heilsu.
Átta vikna
heilsuáætlun